Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013
✝ Vilhjálmur ÓliValsson, stýri-
maður/sigmaður og
sjúkraflutn-
ingamaður, fæddist
í Reykjavík 14. jan-
úar 1972. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 30.
mars 2013.
Foreldrar Vil-
hjálms eru Valur
Heiðar Einarsson, f. 19. júlí
1942, og Dagný Heiða Vilhjálms-
dóttir, f. 2. júlí 1942. Systkini Vil-
hjálms eru Einar Heiðar, f. 1965,
Halldóra Sigrún, f. 1969, og
Birgir Snær, f. 1974.
Vilhjálmur kvæntist 2. júní
2001 Berglindi Jónsdóttur, f. 28.
apríl 1974, og eignaðist með
henni fjögur börn, Kristberg
Óla, f. 1999, Dagnýju Heiðu, f.
2003, Bjarka Frey, f. 2005, og
Guðnýju Sunnu, f. 2007.
október 2005 var hann fastráð-
inn stýrimaður hjá LHG, fyrst á
varðskipunum en frá 1. janúar
2007 sem stýrimaður, sigmaður
og sjúkraflutningamaður í flug-
deild LHG þar sem hann starfaði
til dánardags. Frá 1989-1996
starfaði Vilhjálmur sem háseti,
bátsmaður og stýrimaður hjá
Samskipum, 1996-1997 sem
stýrimaður á netabátnum Mána
frá Hafnarfirði, 1997-1998 yfir-
stýrimaður á flutningaskipinu
Selnesi, 1998-2001 verkstjóri og
síðar yfirverksjóri í öllum vöru-
húsum TVG, 2001-2003 stýri-
maður á ýmsum fiskiskipum en
lengst af á Tjaldi SH-270 og
2003-2005 sem eftirlitsmaður
Fiskistofu í vinnsluskipadeild
þar til hann var fastráðinn í
stöðu stýrimanns hjá LHG.
Vilhjálmur sat í stjórn nem-
endafélags Stýrimannaskólans í
Reykjavík 1990-1993, þar af sem
formaður 1992-1993. Þá var
hann félagi í Kiwanisklúbbnum
Eldey í Kópavogi 1998-2004, þar
af í stjórn klúbbsins 2002-2004.
Útför hans fer fram í dag, 12.
apríl 2013, frá Digraneskirkju
og hefst athöfnin kl. 11.
Vilhjálmur bjó
fyrstu fimm árin í
Hraunbæ en flutti
þá í Kópavoginn þar
sem hann bjó eftir
það utan eitt ár sem
hann bjó í Reykja-
vík. Vilhjálmur lauk
grunnskólaprófi frá
Digranesskóla 1987,
farmannaprófi frá
Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík
1993 og prófi frá varðskipadeild
skipstjórnarskóla Tækniskólans
2012. Hóf nám í lögfræði við Há-
skóla Íslands haustið 2012 en
varð frá að hverfa vegna veik-
inda.
Vilhjálmur réðst fyrst til starfa
hjá Landhelgisgæslunni (LHG)
1987 sem vikadrengur á varð-
skipum og síðar viðvaningur og
háseti. Frá árinu 1992 leysti hann
af sem stýrimaður á varðskip-
unum samhliða öðrum störfum. 1.
Það er erfitt að stinga niður
penna þegar skrifa á minningar-
orð um barnið sitt. En nú skal
reyna. Margar fallegar og
skemmtilegar samverustundir
þjóta í gegnum hugann. Fyrst
tápmikill glókollur með systkinum
sínum, síðar með skóla- og leik-
félögum. Ákveðinn einstaklingur
smástríðinn og ætíð stutt í bros. Í
eðli sínu samviskusamur og dug-
legur. Snemma byrjaði sjálfstæð-
ið hans sem og þeirra bræðra.
Ekki vildi hann vera minni en Ein-
ar eldri bróðir hans. Fór snemma
að bera út blöð og selja. Síðar
bættist Birgir sá yngsti í hópinn.
Bar oft á samkeppni á milli bræðr-
anna en samstarf gott. Þarna var
safnað fyrir fyrsta reiðhjólinu.
Gleymi ekki stoltinu sem skein úr
augum þegar komin var upphæðin
fyrir reiðskjótanum. Svona liðu
árin með metnað og dugnað í far-
teskinu.
Snemma kom í ljós hve vel lá
fyrir honum að læra, gekk vel frá
upphafi. T.d. þegar systir hans var
að lesa sat hann oftar en ekki á
móti henni og las með henni,
þannig var hann jafnvígur á að
lesa orðin á hvolfi. Það varð úr að
hann byrjaði ári á undan í grunn-
skóla og hélt því. Eitt er sérstak-
lega minnisstætt: Til að fá að fara í
sjö ára bekk þurfti minn maður að
fara í þroskamat. Þegar þessu var
lokið og heim var komið gall í þeim
stutta: Skil ekki alveg til hvers ég
þurfti að hoppa, ætli ég eigi að
hoppa inn í bekkinn? Stundir sem
þessar poppa oft upp. Hann hafði
lítið fyrir náminu svo vel lá það
fyrir honum. Með dugnaði náði
hann þeim áföngum sem settir
voru á planið nema þeim síðasta,
þá vegna veikinda. Var hann víð-
sýnn. Búinn að sigla um heimsins
höf. Hafði gaman af að koma til
sem flestra landa. Fljótur að kom-
ast inn í tungumál og naut þeirra
ára. Þegar þeim kafla lauk kynnt-
ist hann Berglindi sinni. Ham-
ingjusöm og drífandi var fyrsta
íbúðin keypt. Fjölskyldan stækk-
aði sem útheimti stærra húsnæði
sem varð í Skógarási. Þar stopp-
uðu þau stutt við og fluttu aftur í
Kópavog, í Furugrund þar sem
þau hafa búið síðan. Börnin urðu
fjögur, heilbrigð og falleg. Margar
stórar stundir verða ofarlega í
huga okkar, t.d. var stolt amma
sem hélt á alnöfnu sinni undir
skírn.
Nú seinni árin hefur Villi sinnt
merku starfi sínu hjá LHG að
mestu við björgunarstörf allskon-
ar.
Fyrsta björgunarafrekið hans,
þá fimm ára gamall, var að bjarga
yngri bróður sínum úr sjónum í
fjörunni við Selvog en þar voru
þeir í ferð með pabba að sækja
sand. Þar sýndi sig hversu áræð-
inn Villi var strax á unga aldri sem
einkenndi allt hans starf til að
koma öðrum til hjálpar.
Við foreldrarnir getum ekki
annað en verið stolt af liðnum ár-
um, liðnum samverustundum sem
er þakkað fyrir af alhug.
Elsku Berglind okkar, Krist-
berg Óli, Dagný Heiða, Bjarki
Freyr og Guðný Sunna, biðjum
við góðan Guð að styrkja ykkur og
gæta öll ókomin ár.
Minning lifir um góðan dreng.
Pabbi og mamma.
Margs er að minnast og margs
er að sakna.
Tíminn átti ekki að vera svona
stuttur en ef veikindi ber að garði
er víst ekki spurt um tíma.
Ég minnist þeirra tíma er við
vorum guttar, við deildum saman
herbergi og margt var brallað á
þeim tímum. Ófáum klukkustund-
um gátum við bræður eytt við að
aka bílum á undan okkur um allt
hús með tilheyrandi hljóðum. Og
fótboltakeppnirnar úti í garði á
Álfhólsveginum milli Arsenal og
Liverpool og alltaf hafði Arsenal
vinninginn. Við vorum miklir mát-
ar á okkar yngri árum, bárum
saman út blöðin og slógumst eins
og bræður gera, en alltaf bestu
mátar.
Síðan skildi leiðir okkar er við
héldum hvor í sína áttina til sjós.
Ég á varðskip en þú á skip hjá
Samskipum. Oft horfði ég öfund-
araugum er þú fékkst tækifæri til
að sigla um heimsins höf og heim-
sækja framandi staði meðan ég
sigldi kringum skerið. Svo kom að
því að við komum í land, ég búinn
að fara á frystitogara og þú kom-
inn aftur á þinn gamla og fyrsta
vinnustað hjá LHG.
En því miður gáfum við okkur
ekki tíma til að rækta bræðralagið
aftur, vissum hvor af öðrum, hitt-
umst endrum og eins í hádeginu
hjá mömmu.
Er ég ligg og rifja upp þessar
gömlu minningar með tárin í aug-
um er engin leið að geta sett á blað
þær stundir sem við áttum. Ég
mun sakna hverrar mínútu sem
við áttum saman og varðveita
djúpt í hjarta mér.
Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska og það hefur greinilega átt
við þig, elsku bróðir, þér hefur
verið ætlað eitthvert mikilvægt
hlutverk þarna uppi.
Elsku bróðir, enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur. Ég
mun virkja sambandið við Berg-
lindi og börnin þín, halda utan um
þau eins og þú myndir vilja.
Mér er mikill heiður og mun
stoltur sem bróðir fylgja þér síð-
asta spölinn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þinn bróðir,
Birgir.
Elsku bróðir, þá ertu farinn í
flugið langa allt of snemma.
Hverjum hefði dottið í hug að þú,
maður á besta aldri í góðu formi,
yrðir kallaður frá okkur svo fljótt
sem raunin varð? Það var ósjaldan
sem við töluðum saman um starfið
okkar, lífið og tilveruna. Það var
því erfitt símtal sem við áttum fyr-
ir rúmu ári eftir að þú hafðir verið
greindur með illkynja krabba-
mein. Það var ekki bara reiðarslag
fyrir fjölskylduna heldur líka
vinnustaðinn okkar. En þvílík yf-
irvegun sem þú hafðir og ein-
kenndi allt ferlið sem á eftir fór.
Eins og þú sagðir í upphafi: „Þetta
er bara verkefni sem mér er falið
og ég verð bara að vinna það eins
og önnur.“
Í framhaldinu tókst þú á við
erfiða meðferð með þvílíkri já-
kvæðni sem vart verður leikin eft-
ir. Jafnframt hélstu áfram störf-
um langt fram yfir mannlegan
mátt. Það hefur ekki verið auðvelt
að samræma vinnu, erfiða baráttu
og vinna að velferð fjölskyldunnar
á sama tíma. Þó að böndin milli
okkar hafi verið sterk þá styrktust
þau við þetta áfall, símtölin lengd-
ust og heimsóknum fjölgaði. Það
var yndislegur tími sem við áttum
saman um síðustu áramót er þú
komst með fjölskylduna til okkar
norður. Þá var farið að halla und-
an en alltaf hélstu þinni reisn þó
það væri orðið nokkuð ljóst í hvað
stefndi. Þó þú hafir ekki sáð mörg-
um fræjum þá báru þau mikinn
ávöxt. Það bera Berglind og gullin
þín fjögur vitni um. Þá má ekki
gleyma samstarfsfólkinu sem tók
höndum saman og sendi ykkur í
frí til Flórída. Yfirstjórn stofnun-
arinnar okkar sem hefur tekið svo
mikinn þátt í baráttunni sem gaf
okkur öllum mikinn styrk. En það
er ekkert skrítið, þvílíkur per-
sónuleiki sem þú varst. Það sýndi
sig best er þú tókst þátt í Mottu-
mars og safnaðir þar meiri fjár-
munum en áður hafa sést. Hélst
áfram að vinna að björgun manns-
lífa eins og starf þitt hefur snúist
um síðustu ár. Og hvernig þú und-
irbjóst fjölskylduna og allt þitt
umhverfi undir brottför þína er
einstakt.
Síðasta vikan þín er mér mjög
kær, elsku Villi. Að hafa fengið
það tækifæri að geta verið með
þér, útrétta og ganga frá hinum
ótrúlegustu hlutum. Það voru ekki
margir lausir endar sem þú skildir
eftir. Þó voru nokkur verk eftir
sem við ætluðum bara að klára
þegar ég kæmi aftur suður í
tengslum við fermingu frumburð-
arins. Ekki fengum við þó tæki-
færi til þess, elsku bróðir, því
sjúkdómurinn bar þig ofurliði
mun fyrr en allir áttu von á.
Það voru forréttindi að fá að
starfa með og læra af þér og mun
það fylgja mér það sem eftir er.
Nú ertu kominn á nýjan stað, far-
inn að vinna á þyrlu hjá Guði eins
og litlu krílin þín segja. Þú skilur
eftir þig stórt skarð í fjölskyldu,
vinahópi og á vinnustaðnum okkar
sem verður vandfyllt. Lífið heldur
áfram og við verðum að læra að
sætta okkur við að það er ekki allt-
af eftir þeirri forskrift sem við
óskum.
Elsku Berglind, Kristberg Óli,
Dagný Heiða, Bjarki Freyr og
Guðný Sunna, megi góður Guð
styrkja ykkur í þeirri miklu sorg
og söknuði sem þið eigið við núna
sem og alla sem þekktu Villa.
Minning um góðan dreng lifir um
ókomna tíð. Guð blessi ykkur öll.
Kæri bróðir, ég sem og allir
aðrir sem í kringum þig voru mun-
um líta eftir englunum þínum og
ég veit að þú munt líta eftir okkur
hinum og leiðbeina eins og þú hef-
ur alltaf gert.
Einar og fjölskylda.
Af einhverjum ástæðum, sem
enginn fær skilið, hefur elskuleg-
ur mágur minn Vilhjálmur Óli
Valsson (Villi), með allt lífið fram-
undan, verið kallaður frá eigin-
konu og fjórum ungum börnum,
þegar lífið sjálft með öllum sínum
möguleikum blasti við. Við sem
eftir stöndum skiljum ekki svo
harðan skapadóm. Eftir standa
minningar um góðan dreng.
Hann lést af völdum krabba-
meins 30. mars sl. á LSP í faðmi
fjölskyldu sinnar.
Kynni okkar hafa varað í 23 ár
og ýmislegt höfum við brallað sem
skemmtilegt er að minnast. Eins
og t.d. tíminn í Amsterdam, sum-
arbústaðarferðir og ófáu snóker-
ferðirnar þar sem ekki var alveg í
boði fyrir hann að tapa fyrir
stelpu. Þetta voru skemmtilegir
tímar.
Villi var vel af Guði gerður,
bæði til líkama og sálar. Þessar
guðsgjafir nýtti hann vel, öðrum
til blessunar og sjálfum sér til
sóma.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur enda með fjögur yndisleg börn.
Villi var hörkuduglegur, bæði
hvað varðar nám og störf, og veit
ég að hann gerði það með miklum
sóma. Ekki komu umsagnir þeirra
sem fylgdu honum í leik og starfi á
óvart. Sú færni, hjartahlýja, glað-
lyndi og heiðarleiki sem alltaf
fylgdi honum smitaði út frá sér,
sem best sést á þeim mikla vina-
hópi sem hann á. Það kom heldur
ekki á óvart þegar maður heyrði
starfsfélaga hans hæla honum
bæði sem góðum og mikilvægum
samstarfsfélaga og fagmanni.
Verk hans voru mikils metin og
missir mikill.
Kærar þakkir, vinur, fyrir
margar skemmtilegar stundir
sem við höfum átt saman bæði
sem vinir og svo er þú varðst mág-
ur minn árið ’97 er ég gekk að eiga
Birgi bróður þinn. Farðu vel á
óþekktum leiðum, allar góðar ósk-
ir fylgja þér og megi almættið lina
sorg fallegu fjölskyldunnar þinn-
ar. Það munu allir líta eftir henni
fyrir þig.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín mágkona,
Erla Heiðveigardóttir.
Elsku Villi minn.
Ég man þegar ég kynntist þér
fyrst þegar ég var 17 ára ungling-
ur. Þú varst svo hress og
skemmtilegur strákur með mikla
útgeislun að allir vildu vera ná-
lægt þér. Þú kolféllst fyrir systur
minni og þar með fékkstu þessa
frábæru og yndislegu konu til að
eyða ævi þinni með. Yndislegu
börnin ykkar fjögur komu í far-
teskinu síðar á lífsleið ykkar og
mun ég hafa auga með þeim í
framtíðinni ásamt því að passa vel
upp á stóru systur. Við höfum allt-
af verið mjög náin sem fjölskylda
alveg frá því við kynntumst. Þú
varst mér eins og stóri bróðir,
varst alltaf með puttana í öllu og
vildir fá að fylgjast með og varst
mér alltaf innan handar ef það var
eitthvað. Það var alltaf stutt í
húmorinn hjá þér og ég verð að
viðurkenna að þú gerðir mig
stundum brjálaða enda notfærð-
irðu þér um leið og þú vissir á
hvaða punkta þú áttir að ýta hjá
mér, en það risti nú aldrei djúpt.
Þú hafðir mikla ástríðu fyrir því
sem þú varst að gera og ef þú tókst
eitthvað að þér eða byrjaðir á ein-
hverju þá var það aldrei hálfklárað.
Lög og reglugerðir heilluðu þig
alltaf og þú hefðir verið kandítat í
góðan lögmann. Þú varst ávallt svo
úrræðagóður, náðir að einfalda
flókna hluti á stuttum tíma. Ég
fékk þau forréttindi að hafa þig
bæði sem yfirmann og aðstoðar-
þjálfara í fótboltanum. Sem yfir-
maður varstu alltaf svo sanngjarn,
réttsýnn og það var ákaflega gott
að leita til þín bæði í vinnu og einka-
lífi. Þú hafðir auðvitað fáránlega
mikið vit á fótbolta og oft spjölluð-
um við vel og lengi um það. Það var
líka gaman að fá að hlaupa með þér
og einn daginn skruppum við út á
joggið á aðfangadagsmorgun, mér
fannst það alltaf voða kósí en ennþá
skemmtilegra þegar við hlupum
hálfmaraþon árið 2009 saman í
fyrsta skiptið. Við byrjuðum á sama
hlaupahraða og þú spurðir mig
hvort tempóið væri ekki í lagi, sem
var nokkuð hratt en ég var „ókei“
með það. Þú hvattir mig áfram,
þangað til við vorum tæplega hálfn-
uð að þá þurfti ég aðeins að draga
úr hraðanum til að endast hlaupið
og þar með kvöddumst við og þú
beiðst eftir mér við endalínuna með
bros á vör, og þannig kvaddi ég þig,
elsku Villi minn, frá þessum heimi,
með brosi. Þú náðir að ljóma upp á
lokasprettinum og gefa börnum og
konu þinni þína síðustu orkudropa
áður en kallið kom.
Þú varst svo góður og yndislegur
maður og varst alltaf tilbúinn að
stökkva til ef eitthvað bjátaði á. Þú
varst sannur vinur vina þinna og
fjölskyldu. Þú varst mörgum svo
mikil fyrirmynd og æðruleysi þitt í
þessari baráttu var aðdáunarvert.
Ég sakna þín ótrúlega mikið og ég
mun alltaf elska þig, Villi minn. Hef
þín einkunnarorð að leiðarljósi,
„don‘t worry, be happy“.
Þín mágkona og „litla systir“,
Guðný.
Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
Hann, sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér;
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.
Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.
(Sigurbjörn Einarsson)
Elsku frændi, takk fyrir sam-
veruna.
Vala Björk, Heiðar Smári,
Andri Páll og María Ósk
Birgisbörn.
Elsku frændi.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
Vilhjálmur
Óli Valsson
✝ Helga Axels-dóttir (Lilla)
fæddist á Læk,
Skagaströnd, hinn
22. júlí 1930. Hún
lést 6. apríl 2013 á
Landspítalanum í
Fossvogi.
Foreldrar hennar
voru Jóhanna Lár-
usdóttur, fædd
1908, dáin 1980, og
Axel Helgason,
fæddur 1896, dáinn 1971.
Systkini Helgu voru sjö sem
komust á legg, Ingibjörg Ax-
elma, f. 1931, d. 2007, Rúdólf
Þór, f. 1936, Þorvaldur Birgir, f.
1938, d. 1997, Ævar, f. 1943,
Magdalena, f. 1946, Ester, f.
1948, Brynja, f. 1950.
Helga giftist Birni A. Bjarna-
syni skipstjóra hinn 14. janúar
1951 í Neskaupstað. Björn var
fæddur í Neskaupstað 21. ágúst
1929, hann lést 8. desember 2002.
Börn þeirra eru Drífa, f. 1950,
maki er Ingimundur Þ. Guðna-
son, þau eiga fjögur börn og 12
barnabörn, Dröfn f. 1951, maki
er Árni Árnason, þau eiga þrjár
dætur og fjögur barnabörn,
Helga, f. 1952, hún
á þrjú börn og þrjú
barnabörn, Axel Jó-
hann, f. 1962, sam-
býliskona hans er
Sonja Elan, hann á
fimm börn.
Helga ólst upp á
Skagaströnd. Hún
flutti með Birni til
Neskaupstaðar
1950 og þaðan
fluttu þau í Kópa-
vog þar sem þau voru í nokkur ár
þar til þau gerðu sér heimili í
Keflavík frá 1958.
Árið 1969 fluttu þau hjónin til
Singapúr vegna vinnu Björns
fyrir Sameinuðu þjóðirnar og
eyddu næstu 20 árum í ýmsum
löndum Asíu og í Róm.
Eftir heimkomuna bjuggu þau
síðast í Funalind 13 og Helga síð-
asta eina og hálfa árið á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Helga vann í nokkur ár í fata-
verslun hersins á Keflavíkur-
flugvelli en starfaði lengst af sem
húsmóðir.
Helga verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag, 12. apríl
2013.
Elsku amma. Við kveðjum þig
nú en geymum hjá okkur minn-
inguna um ykkur afa. Hvíldu í
friði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Birgitta,
Rebekka
og Helena.
Helga Axelsdóttir