Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Smáauglýsingar Dýrahald Maltese-hvolpar til sölu Þessir hundar eru tilvaldir fyrir fólk með ofnæmi. Hann fer ekkert úr hárum. Uppl. í síma 566 8417, www.dalsmynni.is. Bjóðum raðgreiðslur Visa og Mastercard Facebook: Dalsmynni Hundagallerí ehf. Húsgögn Sumarhús Vaðnes - eignarlóðir Til sölu fallegar sumarhúsalóðir í kjarrivöxnu landi Vaðness í Grímsnes- og Grafningshreppi. Allar nánari upplýsingar í síma 896 1864. Vönduð sumarhús 55 fm, 65 fm og 78 fm. Viðbyggingar og pallasmíði. Húsogparket@gmail.com Upplýsingar í síma 893 0422. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar verslun í Hagkaup Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Blekhylki.is, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Ýmislegt TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Sérlega þægileg dömustígvél úr mjúku leðri, fóðruð. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 12.500 Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. GLÆSILEGIR LITIR - NÝKOMNIR Teg. 11001 - frábær í C,D,E,F skálum á kr. 5.800, buxur við á kr. 1.995. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. kl. 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Teg. 1566 - svoo flottur og vel fylltur í B,C skálum á kr. 5.800, boxerbuxur við kr. 1.995. Teg. 42026 - STÆKKAR þig um númer! Fæst í B,C skálum á kr. 5.800, buxur við kr. 1.995. Teg. 5205 Fallegir og þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 14.685. Teg. 7305 Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 14.685. Teg. 107 Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 14.685. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - fös. 10 - 18. Opið laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Fjölskylduferðabíll FORD LMC dísel, árg. 5/2009, ek. 20 þ. km. 6 farþ., reiðhjólagrind, markísa o.fl. Verð 9 millj. staðgr. (ásett 10,4), ath. skipti á bíl eða íbúð. Til sýnis á Akranesi næstu daga. Uppl. í síma 896 1422 eða kristjansg@internet.is Bílasýning hjá IB ehf. Selfossi laugardaginn 13. apríl milli kl. 12 og 18 Sýnum stórglæsilegan Ford F-350 2013 Platinum, 37 tommu breyttan ásamt fleirum. Dodge Charger 2007 módel, ekinn aðeins 29 þ. m. Sportleg græja sem kostar ekki of mikið. 20" álfelgur. Eyðsla í blönduðum akstri 11,2 L. Hvort vilt þú amerískan fullvaxinn bíl eða Toyota Yaris á svipuðu verði? Verð aðeins 2.775.000. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið 12-18 virka daga. Bílaþjónusta Húsviðhald Hreinsa þakrennur laga ryð á þöku, hreinsa veggjakrot og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. (Davíð Stefánsson) Þetta var það sem kemur upp í huga okkar systra þegar við minnumst ömmu Ingu, að nú hefst á ný ferðalag þeirra afa sam- an. En minningarnar eru margar í hugum okkar systra þegar við kveðjum ömmu. Við áttum marg- ar góðar stundir á Ægisíðu 74 á heimili ömmu og afa, ohhh maður gleymir nú aldrei lyktinni þegar maður kom inn með angan af hár- lakki og Boucheron-ilmvatni sem amma notaði nóg af. Lunganum af sumrunum eydd- um við í sumarbústað þeirra Lundarhólma í Lundarreykjadal og rennur þar Grímsá nánast í hlaðinu sem var nú ekki slæmt þar sem amma hafði mikinn áhuga á stangveiði og nýtti sína bændadaga til að reyna að ná þeim stóra. Þar var margt og mik- ið brallað og alltaf voru verkefnin næg, ekkert setið auðum höndum þar á bæ. Oft eftir annasama daga var skundað í sundlaugina í Brautartungu en sú sundlaug var ömmu mjög hugleikin og eitt árið sá hún um að laugin yrði máluð. Þetta var alveg ótrúleg sundlaug í minningunni, ekki neinn starfs- maður og bara baukur frammi til að borga í. Amma var mikill gestgjafi og vá hvað var oft gaman að fara með henni í Melabúðina eða Nóatún, þar alveg flugu kræsingarnar í körfuna og að sjálfsögðu voru allt- Ingigerður Karlsdóttir ✝ IngigerðurKarlsdóttir, húsmóðir og fv. flugfreyja, fæddist í Reykjavík 21. júní 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 28. mars 2013. Ingigerður var jarðsungin frá Nes- kirkju 8. apríl 2013. af dökkar súkku- laðirúsínur með en amma hafði afskap- lega mikið dálæti á þeim. Amma hugsaði alltaf um að það væri matur þar sem afi þurfti að nærast svo ekki myndi hann falla í sykri og þó maður væri í hesta- ferð þá fylgdi amma á bílnum og sló upp veisluborði á áningarstöðum og gerði það sko með annarri hendi. Elsku amma okkar, nú hefst nýtt ferðalag hjá ykkur afa saman á ný. Þínar Ingigerður, Guðlaug og Jóhanna. Hjalta Pálssyni hafði ég kynnst laust upp úr 1970 í gegnum við- skipti, sem við upprifjun löngu seinna vorum við sammála um að hefðu verið hin ágætustu. Ég vissi af Hjalta sem áhrifamiklum stjórnanda hjá Sambandinu um langa hríð, en ég vissi líka að hann var forfallinn hestamaður. Það var einmitt á þeim vettvangi sem ég kynntist þeim báðum nánar, Ingu og Hjalta. Raunar var það þannig á þeim tíma, að ég heyrði hvorugs varla getið án þess að bæði væru nefnd í sömu andrá. Á þessum árum, fyrir og í kringum 1990, gat Hjalti einbeitt sér að hestaferðalögum, Inga var hins vegar hætt að fara á bak en fylgdi sínu fólki eftir sem trússari. Þá og lengi síðar var Borgarfjörður mið- punktur alheimsins og þangað féllu öll vötn og þaðan lágu allar leiðir. Ég minnist ferðar 1989 þar sem einn áfangi var frá Þingvöll- um um Leggjabrjót og Síldar- mannagötur að Lundarhóma í Lundarreykjadal, þar sem Inga beið þolinmóð ásamt eiginkonu minni, Elínu Helgu, og ungum börnum okkar. Inga útskýrði fyrir henni, að þegar menn væru á hestaferðalagi þýddi ekki að vera alltaf að líta á klukkuna, menn kæmu þegar þeir kæmu. En gott væri að nota tímann og útbúa kök- ur og kruðirí sem svangir ferða- menn kynnu að meta. Fleiri ferðir voru farnar og jafnan var Inga í bakvarðasveitinni, umhyggjusöm og brosandi, ýmist með heit svið við Bugðu eða hangiket í Hítardal, og jafnan urðu fagnaðarfundir í Hólmanum, sem var sjálfsagður viðkomustaður í sleppitúrum á leið úr Reykjavík í uppsveitir Borgarfjarðar. Einar Benediktsson kemst svo að orði, að „maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“. Svo hygg ég að verið hafi um Hjalta og Ingu, þau bættu hvort annað upp og meðan báðum entist líf og heilsa voru þau svo miklu meira en tveir einstaklingar. Þau tengdu saman fortíð og framtíð með óvenjulega næmum hætti og höfðu lag á að laða að sér unga sem aldna. Ég minnist þess, að þau höfðu fest kaup á íbúð í „eldri manna blokk“, en þegar flutnings- dagur nálgaðist fylltist Inga kvíða fyrir því að hitta eingöngu jafn- aldra sína. Hjalti fann ráð við því: „Inga mín, við skulum selja þessa íbúð og búa áfram á Ægisíðunni og umgangast ungt fólk.“ Og við það stóðu þau meðan stætt var. Inga átti við erfið veikindi að stríða síðustu ár ævinnar, en naut umhyggju og aðstoðar barna sinna, Karls Óskars, Guðrúnar Þóru og Páls Hjalta. Þeim og fjöl- skyldum þeirra eru færðar inni- legar samúðarkveðjur með þökk- um fyrir kynnin við Ingigerði Karlsdóttur. Pétur Kjartansson og fjölskylda. Fyrir margt löngu bað Inga vinkona mín mig um að skrifa um sig ef ég lifði hana. Þar sem ég veit að svo margir taka sér penna í hönd til þess vil ég bara segja um leið og ég sendi vinarkveðju til fjölskyldunnar allrar: Hún var glæsileg, hún var gest- risin, hún var gjafmild, hún var góð vinkona og svo var hún svo skemmtileg. Ég bið þann sem öllu ræður að vera með henni í nýjum heim- kynnum um leið og ég þakka fyrir samfylgdina áratugum saman. Ásta Kristjánsdóttir. Eftir allar þær góðu og fallegu stundir sem ég átti með Adda afa mín- um er hann farinn frá okkur. Minning- arnar eru margar og skemmtileg- ar, enda sýndi Addi afi okkur öll- um svo mikla ást og umhyggju. Sama hvort ég þurfti hjálp við stærðfræði, bílinn minn eða þurfti jafnvel bara afaknús, þá var hann alltaf til staðar tilbúinn að hjálpa. Það veitti mér alltaf svo mikið ör- yggi að vita af honum heima í bíl- skúrnum eða að lesa blöðin og geta alltaf talað við hann ef eitthvað bjátaði á. Addi afi hafði alltaf svo mikla trú á mér og hvatti mig áfram ef mig vantaði hvatningu. Ég man sérstaklega eftir því þeg- ar við sátum inni í borðstofu dög- um saman að læra stærðfræði, en það var þegar ég tók 10. bekkjar samræmdu prófin í 9. bekk. Hann var svo stoltur og ánægður þegar ég sagði honum að ég hefði fengið hæstu einkunn úr skólanum mín- um. Einnig mun ég aldrei gleyma útskriftardeginum mínum og hvað það var gaman að sjá hann brosa og hlæja. Mig langaði alltaf að standa mig vel fyrir Adda afa því að ég veit að hann hafði svo mikla trú á mér. Ég á þó eftir að sakna þess mest að heyra hann ekki kalla mig engilinn sinn, en núna er hann Andrés Ólafsson ✝ Andrés Ólafs-son fæddist í Reykjavík 16. mars 1940. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. engillinn minn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt Adda afa að og ég á eftir að sakna hans ólýsanlega mik- ið. Andrea Björg Jónsdóttir. Andrés bróðir og mágur var ávallt hjálplegur og góður bróðir. Glaðlyndur, formfastur sem stóð á sínum hug- myndum. Æska okkar byrjar í Höfðaborginni á meðan foreldrar okkar reistu sér framtíðarheimilið að Nesvegi 46, Reykjavík. Flutt- umst við á Nesveginn þegar Andr- és var 8 ára og bjuggum við í for- eldrahúsum þar til okkar konur komu í líf okkar. Andrés fluttist þá á Njálsgötuna og gerði það hús mikið upp. Þar sem Andrés starfaði hjá véladeild Reykjarvíkurborgar, var stutt að fara til vinnu. Þaðan lá leið hans til Keflavíkur og hafa þau ekki flust þaðan síðan. Andrés starfaði við Vélsmiðju Olsen. Það- an á sjóinn sem vélstjóri og var hann sendur til Spánar til að fylgj- ast með byggingu togarans Aðal- víkur. Þaðan lá leið hans í Svartsengi, þegar uppbygging hófst þar og starfaði þar sem vélstjóri, þar til starfsævinni lauk. Við bræðurnir vorum mjög samrýndir og höfðum svipaðar skoðanir á flestum málum og höfð- um við hjónin ávallt gaman af að hittast. Fjarlægðin var bara full- mikil. Við á Kjalarnesinu en þau í Keflavík, sem er dágóður spotti. Og varð því minna um samgang. Elsku Kiddý, við samhryggj- umst þér innilega. Jafnframt vott- um við ykkur systrunum, Herdísi og Helgu, og fjölskyldum ykkar dýpstu samúð. Guð verði með ykk- ur öllum á þessum sorgartímum. Í minningu Andrésar Jóhanns Ólafssonar. Hvíl í friði, elsku bróð- ir og mágur. Eggert, Þóra og fjölskyldur. Tilhugsunin um að hitta tengda- foreldrana í fyrsta sinn getur tekið aðeins á. En þegar ég kom á Smáratúnið, þá var mér strax ljóst að það þurfti engu að kvíða. Mér var tekið opnum örmum og urðum við tengdapabbi miklir vinir. Við hlógum, gerðum grín og rifumst um pólitík. Í hvert sinn sem ein- hvern vantaði aðstoð, þá var hann fyrsti maður til að standa upp og segja: „Ég verð kominn eftir smá- stund.“ Enda var hann mjög hand- laginn og millimetrarnir skiptu ekki minna máli. Ég var ekki und- anskilinn þeirri hjálpsemi. Þegar við fjölskyldan byggðum nýtt hús, voru ófá skiptin sem hann kom í vinnufötunum á milli vakta og spurði hvort það væri ekki eitthvað sem hann gæti gert, enda á hann mörg handtökin í húsinu okkar. Nú er komið að kveðjustund og það er mikil eftirsjá að góðum manni. Framkvæmdir í Aspar- dalnum verða hálftómlegar án Adda, sem var vanur að koma reglulega í kaffi og taka út það sem ég var að gera. Þetta var svo sjálf- sagður hlutur, sem mér þótti svo vænt um og hafði gaman af. Ég kveð góðan vin, sem mér þótti svo vænt um og mun alltaf minnast. Jón Halldór Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.