Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013
fengu það hlutverk að leggja mat á
virði þeirra eigna sem voru að baki
skilyrta skuldabréfinu. Virði bréfs-
ins réðst af endurheimtum af til-
teknu lánasafni sem Landsbankinn
yfirtók af gamla Landsbankanum –
annars vegar svonefndar Pegasus
eignir sem eru kröfur á stór fyr-
irtæki og hins vegar Pony eignir
sem eru kröfur á lítil og meðalstór
fyrirtæki. Samtals var um að ræða
18 skilgreindar eignir.
Við síðustu áramót var skilyrta
skuldabréfið bókfært á ríflega 87
milljarða króna í ársreikningi
Landsbankans. Niðurstaða óháðra
sérfræðinga Deloitte var hins vegar
sú að undirliggjandi eignir skilyrta
bréfsins væru meira virði – en bréf-
ið gat hæst orðið 92 milljarðar
króna.
Með útgáfu skilyrta skuldabréfs-
ins, sem kemur til viðbótar stóra
skuldabréfinu, þá hefur fengist end-
anlegt uppgjör á virði eigna milli
Landsbankans og LBI. Í tilkynn-
ingu segir: „skuldabréfin á milli
gamla og nýja Landsbankans eru
byggð á samkomulagi sem gert var
á grundvelli ákvarðana Fjármála-
eftirlitsins frá október 2008 um til-
flutning á eignum og skuldum til
nýja bankans“.
Skilyrta skulda-
bréfið 92 milljarðar
Þrotabúið lætur af hendi allan hlut í Landsbankanum
Erlendar skuldir Með útgáfu skilyrta skuldabréfsins skuldar Landsbankinn
þrotabúi gamla bankans nú um 314 milljarða í gjaldeyri.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Virði skilyrta skuldabréfsins sem
nýi Landsbankinn gefur út til
þrotabús gamla Landsbankans
(LBI) verður 92 milljarðar króna.
Með útgáfu skuldabréfsins mun
18,67% eignarhlutur þrotabúsins
renna til íslenska ríkisins og Lands-
bankans hf. í samræmi við sam-
komulag þessara aðila í árslok 2009.
Íslenska ríkið á því nú 98% hlut í
bankanum en Landsbankinn heldur
2% hlut. Þeim eignarhlut fylgja hins
vegar þau skilyrði að honum verði
dreift til starfsmanna bankans.
Miðað við bókfært eiginfjárvirði
bankans um síðustu áramóti er sá
hlutur metinn á um 4,5 milljarða
króna.
Í tilkynningu frá Landsbankan-
um er bent á að bókfært virði eign-
arhlutar ríkisins í bankanum hefur
aukist um 97 milljarða króna frá
haustinu 2008. Að frádregnum fjár-
magnskostnaði nemur ávinningur
ríkisins 55 milljörðum króna.
Steinþór Pálsson bankastjóri seg-
ir þetta mikilvægan áfanga. „Ríkið
fær í dag afhentan mjög verðmætan
eignarhlut í Landsbankanum án
þess að greiða fyrir hann. Bókfært
verðmæti eignarhlutar ríkisins hef-
ur hækkað töluvert og er ávinning-
ur ríkisins eftir fjármagnskostnað
55 milljarðar króna. Það munar um
minna. Eignasafn bankans verður
æ sterkara og framundan er að
tryggja fjárhagsstöðu enn frekar
með hagkvæmri endurfjármögnun
erlendra lána bankans.“
Þung greiðslubyrði í vændum
Ekki eru gerðar neinar breyting-
ar á afborgunarferli skilyrta
skuldabréfsins frá því sem um var
samið í árslok 2009. Því þarf Lands-
bankinn að byrja að greiða ársfjórð-
ungslegar afborganir af skilyrta
skuldabréfinu – í samtals fimm ár –
frá og með apríl á næsta ári. Sam-
tals munu afborganir af skuldabréf-
inu nema ríflega 18 milljörðum
strax á næsta ári.
Afborganir af stóra erlenda
skuldabréfinu, sem var tæplega 222
milljarðar króna í bókum Lands-
bankans um síðustu áramót, hefjast
hins vegar ári síðar. Áætlaðar af-
borganir og vaxtagreiðslur Lands-
bankans í gjaldeyri vegna skulda-
bréfanna tveggja eru um 73
milljarðar króna árið 2015.
Sérfræðingar Deloitte í Bretlandi
Endanlegt uppgjör
» Þrotabú Landsbankans læt-
ur af hendi allan eignarhlut
sinn – 18,67% – við útgáfu
skilyrta skuldabréfsins.
» Virði skuldabréfsins er 92
milljarðar. Það kemur til við-
bótar stóra skuldabréfinu sem
er 222 milljarðar. Skuldabréfin
eru í erlendri mynt.
» Íslenska ríkið á nú 98%
eignahlut í Landsbankanum.
Starfsmenn Landsbankans
gætu eignast 2% hlut.
Kýpversk stjórnvöld þurfa að selja
stóran hluta af gullforða landsins til
þess að fjármagna hluta af tíu millj-
arða evra neyðarláni sem var veitt til
að endurfjármagna bankakerfið.
Frá því er greint á fréttavef
Breska ríkisútvarpsins (BBC) að það
sé niðurstaða framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins að Kýpur þurfi
að selja gull fyrir um 400 milljónir
evra, jafnvirði um 62 milljarða
króna. Miðað við núverandi mark-
aðsverð eru það ríflega tíu tonn af
gulli. Samtals nemur gullforði Kýpur
tæplega 14 tonnum.
Samkvæmt BBC er þetta stærsta
salan á gulli síðan frönsk stjórnvöld
ákváðu að selja 17,4 tonn af gullforða
seðlabankans snemma árs 2009.
Fréttaskýrendur telja mjög ólík-
legt að fleiri evruríki, sem glíma
jafnframt við mikla skulda- og
bankakreppu, neyðist til að fylgja í
fótspor Kýpverja og selja hluta af
gullforða sínum. Gullforði Spánverja
er til að mynda metinn á tæplega ell-
efu milljarða evra.
Þrátt fyrir að tekist hafi að afstýra
allsherjar greiðsluþroti kýpverska
bankakerfisins gera hagspár ráð fyr-
ir um 8,7% efnahagssamrætti á
þessu ári. hordur@mbl.is
AFP
Verðmæti Kýpversk stjórnvöld þurfa að selja gull fyrir um 400 milljónir
evra til að fjármagna hluta af tíu milljarða evra neyðarláni.
Kýpur þarf að selja
gullforða landsins
Allt
á einum stað!
Lágmarks
biðtími www.bilaattan.is
Bílaverkstæði
Dekkjaverkstæði
Smurstöð
Varahlutir