Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013
✝ Bjarni Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 8. febr-
úar 1933. Hann lést
á Landspítalanum,
Landakoti, 4. apríl
2013.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Bjarnadóttir,
saumakona frá
Grundarfirði, f.
1899, d. 1988, og
Ólafur Sigurðsson, vélstjóri frá
Flatey á Breiðafirði, f. 1901, d.
1975. Sambýlismaður hennar:
Magnús Jónsson. Hálfsystkini
Bjarna í föðurætt: Hrafnhildur,
f. 1937, Sigrún, f. 1939, Eggert,
f. 1940, d. 2009, Örn, f. 1942, og
Sigurður, f. 1951. Börn Bjarna:
Guðmundur Hólm, f. 1950, móð-
ir: Ingibjörg Guðmundsdóttir, f.
1932, d. 1965. Sonur hans og
Petrínu K. Ólafsdóttur er Garð-
ar, dætur hans og Lovísu Hall-
dórsdóttur: Guðný Helga og
Ingibjörg Agnes. Fyrri kona
Bjarna: Margrét Helga Jóns-
dóttir, f. 1930. Synir þeirra eru:
a) Þórir, f. 1954, giftur Sesselju
G. Arthursdóttur, börn hennar:
Hulda Joanna, Hlíf, Guðmunda
Lára, Einar. b) Guðmann, f.
1956, giftur Guðfinnu Pjét-
ursdóttur, börn: Ragnheiður
hans var yfirvélstjóri. Lengst
var hann á MS Kötlu sem þá
sigldi undir kúbönskum fána og
flutti sykur milli Kúbu og
Bandaríkjanna. Þetta voru við-
sjárverðir tímar í sögu Kúbu.
Fidel var enn í fjöllunum og oft
ekki hægt að leggjast að
bryggju vegna óeirða. En þetta
voru líka spennandi tímar, kúb-
anska tónlistin, dansinn, fólkið
framandi og heillandi í senn og
það var dansað og sungið á
Buena Vista Social Klub þegar
landgönguleyfi fékkst. Um 1970
sigldi Bjarni svo um tveggja ára
skeið sem vélamaður enn með
föður sínum, sem þá var yfirvél-
stjóri á síldarflutningaskipinu
Haferninum frá Siglufirði. Það
skip var að lokum selt, „þegar
síldin hún sást ekki lengur“.
Um árabil starfaði Bjarni við
verslunarstörf í matvöruversl-
unum Sláturfélags Suðurlands
og Kjötverslun Tómasar, hann
vann við afleysingastörf hjá
slökkviliði Reykjavík-
urflugvallar og um skeið sem
verktaki, ásamt Gesti Sveins-
syni, hjá álverinu í Straumsvík
svo nokkuð sé upptalið. Lengst
starfaði Bjarni við sína iðn hjá
Vélsmiðju Jens Árnasonar hf.,
þar stóð hann við rennibekkinn
og suðutækin í yfir 30 ár, allt
þar til smiðjan hætti rekstri.
Útför Bjarna fer fram frá
Langholtskirkju í dag. 12. apríl
2013, og hefst kl. 13.
Rósa, sambýlis-
maður Stígur Sig-
urbjartsson, Bjarni
Ólafur, c) Sigurður
Magnús, f. 1958,
giftur Jónínu S.
Snorradóttur. Dæt-
ur: Sunna Mjöll,
Margrét Silja. Eft-
irlifandi kona
Bjarna er Sjöfn
Ingólfsdóttir, f.
1939. Börn þeirra:
a) Ragnar Svanur, f. 1961, gift-
ur Láru Júlíusdóttur, börn: Rut,
Valtýr Svanur, unnusta Una H.
Sveinsdóttir, Úlfar Örn. b) Sig-
ríður Rósa, f. 1963, sonur: Hall-
grímur, barnsfaðir Eggert B.
Guðmundsson.
Sem ungur drengur dvaldi
Bjarni mörg sumur með móður
sinni í Grundarfirði, þar bjó allt
hans móðurfólk, þar á meðal
móðurbræður hans þrír sem
gott var að eiga að. Seinna nutu
svo synir Bjarna þess að dvelja
sumrin löng í skjóli þeirra
bræðra. Eftir hefðbundna
skólagöngu í Miðbæjarskól-
anum, Ingimarsskóla og Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, nam
Bjarni vélsmíði í Landsmiðj-
unni. Hann fór ungur til sjós, þá
sem vélamaður eða háseti á
skip Ríkisskipa þar sem faðir
Elsku pabbi minn. Ekki datt
mér í hug að ég ætti eftir að
kveðja þig á þessu ári, við sem
ætluðum að halda upp á stóraf-
mælin okkar saman. Mikið á ég
eftir að sakna þess, elsku pabbi,
að koma snemma inn á Langó og
fá mér kaffi í morgunsárið. Alltaf
gat ég gengið að þér vísum hvort
sem var að fá skutl eða viðra við
þig hugrenningar mínar þá
stundina sem hafa í gegnum tíð-
ina farið út um víðan völl en þér
fannst allar mínar hugmyndir al-
veg sallafínar og studdir mig allt-
af. Á svo margar góðar minning-
ar um bíltúrana okkar, þegar við
fórum í fornbókabúðina á Lauf-
ásveginum, þú fékkst þér enskar
vísindaskáldsögur en við Raggi
bróðir fengum að kaupa sitthvort
Marvel-blaðið og keyra síðan nið-
ur á höfn og skoða skipin og
bátana. Skemmtilegast fannst
mér að horfa á þig vinna, þú
varst svo nákvæmur, gerðir allt
fumlaust og þú kenndir mér þá
list að raða í skottið á bílnum svo
að allt komist fyrir og haggist
ekki áður en komið er á áfanga-
stað, það var þér mikið hjartans
mál.
Ég veit að þú verður alltaf í
huga mér og þá sérstaklega ef ég
fer í ritfangaverslun, þar áttum
við sameiginlegt áhugamál og
eigum penna fyrir lífstíð og
meira til. Ekki fannst okkur
heldur leiðinlegt að skoða alls
konar græjur og vorum alveg
viss um að þetta væri alveg nauð-
synlegt að eiga, hver svo sem til-
gangur græjunnar var. Oftar en
ekki var þetta keypt að áeggjan
frábærra sölumanna sem sann-
færðu okkur bæði tvö og áttu
ekki í neinum vandræðum með
að vefja okkur um fingur sér.
Á ekki orð yfir hve heppin ég
var að eiga þig að eftir að Halli
minn kom í heiminn, þú varst
boðinn og búinn að skutla, sækja
og passa þegar ég var í leikhús-
inu. Kenna honum að þolinmæðin
þrautir vinnur allar, þó að oftar
en ekki brysti bæði þína og hans.
En allt vill lagið hafa og það spyr
enginn „hvað varstu lengi að
þessu“ heldur „hver gerði þetta“,
reyni að halda þessu til streitu
pabbi minn.
Eftir því sem árin liðu og ég
minna upptekin af eigin lífi fór ég
að reyna að grúska í þínu, þú hef-
ur siglt um öll heimsins höf,
dansaðir salsa á Buena Vista
Social Club þegar þú varst 17
ára, sigldir um Norður-Íshafið
með Haferninum og smyrnaðir
teppi með afa Óla meðan þið sát-
uð fastir í ís langt norður í ball-
arhafi. Fórst í alls kyns veiðiferð-
ir með Hallgrími besta vini
þínum. Þú áttir í fórum þér svo
margar sögur en varst ekkert
gefinn fyrir að rifja það upp og
nú ertu farinn áður en ég náði að
fylla í eyðurnar.
Á náttborðinu þínu liggja
nokkrar enskar vísindaskáldsög-
ur, ég les þær fyrir þig pabbi
minn. Þarna er líka ljóðabók eftir
Káinn, þitt uppáhaldsskáld.
Elsku pabbi, ég bið fyrir kveðju
til ömmu Siggu, Áslaugar og
Ellu, veit að þær taka á móti þér
opnum örmum með bros á vör.
Þegar vetur víkur frá
og veðrið fer að hlýna.
Þá er fögur sjón að sjá
sólina okkar skína.
Þegar engið er í ljá
og allt er grasið slegið,
þá er fögur sjón að sjá
sólina skína á heyið.
Þegar ég er fallinn frá
og fúna í jörðu beinin,
verður fögur sjón að sjá
sólina sína á steininn.
(K.N.)
Þín dóttir,
Sigríður Rósa.
Þegar ég settist niður til að
minnast tengdaföður míns áttaði
ég mig á að ég er búin að þekkja
Bjarna stóran hluta af ævi minni,
fyrst sem pabba æskuvinkonu
minnar Siggu Rósu. Það var allt-
af fjör á Langó, næstum stans-
laus gestagangur.
Ein af mínum fyrstu minning-
um um hann er þar sem hann sat
í stofunni og var að lesa „pok-
kedbók“ eins og ég kallaði þess-
ar litlu bækur sem hann las í
tugatali allar á ensku. Mér
fannst Bjarni alltaf líkur sjar-
matröllinu Sean Connery,
kannski vegna þess að Bjarni var
mikill sjarmör, dökku góðlegu
augun og notalegt brosið. Þær
voru ófáar ferðirnar sem ég fékk
að fara með í sumarbústaði
BSRB í Munaðarnesi með fjöl-
skyldu og vinum og þar má segja
að ég hafi upplifað mínar fyrstu
„gourmetmáltíðir“ þar sem
Bjarni var frábær kokkur.
Þegar ég var komin á ung-
lingsárin og varði næstum öllum
mínum tíma utan skólans hjá
Siggu Rósu sá ég hann Sigga
stundum þegar hann kíkti í
heimsókn til pabba síns, ég varð
mjög fljótt mjög skotin og ákvað
að ég ætlaði að giftast honum,
sem ég og gerði og hefur oft ver-
ið gantast með það í fjölskyld-
unni. Og með því að giftast Sigga
eignaðist ég bæði yndislegan
mann og frábæran tengdaföður
og með tímanum elskulegan afa
dætra minna. Þær eru margar
minningarnar um Bjarna sem ég
á og mun alltaf geta yljað mér
við. Bjarni var sá eini sem kallaði
mig Nínu og mér fannst það allt í
lagi vegna þess að hann bætti við
mín og nafnið varð Nínamín. Ég
leiðrétti alla sem sögðu Nína og
benti á að ég héti Jónína og að
Bjarni hefði einkarétt á Nínam-
ín. Ég gæti haldið áfram að telja
upp allar fjölskylduferðirnar
hingað og þangað um landið með
börnum hans, tengdadætrum og
barnabörnum þar sem margt var
brallað en læt hér við sitja. Ég
verð að minnast á að ég vissi ekki
að Bjarni væri eins góður dans-
ari og hann var, en það fengum
við kvenfólkið í einni stórveisl-
unni fyrir nokkrum árum að
upplifa. Bjarni hafði nefnilega
siglt til Kúbu þegar hann var
ungur og var með danssporin og
taktinn á hreinu.
Elsku Langófjölskylda, minn-
ingin um góðan mann yljar okk-
ur um ókomin ár.
Blessuð sé minning Bjarna.
Jónína Sóley
Snorradóttir.
Hann afi minn var góður mað-
ur og dásamlegur afi. Ég minnist
hans með hlýju og söknuði,
hvernig hann dekraði við mig
með sælgæti, útlenskum djús,
vangastrokum og síðar meir
skutli út um allan bæ. Saman
gátum við afi setið saman lengi
án þess að segja margt, ég veit
nefnilega að við erum dálítið lík á
þann hátt og fyrir það er ég glöð
og þakklát.
Ó, hve einmana ég er á vorin
þegar sólin strýkur blöðum trjánna
líkt og þú straukst vanga minn forðum
og þegar ég sé allt lifna og grænka
minnist ég þess að þú gafst einnig lífi
mínu lit
og þegar ég sé sólina speglast í
vatninu
speglast minningin um þig í hjarta
mínu
og laufgast á ný.
(Björg Elín Finnsdóttir)
Takk fyrir samveruna, elsku
afi minn.
Þín afastelpa,
Rut.
Elsku afi, það er ennþá mjög
óraunverulegt að þú sért búinn
að yfirgefa þennan heim. Það var
bara búið að leggja of mikið á lík-
amann þinn, hann gat þetta ekki
lengur. Ótrúlega þótti okkur
mikilvægt að fá að kveðja þig,
senda þig á þína leið með faðm-
lagi og kossum.
Hlýlegi hláturinn, fallegu
dökku augun og þéttingsföst
faðmlögin munu lifa í minning-
unni um þig. Þú varst afi með
yndislega nærveru og okkur leið
alltaf vel í kringum þig. Þær voru
ófáar stundirnar sem við eyddum
niðri á Langholtsvegi þar sem við
komum saman öllsömul, stór
hópur af börnum og barnabörn-
um. Það voru frábærir tímar. Og
við munum finna enn meira fyrir
söknuðinum þegar þú kemur
ekki í heimsókn í Fannafoldina á
hátíðisdögum eða sunnudögum
og að heyra ekki í ykkur pabba í
heitum pólitískum samræðum
inni í eldhúsi. Mest af öllu verður
þó skrítið að fara í heimsókn á
Langó og enginn afi verður þar.
Elsku Sjöfn, þú stóðst eins og
klettur hjá afa í veikindunum og
varst við hlið hans fram á hans
seinasta dag. Við vottum þér
okkar dýpstu samúð.
Afi, nú ert þú kominn á betri
stað þar sem þú finnur ekki leng-
ur fyrir sársaukanum. Við elsk-
um þig.
Þínar
Sunna Mjöll og Margrét Silja.
Eftir stutta en harða baráttu
við óvæginn vágest, hefur hetjan
okkar, hann Bjarni Ólafsson, nú
lotið í lægra haldi. Með honum er
genginn einn af okkar uppáhalds,
hógværi öðlingurinn, ljúfmennið,
glettni og umhyggjusami Bjarni.
Ég kynntist Bjarna fyrir um
24 árum síðan þegar ég kom inn í
fjölskyldu Sjafnar, frænku Dolla
mannsins míns. Ég féll fljótt fyr-
ir hans hlýja viðmóti, enda ein-
stakur maður.
Bjarni og Sjöfn bjuggu á
Langholtsveginum og þangað
var gott að koma, enda voru ófáir
sem lögðu leið sína þangað.
Þarna hafði Dolli átt sitt annað
heimili þegar hann bjó á Blöndu-
ósi. Oft kíkti Dolli til þeirra á leið
sinni heim frá vinnu, ekki af
skyldurækni heldur einstakri
löngun að hitta fólkið sitt. Á
Langó voru heimsmálin rædd,
tekist á um stjórnmálin og skipst
á skoðunum. Já, Sjöfn og Bjarni
voru fastur punktur í okkar til-
veru og erum við svo þakklát fyr-
ir það. Ekki man ég eftir neinum
merkisviðburði í okkar lífi með
einhverju tilstandi, án þess að
þau væru þar meðal gesta.
Bjarni lét ekki mikið á sér
bera í hringiðu lífsins. Við sem
þekktum hann, vissum þó hvaða
dýrmætu perlu hann hafði að
geyma. Bjarni var einstaklega
barngóður og gaf sér góðan tíma
fyrir börnin og var dóttir mín
Svanhildur Sóley þar ekki und-
anskilin.
Bjarni leit oft inn hjá okkur og
alltaf var jafn gaman að fá hann í
heimsókn. Mér er það minnis-
stætt fyrir rúmu 21 ári þegar
hann leit inn hjá okkur á sunnu-
degi seint í janúar. við höfðum
spjallað saman góða stund, þegar
mér varð það ljóst að sennilega
væri ég komin með léttasóttina.
Eitthvað skynjaði Bjarni og
spurði mig hvort ég væri á leið-
inni upp á fæðingardeild. Ég
sagði honum að ég kæmist ekki
alveg strax, ég þyrfti fyrst að
koma Betu dóttur minni í
Glæsibæ þar sem hún ætlaði að
taka þátt í söngvakeppni grunn-
skólanna, auk þess að taka mig
til. Því varð ekki við komið,
Bjarni hélt nú að hann myndi sjá
um Betu mína, keyra og sækja og
hvað þyrfti, ekki við annað kom-
andi. Þremur tímum síðar var
fædd lítil stúlka, ekki svo ólík
Bjarna, dökk yfirlitum með augu
brún. Ég segi því alltaf að Bjarni
hefur fylgt Svanhildi frá fyrsta
degi enda þótti henni ákaflega
vænt um Bjarna sinn og saknar
hans mjög.
Fastur póstur hvern aðfanga-
dag var heimsókn Bjarna laust
eftir hádegið. Þá var allt sett til
hliðar og við settumst niður og
áttum saman notalega stund.
Okkur varð því tíðrætt um hann
þessi jól, við söknuðum hans,
hlýja faðmlagsins og þess að fá
að smella á hann jólakossinum.
Elsku Sjöfn frænka sem hefur
staðið eins og klettur við hlið
Bjarna í veikindunum, þú ert ein-
stök og heppin var hann Bjarni
minn að ná í þig og þú í hann,
samsetningin var fullkomin.
Það er sárt að kveðja kæran
vin, en huggun að vita, að nú sé
hann laus úr viðjum veikindanna.
Fyrir hönd mannsins míns og
barna þökkum við elskulegum
vini samfylgdina og tryggðina í
gegnum öll árin og fyrir að reyn-
ast okkur svo vel.
Fjölskyldunni allri, vottum við
okkar innilegustu samúð. Megi
allar góðar vættir styrkja ykkur í
sorginni.
Ingibjörg S. Magnúsdóttir..
Í dag kveðjum við Bjarna
Ólafsson sem við höfum verið
samferða í áratugi. Hann var
okkur mjög kær enda einstak-
lega ljúfur og hlýr maður. Við
munum geyma í minningunni
margar notalegar samverustund-
ir með þeim hjónum Bjarna og
Sjöfn.
Lygnt geymir vatnið
leið mína yfir fjallið,
felur hana rökkri
og ró í nótt.
Vær geymir svefninn
söknuð minn í lautu,
með degi rís hann aftur
úr djúpsins ró.
(Snorri Hjartarson)
Birgir og Erla.
Látinn er vinur sem öllum var
kær. Þannig höguðu forlögin því
að ég kynntist Bjarna aðeins sex
eða sjö ára gamall, þá vorum við
samtíða um stund, en í fáein ár
vildi svo til að heimili okkar var í
sama húsi, á Laugavegi 27.
Bjarni stóð stutt við á Laugaveg-
inum, en hann flutti með móður
sinni að Langholtsvegi 202, þar
sem sænsku húsin risu, hvert af
öðru, á þeim tíma.
Það var svo ekki fyrr en 17 ár-
um síðar að leiðir okkar lágu aft-
ur saman og hafa legið þannig
allar götur síðan.
Það var gott að eiga Bjarna að
vini. Hann var alúðlegur maður
sem öllum vildi gott. Lengstan
tíma ævi sinnar vann hann sem
rennismiður en á yngri árum
vann hann við kjötvinnslu og
verslun. Einnig starfaði hann
sem sjómaður um tíma á ung-
lingsárunum og svo aftur síðar er
hann réð sig á síldarflutnings-
skipið Haförninn.
Bjarni hafði gaman af veiði-
skap en stundaði þetta áhugamál
sitt af þeirri hógværð sem auð-
kenndi allar hans gerðir.
Þau hjónin, Bjarni og Sjöfn
Ingólfsdóttir, áttu sér örlítinn
sælureit á Sólheimum við Svína-
vatn í Austur-Húnavatnssýslu,
en þar lágu bernskuspor Sjafnar.
Ég hef þá trú að þar hafi þau átt
margar hamingjustundir.
Þau Bjarni og Sjöfn voru fé-
lagslynd og góð heim að sækja.
Margar voru stundirnar á Lang-
holtsvegi 202, þar sem fullt var
hús gesta, og mörgum reyndust
þau góð er erfiðleikar sóttu á.
Seinni ár voru þau hjón mjög
virk í félagsmálum. Þau nutu
þess að taka þátt í stjórnmálum
og studdu stefnu félags- og fram-
faramála íslenskrar alþýðu.
Bjarni var auðugur maður.
Hann átti barnaláni að fagna og
sá góði þokki sem hann bauð af
sér skilur eftir hlýjar minningar
hjá öllum sem umgengust hann.
Við Þórey sendum fjölskyldu
Bjarna hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Ásgrímur Jónasson.
Bjarni Ólafsson var mitt á
milli mín og foreldra minna í
aldri. Þekkti pabba minn. Þeir
höfðu unnið saman í Straumsvík
um skeið. Það var ekki svo al-
gengt að einhverjir sem ég hitti á
fundum svo að segja reglulega
hefðu kynnst foreldrum mínum.
Það tengdi okkur Bjarna saman
en á fundunum var Bjarni með
Sjöfn, konu sinni. Þau voru mér
eins og hugtak sem geymdi
margt það sem gott var. Sjöfn og
Bjarni. Heiðurshjón.
Ég sé að mamma Bjarna var
fædd í Syðri-Bár 1899. Þangað
kom langamma mín sem vinnu-
kona 1915. Kannski hafa þær
þekkst. Og Bjarni átti ættir að
rekja í föðurætt í Flatey og þar
með taldi hann til skyldleika við
Nínu fyrri konu mína og þar af
leiðandi börnin mín.
Bjarni hreykti sér ekki á
mannamótum né hafði hátt um
lífsreynslu sína en það var gaman
að komast að honum til dæmis
þegar hann sagði frá reynslu
sinni af Kúbu áður en Kastró og
félagar komust til valda.
Síðastliðið haust fórum við
Guðrún með hóp fimmtán vina
okkar á Íslendingaslóðir í Vest-
urheimi. Þar voru þau Sjöfn og
Bjarni. Sjúkdómurinn var tekinn
að leita á hann en það vissu ekki
nærri allir í ferðinni. Hann velti
sér ekki upp úr vandamálum en
hann var yndislegur ferðafélagi,
ljúfur, hægur, þægilegur.
Í langri ferð pólitískrar bar-
áttu hefur margt borið við, gleði,
vonbrigði, alltaf bjartsýni. Sigur
er framundan. Aldrei endanlegur
eins og maður hélt sem barn
heldur skref fyrir skref því nýtt
þjóðfélag kallar á nýja baráttu.
Undirstaða hreyfingarinnar er
hugsjónirnar og fólkið ekki ein-
leikur foringjanna, fólkið sem
stendur saman eins og veggur
þegar kemur að mikilvægustu
úrslitunum. Þetta fólk veit að
auðvaldið lætur aldrei eyri af
hendi átakalaust því það vill eiga
auðlindirnar. Það sjáum við
núna. Í baráttunni undanfarinna
áratuga hefur margur sigurinn
unnist. Fyrir þann árangur á að
þakka liðsmönnunum hvort sem
þeir voru verkamenn og vormenn
Íslands eða í fjöllunum á Kúbu.
En þegar allt þetta fer saman í
einum manni má öllum vera ljóst
að við erum að kveðja vin og við
söknum hans. Allt þetta er: Upp-
runinn fyrir vestan, sami vett-
vangur vinnu og vona í áratugi,
sömu rætur, félagsstarfið og
hugsjónir um betra samfélag. Og
gleði. Og hlýja.
Við Guðrún þökkum Bjarna
samfylgdina, flytjum Sjöfn og
fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur. Þær gera lítið gagn á
ögurstund en eru þræðirnir í
þeim vef sem heitir vinátta og
breytir samfélaginu.
Svavar Gestsson.
Bjarni Ólafsson
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann