Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 16
*Sigurjón Pétursson fylgdist með Iditarod, stærstu hundasleðakeppni heims, í Alaska í mars »18Ferðalög og flakk
Kæra fjölskylda og vinir.
Við þökkum fyrir góðar stundir á Íslandi um páskana. Núna er lífið
að detta í vanalegar skorður hér hjá okkur. Maður er farinn að finna
fyrir sumrinu hérna í Stavanger, ekki annað hægt en að hlakka til
þess með tilheyrandi garðstörfum og góðum stundum með vinum og
fjölskyldu. Við stefnum á að fara í útilegur að íslenskum sið og kynn-
ast Noregi betur. Aldrei að vita nema við tökum með okkur veiði-
stangirnar og grillum fisk. Veiðimanninum í fjölskyldunni finnst
tími til kominn að kenna syninum og mömmunni að veiða.
Við óskum ykkur alls hins besta í sumar og vonumst auðvitað til að
sem flestir komi hingað til okkar í frí.
Sigríður Arngrímsdóttir, Elvar Ágústsson
og Arngrímur Ágúst Elvarsson Silla og Arngrímur litli.
Grillaður fiskur í sumar
Arngrímur skoðar sig um
í norskum „hytte“.
PÓSTKORT F
RÁ STAVANG
ER
Sigríður, eða Silla, er arkitekt í
Noregi og Elvar er smiður.
SKYNSAMLEGT FERÐALAG
Ráðvísi
í reisunni
EITT ÞAÐ MIKILVÆGASTA TIL AÐ TAPA EKKI GLEÐINNI
OG JAFNVÆGINU Á FERÐALÖGUM ER AÐ PAKKA RÉTT.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
SNYRTIBUDDA
Notið eins litlar umbúðir og mögulegt er
fyrir þá fljótandi vökva sem verða að vera
með á ferðalaginu, svo sem sjampó. Það
er sóun á plássi og óþarfa áhætta að vera
með risabrúsa af sjampói ef óhöpp verða.
ÞARFAÞINGIÐ LÍMRÚLLA
Flíkur verða ekki endilega svo fljótt skítugar á ferðalögum heldur
geta agnir og hár gert þær sóðalega útlítandi. Létt límrúlla rúmast
vel í farangrinum og gerir dekkri flíkur snyrtilegar á augabragði.
FORÐIST ALLT FLJÓTANDI
Alls staðar þar sem því verður komið við skal
skipta út fljótandi vökva fyrir fast form. Þann-
ig má geyma hreinsimjólkina heima og nota
blautklúta til að fjarlægja farðann. Geymið
einnig sturtusápuna heima og notið sápu-
stykki í föstu formi. Það er fátt leiðinlegra en
þegar sápa eða krem lekur í fatnaðinn.
DREIFIÐ FATNAÐINUM
Þetta ráð getur komið í veg fyrir veruleg vandræði ef ein
ferðataskan týnist þegar margir ferðast saman. Dreifðu
fötunum í töskurnar þannig að fatnaður eins fjölskyldu-
meðlims sé ekki allur í einni tösku. Þannig eiga allir ein-
hverjar flíkur í hverri tösku og ef óhapp verður og ein
taska týnist eiga allir pottþétt eitthvert tau til skiptanna.
STRAUJÁRN
Til þess að þurfa ekki að taka upp
straujárnið á ferðalaginu eru til
nokkur einföld ráð. Að rúlla upp
fatnaðinum kemur yfirleitt betur
út en að brjóta hann saman eða
svo segja þónokkrir ferðalangar á
hinum ýmsu ferðaráða-síðum á
netinu. En auk þess er víst sniðugt
að rúlla þeim þannig upp að bréf-
þurrka er lögð ofan á flíkina og svo
er rúllað.
SKRAUT FYRIR
SVARTAR
FERÐATÖSKUR
Vitanlega eiga margir
svartar ferðatöskur, sem
erfitt getur verið að
þekkja í sundur frá öðr-
um svörtum töskum á
farangursbrettinu. Einfalt
ráð til að koma fljótt
auga á töskuna er að
binda skrautlega borða á
handfangið. Til dæmis
gamla gjafaborða.
VERÐMÆTIN Á NOKKRUM STÖÐUM
Það er glapræði að setja öll verðmæti, peninga, kreditkort,
vegabréf og slíkt á einn og sama staðinn. Að sjálfsögðu á
þetta allt saman að fara með í handfarangrinum en það má
minnka líkurnar á að sitja uppi snauður. Til dæmis með því
að koma þessum hlutum fyrir sínum í hverjum vasa, hand-
tösku og einhverju jafnvel í mittistösku.
SOKKA UTAN
UM SKÓ
Til að skópar smiti ekki tá-
fýlu í fötin (slíkt getur gerst
þrátt fyrir plastpokapökk-
un) er óbrigðult ráð að
finna gamla sokka og setja
utan um skóna. Þar á eftir
má svo setja þessar um-
búðir í plastpoka.
H
ver man ekki eftir því þegar breski sjónvarpskarakterinn
Mr. Bean tíndi saman pjönkur sínar í ofurlitla ferðatösku.
Þar notaðist hann meðal annars við þá aðferð að rúlla upp
fatnaðinum. Samkvæmt fjölmörgum erlendum ferðasíðum
er það ekki svo vitlaus aðferð því það kemur í veg fyrir að fötin
krumpist mikið á ferðalaginu. Þá eru ýmis gagnleg ráð sem má renna
hér yfir svo að farangurinn komist heilu og höldnu á leiðarenda.