Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 45
að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávalt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Elsku Berglind, Kristberg Óli, Dagný Heiða, Bjarki Freyr og Guðný Sunna. Missir ykkar er mikill sem og allrar fjölskyldunn- ar. Hryggðin er sár en eftir sitja margar góðar minningar um góð- an dreng sem snerti við okkur öll- um með æðruleysi og kærleika. Guð blessi ykkur og styrki á þess- um erfiðu tímum. Jóna og fjölskylda, Melum. Efst í huga okkar þegar við hugsum til hans Villa er þakklæti, þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum góða manni. Við höfðum verið ágætis vinir í nokkur ár þegar leið okkar lá sam- an í hús í Stykkishólmi yfir páska, húsið var minna en við áttum von á, en við ákváðum að gera bara gott úr því með fjölskyldurnar okkar tvær. Eftir þessa vikudvöl vorum við búin að eignast alvöru vini og upp frá því vorum við hjón- in og hjónin, Begga og Villi, bestu vinir sem hugsast getur. Eitt sumarið fórum við saman til Almeria á Spáni, vá hvað það var æðislega gaman, allar kvöld- stundirnar á pínulitlu svölunum, með dropateljara, að spila Fimb- ulfamb, voru óborganlegar. Við fórum reglulega út að borða, fyrsta kvöldið pantaði Villi sér sal- at í forrétt og vá þvílíkt og annað eins höfðum við ekki séð áður, þetta var miklu meira en nóg handa öllum. Örugglega er til mynd af þessu ofursalati. Einn daginn, rétt eftir hádegi, segir Villi við Samúel: Það er komið fram yfir hádegi, er þá ekki kom- inn tími til að fá sér einn kaldan? Samúel svaraði strax: Talaðu fyrir sjálfan þig, ég er á öðrum. Þetta var reglulega rifjað upp við mik- inn fögnuð. Við fórum saman margar, ógleymanlegar ferðir á Laugar- vatn, ýmist í bústaði frá VM eða SÍ. Vorum við orðin fræg í kring- um okkur fyrir að fara alltaf á sama staðinn. Ein áramótin vorum við saman í bústað á Syðri-Reykjum, yndis- leg vika í alla staði, þetta ætluðum við að gera miklu, miklu oftar. Fyrir rétt rúmu ári hringdi Begga í okkur og bað okkur um að koma að hitta þau þá um kvöldið. Þar fengum við þær ömurlegu fréttir að Villi væri búinn að grein- ast með krabbamein, en Villi okk- ar ætlaði nú aldeilis að sýna þess- um sjúkdómi í tvo heimana. Það var ótrúlegt að fylgjast með því æðruleysi, dugnaði og skipulagi sem hann sýndi í þeirri baráttu. Þrátt fyrir að orustan hafi tapast, þá er það okkar skoðun að Villi hafi verið hinn raunverulegi sig- urvegari, eins og svo oft áður. Það er erfitt að vera ekki reiður og sár, við spyrjum okkur af hverju, af hverju hann, hann sem var svo góður maður, maður sem í starfi sínu bjargaði öðrum, maður sem var svo góður faðir, góður eiginmaður, góður sonur, góður vinur og svo miklu, miklu, meira. En hann bað okkur um að vera ekki reið, hann væri ekki reiður sjálfur, hann bað okkur um að minnast góðu stundanna og það ætlum við að gera. Elsku Begga, Kristberg Óli, Dagný Heiða, Bjarki Freyr og Guðný Sunna, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg, við er- um alltaf til staðar fyrir ykkur. Elsku Valur, Heiða og aðstand- endur, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Villi var svo góður vinur að við höfum ekki einu sinni orð til að lýsa því. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Ragnheiður og Samúel. Elsku Villi. Kynni okkar frá fyrsta degi þegar ég kom inn í fjöl- skylduna voru mjög ánægjuleg og ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér. Þú varst mikill karakter og lást aldrei á skoðun þinni. Þú varst ávallt tilbúinn að gefa af þér og hjálpa öðrum og endurspeglaðist það vel í því starfi sem þú valdir þér á lífsleiðinni. Þegar ljóst var að þú ættir stutt eftir í baráttunni við krabbamein- ið varstu engu að síður tilbúinn að veita átakinu Mottumars lið með viðtölum og hvatningarorðum. En fyrst og fremst varstu frábær fyr- irmynd og hefur án efa veitt öðr- um sem eru að takast á við mót- læti í lífinu mikinn innblástur. Oft er sagt að þegar á móti blæs komi í ljós úr hverju menn eru gerðir. Það á svo sannarlega við um þig og Berglindi eiginkonu þína sem hefur staðið eins og klettur við hlið þér. Þið tókust á við þetta saman og styrkur ykkar og samstaða í baráttunni voru aðdáunarverð. Þið hlúðuð vel að börnunum og nýttuð vel þann tíma sem ykkur gafst. Sá tími mun reynast þeim dýrmætur í framtíð- inni. Elsku Berglind, hugur minn er hjá þér, börnunum og fjölskyld- unni allri. Guð veri með ykkur og megi trúin veita ykkur styrk í að takast á við það sem framundan er. Þorkell. Vilhjálmur Óli Valsson starfaði ekki bara hjá Landhelgisgæsl- unni, hann nánast fæddist inn í Landhelgisgæsluna, var ungling- ur er hann hóf feril sinn sem messi og háseti en þá höfðu þeir verið þar fyrir pabbi hans Valur og eldri bróðirinn Einar, nú skipherra. Fleiri fjölskyldumeðlimir bættust síðar við, allt afburðafólk og kjarngott. Að loknu námi frá Stýrimannaskólanum og starfs- þjálfun, starfaði hann sem stýri- maður. Vilhjálmur sótti sér reynslu víðar, stundaði almenna sjómennsku, bæði sem fiskimaður og farmaður ásamt öðrum tengd- um störfum, þar til hann kom aft- ur til Landhelgisgæslunnar, fyrst sem stýrimaður á varðskipum og síðan sem stýrimaður í flugdeild og sigmaður og sjúkraflutninga- maður í þyrlusveitinni. Vilhjálmur gegndi fjölda trún- aðarstarfa fyrir hönd Landhelgis- gæslunnar. Hann starfaði m.a. á okkar vegum í Afríku, Mexíkóflóa og við Miðjarðarhafið þar sem hann með hæfni sinni í samskipt- um og stjórnun við viðkvæmar að- stæður, leysti oftlega hin flókn- ustu verkefni af hógværð en með festu og öryggi. Hann valdist til að vera forystumaður sinnar stéttar innan Landhelgisgæslunnar í fé- lagsmálum og hafði í þeim störf- um einstakt lag á að vera bæði baráttumaður síns hóps og jafn- framt maðurinn sem hafði lausn- ina sem báðir viðsemjendur gátu fallist á, vel undirbúinn og lausn- armiðaður. Hann var metnaðarmaður hann Villi. Stuttu áður en hann veiktist hóf hann nám í fjórða stigi skipstjórnarnáms sem hann ætl- aði sér ekki bara að ljúka, heldur með hæstu einkunn og það tókst honum. Þetta gerði hann allt samhliða fullri vinnu en hann var að fljúga hjá okkur allt þar til síðastliðið haust er veikindi hans tóku að ágerast. Þá tók hann að sér starf yfirstýrimanns flugdeildarinnar eftir því sem heilsan leyfði. Síð- asta verkefni Villa fyrir Landhelg- isgæsluna var að sinna ráðgjafar- störfum við smíði á skipi sem vonandi verður björgunar- og eft- irlitsskip fyrir Gæsluna innan tíð- ar, þessu verkefni sinnti hann af kostgæfni og mikilli fagmennsku allt til þess dags er hann kvaddi. Vilhjálmur var óþreytandi bar- áttumaður og mikill merkisberi réttlætis. Á þessu sviði var hann hugsjónamaður og gat ef honum misbauð orðið býsna beinskeyttur en fullkomlega yfirvegaður, heið- arlegur og velviljaður. Það er ekk- ert réttlæti í því að taka heilsuna og á endanum sjálft lífið af rétt fertugum manninum. Pabbann frá fjórum litlum börnum og eigin- konu. Þetta varð hans hlutskipti, það vissi hann og tók því með ofur- mannlegu æðruleysi og yfirvegun, gerði eins góð plön og frekast var unnt varðandi þann tíma sem hann hafði til umráða og allt það sem honum var fært varðandi fjöl- skylduna sína og hennar framtíð. Það var svo sterkt í honum Villa, hann var einstaklega glaðsinna maður, mikið hraustmenni til lík- ama og sálar og klárlega yfir- burðamaður þegar kemur að and- legum styrk og úthaldi sem kom svo glöggt fram í hans síðasta stríði. Villi var búinn öllum kostum sem forystumann prýða. Hann var í forystusveit okkar Landhelg- isgæslumanna og fyrir honum lá að komast þar til allra æðstu met- orða. Þegar nafnið hans Villa kemur í hugann er fyrsta minn- ingin æðruleysi og staðfesta í hví- vetna. Hvernig hann barðist var aðdáunarvert og okkur samstarfs- mönnum hans mikil og góð fyrir- mynd. Georg Kristinn Lárusson. Vilhjálmur Óli Valsson, Villi, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslu Íslands, er lát- inn aðeins 41 árs. Banamein hans var krabbamein sem greindist fyrir réttu ári. Hún var því snörp og ströng glíman sem Villi háði síðastliðið ár. Villi hélt góðu sam- bandi við stéttarfélag sitt, Félag skipstjórnarmanna, og kom gjarnan við á skrifstofu félagsins þegar hann átti leið hjá. Það hefur verið okkur sem störfum fyrir fé- lagið lærdómsríkt að fylgjast með Villa og sjá hvaða tökum hann tók þau örlög sem honum voru búin. Villi tók af heilum hug þátt í störfum stéttarfélags síns. Hann var í samninganefnd félagsins vegna skipstjórnarmanna Land- helgisgæslunnar frá árinu 2005 er hann hóf á ný störf hjá Landhelg- isgæslunni eftir nokkurra ára hlé. Hann var óþreytandi baráttumað- ur og taldi aldrei eftir sér að taka að sér störf á vettvangi félagsins. Villi var fylginn sér, frjór og kom oft auga á færar leiðir til lausnar deilum. Hann var léttur í skapi, sem er kostur í slíkum störfum, en fjarri því að vera skaplaus og stundum þyngdist brúnin eins og gengur og þá ekki að ástæðulausu. Það var augljóst að fjölskyldan skipti Villa höfuðmáli en hann og Berglind eiginkona hans áttu barnaláni að fagna. Villi undirbjó brottför sína af kostgæfni, lausir endar skyldu hnýttir og frá öllu gengið með sem bestum hætti. Hugarþrek Villa í þessum undir- búningi var með ólíkindum og okkur sem eftir stöndum óskiljan- legt. Á vinnustað naut Villi virðingar og starfsfélagar studdu hann og fjölskylduna með ráðum og dáð. Þá naut hann mikils velvilja hjá stjórnendum Landhelgisgæslunn- ar í veikindum sínum þannig að til fyrirmyndar er. Að leiðarlokum er Villa þökkuð samfylgd sem hjá sumum okkar spannar rúmlega tuttugu ár. Eig- inkonu og börnum, foreldrum og systkinum, ættingjum og vinum vottum við okkar innilegustu sam- úð. Villi á virðingu okkar óskipta. F.h. Félags skipstjórnar- manna, Árni, Guðjón Ármann, Sigrún, Ægir. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ GuðlaugBjarnadóttir fæddist í Hafn- arfirði 24. sept- ember 1925. Hún lést í Deltona, Flór- ída, 1. febrúar 2013. Guðlaug var dóttir hjónanna Stefaníu Sigríðar Magnúsdóttur frá Skuld í Hafnarfirði, f. 24. október 1895, d. 1. febrúar 1970, og Bjarna Matthíasar Jó- hannessonar, skipstjóra frá Hesti í Önundarfirði, f. 16. apríl 1890, d. 14. október 1954. Syst- kini hennar eru Jóhannes, f. 29. nóvember, d. 29. febrúar 2008, Magnús, f. 4. júlí 1924, Gunnar Hafsteinn, f. 22. september 1927, d. 19. apríl 2011, Jónína Margrét, f. 6. október 1928, Ás- Harry er George Bjarni, fæddur 18. júlí 1955, sambýliskona hans er Terry Duff, f. 30. nóvember 1956. Börn Bjarna eru: 1) Mata- ya Joy, f. 19. júní 1981, eig- inmaður hennar er Ryan Conroy, f. 4. nóvember 1977. Börn þeirra eru Fionn Joy, f. 23. október 2007, og Tait, f. 11 júlí 2011. 2) Dayoni Autum, f. 9. nóv- ember 1983. 3) Chantel Ruth, f. 21. ágúst 1986. Að lokinni skólagöngu vann Guðlaug í Hafnarfjarðarapóteki þangað til hún gifti sig og flutti til Keflavíkur. Þar bjuggu þau hjón í fjögur ár, eða þar til þau fluttu til Kaliforníu árið 1952. Þar lauk hún menntaskólanámi. Frá Kaliforníu fluttu þau árið 1976 til Pennsylvaníu eftir nokkurra mánaða dvöl á Íslandi. Þar vann hún í nokkur ár sem aðstoðarmaður við iðjuþjálfun á sjúkrahúsinu í Coudersport. Ár- ið 2002 fluttu þau til Deltona í Flórída og bjuggu þar til dauða- dags. Minningarathöfn um þau hjón verður haldin í Hafnarfjarð- arkirkju í dag kl. 13. laug Þóra, f. 15. ágúst 1930, d. 2. nóvember 1938, Margrét Dagbjört, f. 2. október 1931, Sigurður Oddur, f. 6. nóvember 1932, d. 17. nóvember 1996, og Áslaug Þóra, f. 15. mars 1942, d. 19. mars 1942. Hinn 13. júlí 1948 giftist Guðlaug Harry E. Bernard, B.A. og starfaði hann hjá Douglas-flugvélaverksmiðj- unni í Los Angels. Harry fædd- ist í Deadwood, South Dakota í Bandaríkjunum 8. desember 1918. Hann lést í Deltona, Flór- ída, 25. janúar. 2006. Hann var sonur hjónanna George Bern- ard, bifvélavirkja og Stephanie Bernard. Sonur Guðlaugar og Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Þetta eru upphafslínur í ljóði eftir Valdimar Hólm Hallstað. Þegar ég handlék söngbók móð- ursystur minnar Gullýjar, nokkru eftir andlát hennar, opnaðist bók- in þar sem þetta ljóð var skrifað. Hún var búin að merkja við það og sjálfsagt lesa það oft yfir á þeim rúmu 60 árum sem hún bjó í Ameríku ásamt eiginmanni sínum Harry E. Bernard og syni þeirra George Bjarna. Hún las það kannski þegar söknuðurinn eftir heimahögum, móður sinni og föð- ur knúði á. Hún sagði mér það fyrir nokkru að mest hafi hún saknað móður sinnar. Verst þótti henni að fara frá henni og njóta ekki nærveru hennar. Þrátt fyrir langa fjarveru frá föðurlandi sínu var hún frænka mín mikill Íslend- ingur. Hún talaði alla tíð lýtalausa íslensku og hugur hennar var hér heima. Hún ræktaði samband sitt við vini og ættingja sína af mikl- um kærleika. Vænt þótti henni um Hafnarfjörð, bæinn þar sem hún fæddist og ólst upp og minnt- ist oft uppvaxtarára sinna þar. Einnig átti hún góðar minningar frá bernskuárunum þegar hún dvaldist í sveit vestur í Önundar- firði á bænum Ytri Hjarðardal hjá föðurbróður sínum Kristjáni Jó- hannessyni og fjölskyldu hans. Mínar fyrstu minningar um hana frænku mína eru þegar hún kom til landsins í heimsókn með Bjarna son sinn ungan. Mér fannst hún svo falleg og fötin sem hún klæddist voru eins og hæfðu drottningu. Það var ævintýra- ljómi yfir þessum heimsóknum. Það var alltaf tilhlökkun að hitta þau enda ekki komið heim nema fjórða hvert ár. Þess á milli feng- um við fréttir af henni með bréf- unum sem hún var ólöt að skrifa okkur til mikillar gleði og ekki var gleðin síðri þegar pakkarnir komu með gjöfunum frá henni. Þegar ég sjálf hafði aldur til heim- sótti ég hana oft. Þá voru þau hjón flutt frá Kaliforníu til Pennsylv- aníu, bjuggu í sveit og þangað var gott að koma. Móttaka og gest- risni þeirra var einstök. Allt var gert til að gera heimsóknina sem eftirminnilegasta, og þaðan á ég ljúfar minningar. Þegar árin liðu urðu heimsóknirnar tíðari, hún kom oftar til landsins og einnig fjölgaði heimsóknum mínum til hennar, einkum hin síðari ár eftir að hún flutti til Flórída. Þá var gott að njóta nærveru hennar því hún var eðalmanneskja hún frænka mín, með hjarta úr gulli. Umhyggjusöm, gjafmild og kær- leiksrík. Alltaf hugsaði hún fyrst um aðra en gerði lítið úr eigin þörfum. Já, hún Gullý mín var einstök. Falleg var hún yst sem innst. Ég naut þeirrar gæfu að eiga vináttu hennar og væntumþykju alla tíð og fyrir það er ég afar þakklát. Hún var mér og fjölskyldu minni mikils virði og hennar er nú sárt saknað. Mestur er þó söknuður einkasonarins Bjarna og sonar- dætranna þriggja. Þau voru henni allt. Bjarna, fjölskyldu hans og eftirlifandi systkinum hennar, sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Frænku mína kveð ég með virðingu og þakka henni alla elskusemi sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Ég geri lokalínur ljóðsins sem var henni svo kært að mínum: „Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.“ Blessuð sé minning hennar. Birna G. Flygenring. Okkar ástkæra Gullý var sann- ur vinur með góða nærveru og ávallt tilbúin að styðja alla í kring- um sig. Hún sannaði máltækið að vera falleg bæði að utan og innan. Hennar blíða bros og hlátur sköp- uðu ávallt líflegt andrúmsloft hvar sem hún kom. Hún var mjög örlát heim að sækja og nutum við vinkonurnar þess oft á okkar vikulegu fundum þegar heimili hennar var fundarstaðurinn. Hún aðlagaðist okkar menningu af miklum skilningi og visku en varðveitti ætíð sínar íslensku ræt- ur. Heimili hennar sýndi það og sannaði að hún var Íslendingur, þar fékk íslensk hönnun og tónlist að njóta sín. Gullý var mjög greind kona og það voru engin takmörk fyrir löngun hennar til að læra og skilja nýja hluti og fræðast meira. Gullý var trúuð kona og bar allt hennar daglega líf vitni um það. Veikindi Gullýjar stóðu ekki lengi yfir en hún tókst á við þau með mikilli reisn og styrk. Með miklum söknuði og kær- leika kveðjum við kæra vinkonu. Að deila lífinu með þér voru forréttindi. Að deila eilífðinni með þér er huggun. Fyrir hönd vinkvenna frá Del- tona, Flórída, Lanita Tyson. Við hjónin kynntumst Gullý fyrir nokkrum árum á Flórída þar sem við búum á veturna. Mjög fljótlega varð hún kær vinur okk- ar hjóna og mikil vinkona mín. Gullý átti mikla elsku og kærleika sem ég fékk að njóta í ríkum mæli og var vinátta okkar mjög náin og gefandi. Veikindi Gullýjar bar mjög brátt að. Hún greindist með krabbamein í desember sl. og var farin frá okkur tæpum tveimur mánuðum síðar. Ég trúði því aldr- ei að hún væri eins veik og hún reyndist vera. Það voru aðeins örfáir dagar síðan við áttum skemmtilegar stundir saman. Veikindi Gullýjar áttu þátt í því að ég fór til Flórída 1. febrúar sl. til að kveðja elskulega vinkonu mína, ég ætlaði að sitja hjá henni lesa fyrir hana og hlúa að henni. Gullý lést daginn sem ég kom út. Mér finnst ennþá eins og Gullý sé ekki farin úr þessum heimi og ég finn fyrir notalegri nærveru hennar. Minningar mínar um Gullý eru allar skemmtilegar, fræðandi og þroskandi. Með henni fór ég að keyra meira erlendis og notaði sömu kennileiti og hún hafði not- að. Hún hjálpaði mér að kaupa af- mælis- og jólagjafir handa barna- börnum mínum og iðulega fann hún eitthvað fallegt sem hún hvatti mig til að máta. Þannig var hún, alltaf að hugsa um aðra en sjálfa sig. Gullý spilaði tennis á morgn- ana og synti síðla dags enda var hún líkamlega vel á sig komin. Ég hljóp oft yfir til hennar og gátum við talað endalaust um lífið og til- veruna. Þegar ég kvaddi sendi hún mig iðulega með smákökur handa Magnúsi, hún vissi að mér þótti þessar kökur svo ofsalega góðar. Það var lærdómsríkt að hlusta á Gullý og manninn minn tala sam- an um menningu og sögu Banda- ríkjanna. Þau voru bæði mjög fróð um fyrrverandi forseta og sögu þeirra. Ég er mjög þakklát Bjarna, syni Gullýjar, fyrir minningarat- höfnina í Orange City. Athöfnin var tilfinningarík og hátíðleg í fal- legu umhverfi og presturinn mjög góður. Að hafa kynnst Gullý og átt hana fyrir vinkonu eru forrétt- indi. Minningar um hana og henn- ar örlæti, visku og æðruleysi mun ég geyma í hjarta mínu. Hvíl í friði, kæra vinkona, Björg Helgadóttir. Guðlaug Bjarnadóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.