Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 12
A ndlitið á Adda birtist í glugganum. Hárið í hnút, skeggið nýsnyrt. „Komdu upp stig- ann,“ segir hann. Ég þakka leiðsögnina enda getur verið erfitt að átta sig á því hvar gengið er inn í þessi gömlu hús á Grettisgötunni. Addi opnar útidyrnar, þó ekki nema í lið- lega hálfa gátt. „Fyrirgefðu, við erum með tvo kettlinga og viljum ekki að þeir sleppi út,“ afsakar hann sposkur á svip. Ég smeygi mér inn. Íbúðin er ekki stór en vistleg og ekki er um að villast: Hér býr rokkari! Veggspjöld, gítarar, blöð og bækur. Þetta er eins og lítið rokksafn. Thin Lizzy er á fóninum. Vínyll. Nema hvað? „Þegar ég flutti til Glasgow fyrir fimm árum skildi ég alla geisladiskana mína eftir í bíl- skúrnum hjá föður mínum. Þeir eru þar enn,“ upplýsir Addi. Ekki örlar á söknuði í röddinni enda tekur vín- ylplötusafnið sig vel út í stofunni. „Hlustarðu eitthvað á Thin Lizzy?“ spyr hann og bætir við að þeir séu í mestu uppáhaldi hjá sér, ásamt Metallica og Smashing Pumpkins. Merkileg blanda. Ég viðurkenni að ég sé mest í þrassinu. Núna sé ég til dæmis að hlusta mikið á Machine Head, gamalt drasl. „Þeir eru á shit-listanum hjá mér,“ segir Addi og hnykl- ar brýrnar. „Þeir og Anthrax.“ Nú? „Við vorum að spila á sama festivali og þeir fyrir nokkr- um árum og þegar við rákumst á þá sitjandi við borð spurðum við hvort við mættum ekki fá ljósmynd af okkur með þeim. Ekki að ræða það!“ Hann hristir höfuðið. Rokk hefur ekkert með skynsemi að gera HANN ER ROKKIÐ HOLDI KLÆTT. ÚTLITIÐ, LÍFSSTÍLLINN. ÍBÚÐIN HANS ER EINS OG LÍTIÐ ROKKSAFN OG MEIRA AÐ SEGJA SÍMANÚM- ERIÐ ANGAR AF BÁRUJÁRNI. EVRÓPUREISA ER AÐ BAKI OG NÚ ÞARF AÐALBJÖRN TRYGGVASON, ADDI Í SÓLSTÖFUM, BARA AÐ KOMA BÍLNUM SÍNUM Í GAGNIÐ TIL AÐ GETA GERT NÝJA PLÖTU. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Addi í Sólstöfum á heimili sínu í miðborginni, þar sem andi rokksins svífur yfir vötnum. Það er ekki bara áhugamál, heldur lífsstíll. Viðtal 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.