Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 7
KENNARASAMBAND
ÍSLANDS
til fjölmiðla og frambjóðenda
Augljóst er að umræður í aðdraganda kosninganna
snúast um fjárhagslegan vanda heimilanna og leiðir
til skyndilausna. Hagur heimilanna grundvallast þó
ekki á skyndiplástrum, til lengri tíma litið, heldur
verðmætasköpun. Hornsteinn hennar er mannauður
og menntun. Það er auðlindin sem eflir þjóðina og
eykur velferð hennar og samkeppnishæfni.
Allir eiga rétt til þroska, menntunar, menningar og
lista án tillits til þjóðfélagsstöðu, búsetu, aldurs eða
efnahags. Í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum
og tónlistarskólum er lögð rækt við alla þessa þætti.
Kennarinn er í lykilhlutverki í skólunum. Hann miðlar
þekkingu, vekur áhuga og örvar nemendur til dáða.
Við vitum öll að mennt er máttur. Hún er lykill að
farsælu samfélagi sem byggir upp og hlúir að atgervi
sínu. Kennarar halda á þessu fjöreggi þjóðarinnar.
Við köllum á athygli fjölmiðla og umræðu fram-
bjóðenda um menntamál. Við köllum eftir stefnu
stjórnmálaflokkanna og metnaðarfullri framtíðarsýn.
Við spyrjum:
...til að líta á útgjöld til
menntamála sem
fjárfestingu en ekki
kostnað
...til að snúa frá niðurskurði
undanfarinna ára og
fara að lögum sem gilda
um skólastarf
…til að bæta umgjörð
skólastarfs og kjör til
að laða ungt fólk í
kennaranám
...til að bjóða kennurum
sambærileg laun við
aðra sérfræðinga með
sambærilega menntun
...til að tryggja jafnrétti til
náms með því að afnema
skólagjöld og annan kostnað
nemenda og foreldra
Þegar öllu er á botninn hvolft eru það nemendur,
nám þeirra og velferð, sem allt snýst um. Börn og
ungmenni eiga það skilið að menntamál séu ávallt í
öndvegi.
Er vilji... Er vilji... Er vilji...
?? ???
Er vilji... Er vilji...
Ákall
Mennt er máttur