Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Heimili og hönnun B irna Erlingsdóttir og Gunnar Már Þorleifsson hafa búið sér notalegt fyrsta heimili á Rauðarárstígnum en Birna er nemandi í list- og viðskiptafræði og hefur mikinn áhuga á fallegri hönnun. Heimilið ber það með sér en á stofugólfinu stendur m.a. Svanurinn úr smiðju Arne Jacobsen sem Birnu áskotnaðist úr búi ömmu sinnar og afa. Búslóð húsráðenda er sam- sett bæði úr nýju og gömlu, hönnun og hlutum sem hafa persónu- legt gildi. „Ég fann strax að hér liði mér vel og gæti hugsað mér að búa. Ég hef gaman af antík í dag þó að í minningunni hafi mér ekki fundist gaman að vera dregin með foreldrum mínum á antíksölur í Danmörku þar sem við bjuggum. Gamlir hlutir eru í uppáhaldi hjá mér eins og t.d. hansahillurnar og svo finnst mér gaman að blanda saman nýju og gömlu. Eldhúsborðið er t.d. úr IKEA en stólarnir eldgamlir og koma af Vífilsstöðum,“ segir Birna. Hún segir þau gjarnan færa eldhúsborðið yfir í stofuna og þá sé lært, borðað og slappað af í stofunni sem því megi segja að sé hjarta íbúðarinnar. „Mér finnst gaman að fara í Tiger og Söstrene Grene í leit að dýrgripum enda þurfa fallegir hlutir ekki að vera dýrir. Ég fékk einmitt bláa ketilinn þarna í hillunni á 800 krónur í Tiger um dag- inn og helli mér oft upp á te bara fyrir mig sjálfa í honum,“ segir Birna sem fékk þrjá af tekötlunum í afmælisgjöf nýverið. Spurð um eitthvað sem hana dreymi um að eignast segir Birna að efst á óska- listanum sé fullkominn, bleikur antíksófi í stofuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Græni liturinn í forstofunni er sannarlega frískandi. Leitar að dýrgripum NÝIR HLUTIR OG GAMLIR BLANDAST SKEMMTILEGA SAMAN Á HEIMILI UNGS PARS Í MIÐBÆNUM. ÞAU LEIGJA ÍBÚÐINA SEM HEFUR VERIÐ GERÐ FALLEGA UPP OG HAFA KOMIÐ SÉR ÞAR HAGANLEGA FYRIR. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Stofan er hjarta heimilisins, til hægri má sjá Svan Arne Jacbosen. Á veggnum vinstra megin er m.a. bútur af gömlu veggfóðri úr herbergi Birnu og gardínu í ramma. ANTÍK OG TIGER MÆTAST Í MIÐBÆNUM HÚSGAGNAHÖLLIN • B í ld shöfða 20 • Reyk jav í k • s ím i 558 1100 OPIÐ Vi rka daga 10-18 , l augard . 11 -17 og sunnud . 13-17 69.990 FULLTVERÐ: 79.990 HAVANA HÆGINDASTÓLL Orange, hvítt eða grátt áklæði 169.990 FULLTVERÐ: 199.990 GAGA HÆGINDASTÓLL GAGA hægindastóll með snúning GAGA hliðarborð kr. 99.990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.