Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 fengu það hlutverk að leggja mat á virði þeirra eigna sem voru að baki skilyrta skuldabréfinu. Virði bréfs- ins réðst af endurheimtum af til- teknu lánasafni sem Landsbankinn yfirtók af gamla Landsbankanum – annars vegar svonefndar Pegasus eignir sem eru kröfur á stór fyr- irtæki og hins vegar Pony eignir sem eru kröfur á lítil og meðalstór fyrirtæki. Samtals var um að ræða 18 skilgreindar eignir. Við síðustu áramót var skilyrta skuldabréfið bókfært á ríflega 87 milljarða króna í ársreikningi Landsbankans. Niðurstaða óháðra sérfræðinga Deloitte var hins vegar sú að undirliggjandi eignir skilyrta bréfsins væru meira virði – en bréf- ið gat hæst orðið 92 milljarðar króna. Með útgáfu skilyrta skuldabréfs- ins, sem kemur til viðbótar stóra skuldabréfinu, þá hefur fengist end- anlegt uppgjör á virði eigna milli Landsbankans og LBI. Í tilkynn- ingu segir: „skuldabréfin á milli gamla og nýja Landsbankans eru byggð á samkomulagi sem gert var á grundvelli ákvarðana Fjármála- eftirlitsins frá október 2008 um til- flutning á eignum og skuldum til nýja bankans“. Skilyrta skulda- bréfið 92 milljarðar  Þrotabúið lætur af hendi allan hlut í Landsbankanum Erlendar skuldir Með útgáfu skilyrta skuldabréfsins skuldar Landsbankinn þrotabúi gamla bankans nú um 314 milljarða í gjaldeyri. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Virði skilyrta skuldabréfsins sem nýi Landsbankinn gefur út til þrotabús gamla Landsbankans (LBI) verður 92 milljarðar króna. Með útgáfu skuldabréfsins mun 18,67% eignarhlutur þrotabúsins renna til íslenska ríkisins og Lands- bankans hf. í samræmi við sam- komulag þessara aðila í árslok 2009. Íslenska ríkið á því nú 98% hlut í bankanum en Landsbankinn heldur 2% hlut. Þeim eignarhlut fylgja hins vegar þau skilyrði að honum verði dreift til starfsmanna bankans. Miðað við bókfært eiginfjárvirði bankans um síðustu áramóti er sá hlutur metinn á um 4,5 milljarða króna. Í tilkynningu frá Landsbankan- um er bent á að bókfært virði eign- arhlutar ríkisins í bankanum hefur aukist um 97 milljarða króna frá haustinu 2008. Að frádregnum fjár- magnskostnaði nemur ávinningur ríkisins 55 milljörðum króna. Steinþór Pálsson bankastjóri seg- ir þetta mikilvægan áfanga. „Ríkið fær í dag afhentan mjög verðmætan eignarhlut í Landsbankanum án þess að greiða fyrir hann. Bókfært verðmæti eignarhlutar ríkisins hef- ur hækkað töluvert og er ávinning- ur ríkisins eftir fjármagnskostnað 55 milljarðar króna. Það munar um minna. Eignasafn bankans verður æ sterkara og framundan er að tryggja fjárhagsstöðu enn frekar með hagkvæmri endurfjármögnun erlendra lána bankans.“ Þung greiðslubyrði í vændum Ekki eru gerðar neinar breyting- ar á afborgunarferli skilyrta skuldabréfsins frá því sem um var samið í árslok 2009. Því þarf Lands- bankinn að byrja að greiða ársfjórð- ungslegar afborganir af skilyrta skuldabréfinu – í samtals fimm ár – frá og með apríl á næsta ári. Sam- tals munu afborganir af skuldabréf- inu nema ríflega 18 milljörðum strax á næsta ári. Afborganir af stóra erlenda skuldabréfinu, sem var tæplega 222 milljarðar króna í bókum Lands- bankans um síðustu áramót, hefjast hins vegar ári síðar. Áætlaðar af- borganir og vaxtagreiðslur Lands- bankans í gjaldeyri vegna skulda- bréfanna tveggja eru um 73 milljarðar króna árið 2015. Sérfræðingar Deloitte í Bretlandi Endanlegt uppgjör » Þrotabú Landsbankans læt- ur af hendi allan eignarhlut sinn – 18,67% – við útgáfu skilyrta skuldabréfsins. » Virði skuldabréfsins er 92 milljarðar. Það kemur til við- bótar stóra skuldabréfinu sem er 222 milljarðar. Skuldabréfin eru í erlendri mynt. » Íslenska ríkið á nú 98% eignahlut í Landsbankanum. Starfsmenn Landsbankans gætu eignast 2% hlut. Kýpversk stjórnvöld þurfa að selja stóran hluta af gullforða landsins til þess að fjármagna hluta af tíu millj- arða evra neyðarláni sem var veitt til að endurfjármagna bankakerfið. Frá því er greint á fréttavef Breska ríkisútvarpsins (BBC) að það sé niðurstaða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að Kýpur þurfi að selja gull fyrir um 400 milljónir evra, jafnvirði um 62 milljarða króna. Miðað við núverandi mark- aðsverð eru það ríflega tíu tonn af gulli. Samtals nemur gullforði Kýpur tæplega 14 tonnum. Samkvæmt BBC er þetta stærsta salan á gulli síðan frönsk stjórnvöld ákváðu að selja 17,4 tonn af gullforða seðlabankans snemma árs 2009. Fréttaskýrendur telja mjög ólík- legt að fleiri evruríki, sem glíma jafnframt við mikla skulda- og bankakreppu, neyðist til að fylgja í fótspor Kýpverja og selja hluta af gullforða sínum. Gullforði Spánverja er til að mynda metinn á tæplega ell- efu milljarða evra. Þrátt fyrir að tekist hafi að afstýra allsherjar greiðsluþroti kýpverska bankakerfisins gera hagspár ráð fyr- ir um 8,7% efnahagssamrætti á þessu ári. hordur@mbl.is AFP Verðmæti Kýpversk stjórnvöld þurfa að selja gull fyrir um 400 milljónir evra til að fjármagna hluta af tíu milljarða evra neyðarláni. Kýpur þarf að selja gullforða landsins Allt á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Bílaverkstæði Dekkjaverkstæði Smurstöð Varahlutir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.