Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Styrkir voru veittir úr Minning- arsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar í gær og hlutu þá þrír söngnemar, þau Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Davíð Ólafsson og Jóna G. Kolbrún- ardóttir. Markmið sjóðsins er að styrkja framúrskarandi söngvara eða söngnema til söngnáms og munu styrkirnir standa straum af skólagjöldum þeirra við háskóla- deildir Söngskólans í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH veturinn 2012- 2013. Ingibjörg er 21 árs og stefnir að framhaldsprófi í djasssöng frá FÍH um næstu áramót. Jafnframt hyggst hún stunda nám við Listahá- skóla Íslands næsta vetur og flétta saman djass og klassíska tónlist. Davíð er 19 ára, hefur stundað söngnám við Söngskólann í Reykja- vík í fjögur ár, stefnir að því að ljúka framhaldsprófi frá skólanum í vor og áfanga til burtfararprófs vorið 2014. Jóna er tvítug og hefur stundað söngnám við Söngskólann í Reykjavík frá 2006, lauk í nóv- ember 2011 framhaldsprófi frá skólanum og nemur við háskóla- deild hans. Hún mun ljúka áfanga til burtfararprófs í vor og stefnir að því að ljúka burtfararprófi frá skól- anum vorið 2014. Morgunblaðið/Kristinn Styrkt Nemarnir þrír við styrkveitinguna í Söngskóla Reykjavíkur í gær. Framúrskarandi söngnemar styrktir  Veitt úr minningarsjóði Vilhjálms Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hugmyndin um hina eilífu ást er mjög dramatísk í sjálfu sér. Mér fannst því heillandi að takast á við þetta viðfangsefni,“ segir Sig- tryggur Magnason um leikrit sitt Nú er himneska sumarið komið í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur sem frumsýnt verður í Dillons húsi á Ár- bæjarsafni annað kvöld kl. 20. Spurður um val á sýningarstað sem er fremur óvenjulegur segir Sigtryggur að safnið hafi hentað innihaldinu vel. „Árbæjarsafnið er yndislegur staður þar sem tíminn stendur í stað, enda er þetta ekki bara safn um hús heldur líka tím- ann,“ segir Sigtryggur og bendir á að það sé raunar ekkert nýtt að leik- rit hans séu sett upp á óvenjulegum stöðum. Þannig var leikritið Yfirvof- andi frumsýnt á Listahátíð í Reykja- vík 2007 á heimili leikskáldsins og verkið Trans á kampavínsklúbbnum Strawberries á Listahátíð sl. vor. Aðspurður segir Sigtryggur mörg ár síðan hugmyndin að verkinu kviknaði. „Það var hins vegar ekki fyrr en ég kynntist unnustu minni sem ég fann loks leikkonu sem mér fannst að gæti miðlað þessu efni,“ segir Sigtryggur og vísar þar til Svandísar Dóru Einarsdóttur sem leikur annað tveggja hlutverka leik- ritsins á móti Hjalta Rögnvaldssyni. Innblásinn af persónulegri sögu Að sögn Sigtryggs fjallar verkið um unga konu sem orðið hefur fyrir áföllum í tengslum við ástina. Þann- ig hafa ástarmál hennar flækst sam- an við dauðann og sökum þessa er hún orðin hrædd við lífið og sér enga aðra lausn en að segja skilið við ást- ina. Hún leitar ásjár hjá afa sínum, sem lifir með minningum sínum. Með aldrinum er hann orðinn hræddur um að konan sem hann hef- ur alla tíð elskað og haft samskipti við yfir mörk lífs og dauða sé ein- ungis ímyndun hans og að hann muni ekki hitta hana aftur þegar hann deyr. Saman hjálpa þau hvort öðru að komast í samband við lífið aftur. Að sögn Sigtryggs leitaði hann innblásturs í ástarsögu langafa og langömmu sinnar, þó að verkið ger- ist í nútímanum. „Langamma mín lést úr berklum aðeins 28 ára gömul árið 1933. Hún skildi eftir sig eig- inmann og tvo syni. Í eiginhandarriti frá því um 1970 lýsir langafi minn því að skömmu eftir andlát lang- ömmu hafi hann setið við borð með blað og blýant þegar hönd hans hafi allt í einu byrjað að hreyfast og skrifa. Fyrstu orðin voru titill verks- ins, þ.e. „Nú er himneska sumarið komið“ og undir var ritað nafn lang- ömmu. Hann hélt sambandi við hana alla ævi með ósjálfráðri skrift, eins og spíritistar gerðu gjarnan. Þetta var eins og ástarsambandið sem ímynda hefði mátt sér að hefði þróast ef Rómeó hefði ekki dáið,“ segir Sigtryggur og bendir á að hann hafi alist upp við sögurnar af þessu eldheita ástarsambandi sem náði út yfir gröf og dauða. „Ég er alinn upp hjá afa mínum og ömmu á bænum þar sem þetta gerð- ist í Suður-Þingeyjarsýslu,“ segir Sigtryggur sem var aðeins þriggja ára þegar langafi hans lést. „Þannig að þessi saga stendur mér nærri.“ Leikstjóri uppfærslunnar er Una Þorleifsdóttir, en þau Sigtryggur kynntust þegar hún leikstýrði eftir hann Bráðum hata ég þig á vegum Nemendaleikhússins árið 2010. „Við náðum mjög vel saman, enda ríkir mikið traust á milli okkar. Una er mjög skarpur greinandi og góður dramatúrg, auk þess sem hún hefur mikið hugrekki til að fylgja eigin innsæi. Hún hefur góða tilfinningu fyrir leikritum. Það er því hrein un- un að vinna með henni.“ Þess má að lokum geta að aðeins eru fyrirhugaðar sex sýningar á næstu níu dögum, en sýningarnar verða 14., 17., 19., 20. og 21. apríl kl. 20. Tekið er við miðapöntunum á netfanginu: himneska@gmail.com, en sætaframboð er takmarkað þar sem aðeins komast tæplega 30 gestir fyrir í Dillons húsi á hverri sýningu. Sýningin er um 90 mínútur að lengd og leikin án hlés. Allar nánari upp- lýsingar má finna á Facebook-síðu um uppsetninguna. Þegar ástin nær út yfir gröf og dauða  Sigtryggur Magnason frumsýnir á Árbæjarsafninu Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Ást Svandís Dóra Einarsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson í hlutverkum sínum. Langtímaleiga www.avis.is 52.100 kr. á mánuði og allt innifalið nema bensín!* Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. *Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu. Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp! … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska- purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs- fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnigupp á trimform Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.