Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013
Frambjóðendur
ræðamálin
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
sitja fyrir svörum í Kópavogi.
Fundarstaður:Hlíðarsmári 19, Kópavogi
Fundartími: Laugardagur 13. apríl kl. 10:00 til 12:00
Framsögumenn eru Karen Elísabet Halldórsdóttir,
Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason.
Fundarefni: Skuldavandi heimilanna og lausnir XD.
Góðar veitingar í boði – Allir velkomnir.
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi NÁNARÁ 2013.XD.IS
Ágúst Ingi Jónsson
Erlingur Thoroddsen
„Það hefur verið mikið af stórum
þorski í vetur, ég hef ekki fengið þá
stærri á þessum slóðum,“ sagði Ön-
undur Kristjánsson, skipstjóri á Þor-
steini GK 15 frá Raufarhöfn, í samtali
í gær. „Við fengum til dæmis rosaleg-
an dusa í síðustu viku, stóran og
þungan, sem reyndist vera 41,5 kíló
blóðgaður.“ Um var að ræða 146
sentimetra hrygnu
og hrognasekk-
urinn einn og sér
vigtaði 8,5 kíló.
Undanfarið hafa
skipverjar á
Kristni ÞH 163
einnig fengið tölu-
vert af þorski sem
vegur yfir 40 kíló.
Ekki þarf nema 25
slíka í tonnið!
Önundur ætti að
hafa samanburðinn þegar hann talar
um óvenju stóran fisk því fyrr í vetur
varð hann áttræður og fyrst reri hann
til fiskjar frá Raufarhöfn fyrir 73 ár-
um, þá sjö ára gamall. Þorsteinn GK
er aldursforseti íslenskra fiskiskipa,
rúmlega 50 tonna eikarbátur, smíð-
aður 1946.
Bara skattarnir sem hækka
Aflabrögð hafa verið ágæt frá
Raufarhöfn undanfarið og Önundur
segir vertíðina hafa gengið þokkalega
í vetur. Þeir eru á netum og hafa yfir-
leitt verið með sex trossur. Aflinn yfir
daginn hefur gjarnan verið um fjögur
tonn. Hann segir að í nokkurn tíma
hafi verið leiðindaveltingur og veru-
lega slæmt í sjóinn á miðvikudaginn.
„Þetta er skárra í dag, hvað sem verð-
ur,“ sagði Önundur, en þeir voru þá að
veiðum norður úr Grenjanesi, austur
undir Langanesi.
Hann segist ekki eiga mikið eftir af
þorskkvótanum, en eitthvað af ufsa og
ýsu, sem vonandi verði hægt að skipta
fyrir þorsk. „Annars er kvótinn alltof
lítill og svo hefur verðið lækkað rosa-
lega síðan í fyrra. Það eru bara skatt-
arnir sem hækka,“ segir Önundur.
„Hef ekki fengið þá stærri“
Bátar frá Raufarhöfn hafa veitt mikið af stórum þorski að undanförnu
„Fengum rosalegan dusa í síðustu viku,“ segir Önundur á Þorsteini GK 15
Ljósmynd/Júlíus Bergsson
25 í tonnið Ríkharður Reynisson og félagar hans á
Kristni ÞH hafa fengið nokkra 40 kílóa þorska.
Önundur
Kristjánsson
Ljósmynd/Viðar Friðgeirsson
Golþorskur Einar Sigurðsson, gæðastjóri GPG á Raufar-
höfn, höndlar stórþorskinn sem reyndist vera 41,5 kíló.
Náttúrupassi til að fjármagna fram-
kvæmdir á ferðamannastöðum,
göngustíga- og útsýnispallagerð fari
á samgönguáætlun og brýnt er að
auka fjármagn til skipulagsmála
sveitarfélaga. Þetta eru ályktanir í
þremur liðum sem samþykktar voru
á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í
gær.
„Við viljum skoða möguleika á
náttúrupassa frekar en t.d. gisti-
náttaskatt sem nú er í gildi. Okkur
þykir eðlilegt að þeir borgi sem njóti.
Með þessum hætti yrði hægt að koma
betur til móts við sveitarfélögin sem
fá alls ekki nógu miklar tekjur af
ferðamannstöðum en þurfa samt sem
áður að standa straum af uppbygg-
ingu á svæðinu,“ segir Árni Gunn-
arsson, formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar, um ályktanir sem
samþykktar voru á fundinum.
Skortur á uppbyggingu
Fundarmenn voru á einu máli um,
að mikil fjölgun ferðamanna til lands-
ins kalli á endurskoðun innviða ferða-
þjónustunnar. Við blasi að náttúran,
sem er eitt helsta aðdráttarafl Ís-
lands, líði fyrir skort á uppbyggingu á
ferðamannastöðum.
Þá vilja samtökin að inn á sam-
gönguáætlun komi framkvæmdir við
göngustíga og útsýnispalla. „Núna
eru t.d. reiðhjólastígar og reiðvegir
inni á samgönguáætlun og því ættu
þessir vegir ekki að vera þar á sama
hátt?“ segir Árni og ítrekar að þess-
um ályktunum verði fylgt eftir.
thorunn@mbl.is
Þeir borgi
sem njóti
Náttúra Helsta aðdráttaraflið líður
fyrir skort á uppbyggingu.
Náttúrupassi
og útsýnispallar á
samgönguáætlun
Morgunblaðið/Kristinn
Anna Lilja Þórisdóttir
Skúli Hansen
Nýr samningur á milli Sjúkra-
trygginga Íslands og Tannlækna-
félags Íslands um tannlækningar
fyrir börn var kynntur og undirrit-
aður í velferðarráðuneytinu síðdeg-
is í gær.
Að sögn Kristínar Heimisdóttur,
formanns Tannlæknafélags Íslands,
er samningurinn í meginatriðum sá
hinn sami og þau drög sem mbl.is
greindi frá í lok síðasta mánaðar. Í
drögunum var meðal annars gert
ráð fyrir að samningurinn kæmi til
framkvæmda á næstu sex árum og
að loknum þeim tíma muni allir ár-
gangar barna til átján ára aldurs
njóta fullrar endurgreiðslu á tann-
læknaþjónustu að frádregnu komu-
gjaldi í samræmi við það fyrir-
komulag sem tíðkast annars staðar
á Norðurlöndum.
Börn fá heimilistannlækna
Í tilkynningu frá velferðarráðu-
neytinu segir að framvegis muni
börn hafa sinn eigin heimilistann-
lækni en hlutverk hans er meðal
annars það að boða börn í reglulegt
eftirlit, sjá um forvarnir og aðrar
nauðsynlegar tannlækningar þeirra.
„Þetta er gríðarleg breyting og
stórt skref í átt að bættri tann-
heilsu á Íslandi,“ sagði Kristín
Heimisdóttir, formaður Tannlækna-
félags Íslands, í samtali við mbl.is
um hálfþrjúleytið í gær, stuttu áður
en samningurinn var undirritaður.
Síðasti samningur á milli Tann-
læknafélags Íslands og Trygg-
ingastofnunar rann út fyrir 15 ár-
um, árið 1998, en síðan þá hafa
tannlæknar starfað að mestu án
samnings.
Í nóvember á síðasta ári lagði
Guðbjartur Hannesson velferð-
arráðherra til að tannlækningar
barna yrðu niðurgreiddar að fullu
og hlaut sú tillaga samþykki ríkis-
stjórnarinnar en í kjölfarið hófust
samningaviðræður Sjúkratrygginga
við Tannlæknafélag Íslands.
Sátt Guðlaug Björnsdóttir frá SÍ,
Guðbjartur Hannesson og Kristín
Heimisdóttir, formaður tannlækna.
Samið um tann-
lækningar barna
Öll börn munu
fá endurgreiðslur
Það kemur ekki á óvart að stór
þorskur veiðist á vertíðinni því
með minna veiðiálagi hefur tekist
að byggja þorskstofninn upp. Fisk-
urinn hefur í auknum mæli fengið
að vaxa og hlutdeild stórþorsks
hefur aukist eins og kom fram í
niðurstöðum vorralls Hafrann-
sóknastofnunar nýverið.
Veiðibann er í gildi á helstu
hrygningarstöðvum þorsks fyrir
Suður- og Vesturlandi, en fyrir um
hálfri öld var þorski mokað upp í
þorskanót á þeim slóðum á hrygn-
ingartímanum. Þá barst mikill afli
á land og risaþorskar, 20-30 kíló
að þyngd, voru algengir.
Lengsta þorsk sem veiðst hefur
hér við land og er skráður hjá Haf-
rannsóknastofnun veiddu skipverj-
ar á Hrafni GK í botnvörpu á
Reykjanesgrunni í mars 1998.
Hann mældist 186 sentimetra
langur og reyndist vera 17 ára
gamall, en ekki er getið um þyngd
hans í gögnum Hafrannsókna-
stofnunar.
Í bók Gunnars Jónssonar, Ís-
lenskir fiskar, frá árinu 1992, er
getið um 181 sentimetra þorsk
sem veiddist á línu í Miðnessjó í
apríl 1941 og í júnílok 1992 veidd-
ist 177 sm þorskur.
Sá lengsti af́ Íslandsmiðum 186 sentimetrar
HLUTDEILD STÓRÞORSKS HEFUR AUKIST