Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013
GALLABUXUR FYR IR
ALLAR KONUR
MIK I L TEYGJA OG
GÓÐ SN IÐ
EIKJUVOGUR 29 - 104 RVK. - S:694-7911
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þ
að er gaman að hitta
fimm nemendur í stíl-
istafræðum sem hafa
jafn ólíkan stíl og þeir
eru margir. Enda sam-
mælist hópurinn um að Íslendingar
séu að verða æ óhræddari við að
klæða sig eftir því hvað hverjum og
einum finnst flott. Hópurinn stund-
ar námskeið í svokölluðu Stílista
academy innan Fashion Academy
Reykjavík skólans. Námið er tíu
vikur og keppast nemendur nú við
að undirbúa tískusýningu sem er
lokaverkefni þeirra í námskeiðinu.
Skapar tengslanet
Yngsti nemandinn í hópnum er
enn í grunnskóla og sá elsti rétt
rúmlega þrítugur. En öll eiga þau
sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á
öllu því sem viðkemur tískuheim-
inum. Á námskeiðinu er lögð rík
áhersla á samvinnu milli deilda og
að nemendur vinni að raunveruleg-
um og lifandi verkefnum. Þannig fá
þeir nasaþefinn af því að vinna sem
stílistar. En með samvinnu stílista-,
ljósmyndara- og förðunarfræðinema
skapast einnig tengslanet sem nem-
endur geta nýtt sér að námi loknu.
Nemendur læra m.a. tískusögu
þar sem farið er yfir helstu tískuein-
kenni síðastliðna áratugi og verkefni
unnið í kringum það.
„Það er mjög skemmtilegt að
þekkja um leið tískuna t.d. þegar
maður horfir á bíómyndir. Ég var
t.d. að horfa á Gangster Squad um
daginn og þekkti þar um leið
tískuna frá sjötta áratugnum. Eins
er gaman að sjá hvað tískan kemur
alltaf aftur eins og t.d. legghlífarnar
og skæru litirnir núna fyrir sumarið,
“ segir Sigurbjörg.
Einnig er nemendum kennt að
stílisera útlit eftir vaxtarlagi fólks
og þeim litum sem þeim henta best.
„Fiona Mary Cribben, sem er
kennari í hönnunar- og arkitekt-
úrdeild Listaháskóla Íslands, var
gestakennari í þessum áfanga. Hún
kenndi okkur t.d. hvernig mætti út-
færa einfalda skyrtu á tvo ólíka
vegu sem var mjög skemmtilegt og
kom flott út,“ segir Anna.
„Það var líka gaman að heyra
frá henni hvað hún hefur verið að
gera og hvað tískan er vítt svið. Hún
hefur t.d. hannað föt fyrir tölvu-
leiki,“ segir Sigurbjörg og Anna
Dóra segir að fólk tengi ekki endi-
lega stílista við slíkt en starfið geti
t.d. snúist að því að stílisera persón-
ur í bíómyndum og auglýsingum.
Starfa sjálfstætt
Kennsla fer fram einu sinni í
viku en stærstur hluti námsins fer
þess á milli fram utan skólans og
þurfa nemendur því að starfa mjög
sjálfstætt og skipuleggja sig sjálfir.
Ferskir stílistar
framtíðarinnar
Innan Fashion Academy Reykjavíkur er starfandi námsbraut fyrir stílista. Sjö
nemendur stunda þar nám eins og stendur og vinna nú hörðum höndum að út-
skriftarsýningu sinni. Þema sýningarinnar er „street style“ í bland við skæra liti
og sjá nemendur um alla skipulagningu sýningarinnar frá a til ö.
Morgunblaðið/Ómar
Sýning Að mörgu er að hyggja, m.a. að velja fatnað á fyrirsæturnar.
Á fésbókarsíðu menningarhússins
Sláturhússins á Egilsstöðum er hægt
að fylgjast með öllu sem þar fer fram.
Á morgun laugardag hefst þar stutt-
myndahátiðin Andrá og verður hún í
heila viku, 12.-19. apríl. Stutt-
myndaveislu þessarar bjóða vinir
Andra Ingvarssonar til, en hann er
ungur kvikmyndagerðarmaður sem í
átta ár hefur háð baráttu við krabba-
mein. Með aðstoð skólafélaga hans
úr Kvikmyndaskóla Íslands, í sam-
starfi við Sláturhúsið og Héraðs-
prent, er kvikmyndaveislan haldin, til
styrktar Andra. Sjá dagskrá á síðu.
Vefsíðan www.facebook.com/SlaturhusidMenningarhus
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvikmyndagerð Er skemmtileg listgrein og heillar margt ungt fólk.
Stuttmyndaveisla fyrir Andra
Hljómsveitin The Saints of Boogie
Street spilar á Græna hattinum Akur-
eyri í kvöld. Hljómsveitin verður einn-
ig á flakki um landið í sumar til að
gleðja landann. The Saints of Boogie
Street er „tribute“-hljómsveit sem
sérhæfir sig í lögum eftir Leonard
Cohen. Gaf hljómsveitin út geisladisk
síðasta vor með lögum meistarans.
Meistarinn sjálfur Leonard Cohen
setti sig í samband við hljómsveitina
stuttu eftir útgáfu disksins þar sem
hann lýsti yfir ánægju með fallegar
útsetningar.
Endilega …
… farið á Græna hattinn í kvöld
The Saints of Boogie Street.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Gróttudagurinn, árlegur fjölskyldudagur í Gróttu, verður
haldinn á morgun, laugardaginn 13. apríl, klukkan 13-15.
Dagskráin hefst með smiðju í Fræðasetrinu, sem lista-
maðurinn Ásdís Kalman stýrir. Smiðjan ber yfirskriftina
„Gerðu þinn eigin Gróttuvita“ og eru fjölskyldur hvattar
til að taka þátt í henni saman. Tilvalið er að mæta aðeins
fyrir klukkan 13 og byrja á að príla upp í vitann, skyggnast
yfir og setja sig í spor vitavarðanna. Í Fræðasetrinu verður
varpað ljósi á fyrsta vitavörð Gróttu, Þorvarð Einarsson,
en 150 ár eru liðin frá fæðingu hans. Þá munu léttir og lif-
andi djasstónar taka á móti Gróttugestum þegar þeir
ganga út í eyju, en á leiðinni er tilvalið að safna gersemum
úr fjörunni; skeljum, kuðungum, kröbbum og fleiru, sem
hægt verður að rannsaka með líffræðinemum úr HÍ í sér-
stöku rannsóknarsetri. Enginn ætti að verða svangur því
Sóroptimistaklúbbur Seltirninga selur gómsætt vöfflu-
kaffi en ágóðinn rennur til góðgerðarmála, einnig verða
félagar úr Rótarý á staðnum og bjóða börnum upp á góð-
gæti og segja fróðleiksþyrstum gestum frá uppbyggingu
bryggjunnar í Gróttu sem nú er í fullum gangi.
Frekari upplýsingar um dagskrá fjölskyldudagsins má
nálgast á www.seltjarnarnes.is.
Gróttudagurinn
Fræðsla og fjör fyrir
alla fjölskylduna
Fjöruferð Á Gróttu er margt um að vera fyrir yngstu kyn-
slóðina og foreldrana líka. Gaman er að sulla í fjörunni.
Morgunblaðið/Ómar
Nemar Frá vinstri, Sigurbjörg, Anna Kvaran, Anna Dóra, Daníel Kristinn
og Emilía eru samnemendur með brennandi áhuga á tískuheiminum.