Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 32
Ólafur steikir fiskinn á pönnu og prímus. Einfalt en gott. Stærsti fiskurinn kominn um borð. Það tók rúmar níutíu mínútur að fylla tvo bala. Einfaldleikinn í fyrirrúmi. Bara salt og pipar. Þ að var rjómablíða þegar mætt var í Snarfarahöfn til að halda út á sjó. Vél- stjórinn, fiskifræðingurinn og skipstjórinn, Hinrik Árni var mættur í bátinn Gný til að gera allt klárt en ásamt honum voru lögreglumaðurinn Hinrik Geir og kokkurinn á Satt, Ólafur Helgi, með í för. Stefnan var sett út í Faxaflóa þar sem svartfugl og fiskur yrði veiddur. Ólafur kom með allar græjur til að elda aflann. Salt og pipar, pönnu og prímus ásamt diskum og hnífapörum. Þá var einnig hvítvín og bjór með í för. Haldið var út og fljótlega sást svartfuglshópur. Þrír af sjö lágu í valnum. Ekki verður farið að telja upp skotin sem fóru í þessa þrjá fugla en þau voru fleiri en þrjú og fleiri en fjögur. Eftir stutta stund gerði tækið um borð boð um að fiskur væri neð- ansjávar. Var því línunni hent út og athugað. Var ekki að sökum að spyrja, það kom einn lítill þorskur upp. Aðrir létu bíða eftir sér. Ákvað skipstjórinn að halda inn í Hvalfjörð þar sem aftur yrði reynt. Þegar komið var inn fyrir bauju við Brekkuboða í Hvalfirði var færinu hent aftur og þar var mokfiskirí. Línan hafði varla lent í botninum þegar fiskur var kominn á. Þorskur var það af öllum stærðum og gerðum. Ólafur virtist fá stóru fiskana en Hin- rik Geir var í fjöldanum. Dró hann þrjá upp í einu hvað eftir annað. Eftir 90 mínútur var komið nóg í balann og ákveðið að stíma inn í Kollafjörð og gert að aflanum um leið. Í Kollafirði var aflinn klár, Ólafur reif upp pönnu og prímus og byrjaði að elda. Nýveiddur þorskur og salt og pipar. Það eina sem þurfti. Dró hann upp dýrindissósu og nokkur afbrigði af salötum. Svartfuglinn var látinn vera enda vildu menn vinna hann meira. Veislan í Kollafirði var ótrúleg. Kvöldsólinn, lognið, sjávarlyktin og bragðið maður minn. Þetta er ferð sem verður seint toppuð ef einhvern tímann. Eftir sex tíma ferð var haldið í land með stuttu stoppi í Viðey þar sem fjölmörg ár voru liðin frá síðustu heimsókn drengjanna. Á meðan þreif skipstjórinn bátinn. Þegar kom- ið var í land var restinni skipt á milli veiðimanna. Hver fékk hátt í 15 kíló af ferskum þorski sem var þrifinn og skolaður þegar heim var komið. Tilbúinn í kvöldmatinn. Nýveiddur þorskur eldaður í Kollafirði MATARBOÐ ÚTI Á HAFI SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS SLÓST Í FÖR MEÐ MIKLUM HÖFÐINGJUM Í SJÓFERÐ. ÞAR VAR VEIDDUR SVARTFUGL OG ÞORSKUR OG AFLINN ELDAÐUR UM BORÐ. Texti og myndir: Benedikt Bóas benedikt@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Matur og drykkir Ólafur hellir nýveiddum þorski á disk.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.