Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Síða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Síða 38
E ftir tíu ára þögn hefur David Bowie látið rækilega að sér kveða á þessu ári. Í byrjun mars sendi Bowie frá sér nýja plötu og síð- ar í mánuðinum var opnuð sýning í safn- inu Victoria & Albert í London á ýmsum munum og búningum, sem söngvarinn lét safninu í té frá ferli sínum, og hefur aldrei áður verið jafn mikil aðsókn á sýningu á vegum þess. Á plöt- unni Ziggy Stardust söng Bowie um að sleppa sér í dagdrauma á tunglöld, „freak out in a moonage daydream“. Á sýningunni sést hvernig hann sleppti sér í sínum dagdraumum. Bowie hefur alltaf leitað inn á nýjar brautir í tónlist sinni, drukkið í sig áhrif og veitt þeim farveg, oft með framúrskar- andi árangri, og sennilega hefur engin tónlistarmaður haft jafn mikil áhrif og hann. Um leið er hann maður margra gerva og hefur haft áhrif á strauma og stefnur í tísku ekkert síður en tónlist og mætti nefna Lady Gaga sem dæmi. Hann hefur tekið á sig ýmsar myndir á ferlinum, persónan Ziggy Stardust er ein af mörgum, og dansað á jaðri karl- mennskunnar og hins kvenlega. Persónunum hafa fylgt skrautlegir búningar, sem hann hefur notað á sviði og eru til sýnis á sýningunni. Í umfjöllun um sýninguna kemur fram að Bowie hefur ekki aðeins einbeitt sér að tónlistinni, held- ur hannað og mótað ímynd sína frá öllum hlið- um. „David Bowie er sönn helgimynd og skipt- ir alþýðumenningu meira máli nú en nokkru sinni,“ segir Martin Roth, stjórnandi Victoria & Albert safnsins. „Róttæk nýsköpun hans í tónlist, leikhúsi, tísku og stíl endurómar enn í dag í hönnun og sjónmenn- ingu og hann veitir enn listamönn- um og hönnuðum um allan heim innblástur.“ Á sýningunni er byrjað á upphaf- inu, hljómsveitunum The Kon-rads og The King Bees þar sem hann var þegar farinn að hanna hljómsveitarbúninga og sviðsmyndir og ferlinum fylgt allt til okkar daga. Sýningin nefnist David Bowie er og fær sýningargesturinn að botna setninguna. Hún stendur til 11. ágúst. AFP Skikkja með japönsku letri. Um 300 munir eru á sýningunni um Bowie, þar á meðal handskrifaðir textar, upprunalegir búningar, ljósmyndir, myndskeið, sviðsmyndir og hljóðfæri úr eigu hans. Starman-búningurinn, sem Bowie klæddist þegar hann söng samnefnt lag í Top of the Pops á BBC 1972. Þátt- urinn markaði tímamót á ferli hans. Búningur frá tónleikaferð Bowies eftir að platan Diamond Dogs kom út árið 1974. Hann var gríð- arlega eljusamur á þessum árum, gaf út hverja plötuna á eftir annarri og hélt marga tónleika. Bowie í stuttmynd sem gerð var við lagið The Stars (Are out Tonight) af nýrri plötu hans, sem kom út í mars og fór beint í fyrsta sæti vinsældalista. ÁHRIF BOWIES Á SAMTÍMA SINN Dagdraumur á tunglöld LITRÍKUM FERLI DAVIDS BOWIES ERU GERÐ RÆKI- LEG SKIL Í SÝNINGU Í VICTORIA & ALBERT SAFNINU Í LONDON. SÝNINGIN ER UNNIN UPP ÚR GÖGN- UM SEM LISTAMAÐURINN AFHENTI SAFNINU OG MUN ÞAR KENNA ÝMISSA GRASA. Karl Blöndal kbl@mbl.is Ósamstæður búningur, sem Kansai Yama- moto hannaði fyrir persónuna Ziggy Stardust. Alexander McQueen hann- aði jakka úr breska fánanum, sem Bowie var í á albúmi plötunnar Earthling frá 1997. Tókýó-popp- búningur frá tón- leikum eftir útkomu Aladdin Sane 1973. *Föt og fylgihlutir Nemendur í fatahönnun við Listaháskóla Íslands sýndu eigin hönnun á útskriftarsýningu »40

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.