Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Unnur MaríaHjálmarsdóttir fæddist í Reykja- vík 21. febrúar 1953. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1. apríl 2013. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Eyfeld, f. 17. apríl 1924, d. 12. maí 1981, og Hjálmar B. Júlíusson, f. 16. september 1924, d. 26. apríl 2002. Unnur María átti fimm systkini. Þau eru: Þórdís, f. 1950, Sólveig, f. 1951, d. 1998, Jón Björn, f. 1956, Kolbrún, f. 1957, d. 1978, og Hjálmar, f. 1963. Unnur María var gift Jó- hanni Ólafssyni og eignuðust þau sex börn: 1) Tryggvi, f. 28. ágúst 1973, börn hans eru Einar Jóhann, f. 12. júní 1997, og Friðrika Vigdís, f. 6. nóv- ember 1999. 2) Hafdís, f. 9. Sólveig Eyfeld, f. 5. júní 1983, dóttir hennar er Athena Freyja, f. 22. febrúar 2010. Unnur María og Jóhann skildu árið 1996. Unnur María ólst upp á Dal- vík en var lengi húsfreyja í Svarfaðardal þar sem hún hugsaði um börn og bú. Hún var þar virk í félagsstarfinu í kringum börnin og er þau stækkuðu starfaði hún með Leikfélagi Dalvíkur. Árið 1996 flutti hún inn á Akureyri þar sem hún var við ýmis störf en lengst af starfaði hún á sam- býlum fatlaðra á Akureyri. Hún hafði mikinn áhuga á málefnum fatlaðra og lét þau mál sig mikið varða, sat í stjórnum ýmissa félagasam- taka tengdra þeim málefnum. Einnig tók Unnur María þátt í starfi verkalýðsfélagsins Ein- ingar/Iðju og var trún- aðarmaður á sínum vinnustað. Hún var félagslynd og var virk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og naut þess að sinna barnabörnunum og nýta tímann sinn með þeim. Útför Unnar Maríu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. apríl 2013, kl. 13.30. september 1975, sambýlismaður hennar er Jósef Kristjánsson, börn þeirra eru: Birna Lind, f. 8. júlí 2008, Kristján Páll, f. 12. október 2010, Ólafur Tryggvi, f. 10. október 2011, Stefán Jósef, f. 12. október 2012, fyr- ir átti Hafdís soninn Jóhann Harald, f. 3. janúar 2003. 3) Heiðrún, f. 9. september 1975, eiginmaður hennar er Skarp- héðinn Leifsson, þeirra börn eru Guðrún María, f. 4. ágúst 1998, Alexander, f. 24. maí 2004, og Leifur Máni, f. 30. júní 2008. 4) Helgi, f. 9. des- ember 1977. 5) Daníel, f. 23. nóvember 1978, sambýliskona hans er Kristín Hjálmarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Sunn- evu, f. 21. desember 2009. 6) Elsku mamma og amma. Lífið og tilveran er ekki alltaf sanngjörn en flestum atburðum sem lífið gaf tókst þú með æðru- leysi og reyndir að finna ljósan punkt. Þú hefur kennt mér svo margt um lífið og tilveruna. Ótrú- legur lífskraftur og elja einkenndi þig og bros þitt gat lýst upp heilt herbergi. Í lífinu skiptast á skin og skúrir og engu skipti hvort það vantaði öxl til að gráta á eða bros til að gleðjast með, þú varst til staðar. Hvort sem maður þurfti ráðleggingar eða spjall þá varst þú alltaf tilbúin að hlusta. Stuðn- ingur sem þú veittir eftir að ég átti dóttur mína er ómetanlegur og mynduðum við einskonar litla fjölskyldu. Athena Freyja minnist þess þegar þú söngst fyrir hana og þreyttist aldrei á því. Auðvitað standa kaffihúsaferðirnar með ömmu á Glerártorg upp úr en þær voru ófáar. Amma var líka þolin- móð, leyfði mér að prófa og upp- götva sjálf hvernig hlutirnir virka. Athena saknar ömmu- kúrsins á morgnana yfir teikni- myndum, það var svo notalegt að skríða í hlýjuna til ömmu. Mér er minnisstætt þegar Athena var ný- fædd og þú samdir við hana að þið væruð saman í nornafélagi. Þar sem Athena hélt varla höfði þá voru tilraunir hennar til að halda höfði teknar sem samþykki. Órjúfanleg bönd mynduðust ykk- ar á milli frá upphafi og þið áttuð ykkar einkagrín sem þið gátuð hlegið endalaust að. Nú er skarð í litlu fjölskyldunni okkar sem aldrei verður hægt að fylla. Athena óskar þess á hverj- um degi að amma komi heim aftur og litla fjölskyldan hennar verði fullmönnuð. Við vitum að þú ert hér, fylgist með okkur öllum og gætir þess að við fetum réttan veg í gegnum lífið. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sólveig og Athena Freyja. Þá er hún yndislega amma mín farin frá okkur. Ég er mjög þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu Unnu. Hún var alltaf til staðar fyrir mig, hvort sem ég þurfti öxl til að gráta á eða félaga til að hlæja með. Við vorum vanar að ræða öll heimsins mál okkar á milli og ef eitthvað kom upp á fór maður beint til hennar til að leita ráða. Af henni hef ég lært margt sem ég er mjög þakklát fyrir og á eftir að nýta mér mikið. Þegar maður var yngri var ekkert skemmtilegra en að fara í gistingu til ömmu heilu helgarn- ar. Oftar en ekki vorum við tvö barnabörnin eða fleiri hjá henni og þá var t.d. farið á Dalvík, í keilu, Kjarnaskóg, sund, á söfn og svo að sjálfsögðu á Glerártorg til að fara á kaffihús. Það er sérstak- lega eitt skipti sem við rifjuðum oft upp. Það var þegar við vorum sjö barnabörnin í heimsókn hjá ömmu. Það var byrjað á Hrafna- gili til að fara í sund. Þar var farið í rennibrautina og að sjálfsögðu skellti amma sér líka. Það er nokkuð sem gleymist seint. Svo var farið niður á Glerártorg til að fá sér að borða og var keyptur hamborgari á línuna. Afgreiðslu- konan vorkenndi ömmu svo að vera með allan þennan krakka- skara að hún gaf okkur feitan af- slátt í það skipti. Að þessu hefur verið hlegið síðan. Aldrei á minni ævi hef ég vitað um manneskju sem var eins vin- mörg og hún amma. Þegar ég labbaði með henni á Glerártorgi þurfti að stoppa við nánast hverja einustu búð því alltaf hitti amma einhvern sem hún þekkti og þurfti að spjalla við. Eitt skiptið var hún búin að spjalla heillengi og þegar við loksins héldum áfram spurði ég hver þetta hefði verið. „Ég er bara ekki alveg viss,“ svaraði hún þá. Ég reyndi þó alltaf að vera eins þolinmóð og ég gat og hlust- aði á ömmu tala við fólkið um allt milli himins og jarðar. Besti afmælisdagur sem ég hef upplifað var þegar ég fór með frændsystkinunum mínum, þeim Einari og Friðriku, og ömmu til Dalvíkur. Á leiðinni var Queen spilað í botni og var mikið hlegið. Þegar komið var á Dalvík var far- ið „að heilsa upp á látna ættingja“ eins og amma sagði alltaf og kíkt á garðsölur þar sem amma gaf okk- ur öllum fallega vettlinga. Besti parturinn var samt að fara á „Sandinn“. Við löbbuðum eftir ströndinni og lékum okkur þang- að til okkur datt í hug að spyrja hvort við mættum vaða. Skömmu seinna vorum við orðin blaut upp á mitti og amma stóð á ströndinni og hló og tók myndir. Daginn eftir fékk ég smákvef en það var vel þess virði. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér, elsku amma. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þegar ég lendi í erfiðleik- um á ég eftir að hugsa til þín og hvernig þú hefðir leyst málin. Ég veit núna að þér líður betur og ég vona að þú sért komin á betri stað og vakir yfir okkur. Ég elska þig amma. Guðrún María. Nú hefur ein sterkasta greinin í lífstré okkar Sunnuhvolsfólksins brostið en þann 1. apríl síðastlið- inn kvaddi okkur hún Unnur María Hjálmarsdóttir okkur eftir baráttu við erfið veikindi og fylgj- um við henni til grafar í dag. Unnur María var dóttir þeirra hjóna Hjálmars Blómkvist Júl- íussonar eða Bomma eins og hann var jafnan kallaður og Sólveigar Eyfeld. Unnur María lætur eftir sig sex börn, fallegan og efnilegan hóp en það eru þau Daníel, Tryggvi, Heiðrún, Hafdís, Helgi og Sólveig. Systkini Unnu Mæju voru fimm alls, þau Kolbrún og Sólveig sem báðar eru látnar en Hjálmar, Þórdís og Jón Björn lifa systur sína. Ég er hræddur um að Morg- unblaðið í heild sinni myndi ekki duga til að innihalda allt það sem mig langar til að skrifa um þig, Unna Mæja, en ég verð víst að láta duga þessa dálksentimetra sem mér eru úthlutaðir og ætla ég að minnast þín á þeim nótum sem þér hefði líkað ef ég þekkti þig rétt. Þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf leikið við þig, Unna mín, þá var æðruleysið og fallegt viðmót þitt það sem stóð uppúr og alltaf var jafngaman að hitta þig og hlæja aðeins með þér. Alltaf þótti mér best að ræða málin við þig á mannamáli og margt spjallið okk- ar yrði vart notað við kennslu í biblíuskólum en þannig var okkar háttur. Það var falleg stund þegar ég og Hlíbba móðir mín heimsóttum þig skömmu áður kallið kom og sátuð þið frænkur lengi vel og skröfuðuð og hlóguð mikið. Ætt- armótið 2010 var alveg óskaplega skemmtilegt en þar varstu prím- us mótor og fannst mér sérstak- lega vel hreinsað svæðið enda tók- um við góðan hring í rusla- tínslunni áður en aðrir mótsgestir skriðu úr híði og í því hreinsunar- starfi fuku nokkrir brandararnir okkar á milli, gallsúrir sem nýir. Ekki var heldur leiðinlegt að heimsækja þig á afmælisdaginn þegar þú fagnaðir sextugsafmæl- inu og fer það í minningabankann á hæstu mögulegu vöxtum. Einn- ig urðu snarpar umræður um næsta ættarmót og vorum við sammála um að flýta þyrfti næsta móti en hvað sem verður þá verð- ur þú með okkur í anda og svo vantar góða manneskju í ruslið með mér og það verður ekki hverjum sem er hleypt í það. Hlíbba væri vís með að halda góða tölu um þig eins og þú baðst hana um og hana langar að þakka þér fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir hana og hún á ekkert nema góðar minningar um elsku frænku sína og hún er vís til þess að splæsa í vöfflur til að minnast þín. Það er seigt í Sunnuhvolsfólk- inu og Hlíbba hyggst dvelja eitt- hvað lengur þar sem vantar ræðu- mann á næsta ættarmót en eins og sagt er í sportinu þá átti gamla konan gott mót síðast. Það er kannski ráðlegt að fara að láta þetta duga, Unna mín, en svona rétt í lokin þá langar mig að þakka þér fyrir samfylgdina og allar samverustundirnar í gegn- um árin og ég vil koma á framfæri kveðjum frá Petru Sif, Finni Mar- inó og Írisi Björk sem var svo hrifin af englakertinu sem við kveiktum á fyrir þig og við gleym- um aldrei uppáhaldsfrænkunni okkar. Þráinn Brjánsson, Ragnheiður Hlíf Júlíusdóttir. Elsku Unna Maja. Þú varst alveg einstök stelpa, kona og vinkona. Svo gegnheil og góð. Það er erfitt að kveðja en samt má þakka að þrautagöngu þinni sé lokið. Við erum búnar að þekkjast síðan við vorum litlar stelpur. Þú hafðir búið í Sunnuhvoli og ég fluttist í Sunnuhvol. Við áttum kannski ekki mörg bernskubrek saman en ég man það vel þegar við vorum að dorga niðri í Björgvin og gleymdum okkur. Solla systir þín kom og sótti þig og var í spariskónum sín- um. Ekki tókst betur til en svo að hún missti annan skóinn sinn í sjóinn. Árin liðu og þú stofnaðir fjöl- skyldu. Eignaðist mörg börn sem þú varst svo óendanlega stolt af. Þú varst bóndi í mörg ár. Sást um bú og börn. Tímamót urðu í lífi þínu og þú ákvaðst að bregða búi. Þegar þú fluttist til Akureyrar tókum við upp samband sem hafði legið að mestu leyti niðri vegna fjarlægðar. Þó oft liði langt á milli funda og samtala var vináttan ein- læg. Saman gengum við í gegnum sorgina þegar Solla kvaddi þenn- an heim. Saman sátum við hjá henni þegar hún kvaddi. Það að ganga í gegnum hennar baráttu var okkur mikill lærdómur. Fyrir ári greindist þú með ill- vígan sjúkdóm. Þú tókst á við hann af alveg einstöku æðruleysi. Þú vissir hvert stefndi en ákvaðst að njóta hvers andartaks sem þér var gefið og það gerðir þú. Þú settir þér markmið, sumum þeirra náðir þú og þakkaðir. Þar sem þú varst, var gleðin. Allan tímann frá því vágestur knúði dyra talaðir þú af miklu hispurs- leysi um stöðuna. Þú upplýstir fólk og fórst ekki í grafgötur með hver staðan var hverju sinni og talaðir um að þessi staða sem þú værir í væri dauðans alvara. Þú huggaðir þá og veittir þeim styrk sem voru og eru bognir. Þú talaðir líka um hversu mikið það gæfi þér að fá kveðjur og vita af fyrirbæn- um. Það styrkti þig alveg óend- anlega. Ætli það hafi ekki verið tveim- ur vikum fyrir brottför þína sem við áttum svo skemmtilega stund á stofunni þinni á FSA. Við rifj- uðum upp gamlar sögur, vorum með svartan húmor og hlógum svo mikið. Það var alveg frábært. Í síðasta skipti sem við hittumst sagðir þú við mig: Jæja Magga mín, nú er tími garðkönnunnar runninn upp og eins og alltaf þá gafst þú mér styrk og huggun. Við áttum góða stund saman. Þar ræddir þú af þínu einstaka æðru- leysi um stöðuna og hvert stefndi. Kannski vissum við í hjarta okkar að við sæjumst ekki aftur, þannig kvöddumst við. Elsku Unna Maja. Hlutverki þínu hér á jarðríki var að ljúka og nú skilur leiðir. Ég er þakklát fyr- ir að hafa átt þig sem vinkonu. Vinátta okkar var mér afar dýr- mæt. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Einhverstaðar einhverntíma mun slóð mín þangað liggja hugurinn strjúka hæðirnar, opna steinana, telja stráin og staðnæmast undir regnboganum (Þóra Jónsdóttir) Elsku börnin hennar Unnu, tengdabörn og afkomendurnir allir. Ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið al- mættið að vaka yfir ykkur á erf- iðum tímum. Í hjarta mínu geymi ég dýr- mætar minningar um þig, elsku Unna. Megi góður Guð geyma þig. Þín vinkona og frænka, Margrét I. Ríkarðsdóttir. Fallin er frá, langt fyrir aldur fram, elskuleg frænka okkar, barnapía og vinkona, Unnur María Hjálmarsdóttir. Þakklæti og góðar minningar koma upp í hugann á þessari stundu, þegar komið er að leiðarlokum á ljúfri samfylgd. Víst er söknuður í hjartanu yfir því að þurfa að kveðja svona allt of fljótt. En ör- lögin verða ekki umflúin. Unnur María Hjálmarsdóttir ✝ Kristinn fædd-ist á Hóli á Upsaströnd 6. ágúst 1924. Hann lést 1. apríl sl. á Dalbæ, dvalarheim- ili aldraðra á Dal- vík. Foreldrar hans voru Þorleifur Þor- leifsson, bóndi á Hóli, f. 11. júlí 1891, d. 21. maí 1961, og kona hans Svanhildur Björns- dóttir, ættuð frá Selaklöpp í Hrísey, f. 1. júní 1891, d. 2. ágúst 1964. Systkini hans í aldursröð voru Guðrún, Þórgunnur, Að- alheiður, Dagmann, Björn, Karl og Kristín. Öll búsett á Dalvík lengst af. Hann var 6. í aldurs- eru Birgir, Björg og Sigrún. Langafabörn Kristins eru 10 talsins. Kristinn átti heima á Hóli fram yfir tvítugt, vann við bú- skapinn og sótti sjóinn, en faðir hans gerði út meðfram búskapn- um. Skólaganga hans var hefð- bundin, skyldunám í barna- og unglingaskóla Dalvíkur. Kristinn og Svanbjörg áttu heima á Dalvík alla tíð, lengst af á Bárugötu 6. Hann var sjómaður á fiskibát- um í yfir 20 ár. Upp úr 1960 hætti hann á sjónum og fór að vinna á netaverkstæði á Dalvík. Árið 1964 stofnaði hann ásamt nokkrum samstarfsmönnum sín- um fyrirtækið Netagerð Dalvík- ur hf. og þar starfaði hann upp frá því, allt til aldamóta, en þá var m.a. sjóndepurð farin að há honum talsvert. Útför Kristins fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 12. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. röðinni. Kristín, sú yngsta í systkina- hópnum, er sú eina sem lifir, búsett á Dalvík. Kristinn kvænt- ist 7.10. 1945 Svan- björgu Jónsdóttur frá Dalvík, f. 24.8. 1924, d. 18.5. 2003. Hún var dóttir hjónanna Jóns Arn- grímssonar, útgerðarmanns og fiskmats- manns, og Sigurbjargar Ágústs- dóttir, húsmóður. Sonur þeirra er Össur, efna- fræðingur, f. 1.6. 1945, kvæntur Berglindi Andrésdóttur, hús- móður, f. 16.1. 1946. Þau eru bú- sett í Hafnarfirði. Börn þeirra Hann var ekki einungis afi minn heldur einnig minn besti vinur. Það sem við vorum búnir að brasa saman í gegnum tíðina. Alltaf var hann til taks og alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálp- arhönd. Við deildum sameigin- legum áhugamálum í stangveiði og knattspyrnu og gátum enda- laust eytt tíma í það. Hvort sem var á bökkum Svarfaðardalsár, á Dalvíkurvelli eða við sjónvarpið, þá áttum við stundir saman sem jafningjar og vinir. „Eru ekki allir hressir,“ spurði hann mig á dánardegi sem og oftast er við hittumst. „Jú,“ svaraði ég, „allir við hesta- heilsu“. „Gott, það er það sem máli skiptir,“ sagði afi og það voru okkar síðustu samskipti. Hann var orðinn sáttur við að kveðja og eins sárt og það var er hann féll frá er ég glaður að hafa verið með honum hans síð- ustu stundir. Ég þakklátur fyrir allar okkar samverustundir, ég er þakklátur fyrir allt sem hann kenndi mér. Hann var svo einstaklega já- kvæður, umburðarlyndur og góður maður. Miklir mannkost- ir. Hann hafði svo dásamlega nærveru. Það er ósköp einfalt, ef fleiri væru jafn vel innrættir og afi var, þá væri heimurinn betri. Birgir. Traustur, hlýr, ljúfur, vinnu- samur, vandvirkur húmoristi og bókaormur. Þessi orð finnst okkur systrum lýsa afa Kidda best. Hann var afskaplega barn- góður, alltaf tilbúinn með opinn faðminn, til í spil eða spjall, gat nánast svarað öllum okkar spurningum enda mikill visku- brunnur. Hann var einfaldlega bestur! Frá því fyrir okkar tíð vann afi í Netagerð Dalvíkur. Minn- ingarnar frá því við heimsóttum hann þangað eru góðar. Kaffi- ilmurinn, netastæðunum snyrti- lega raðað, gufan í útvarpinu, afi í vinnusloppnum og stemningin góð. Afi kom heim í hádeginu alla daga. Eftir góðan hádeg- ismat hjá ömmu lagðist hann á beddann í litla herberginu undir málverkinu af æskuslóðunum á Hóli. Innan um bækurnar sínar og pípurnar dormaði hann yfir útvarpsfréttum áður en hann hélt aftur til vinnu. Áhugamál- um sínum sinnti afi af natni eins og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Hann naut sín vel í fjárhúsinu, á árbakkanum við veiðar, í garðinum og á fótbolta- vellinum. Þolinmóður leyfði hann okkur að taka þátt. Þar sem við bjuggum ekki í sama landshluta og afi og amma voru samverustundirnar ekki eins margar og við hefðum viljað. Eftir að amma dó, vorið 2003, flutti afi suður og dvaldi hjá for- eldrum okkar í rúmt ár. Það var notalegt að hafa afa svo nálægt og efumst við ekki um að hann hafi notið þess jafn vel og við öll. Dalvíkin togaði þó aftur í afa og hann flutti norður á Dalbæ þar sem hann dvaldi síðustu árin við gott atlæti. Þegar kemur að kveðjustund hugsum við hlýlega til afa vink- andi á tröppunum á Bárugöt- unni með ömmu sér við hlið. Björg og Sigrún. Kristinn Þorleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.