Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 28
*Matur og drykkir Ef farið er til sjós er engin ástæða til að bíða með að elda aflann þar til komið er í land »32 O ddrún Helga Símonardóttir er í langferð í leit að kóríander þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. En kryddið er nauðsynlegt í tvo rétti sem hún ætlar að bjóða þátttakendum á námskeiði sem hún heldur síðar þann dag. Oddrún heldur úti vefsíðunni www.heilsumamman.com þar sem hún deilir með lesendum hollum uppskriftum en áhugann á hollri matargerð úr hreinum hráefnum má rekja til þess að dóttir Oddrúnar greindist með fæðuóþol. Upp úr því fór hún smám saman að breyta mataræði fjölskyld- unnar og hóf einnig fjarnám nú í vetur í heilsumarkþjálfun. Í tengslum við námið heldur Oddrún námskeið þar sem hún miðlar af sinni reynslu og ræðir stefnur og strauma í mataræði við þátttakendur yfir góðum mat sem hún eldar. „Í heilsumarkþjálfun er höfðað til þess hvað hentar hverjum og einum og ég mæli með því við fólk að búa til eitthvað gott sem því líður vel af. Mikilvægt er að mat- urinn sé góður og fallegur og að við lifum engu meinlæta- lífi,“ segir Oddrún og bætir við að eiginmaðurinn eigi enn sitt pepperoni í ísskápnum. „Það er ekkert að því að leyfa sér hluti inn á milli því annars springur maður á limminu og ég reyni að hafa mataræðið öfgalaust. Við og við kaupi ég t.d. eitthvað handa börnunum sem þau fá ekki alla jafn- an. Enda vil ég nú ekki að þau fari í næsta hús til að fá að borða,“ segir Oddrún í léttum dúr. Á morgnana gerir hún oft þykka ávaxta- og grænmetisþeytinga sem hún not- ar eins og jógúrt með heimagerðu múslíi út á. Spari gerir hún gjarnan ýmiss konar hrákökur og nammi og gefur hér lesendum uppskrift að hollri skyndiköku sem er sú vinsæl- asta á heimilinu. Morgunblaðið/Kristinn HOLLT HRÁEFNI Í FYRIRRÚMI Ekkert meinlætalíf ODDRÚN HELGA SÍMONARDÓTTIR DEILIR HOLLUM UPPSKRIFTUM Á VEFSÍÐUNNI HEILSUMAMM- AN.COM EN SEGIR MIKILVÆGT AÐ FÓLK LEYFI SÉR AÐ BREYTA ÚT AF VANANUM VIÐ OG VIÐ. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Oddrún Helga Símonardóttir heldur ́úti hollu uppskriftabloggi. HRÁ SÚKKULAÐIKAKA 1 bolli döðlur 1 bolli kókos 1 bolli pekanhnetur 4-5 msk kakó smá skvetta af vanillu og himalaja-salti Aðferð Döðlurnar eru lagðar í bleyti í smástund og svo maukaðar með töfrasprota. Pekanhneturnar malaðar og öllu hrært saman. Kakan er síðan mótuð með því að þrýsta henni ofan í kökumót. KREM 5 msk kókosolía við stofuhita 5 msk hlynsýróp 5 msk kakó örlítið af vanillu og smá himalajasalt Aðferð Blandið öllu saman, smyrjið kreminu á kökuna og kælið. Skreytið síðan með kókosflögum og litríkum berjum að eigin vali. Holl skyndikaka með döðlum, pecan-hnetum og kókos

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.