Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 34
*Græjur og tækniTónlistarveitan Spotify nýtur mikilla vinsælda en aðferðafræðin að baki henni er umdeild »36
málum; það gefur augaleið að einfalt er að stela svo léttum og
meðfærilegum tækjum og þá eru öll gögn á þeim í uppnámi.
Á Stylistic M702 er fingrafaralesari og dulritunarhugbúnaður til
að tryggja gagnaöryggi og eins ýmislegur hugbúnaður til að auð-
velda tengingu við viðskiptahugbúnað. Ekki er þó allt talið því vélin
er ryk- og rakavarin og meira en það reyndar, því hún er vatns-
held. Vatnsvörn vélarinnar er í hæsta IP-flokki, IPX5, 7 og 8, en 6
segir að hún standist það að sprautað sé á hana vatni á allar hlið-
ar, 7 að hún þoli að fara á eins metra vatnsdýpi og 8 að hún þoli
að vera langtímum í meira en metradjúpu vatni.
Hvað rykið varðar þá er hún með stuðulinn IP5X
sem er sá næsthæsti. Ekki lagði ég í að prófa vél-
ina með því að fara með hana í sund eða ámóta, en
það mátti sjá Stylistic-vél á fullu í kafi á UT-
sýningunni í Hörpu fyrir stuttu.
Á vélinni er Android 4.0.4 Ice Cream Sandwich og
ekki uppfærsla í boði sem stendur í það minnsta. Ör-
gjörvinn er Nvidia Tegra 3 AP37, 1,7 GHz fjögurra
kjarna ARM Cortex. Vinnsluminni í vélinni er 2 GB en
gagnaminni 32 GB og rauf fyrir MicroSD kort sem get-
ur verið 2 GB SD, 32 GB SDHC eða 64 GB SDXC.
Sölutölur síðustu mánaða undirstrika það að borðtölvan fer hall-oka og ekki bara borðtölvan heldur eiga fartölvur líka á bratt-ann að sækja. Æ algengara er að fólk sem vill fá sér auka-
tölvu á heimilið grípi spjaldtölvu og það er spá mín að slík apparöt
eigi enn eftir að sækja í sig veðrið. Mikill
áhrifavaldur í þeirri þróun er iPadinn, en
fleiri hafa sótt inn á markaðinn, til að
mynda Microsoft, Google/Asus, Samsung og
Amazon, sem ýmist bjóða tölvur með Wind-
ows eða Android. Fujitsu sendi á dögunum
frá sér forvitnilega Android-vél, Stylistic
M702, sem er frekar ætluð fyrirtækjum
en almenningi.
Eins og gefur að skilja skiptir
miklu að spjaldtölvur séu ekki
bara hraðvirkar og liprar held-
ur verða þær að vera sterk-
byggðar, því notandi er sífellt að handfjatla þær,
leggja frá sér og lyfta upp, stinga í skjóðu og taka
úr. Því til viðbótar er rétt að hafa áhyggjur af raka
og ryki og fyrirtæki hafa svo áhyggjur af öryggis-
SPJALDTÖLVA Í SUNDFERÐINA
SPJALDTÖLVUR ERU TIL MARGS BRÚKLEGAR EN ÞÆR HAFA LÍKA SÍNAR TAKMARKANIR, ÞOLA ILLA RAKA OG RYK TIL
AÐ MYNDA. NEMA NÁTTÚRLEGA FUJITSU STYLISTIC M702 SEM ER RYK- OG VATNSHELD.
Græja
vikunnar
* Rafhlaðan er framúrskarandi,eða það fannst mér í það minnsta
eftir að hafa prófað vélina. Ég
tímamældi ekki endinguna, en
framleiðandi gefur upp að hún
endist í fimmtán tíma notkun.
Myndavélin að framan er 1,2
milljón dílar, en 8,1 milljón á
bakinu og með sjálfvirkum fókus.
* Með tölvunni fylgir hleðslu-vagga og straumbreytir sem teng-
ist þá vöggunni, en annars hleður
maður græjuna í gegnum USB-
tengið með því að tengja hana við
tölvu. Ekki er nema eitt Micro-
USB tengi á henni, en það er rauf
fyrir SIM-kort og það má vera
4G.
ÁRNI
MATTHÍASSON
* Skjárinn er 10,1" TFT-skjár,WUXGA, í hlutföllunum 16:10 og
með upplausnina 1920 x 1200 díl-
ar. Mjög bjartur og skemmtilegur.
Hann er með sérstakri lýsingu til
að auðveldara sé að nota hann
utan dyra og glerið styrkt.
Grafíkörgjörvinn styður fulla
háskerpu að 1080p.
H
já Matís er gagnabanki um efnainnihald matvæla sem nefnist ÍS-
GEM. Til þessa hafa sérfræðingar að mestu nýtt sér hann en notk-
unin hefur verið lítil meðal almennings. Nú styttist hins vegar í
það að gagna-grunnurinn verði aðgengilegur almenningi í gegnum
snjallsímaforrit.
Mikilvægar upplýsingar til almennings
Matís á í samstarfi við fyrirtæki sem vinnur að þróun snjallsímaforrits þar
sem hægt er að nálgast upplýsingar um efnisinnihald matvæla með einföldum
hætti. „Við spurðum okkur hvernig við gætum komið þessum
gagnagrunni og mikilvægu upplýsingum til almennings. Neyt-
endur vita oft ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar
kemur að sinni heilsu og mataræði. Fólk er ólíkt til heils-
unnar og oft eiga ólíkar áherslur í mataræði við því hvað
hentar hverjum,“ segir Steinar og bendir á að það geti m.a.
gagnast þeim sem eru með mjólkuróþol eða hnetuofnæmi.
Finna má strikamerki á öllum matvælum. ,,Við erum í sam-
starfi við fyrirtækið GS1 sem vinnur að því að gerlegt verði
að kanna innihald matvæla í gegnum strikamerki, alveg eins
og hægt er að gera þegar vöruverð er kannað,“ segir Steinar.
Að sögn Steinars er Matís auk þess í samstarfi við annað íslenskt fyrirtæki
sem heitir Foodoit sem hannar notendaviðmót gagnagrunnsins. „Við komum
þessu mikilvægu upplýsingum um matvæli til almennings með hjálp strika-
merkja og QR kóðanna,“ segir Steinar.
Tilraun í mötuneytinu
Matís mun í samstarfi við Foodoit byrja á tilraun í mötuneytinu þar sem upp-
lýsingar um þau matvæli sem eru á boðstólum í fyrirtækinu eru settar á skjá.
Á honum geta starfsmenn svo séð hvert innihaldið er. „Það er t.a.m. hversu
mikið prótín og kolvetni er í matnum og hvort skammtastærðir eru í samræmi
við manneldismarkmið. Á skjánum verður svo QR kóði sem starfsfólk getur
skannað með símum sínum til að sjá nánar hvort innihaldið henti þeim og bor-
ið saman við sínar upplýsingar sem geymdar eru í snjallsímaforritinu,“ segir
Steinar
Hvað er í ískápnum?
Með hjálp snjallsímaforrits geta
neytendur brátt tengst gagna-
grunni Matís um
efnainnihald matvæla.
UNNIÐ AÐ SNJALLSÍMAFORRITI MATÍS
Innihald matarins
beint í símann
FLJÓTLEGA GETA ALMENNIR NEYTENDUR NÝTT SÉR
GAGNAGRUNN MATÍS UM EFNAINNIHALD MATVÆLA
Í GEGNUM SNJALLSÍMAFORRIT.
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Steinar B.
Aðalbjörnsson