Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013
✝ Ólafur Hall-dórsson fædd-
ist þann 18. apríl
1920 í Króki, Gaul-
verjabæjarhreppi.
Hann lést þann 4.
apríl 2013 á deild
13E á Landspít-
alanum við Hring-
braut.
Foreldrar hans
voru Halldór
Bjarnason, f. 7.11.
1888, d. 1.11. 1988 og Lilja Ólafs-
dóttir, f. 27.8. 1892, d. 30.6. 1974.
Systkini Ólafs eru: 1)Stefán
Helgi, f. 1.4. 1917, d. 5.3. 1991,
kvæntur Kristensu Áslaugu
Georgsdóttur, f. 17.10. 1924. 2)
Bjarni, f. 14.8. 1918, d. 11.1.
2006, kvæntur Guðríði Bjarn-
heiði Ársælsdóttur, f. 17.2. 1923.
3) Ingibjörg, f. 29.7. 1922, gift
Benedikti Einarssyni, f. 17.9.
1932, d. 27.10.1993. 4) Guðfinna,
f. 8.3.1924, d. 22.1. 1988, gift
Jóni Ólafssyni, f. 24.2. 1920, d.
6.10. 1982. 5) Bjarni, f. 21.2.
1926, d. 1.12. 1957. 6) Páll Axel,
f. 24.10. 1928, kvæntur Höllu
Magnúsdóttur, f. 29.1. 1934. 7)
Gísli, f. 17.12. 1931, kvæntur
Helgu Hreinsdóttur, f. 25.2.
1936, d. 10.11. 2012, þau slitu
samvistum. 8) Guðmundur, f.
7.12. 1933, kvæntur Sigríði Tóm-
Vilfríði Karlsdóttur frá Húsavík,
f. 29.8. 1925, d. 3.3. 1998, þann
4.1. 1957. Þau bjuggu fyrstu hjú-
skaparárin sín í Kaupmanna-
höfn, síðan í Reykjavík og flutt-
ust árið 1967 í Hafnarfjörð, þar
sem þau bjuggu til æviloka. Ólaf-
ur og Aðalbjörg eignuðust 3
börn: 1) Lilja, f. 26.8. 1957, Hafn-
arfirði, gift Guðmundi Jónssyni,
f. 25.7. 1955. Þau eiga 2 börn: a)
Jón Gest, f. 3.11. 1983 og b) Aðal-
björgu, f. 24.7. 1987, sambýlis-
maður Tómas Leifsson, f. 1.5.
1985. Þau eiga eitt barn, Lilju
Björk. 2) Dagrún Steinunn, f.
12.7. 1959, Hafnarfirði, hún á 2
börn: a) Ólaf Daða, f. 21.3. 1982,
sambýliskona Olga Möller, f.
29.1. 1988. Barn þeirra: Theodór
Elvis. b) Ása Björk, f. 25.2. 1988.
3) Karl, f. 31.5. 1961, Hafn-
arfirði, kvæntur Helgu Stein-
gerði Sigurbjörnsdóttur, f. 2.11.
1960. Synir þeirra: a) Guð-
mundur Karl, f. 9.10. 1982,
kvæntur Rögnu Engilberts-
dóttur, f. 11.7. 1981. Barn þeirra:
Bryndís Helga. Fyrir átti Ragna
Aron Daða, en missti Anton
Birgi. b) Ólafur Örn, f. 8.12.
1985. c) Sigurbjörn Viðar, f.
25.6. 1988, d) Grímur Steinn, f.
6.3. 1990, sambýliskona Ásdís, f.
10.7. 1991. Barn þeirra: Emilía
Dís. e) Karl Emil, f. 15.9. 1993.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12.
apríl 2013, og hefst athöfnin kl.
15.
asdóttur, f. 30.1.
1940. 9) Helga
María, f. 6.3. 1936,
gift Ásgeiri Jóns-
syni, f. 22.3. 1942.
Ólafur ólst upp í
Króki, lauk stúd-
entsprófi frá MA ár-
ið 1946, cand.mag.-
prófi í íslenskum
fræðum frá Háskóla
Íslands árið 1952. Í
Kaupmannahöfn
sérmenntaði hann sig í hand-
ritalestri hjá Jóni Helgasyni pró-
fessor auk þess að starfa sem
lektor við Kaupmannahafnarhá-
skóla. Árið 1963 bauðst Ólafi
starf við Handritastofnun Ís-
lands, nú Stofnun Árna Magn-
ússonar við handritarannsóknir
og fluttist heim með fjölskyldu
sína. Ólafur starfaði við Stofnun
Árna Magnússonar til starfsloka
við sjötugt en sjálfstætt eftir
það. Ólafur vann um áratuga-
skeið að rannsóknum á hand-
ritum, textum og útgáfum á
fornsögum. Helstu verkefni hans
voru m.a. Ólafs saga Tryggva-
sonar, Færeyingasaga, Græn-
land í miðaldaritum, Jómsvík-
ingasaga og Miðaldarímur.
Hann var kjörinn félagi í Vís-
indafélagi Íslendinga árið 1975.
Ólafur kvæntist Aðalbjörgu
Ég kynntist tengadaföður
mínum Ólafi Halldórssyni fyrir
rúmum þrjátíu og tveimur árum.
Ég minnist enn stríðnisglamp-
ans í augum hans þegar hann tók
fyrst í hönd mína. Allan þann
tíma sem ég hef borið gæfu til að
umgangast Ólaf hefur aldrei far-
ið styggðaryrði okkar á milli né
borið skugga á vinskap okkar og
segir það mikið um hversu vel
gerður maður tengdafaðir minn
var, því ekki ætla ég að láta það
hvarfla að mér að ég hafi verið
auðveld tengdadóttir. Okkur
hjónunum átti eftir að auðnast
að eignast fimm syni og var Ólaf-
ur þeim allt frá fyrsta degi alveg
einstakur afi. Hann þreyttist
aldrei á að segja þeim sögur og
sama hversu hávært varð í
kringum hann brást honum aldr-
ei þolinmæðin. Það kom að vísu
fyrir að hann lét sig hverfa inn í
bókaherbergi ef ég man rétt,
þegar honum fannst orðið nóg
um lætin, enda urðu barnabörnin
hans níu alls á ellefu árum. En
alla tíð frá því synir okkar voru
börn og fram á menntaskólaár
þeirra hafa þeir getað leitað í
viskubrunn afa síns. Engin þörf
var á Google eða Wikipedia á
meðan hægt var að leita til Óla
afa. Ólafur varð fyrir því stóra
áfalli að missa lífsförunaut sinn,
Aðalbjörgu Vilfríði Karlsdóttur,
fyrir fimmtán árum, en á þeim
tíma vorum við hjónin nýflutt til
Belper í Mið-Englandi. Fljótlega
eftir andlát Aðalbjargar kom
Ólafur í heimsókn til okkar
þangað og átti ég eftir að kynn-
ast honum á nýjan hátt í þeirri
heimsókn og þeim sem á eftir
fylgdu. Við spjölluðum mikið um
lífið og tilveruna og þær stundir
okkar kenndu mér sennilega
hvað mest um Ólaf allan þann
tíma sem ég þekkti hann, hver
hann var og hvernig. Ólafur var í
raun alla tíð eins og daginn sem
ég kynntist honum ef frá eru tal-
in þrjú síðustu árin er heilsunni
fór að hraka. En hann lét það
ekki aftra sér og hélt ótrauður
áfram með sín daglegu verk. Í
desember síðastliðnum var hann
í húsi mínu í skírnarveislu næst-
yngsta langafabarns síns. Hann
fagnaði einnig með okkur út-
skrift sonar okkar og hápunkt-
urinn var að fagna áramótunum
síðustu með honum og flestum
nánustu ættingjunum. Hann
langaði mikið til að sjá og finna
fyrir vorinu í eitt sinn enn,
hlusta á söng fuglanna, sjá fyrsu
krókusana gægjast upp úr mold-
inni, brumið á birkinu og ilminn í
loftinu. Ég held að vorið hafi ver-
ið komið hjá Ólafi. Eitt af því
sem Ólafur kenndi mér var það
að ekki mætti skrifa sendibréf til
líksins, eins og hann orðaði það,
við ritun minningargreina og alls
ekki ávarpa hinn látna. Einnig
þótti honum alltaf merkilegt
hvað allir virtust verða yndisleg-
ir ef marka mætti minningar-
greinar. Auðvitað var Ólafur
ekki fullkominn frekar en aðrir.
Hann var óneitanlega sérvitur
og ósveigjanlegur þverhaus á
stundum, en samt var aldrei
annað hægt en að þykja vænt
um hann. Ég ætla að kveðja vin
minn Ólaf í bili með hans eigin
myndbroti af erlendu ljóði:
Þú sem gengur að minni gröf
skalt ei gráta:
Ég sef ekki hér.
Við uppsprettu lífsins,
þaðan ljósið kemur
og lindirnar streyma:
Ég er þar
Ég vil þakka Ólafi fyrir allt
það sem hann hefur verið mér og
fjölskyldu minni.
Helga Sigurbjörnsdóttir.
Þegar ég hugsa um afa minn
þá dettur mér fyrst í hug viska
og góðmennska. Afi var rosalega
vitur maður og á vissu tímabili í
barnæsku minni var ég alveg
viss að hann afi minn vissi allt
sem hægt var að vita. Afi þekkti
alla fugla, öll blóm, alla staði á
landinu og liggur við allt sem
gerst hafði á hverjum stað frá
landnámi. Ekki fannst honum
leiðinlegt að segja sögur eða vís-
ur enda kunni hann haug af
þeim. Afi var líka rosalega ljúfur
maður. Skapsveiflur og geð-
vonska er nokkuð sem var ekki
til í afa. Ég mun alltaf minnast
hans sem rólegs og yfirvegaðs
manns. Ég man það vel þegar ég
var lítil stelpa og fór stundum
með afa upp á Árnastofnun að
þar var á ferðinni mikilvægur
maður sem var bæði virtur og
vinsæll. Ég áttaði mig þar með
snemma á að afi væri mjög svo
merkilegur maður. Afi var líka
hreinskilinn maður og faldi ekki
skoðanir sínar. Til að mynda
sagði hann, eftir að hafa lesið yf-
ir BA-ritgerðina mína, að hún
væri það allra leiðinlegasta sem
hann hefði nokkru sinni lesið á
sinni löngu ævi og hafði hann svo
sannarlega lesið margt. En afi
særði þó aldrei neinn með orðum
sínum.
Mér hefur orðið hugsað mikið
til afa síðustu daga og hans ævi-
daga. Ljóst er að hann afi minn
er búinn að eiga góða ævi. Hann
var svo heppinn að fá að starfa
við helsta áhugamál sitt langt
fram á aldur. Hann var heilsu-
hraustur alveg fram undir það
síðasta, fór daglega í sund fram
á níræðisaldur sem og til vinnu
upp á Árnastofnun. Hann átti
góða og fallega konu, sem jafn-
framt var besti vinur hans. Afi
fékk að njóta þess að sjá börn
barna sinna vaxa úr grasi og
jafnframt sjá barnabarnabörn
koma í heiminn. Ég er þess æv-
inlega þakklát að hann elsku afi
minn hafi fengið tækifæri til
þess að hitta litlu stelpuna mína,
hana Lilju Björk sem fæddist í
febrúar síðastliðnum. Þó að hún
muni eflaust ekki muna eftir
þeim heimsóknum þá mun ég svo
sannarlega gera það. Er það mér
einstaklega dýrmætt. Það er
ávallt sárt að kveðja en það hef-
ur þó gefið mér ákveðna huggun
að afi minn hafði svo sannarlega
lifað og það mjög góðu lífi. Hann
var orðinn saddur lífdaga og sæll
með sitt. Þannig er eflaust best
að kveðja þetta líf og veit ég að
afi er kominn á betri stað með
besta vini sínum, henni Lillu
ömmu. Eftir standa ómetanlegar
minningar um góðan afa og ótelj-
andi sveitaferðir, bústaðaferðir,
sögustundir, berjamó, sundferðir
og aðrar ljúfar samverustundir.
Takk fyrir allt elsku afi minn.
Aðalbjörg Guðmundsdóttir.
Hann Óli afi, eins og við
barnabörnin þekktum hann, var
alltaf ljúfmenni og alltaf tilbúinn
að kenna okkur allt það sem
hann kunni og einnig að tala
„rétta“ íslensku.
Mér eru ofarlega í minni þær
sögur sem hann sagði okkur á
borð við „Djákninn á Myrká“ og
„Kirkjusmiðurinn á Reyni“.
Þessar sögur sagði hann mér svo
oft að ég get sagt þær aftur og
aftur. En svo í seinni tíð hjálpaði
hann alltaf til með íslenskunámið
sem gat reynst strembið eftir
búsetu okkar erlendis. Hann fór
til dæmis með mér yfir alla Völu-
spá til þess að vera viss um að ég
skildi hana alla rétt. Ég hef grun
um að hann hafi þurft svolitla
þolinmæði til þess en það hafðist
samt á endanum hjá okkur.
Síðustu árin fór ég að keyra
hann í sveitina, eða Krók, þaðan
sem hann var ættaður upphaf-
lega. Á leið okkar þangað benti
hann á hina og þessa bæi og fjöll
og spurði hvort ég vissi hvað
þessi bær héti eða hvað þetta
fjall héti. Alltaf svaraði ég neit-
andi. Hann hóf þá að segja mér
sögur af staðnum og rétta nafn-
ið. Ég hugsa að hann hafi nú haft
gaman af því að segja mér þess-
ar sögur því alveg sama hvað
hann sagði mér þær oft þá var
ég alltaf tilbúinn að hlusta til
þess eins að læra þær sjálfur ut-
anbókar sem og allar aðrar sög-
ur sem hann hafði að segja mér.
Eins og þegar hann sagði mér
vísur og ég reyndi að skrifa þær
niður; hann tók það ekki í mál,
ég átti bara að muna þær.
En svo ég skrifi þetta eins og
hann vildi sjá minningargreinar
þá er ég neyddur til að segja að
hann var þrjóskur karlinn og
vildi helst allt gera sjálfur svo
það væri rétt gert alveg þangað
til að ég sýndi honum að ég
„gæti“ þetta alveg einn og
óstuddur. Það vakti þá hjá hon-
um mikla ánægju að sjá hvað
hann hafði kennt mér þetta allt
saman vel og „rétt“. Mér þótti
alltaf einstaklega gaman að sjá
stoltið í augum hans eins og þeg-
ar ég kom að honum gangandi (í
Króki) með fullan poka af kart-
öflum í fanginu. Þá horfir hann
lengi á mig og segir svo: „Jáhh,
þetta geturðu strákur,“ og fyllt-
ist stolti.
Ég verð honum ævinlega
þakklátur fyrir allt það sem
hann hefur kennt mér og sýnt.
Ég tek með mér frá honum
áhugann á tungumálum og að
mennta mig enn frekar. Það var
honum hjartans mál að ég skyldi
tolla í námi og fylgdist hann vel
með framvindu minni.
Guð blessi minningu hans Óla
afa.
Ólafur Örn Karlsson.
Látinn er í hárri elli fornvinur
minn og félagsbróðir Ólafur
Halldórsson frá Króki í Flóa. Líf
okkar var saman tvinnað á
margan hátt á langri ævi. Kona
mín Sigríður var bekkjarsystir
hans í Menntaskólanum á Ak-
ureyri, og sjálfur átti hann að
eiginkonu fermingarsystur
hennar frá Húsavík, Aðalbjörgu
Karlsdóttur, sem lést alltof
snemma fyrir aldur fram. Við
Ólafur áttum sameiginleg nokk-
ur ár í Háskóla Íslands, og síðan
tók hann við þar sem ég hvarf
frá við útgáfur íslenskra hand-
rita í Kaupmannahöfn undir leið-
sögn Jóns Helgasonar. Aftur
náðum við saman þegar hand-
ritin voru á heimleið og sett var
á fót Handritastofnun Íslands –
síðar Stofnun Árna Magnússon-
ar á Íslandi – 1963. Síðan var
stofnunin vettvangur hans allt til
æviloka. Á því varð engin breyt-
ing þótt hann næði eftirlauna-
aldri. Hvern virkan dag sat hann
á sínum bás fram á tíðræðis ald-
ur, og fræðirit og textaútgáfur
bárust frá honum með hægum
og jöfnum straumi. Alltaf gaf
hann sér þó tíma til að sinna
yngri mönnum sem til hans leit-
uðu, og svaraði spurningum
þeirra með hægð sinni og miklu
þekkingu.
Hér er ekki rúm til að nefna
öll hin mörgu rit Ólafs, bæði
frumsamdar ritgerðir og útgáfu-
verk. Aðeins skal nefna það sem
hæst ber: doktorsrit hans Græn-
land í miðaldaritum, og hina frá-
bæru vísindlega útgáfu af Ólafs
sögu Tryggvasonar hinni mestu í
tveimur stórum bindum.
Sérstök bönd tengdu okkur
Ólaf saman þegar kom að því að
skipta handritunum milli Dana
og Íslendinga og ákvarða hvaða
bækur Árnasafns skyldu fara
heim til Íslands. Fjórir menn
voru skipaðir í skilanefndina, af
hálfu Íslands við Magnús Már
Lárusson háskólarektor. En svo
dapurlega tókst til að Magnús
missti heilsuna litlu eftir að
nefndin tók til starfa, og var
Ólafur þá skipaður varamaður í
hans stað. Við Ólafur vorum því í
raun þeir menn sem mesta
ábyrgð báru af Íslands hálfu á
lyktum handritamálsins. Skila-
nefndin starfaði í tólf ár og hélt
að jafnaði fjóra fundi árlega. Það
segir nokkra sögu, eða lýsir okk-
ur svarabræðrum, að í öllu þessu
fundafargani kom það aldrei fyr-
ir að við Ólafur værum ósam-
mála um nokkurt atriði.
Þótt Ólafur Halldórson sé nú
horfinn úr heimi lifenda þá mun
minning hans lifa meðal hinna
fjölmörgu vina hans í Árnastofn-
un, sem nutu hjálpar hans við að
leysa erfiðar gátur fræðanna og
nutu skemmtunar hans og orð-
snilldar á góðum stundum. Og
lengur en minni dauðlegra vina
og vandamanna munu standa
þeir fjölmörgu og óbrotgjörnu
steinar sem hann hlóð í musteri
fræðanna með ritgerðum sínum
og útgáfuverkum.
Við Sigríður sendum börnum
hans og öðrum niðjum innilegar
samúðarkveðjur.
Jónas Kristjánsson.
Ólafur Halldórsson var orðinn
háaldraður og því hefði engum
þurft að koma á óvart að kveðju-
stund hans gæti borið að þá og
þegar. Okkur hjónum var þó
engu að síður illa brugðið við
andlátsfréttina; það er ekki bara
söknuður sem hellist yfir mann á
svona stundu, og minningar,
heldur verður hverjum og einum
líka ljóst hversu berskjaldaður
maðurinn stendur gagnvart
dauðanum. Vinir hverfa fyrir
fullt og allt og við því er einfald-
lega ekkert að segja.
Á sama tíma er gott að vita að
náttúran hefur sinn gang og að
við, mennirnir, getum ekki átt
síðasta orðið alls staðar. Þannig
á það að vera, og þegar allt kem-
ur til alls er það gott. Kveðju-
stund vina okkar er ekki í okkar
höndum, og við megum ekki
gleyma því að fagna farsælu lífs-
skeiði þeirra sem kveðja þennan
heim. Ólafur var samstarfsmað-
ur okkar og góður félagi. Hann
skilur eftir sig ómetanleg verk í
þágu íslenskra fræða sem munu
halda minningu hans á lofti. Eft-
ir 100 ár verður enn vitnað í
rannsóknir Ólafs Halldórssonar
handritafræðings – og efalítið
haldin málþing í minningu hans.
Við kveðjum góðan vin og
þökkum honum fyrir fræðandi
og áhugaverð skoðanaskipti,
skemmtisögur frá árum hans í
Danmörku, hjálpsemi og hlýja
nærveru. Við sendum fjölskyldu
Ólafs okkar bestu samúðarkveðj-
ur.
Aðalheiður og Guðvarður.
Saga Ólafs Tryggvasonar hin
mesta rammaði inn fræðaferil
Ólafs Halldórssonar. Stór epísk
saga, sem fléttar sögum af Ís-
lendingum, Grænlendingum,
Jómsvíkingum og Færeyingum
inn í sögu trúboðskóngsins og er
geymd í glæsilegustu handritum
fjórtándu aldar eins og Flateyj-
arbók. Sagan af Ólafi Tryggva-
syni óx í höndum skrifara og rit-
stjóra á 13. og 14. öld, var eins
og ört vaxandi fljót sem dregur í
sig læki og ár á leið til sjávar.
Ólíkt efni varð að leiðarlokum að
einni heild.
Þannig var fræðalíf Ólafs; það
auðgaðist með hverri útgáfu og
ritsmíð svo að eftir stendur stór-
kostlegt æviverk. Hann fékk
ungur það verkefni hjá kennara
sínum Jóni Helgasyni að gefa út
Ólafs sögu Tryggvasonar hina
mestu. Það var ekkert áhlaupa-
verk. Sú saga verður ekki gefin
út nema hugað sé að langri sköp-
unarsögu hennar og fjölbreyttri
handritageymd. Það sýnir vel
trú Jóns á nemanda sínum að
fela honum ungum svo flókið
verkefni. Sagan af nafna hans
fylgdi Ólafi ævina á enda. Hann
gaf söguna út í ritröð Árnastofn-
unar í Kaupmannahöfn, rann-
sakaði handrit og allt efni henn-
ar í þaula og gaf sérstaklega út
Færeyinga sögu og Jómsvíkinga
sögu. Árið 1982 lagði hann síðan
fram grundvallarrit sitt um
Grænland í miðaldaritum til
doktorsprófs.
Sú þrautseigja sem Ólafur
sýndi í að fullnusta þetta fyrsta
verkefni sýnir vel samviskusemi
hans, iðni og ástríðu við að kom-
ast að öruggri niðurstöðu, kanna
hvern krók og kima, og ljúka
verki þannig að ekki yrði betur
gert. En eins og í fornsögum eru
útúrdúrarnir ekki síðri skemmt-
un en meginsagan. Ég býst við
að Ólafi hafi þótt sérstaklega
vænt um að gefa út kvæðahand-
rit Jónasar Hallgrímssonar. Og
það er ekki síður í smágreinum
og athugasemdum sem einkenni
fræðimannsins birtast. Sívak-
andi forvitni, hugvitssemi, grág-
lettni, skarpskyggni og hispurs-
leysi.
Ólafur tók ekki mark á lög-
bundnum starfslokaaldri og hélt
áfram að stunda rannsóknir á
Árnastofnun til níræðs, síungur
fræðimaður sem leiðbeindi þeim
sem yngri voru. Hann var sum-
part maður andstæðna. Hann
gat verið hvass í dómum um vill-
ur og erindisleysur fræðimanna,
en um leið þolinmóður og gætinn
leiðbeinandi þeirra yngri. Hann
var næmur og smekkvís, og birti
ungur skáldskap áður en hann
helgaði sig útgáfustörfum. Hann
naut tónlistar og bókmennta, og
listfengi hans nærði fræðiverkin
og lyfti þeim í aðrar hæðir.
Margir íslenskir og erlendir
fræðimenn eiga honum mikið að
þakka.
Ólafur flíkaði ekki miklu um
sjálfan sig. En það duldist eng-
um hvílíkt skarð myndaðist í lífi
hans þegar Aðalbjörg kvaddi
fyrir fimmtán árum. En hann gaf
ekkert eftir. Hann keyrði hvíta
Volvóinn úr Hafnarfirðinum
vestur á Mela á hverjum degi og
auðgaði samfélag okkar með
nærveru sinni og hlýju.
Samstarfsfólk á Árnastofnun
kveður kæran vin.
Guðrún Nordal.
Ólafur Halldórsson var eigin-
lega nútíma renessansmaður.
Hann kunni skil á öllum tækjum,
gerði sjálfur við bílinn sinn og
lagaði ekki sjaldan ljósritunar-
vélina hjá okkur á Árnastofnun.
Hann var líka fljótur að tileinka
sér tölvutæknina þegar hún hélt
innreið sína í fræðaheiminn og
forvitinn um nýjungar á þeim
vettvangi. Svo var hann skáld-
mæltur og tónelskur og setti
saman lög – að minnsta kosti
kenndi hann okkur fallegt, lát-
laust lag sem hann hafði sett við
kvæði Jóns Helgasonar Á
Rauðsgili. Ólafur dáði Jón og
mér er ekki grunlaust um að
þann sið að bera fremur slaufu
en bindi sem hálstau hafi Ólafur
tekið eftir meistara sínum. Það
var vel ráðið – slaufan sómdi
þessum háa, grannvaxna manni.
Á Hafnarárum sínum tileinkaði
Ólafur sér auðvitað líka þau
vönduðu vinnubrögð sem Jón
hafði mótað við handritarann-
sóknir og textaútgáfur og heim
kominn átti hann mikinn þátt í
að byggja upp rannsóknarstarfið
á Handritastofnun Íslands sem
þá hafði verið komið á fót, og
varð síðar að Stofnun Árna
Magnússonar á Íslandi. Ólafur
var nákvæmur fræðimaður og
strangur við sjálfan sig og aðra,
en hann vissi jafnframt vel að
skapandi túlkun hlýtur að koma
til þar sem bókstafnum sleppir –
stafkrókarnir einir geta aldrei
verið hinsta markmið. Þetta
sýndi sig meðal annars í þeirri
rækt sem hann lagði við að búa
texta í hendur almennings. Þar
koma fyrst upp í hugann útgáfur
hans á Færeyinga sögu og Jóms-
víkinga sögu en líka kverið
skemmtilega sem hann kallaði
Sögur úr Skarðsbók og geymir
úrval úr postulasögunum frá
Skarði.
Við samstarfsfólk Ólafs á
Árnastofnun fengum að njóta fé-
lagsskapar hans og lærdóms
langt fram yfir hefðbundin
starfslok. Þótt hann fyllti sjö-
Ólafur Halldórsson