Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 16
*Sigurjón Pétursson fylgdist með Iditarod, stærstu hundasleðakeppni heims, í Alaska í mars »18Ferðalög og flakk Kæra fjölskylda og vinir. Við þökkum fyrir góðar stundir á Íslandi um páskana. Núna er lífið að detta í vanalegar skorður hér hjá okkur. Maður er farinn að finna fyrir sumrinu hérna í Stavanger, ekki annað hægt en að hlakka til þess með tilheyrandi garðstörfum og góðum stundum með vinum og fjölskyldu. Við stefnum á að fara í útilegur að íslenskum sið og kynn- ast Noregi betur. Aldrei að vita nema við tökum með okkur veiði- stangirnar og grillum fisk. Veiðimanninum í fjölskyldunni finnst tími til kominn að kenna syninum og mömmunni að veiða. Við óskum ykkur alls hins besta í sumar og vonumst auðvitað til að sem flestir komi hingað til okkar í frí. Sigríður Arngrímsdóttir, Elvar Ágústsson og Arngrímur Ágúst Elvarsson Silla og Arngrímur litli. Grillaður fiskur í sumar Arngrímur skoðar sig um í norskum „hytte“. PÓSTKORT F RÁ STAVANG ER Sigríður, eða Silla, er arkitekt í Noregi og Elvar er smiður. SKYNSAMLEGT FERÐALAG Ráðvísi í reisunni EITT ÞAÐ MIKILVÆGASTA TIL AÐ TAPA EKKI GLEÐINNI OG JAFNVÆGINU Á FERÐALÖGUM ER AÐ PAKKA RÉTT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is SNYRTIBUDDA Notið eins litlar umbúðir og mögulegt er fyrir þá fljótandi vökva sem verða að vera með á ferðalaginu, svo sem sjampó. Það er sóun á plássi og óþarfa áhætta að vera með risabrúsa af sjampói ef óhöpp verða. ÞARFAÞINGIÐ LÍMRÚLLA Flíkur verða ekki endilega svo fljótt skítugar á ferðalögum heldur geta agnir og hár gert þær sóðalega útlítandi. Létt límrúlla rúmast vel í farangrinum og gerir dekkri flíkur snyrtilegar á augabragði. FORÐIST ALLT FLJÓTANDI Alls staðar þar sem því verður komið við skal skipta út fljótandi vökva fyrir fast form. Þann- ig má geyma hreinsimjólkina heima og nota blautklúta til að fjarlægja farðann. Geymið einnig sturtusápuna heima og notið sápu- stykki í föstu formi. Það er fátt leiðinlegra en þegar sápa eða krem lekur í fatnaðinn. DREIFIÐ FATNAÐINUM Þetta ráð getur komið í veg fyrir veruleg vandræði ef ein ferðataskan týnist þegar margir ferðast saman. Dreifðu fötunum í töskurnar þannig að fatnaður eins fjölskyldu- meðlims sé ekki allur í einni tösku. Þannig eiga allir ein- hverjar flíkur í hverri tösku og ef óhapp verður og ein taska týnist eiga allir pottþétt eitthvert tau til skiptanna. STRAUJÁRN Til þess að þurfa ekki að taka upp straujárnið á ferðalaginu eru til nokkur einföld ráð. Að rúlla upp fatnaðinum kemur yfirleitt betur út en að brjóta hann saman eða svo segja þónokkrir ferðalangar á hinum ýmsu ferðaráða-síðum á netinu. En auk þess er víst sniðugt að rúlla þeim þannig upp að bréf- þurrka er lögð ofan á flíkina og svo er rúllað. SKRAUT FYRIR SVARTAR FERÐATÖSKUR Vitanlega eiga margir svartar ferðatöskur, sem erfitt getur verið að þekkja í sundur frá öðr- um svörtum töskum á farangursbrettinu. Einfalt ráð til að koma fljótt auga á töskuna er að binda skrautlega borða á handfangið. Til dæmis gamla gjafaborða. VERÐMÆTIN Á NOKKRUM STÖÐUM Það er glapræði að setja öll verðmæti, peninga, kreditkort, vegabréf og slíkt á einn og sama staðinn. Að sjálfsögðu á þetta allt saman að fara með í handfarangrinum en það má minnka líkurnar á að sitja uppi snauður. Til dæmis með því að koma þessum hlutum fyrir sínum í hverjum vasa, hand- tösku og einhverju jafnvel í mittistösku. SOKKA UTAN UM SKÓ Til að skópar smiti ekki tá- fýlu í fötin (slíkt getur gerst þrátt fyrir plastpokapökk- un) er óbrigðult ráð að finna gamla sokka og setja utan um skóna. Þar á eftir má svo setja þessar um- búðir í plastpoka. H ver man ekki eftir því þegar breski sjónvarpskarakterinn Mr. Bean tíndi saman pjönkur sínar í ofurlitla ferðatösku. Þar notaðist hann meðal annars við þá aðferð að rúlla upp fatnaðinum. Samkvæmt fjölmörgum erlendum ferðasíðum er það ekki svo vitlaus aðferð því það kemur í veg fyrir að fötin krumpist mikið á ferðalaginu. Þá eru ýmis gagnleg ráð sem má renna hér yfir svo að farangurinn komist heilu og höldnu á leiðarenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.