Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 39
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 lífræn bætiefni fyrir allaFæst í: Lifandi markaður, Lyfjaveri, Krónunni og Hagkaup Orkuskot sem virkar strax! Lífrænt grænmetisduft fyrir alla Heilbrigð orka úr lífrænni næringu og fullt af andoxunarefnum Brokkál Spínat Rauðrófur Salatkál – Gulrætur – Steinselja Eykur vellíðan, skerpir hugsun, heilbrigði og frísklegt útlit. Börn, unglingar og fullorðnir finna mun á orku og úthaldi - Fyrir íþróttaæfingar, skólann og vinnuna Gefur góða líðan og dregur úr sælgætislöngun Blóðsykursjöfnun úr grænmeti er æskilegust fyrir alla. Kjörið fyrir sykursjúka. Meðmæli næringafræðinga - 100% náttúrleg uppspretta Ekkert erfðabreytt – Ekkert skordýraeitur – Engar geymslugeislanir Engin aukaefni, litar- eða bragðefni. B andaríska tískutímaritið Elle gaf út sérstakt fylgihlutablað á dögunum og á einni síðunni var skemmtileg pæling um hvað væri „inn“ hjá hverjum. Á listanum var ekki spurt um hvort þú værir með merkjatösku heldur frá hvaða merki taskan væri og út frá því væri hægt að staðsetja þig sem manneskju. Merkjavörur er ekki bara heitar í útlöndum því á Íslandi ferðast helstu tískutrend svolítið um í hópum. Með einlægan áhuga á klæða- burði fólks og fatavali er oft hægt að sjá það á núlleinni við hvað kona starfar og úr hvernig hópi hún kemur. Það er til dæmis ákveðinn stíll sem fylgir flugfreyjum, bankaskvísum, hárgreiðslukon- um, sálfræðingum, leik- skólakennurum, hönnuðum, arki- tektum, markaðsstjórum og iðjuþjálfum – svo dæmi séu tekin. Samstarfsmaður minn kom að máli við mig á dögunum og spurði mig, mjög alvarlegur í bragði, hvort ég ætlaði ekki að skrifa um „trend“ sem hann kallar „ég er svo rík – ég þarf ekki að vinna“. Þetta vakti skiljanlega forvitni mína því ég þekki mjög fáa sem eru svo efnaðir að þeir þurfi ekki að vinna fyrir sér. Fyrir mér er vinna skemmtun, ekki kvöl og líklega myndi ég hætta að anda ef ég væri án hennar. Allavega … þegar ég spurði hann nánar út í þetta sagði hann að það væri ekkert mál að sigta þessar konur út „Ég sé þessar konur fyrir utan leikskólann í Garðabæ. Þær keyra um á Range Rover Sport, klæðast flott- ustu hlaupabux- unum, dýrustu hlau- paskónum og eru svo í rándýrri dúnúlpu við. Þær eru alltaf vel málaðar (samt í mjög daufum litum) með blásið hár í hnút enda á leið í World Class klukkan níu á morgnana þegar almúginn þarf að mæta í vinnuna,“ sagði hann. Þá rifjaðist upp fyrir mér að hafa séð eina og eina svona fína konu fyrir utan leikskólann í Fossvogi (fyrir hrun). En þar sem þessar kon- ur höfðu ekki orðið á vegi mínum lengi gerði ég ráð fyrir að þær væru annað hvort orðnar blankar og farnar að vinna eins og hinir eða fluttar úr landi – lögheimili í Lúx klikkar náttúrlega ekki. En svo áttaði ég mig á því að ég hef aldrei stigið fæti inn í líkams- ræktarstöð klukkan níu um morgun og svo er ég flutt úr 108 – það út- skýrir þetta kannski. Þetta „lúkk“ á ekki uppi á pallborðið hjá okkur miðbæjarrottunum í 101. Þetta með leikfimisbuxurnar er þó ekki alveg algilt því í vikunni fékk ég konu á fund upp í Moggahöll sem var einmitt í leikfimisbuxum. Þegar ég spurði hana út í buxurnar sagði hún að þetta væri hreinrækt- aður tímasparnaður. „Veistu MM að það meikar engan sens að blása á sér hárið á morgnana, mála sig og klæða sig upp, fara svo í leikfimi í hádeginu og þurfa að gera þetta allt aftur. Þess vegna mæti ég stund- um í leikfimisfötunum í vinnuna …“ Ef þið sjáið mig í leikfimisfötum fyrir hádegi, ekki örvænta. Það mun ekki þýða að ég sé hætt að vinna og hafi unnið þann stóra í Víkingalottóinu. Neibb, það mun þýða að ég sé komin í líkamsrækt- arátak og loksins farin að skipuleggja tíma minn … martamaria@mbl.is „Ég er svo rík – ég þarf ekki að vinna“ Nicole Richie og hinar stjörn- urnar eru svolít- ið að vinna með þetta trend Sólgleraugu frá Salva- tore Ferragamo fram- kalla ríkulegt útlit. Taska frá Marc Jacobs gerir mikið fyrir heildarútlitið. Heitasti fylgihlut- urinn er án efa iPhone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.