Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 ✝ Ágústa Jó-hannsdóttir fæddist 10. desem- ber 1922 í Fagurlyst í Vestmannaeyjum. Hún andaðist að morgni páskadags 31. mars 2013 á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Foreldrar Ág- ústu voru Jóhann Þ. Jósefsson, f. 17. júní 1886, d. 15. maí 1961, kaupmaður og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, alþingismaður og ráðherra, og k.h. Magnea Dagmar Þórð- ardóttir, f. 10. október 1901, d. 2. júlí 1990, húsfreyja. Systkini Ágústu voru Unnur, f. 27.6. 1911, d. 4.11. 1931 (hálf- systir samfeðra, móðir hennar var Ingveldur Jónsdóttir frá Hof- akri); Svana Guðrún, f. 20.2. 1921, d. 12.11. 1992, var búsett í Bandaríkjunum, gift Roger B. Hodgson, verkfræðingi, áður Sturlaugi Böðvarssyni, útgerð- dóttir, guðfræðingur BA, og eru börn þeirra Þórhildur Katrín, f. 5.1. 2007, og Dögg, f. 28.4. 2012, Pálsdætur; Örn, f. 7.8. 1956, flug- maður, kvæntur Guðrúnu Þóru Magnúsdóttur verslunarmanni og eru synir þeirra Ólafur Örn, f. 13.7. 1976, og Magnús Gísli, f. 10.12. 1980. Ágústa ólst upp á æskuheimili sínu í Vestmannaeyjum til tólf ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur með foreldrum sín- um. Hún gekk í Húsmæðraskól- ann og stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu dr. Victors Ur- bancic. Hún stundaði nám í tungumálum og bókmenntum við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) 1944-46 og lauk prófi frá Leiðsögumannaskólanum 1975. Hún stundaði um árabil versl- unarstörf í ferðamannaversl- unum í Reykjavík. Hún rak um skeið heimagistingu fyrir er- lenda ferðamenn. Ágústa var virkur þátttakandi í starfi kven- félagsins Hringsins um áratuga- skeið og beitti sér í fjársöfnunum til Barnaspítala Hringsins. Útför Ágústu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 12. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. armanni á Akra- nesi; Ólafur, f. 20.9. 1928, d. 31.1. 1951, flugstjóri, kvæntur Ellen Sigurð- ardóttur Waage. Ágústa giftist 23.11. 1946 Ísleifi A. Pálssyni, f. 27.2. 1922, d. 14.12. 1996, skrifstofustjóra Skreiðarsamlagsins og síðar fram- kvæmdastjóra eigin fyrirtækis. Hann var sonur Páls Oddgeirs- sonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, og k.h. Matthildar Ísleifsdóttur húsmóður. Ágústa og Ísleifur slitu samvistir. Synir Ágústu og Ísleifs eru Jóhann, f. 12.3. 1947, bankamaður í Dan- mörku og hér á landi; Ólafur, f. 10.2. 1955, hagfræðingur og lekt- or við Háskólann í Reykjavík, var kvæntur Dögg Pálsdóttur lög- fræðingi og er sonur þeirra Páll Ágúst, f. 26.2. 1983, lögfræð- ingur og guðfræðingur, eig- inkona hans er Karen Lind Ólafs- Móðir mín, Ágústa Jóhanns- dóttir, rifjaði gjarnan upp menn- ingarbrag og glaðværð á æsku- heimilinu í Fagurlyst í Vestmannaeyjum. Hún minntist oft atlætis sem hún naut af hendi foreldra sinna, Magneu Dagmarar Þórðardóttur og Jóhanns Þ. Jós- efssonar, kaupmanns og útgerðar- manns, alþingismanns og ráð- herra. Systkina sinna, Unnar og Ólafs, sem féllu ung frá minntist hún fagurlega, og átti kærleiksríkt sambandi við Svönu systur sína. Hún átti djúpar rætur í Vest- mannaeyjum, enda verður ætt hennar þar rakin svo langt sem kirkjubækur ná. Fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur 1935. Hún gekk í Tónlistar- skólann og þegar hún gekkst und- ir próf lék hún 1. kaflann í Tunglskinssónötu Beethovens. Þegar mamma hafði lokið leik sín- um sagði dr. Urbancic við Björn Ólafsson prófdómara: „Spilar hún ekki eins og virtúós?“ „Þetta er mesta hrós sem ég hef fengið um ævina frá óskyldum,“ sagði hún. Tunglskinssónatan fylgdi henni til æviloka. Aldrei hefur mér þótt hún fegurri en í hinni djúphugsuðu og innilegu túlkun hennar. Móðir mín mundi eftir sér á Al- þingishátíðinni á Þingvöllum 1930 og tók þátt í lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944. Oft lýsti hún fögnuðinum sem gagntók hana og sterkri frelsiskennd við stofnun lýðveldisins. Sama ár sigldi hún á Goðafossi ásamt vinkonum sínum til náms vestur um haf, fyrst til Skotlands, þaðan til New York með skipalest. Þaðan fóru þær með járnbrautar- lest yfir Bandaríkin þver og endi- löng til Los Angeles. Móðir mín stundaði þar næstu misserin nám við Kaliforníuháskóla, UCLA, í tungumálum og bókmenntum. Heimförin haustið 1946 varð sögu- leg með fyrsta áætlunarflugi Loft- leiða þaðan með Heklunni. Heim kom hún trúlofuð föður okkar bræðra, Ísleifi A. Pálssyni, skólabróður sínum frá Vest- mannaeyjum, sem líka hafði stundað háskólanám í Bandaríkj- unum á stríðsárunum, í viðskipta- fræðum í Trenton í New Jersey og giftist honum um haustið. Þau þóttu einstaklega glæsilegt par. Hún var hneigð fyrir listir og hafði unun af klassískri tónlist. Shakespeare var hennar eftirlæti og dálæti hafði hún á George Bernard Shaw. Ágústa Jóhannsdóttir var sjálf- stæð og víðsýn eins og gjarnan einkennir fólk sem ferðast hefur um heiminn eins og hún fékk tæki- færi til á ungum aldri. Hún var glaðsinna og skemmtileg, hafsjór af fróðleik. Hún var ávallt ungleg og fáguð. Fegurð hennar og glæsi- leiki vakti aðdáun hvar sem hún fór. Eftir skilnað átti hún góðan vin í Einari Markússyni píanóleik- ara og kunni að meta listfengi hans og glaðlyndi. „Hver gæti tekið frá þér móður þína? Hvernig gæti móðir þín farið burt frá þér? Hún er meira að segja því nær þér sem þú verður eldri og lengra síðan hún dó“. Já, svona má spyrja og svara eins og séra Jón gerir í Kristnihaldinu. Hún lést á Grund að morgni páskadags. Virðing, hlýja og um- hyggja hjúkrunarfólks einkenndu stundina. Geislar páskasólarinnar féllu inn um gluggann. Af móður minni lærði ég að ekk- ert afl er móðurástinni yfirsterk- ara. Fyrir hönd okkar bræðra bið ég Guð blessa minningu hennar. Ólafur Ísleifsson. Strax í upphafi skólagöngu kynntist ég félögum sem hafa fylgt mér æ síðan og í gegnum þá kynntist ég fjölskyldum þeirra, margbreytilegum og sem urðu hluti minnar tilveru og auðguðu hana. Þannig kynntist ég frú Ágústu Jóhannsdóttur, móður Ólafs Ísleifssonar, sem ég vil minnast nú. Við Ólafur vorum ekki einungis bekkjarbræður, það var einnig stutt á milli heimila okkar. Frá stofugluggum og svölum gat ég séð yfir til íbúðar fjölskyldunn- ar að Kvisthaga 4 og til herberg- isglugga Ólafs vinar míns. Hjá Ágústu og Magneu móður hennar fann ég að reisn og stolt þurftu ekki að vera andstæður hlýju og væntumþykju. Í öll þau skipti sem ég kom inn á heimili Ágústu fann ég aldrei annað en hlýju, ég var ætíð velkominn. Á heimilinu var engin lognmolla, enda þrír táp- miklir synir, auk Ólafs voru þar þeir Örn og Jóhann. Þetta fallega heimili var aldrei of fínt fyrir það sem okkur datt í hug að bralla, hvort sem það væru til dæmis venjulegar smíðar eða ætti að vera eitthvað háfleygara. Við smíði flugdreka á þessum aldri skiptir smíðin sjálf (með mjólk og kexkök- um Ágústu) meira máli en hvort hann geti á endanum flogið. Ég varð snemma var við að Ágústa hafði yndi af tónlist og að hún hafði lært að spila á píanó. Á heimilinu var fallegur svartur flygill. En ég kynntist strax því að hann var ekki bara stofustáss, hann var notaður. Árin liðu, Ólafur flutti að heim- an og ég hætti því að vera fasta- gestur á heimili Ágústu. En tengsl Ólafs við móður sína voru ætíð ná- in og hlý, því hitti ég Ágústu reglu- lega við ýmis tækifæri og þess í milli spurðum við fregna hvort af öðru allt til hinstu stundar. Hún fylgdist þannig með af áhuga þeg- ar ég eignaðist fjölskyldu og með uppvexti minna barna. Ein síðasta minning mín um Ágústu er úr brúðkaupi sonarson- ar hennar, Páls Ágústs, þann 19. október 2011. Þegar nokkuð var liðið á veisluna settist hún við pí- anó sem var í salnum og spilaði Tunglskinssónötuna. Það sló þögn á þá sem voru nærri og fólk hlust- aði á fallegan leik hennar, hún hafði greinilega ekki gleymt því verki sem hún þurfti að glíma við til prófs. Það var fallegt af henni að gefa okkur sem gátum notið þessa flutnings, þessa fögru minn- ingu um hana í lok langrar og far- sællar ævi. Ég flyt Ólafi og bræðr- um hans, fjölskyldum þeirra og afkomendum innilegar samúðar- kveðjur okkar Piretar og barna. Megi guð blessa minningu Ágústu Jóhannsdóttur. Sigurður Emil Pálsson. Minning Ágústu Jóhannsdótt- ur er sveipuð glaðværð og fáguð- um þokka sem einkenndi hana alla tíð, allt frá því ég kom fyrst á ung- lingsaldri á glæsilegt heimili hennar og sona hennar við Kvist- hagann í Reykjavík og þar til við hjónin hittum hana síðast í níræð- isafmæli hennar á heimili Ólafs sonar hennar á aðventunni. Hún bar sig vel eins og jafnan áður, lék á píanóið og naut stundarinnar. Ágústa var af sterkum stofn- um, fædd í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Jóhanns Þ. Jós- epssonar, athafnamanns í Eyjum, síðar alþingismanns og ráðherra, og konu hans Magneu Þórðardótt- ur. Hún flutti ung með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavík- ur og ólst upp á heimili þeirra við Bergstaðastrætið. Uppvaxtarárin þar mörkuðu áhuga hennar á þjóðmálum. Hún fylgdist af áhuga með umræðu dagsins og hafði skýra afstöðu til þjóðfélagsmála. Hún var ekki stóryrt en kom sjón- armiðum sínum skýrt á framfæri. Ágústa sótti á stríðsárunum nám vestur um haf, lagði stund á bókmenntir og píanóleik. Námið og dvölin vestanhafs var henni augljóslega dýrmæt reynsla sem léði henni víðsýni og dýpkaði skilning á viðfangsefnum samtím- ans. Hún var listræn og hafði yf- irbragð og viðhorf heimsborgar- ans. Það var líflegt að ræða við hana um stjórnmálin, ekki síst sem ungur maður því hún og móð- ir hennar áttu það sammerkt að taka okkur vel, félögum sona hennar, og ræða við okkur sem jafningja. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt enda sjónarhorn- ið vítt hjá þeim mæðgum og mótað af langri þátttöku í þjóðmálaum- ræðu á heimavelli. Það var náið með þeim mæðg- um Ágústu og frú Magneu og samband þeirra bæði farsælt og traust. Ágústa var móður sinni stoð á efri árum, sinnti henni af al- úð og umhyggju og gerði henni fært að búa á eigin heimili alla tíð. Ágústa varð sömu gæfu aðnjót- andi, var heilsuhraust og glað- sinna og bjó á sínu heimili allt til enda, síðustu árin með dyggri að- stoð sona sinna og sonarsonar. Það var alltaf gaman að hitta Ágústu og þrátt fyrir hækkandi aldur bar hún alltaf með sér fersk- an blæ glaðlyndis og jafnlyndis. Það var ekki margt sem haggaði henni. Hún var jákvæð að eðlisfari og umkvartanir fjarlægar. Og líkt og gerðist með þorra kvenna af hennar kynslóð var stóra hlut- verkið að ala upp næstu kynslóð og sjá til með þeirri sem á undan fór. Hvort tveggja fórst henni vel úr hendi. Hún skilur eftir sig góð- ar minningar um glæsta konu sem synir hennar og sonarsynir mega vera stoltir af. Þórarinn V. Þórarinsson. Látin er í Reykjavík, á nítug- asta og fyrsta aldursári, fyrrver- andi tengdamóðir mín, Ágústa Jó- hannsdóttir. Frá fyrsta degi tók hún mér opnum örmum. Hún var mér alla tíð elskuleg, umhyggju- söm og góð. Hún gagnrýndi aldr- ei, hrósaði alltaf og milli okkar féllu aldrei styggðaryrði. Hún var sonarsonunum ástrík amma. Hún fagnaði langömmustelpunum, sem voru í senn fyrstu langömmu- börnin hennar og fyrstu stelpurn- ar í afkomendahópnum frá því að hún sjálf fæddist. Þannig urðu rétt níutíu ár milli kvenna í hennar ættlegg. Það fannst henni merki- legt. Á kveðjustund streyma fram ótal minningar, allar góðar, um samverustundir, heima og að heiman. Heimsókn Ágústu til okk- ar í London 1980. Heimsókn hennar til okkar í Washington DC haustið 1986. Þá ókum við tengda- mæðgurnar saman til Cape Cod og heimsóttum Svönu systur hennar. Ferðalag til Danmerkur á tíunda áratug síðustu aldar. Kaupmannahöfn þekkti hún vel, hafði margoft komið þangað frá því að hún var ung stelpa. Ferðir til Þingvalla, en þangað þótti henni ætíð gott að koma. Ótal heimsóknir til hennar, fyrst á Meistaravellina, síðan á Mela- brautina. Umræður um hvað sem var, ekki síst pólitík, sem hún hafði alltaf brennandi áhuga á, enda var faðir hennar einn stofn- enda Sjálfstæðisflokksins. Hlusta á hana töfra fram á flyglinum ynd- isleg tónverk sem hún spilaði svo listilega vel. Ágústa var óvenjulega falleg kona og hafði bjarta, fallega og unglega rödd. Hún var grannvax- in og lagði metnað sinn í að klæð- ast smekklegum og vönduðum fatnaði. Hún tilheyrði þeirri kyn- slóð kvenna sem fóru í hárlagn- ingu í viku hverri og þeim sið hélt hún þó aldurinn færðist yfir. Það kom ekki til greina að fara úr húsi öðruvísi en vel tilhöfð. Ágústa rifjaði oft upp bernsku sína og æsku. Árin í Vestmanna- eyjum voru í huga hennar umvafin sólskini og góðum minningum. Systkinin voru henni hjartfólgin og systkinahópurinn náinn. Ágústa dró aldrei dul á það hversu þungbært og erfitt það var henni að missa tvö systkini, sem bæði dóu alltof ung. Ágústu verður ekki minnst öðruvísi en að nefna móður henn- ar, Magneu. Milli þeirra mæðgna var einstakt og náið samband. Án stuðnings Ágústu hefði Magneu aldrei auðnast að búa til hinsta dags sjálfstæðu lífi á eigin heimili. Þær voru glæsilegar mæðgur og smekklegar svo eftir var tekið. Raunar svo mjög að Þjóðminja- safn Íslands sýndi á síðasta ári fjölda kjóla úr eigu Magneu, sem Ágústa hafði fært safninu að gjöf. Margir voru sérsaumaðir en nokkra hafði Ágústa keypt fyrir móður sína. Að leiðarlokum þakka ég Ágústu áratuga vináttu og tryggð um leið og ég flyt sonum hennar og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ágústu Jó- hannsdóttur. Dögg Pálsdóttir. Ágústa Jóhannsdóttir unda tuginn breyttist fátt í hátt- um hans: hann kom til fræði- starfa á hverjum degi allt fram um nírætt og skemmti okkur með frásagnarlist sinni í kaffi- tímum. Ellin fór um hann mjúk- um höndum, hún leysti smám saman upp litina í andliti hans og hárið gráa varð að lokum alveg hvítt. Röddin varð sprakari svo maður þurfti stundum að halla sér að honum til þess að rúsínan í pylsuenda sagnanna færi ekki fram hjá manni. Nú verða þær sögur ekki fleiri. Með handa- verkum sínum á löngum og far- sælum starfsferli stuðlaði Ólafur hins vegar að því að mörg forn- sagan lifir nú betra lífi en áður. Fyrir það skal þakkað um leið og lærimeistara og samstarfsmanns er minnst með söknuði. Svanhildur Óskarsdóttir. Ólafur Halldórsson átti mik- inn frændgarð í Flóanum. Það er svipmikið fólk og góðlegt, minn- ugt og greint, verkmenn miklir, jafnvel kraftajötnar, lætur lítið yfir sér en gætt kímnigáfu. Ekki lá það beint við að unglingar af þeim slóðum gengju menntaveg- inn í æsku Ólafs, enda fór hann þroskaður á Laugarvatn, Akur- eyri og í Háskóla Íslands, en endaði í þjálfun við rannsóknir og útgáfu handrita hjá Jóni Helgasyni í Kaupmannahöfn, meðfram lektorsstarfi. Þaðan kom Ólafur rösklega fertugur til starfa á Handritastofnun Íslands og síðan Árnastofnun, en átti þá framundan hálfrar aldar iðju- sama og frjóa starfsævi. Læri- meistari hans, Jón Helgason, sagði eitt sinn að gefnu tilefni við þann sem þetta ritar: „Ég hef aldrei vitað til að þeim mönnum gangi betur sem flýta sér.“ Ólaf- ur hefur ekki þurft á slíkri áminningu meistarans að halda. Hann flýtti sér ekki né stytti sér leið í rannsóknum. Þegar litið er yfir ritaskrá Ólafs, vekur athygli að fræðirit hans byrjuðu tiltölulega seint að birtast, en sívaxandi skriður var á útgáfustarfi hans fram yfir átt- rætt og með ólíkindum hve mikil og vönduð verk hann birti áður en yfir lauk. Of langt yrði að telja það fram, en ekki er hægt annað en nefna þrjár ólíkar út- gáfur Færeyinga sögu (1967, 1987 og 2006), hver þeirra ger- semi á sinn hátt, og stórvirkið, útgáfu Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu í þremur bindum (1960, 1961 og 2000), sem hann fylgdi eftir hálfníræður með Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk. Rannsóknir Ólafs á heimildum um Grænlendinga hina fornu, sem birtust í dokt- orsriti hans 1978, mörkuðu tíma- mót á sínu sviði. Miklu fleira gaf Ólafur út en hér megi telja, t.d. merka rannsókn á kvæðahand- ritum Jónasar Hallgrímssonar sem birtist með ljósprenti þeirra árið 1965. Upptalning á bókarheitum nær skammt til að gera grein fyrir ævistarfi Ólafs Halldórs- sonar. Sem fræðimaður var hann skarpskyggn og hafði yndi af að velta fyrir sér flóknum vanda- málum og benda á lausnir. Á það reynir oft í textafræðinni. Ólafur hafði góða söngrödd, næmt tón- eyra og yndi af tónlist. Skáld- mæltur var hann og unni góðum bókmenntum, ekki síður nýjum en fornum. Það bar ávöxt í út- gáfustörfunum. Ólafur hafði reyndar líka meiri áhuga og skilning á verklegum og tækni- legum úrlausnarefnum en marg- ir starfsbræður hans. Ólafi Halldórssyni kynntist ég sem styrkþegi á Handritastofn- un fyrir hálfri öld, og leiðir okkar lágu oft saman síðan. Þau ár sem ég var forstöðumaður Árnastofn- unar frá 1999-2009 hafði hann löngu látið af störfum að nafninu til, en kom þó til vinnu hvern virkan dag, vann að rannsóknum og spjallaði við fólk, virtur og elskaður af öllum. Hann var æv- inlega sjálfum sér líkur, óáleitinn en hjálpfús og glaðvær, þegar hann var ekki niðursokkinn í verk sín. Fróðleikur hans um ís- lensk handrit og skrifara var óþrjótandi brunnur sem hann var ónískur að veita öðrum af. Annar sjóður í fórum Ólafs voru glettnar sögur af fólki og við- burðum á fyrri tíð. Blessuð sé minning hans. Vésteinn Ólason. Ólafur Halldórsson lét af emb- ætti við Stofnun Árna Magnús- sonar á Íslandi vorið 1990. Hann hélt þó tryggð við vísindin. Hann átti sér á Stofnuninni ákveðinn krók og kom akandi á hverjum degi, hóf störf kl. 10 á hverjum morgni og hætti um kl. 16, því að eftir það var umferð til Hafn- arfjarðar, þar sem hann átti heima tekin að þyngjast. Þessu hélt hann áfram allt til ársloka 2012. Nú á útmánuðunum kom hann einu sinni á Árnastofnun, þá í fylgd með sonarsyni sínum, því að honum hafði verið ráðlagt að aka ekki sjálfur. Hann tók til í krók sínum og settist síðan með okkur gömlu félögunum og drakk með okkur kaffi og með var örlítil brjóstbirta. Þá rann það upp fyrir okkur að hann var kominn til að kveðja. Hann var að vísu í essinu sínu, gamli tím- inn í Höfn sótti hann heim og sögur af Birni Karel Þórólfssyni og Þorsteini Björnssyni úr Bæn- um runnu upp úr honum í bland við nokkrar Flóamannasögur, en á þeim var aldrei þurrð. Með Ólafi Halldórssyni er genginn einn sá besti og vand- virkasti textafræðingur sem fengist hefur við íslensk fræði hér á landi og erlendis í meira en sjö áratugi. Ólafur sigldi síðan til Hafnar 1952, þar sem hann komst í hendur Jóns Helgasonar og nam af honum allt það sem góðan textafræðing má prýða: vandvirkni, nákvæmni og virð- ingu fyrir verkum liðinna kyn- slóða. Mér er minnisstætt að Ólafur sagði mér eitt sinni er hann minntist Hafnarveru sinn- ar að hann hitti Jón að máli og kvaðst vilja gefa út Færeyinga sögu. Jón tók honum vel en bætti við: „Þá verðurðu að gefa fyrst út Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu.“ Það varð síðan verkefni Ólafs næstu áratugi að kalla má, fyrsta bindi sögunnar kom út 1958, annað bindi 1961 og þriðja bindi ekki fyrr en árið 2000. Rannsóknir Ólafs beindust að- allega að konunga sögum. Út- gáfa hans á Ólafs sögu Tryggva- sonar er stórvirki sem því miður er lítið þekkt hér á landi. Ólafur var annars alls staðar jafnvel heima í íslenskum bókmenntum fyrri alda; hann gat komið flóknu viðfangsefni vel skila hvort sem það var Færeyinga saga, vísur í Egils sögu eða skýringar við bréf Fjölnismanna. Ég kynntist Ólafi snemma á 8. áratug síðustu aldar. Hann var mjög reglusamur í öllum sínum háttum, handlaginn mjög og hagmæltur vel og hafði á yngri árum drabbað í skáldskap sem hann tók reyndar upp, þegar aldurinn færðist yfir. Hann var afburða sögumaður. Því miður vildi hann ekki að sögur hans úr Flóanum yrðu teknar upp á band. Hann bar því við að bræð- ur hans segðu þær betur. Ólafur stundaði lítið kennslustörf eftir að hann kom til Íslands, en hann leiðbeindi okkur önnungunum af nærgætni og í athugasemdum hans var stundum svolítil grág- lettni sem birtist einnig í þeim þjóðsögum sem hann skráði og úrval er af í ritgerðasafni hans, Grettisfærslu. Ég man vel þegar hann skrifaði inn í handrit af grein sem ég hafði samið: „Hvað er Finnur Jónsson að gera hér?“ En honum sjálfum er einna best lýst í orðum sem hann hafði sjálfur yfir þegar lokið var við langt og erfitt verkefni: „Það tekur aldrei of langan tíma að gera hlutina vel.“ Sverrir Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.