Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 H ún býður upp á te, allar sortir. Ég fyll- ist valkvíða en veðja á kamilluna, hún er sögð allra meina bót. Talandi um mein þá tal- ar húsfreyja enga tæpitungu þegar við tyllum okkur í stofunni á heimili hennar. „Þetta má alls ekki að vera eitt- hvað æ,æ, ó,ó, aumingja ég-viðtal. Ég er búin að ná fullri heilsu,“ segir hún. „Þetta var hins vegar stór- merkileg lífsreynsla og geti ég vakið athygli einhverra á því að þessi vá- gestur gæti hugsanlega verið ástæða heilsufarslegra vandamála af einhverju tagi er tilganginum náð.“ Það er Auður Gunnarsdóttir sópr- ansöngkona sem hefur orðið. Hún glímdi við hæsi í hartnær ár, án þess að nokkur skýring fyndist á því. Og hnerraði þessi ósköp. Loks kom orsökin undan skápnum í svefnherberginu – myglusveppur. Fyrir jólin 2011 fékk Auður stóra tækifærið hjá Íslensku óperunni, að syngja hlutverk Leónóru í Il trova- tore eftir Giuseppe Verdi í Hörpu. Frumsýning var ekki fyrr en í októ- ber á síðasta ári en Auður byrjaði þegar að undirbúa sig. „Ég var ofsalega spennt og hlakkaði mikið til,“ segir hún. Allt gekk að óskum fram í apríl þegar Auður kvefaðist með tilheyr- andi hæsi og hnerra. Kvefið hvarf en ekki hæsin og hnerrinn sem henni þótti undarlegt. „Ég var mis- jöfn í röddinni, ekki eins og ég á að mér. Ég er venjulega mjög heilsu- hraust og hinir og þessir byrjuðu að greina mig með allskonar kvilla, ekki síst ofnæmi og bakflæði. Það var alþýðugreiningin,“ segir hún. Greind með bakflæði Ekkert lagaðist en Auður hélt samt til Lundúna, þar sem hún var búin að taka að sér verkefni. Þar ræddi hún um vandamálið við kollega sína sem varð til þess að henni var út- vegaður tími hjá helsta radd- sérfræðingi Covent Garden. „Hann skoðaði mig vandlega og myndaði niður í hálsinn á mér. Niðurstaðan var sú að ég væri með mikið bak- flæði. Mér fannst það skrýtið, þar sem ég hafði ekki verið með nein einkenni sem ég taldi fylgja bak- flæði, en þar sem greiningin var komin var ekki um annað að ræða en vinna út frá henni.“ Við komuna heim pantaði Auður tíma hjá magalækni en byrjaði strax, að ráði sérfræðingsins, að bryðja magatöflur. Þær höfðu ekk- ert að segja. Skömmu síðar komst hún að hjá lækninum sem sendi hana í magaspeglun og sýrumæl- ingu. Niðurstaðan var óyggjandi, Auður var ekki með bakflæði. Þar með var hún komin aftur á byrj- unarreit. Einkennin voru áfram þau sömu, hæsi og hnerri, auk þess sem Auður fékk oftar kvef en hún á að venjast, á tveggja mánaða fresti. Þess utan leið henni bara býsna vel. „Það var kannski örlítið meira slen yfir mér en venjulega en samt ekkert til að kveinka sér yfir,“ segir hún. Við mér blasti loðið kvikindi AUÐUR GUNNARSDÓTTIR ÞURFTI AÐ SEGJA SIG FRÁ DRAUMAHLUTVERKINU Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI VEGNA HÆSI SEM HRJÁÐ HAFÐI HANA MÁNUÐUM SAMAN. HÚN GEKK FRÁ HERÓDESI TIL PÍLATUSAR EN EKKERT FANNST. UM SÍÐIR KOM SKAÐVALDURINN Í LJÓS – MYGLUSVEPPUR. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Auður Gunnarsdóttir er reynslunni ríkari og mun ekki geyma bækur í svefnherbergi sínu framar. Morgunblaðið/Kristinn PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 3 1 1 2 2 GÆÐAHÝSI ÞRAUTREYND HJÁ ELLINGSEN ADRIA ALPINA 663 UK Eigin þyngd: 1.660 kg Alde miðstöðvarkerfi með gólfhita. VERÐ 5.990.000 KR. ADRIA ALPINA 563 LU Eigin þyngd: 1.560 kg Alde miðstöðvarkerfi með gólfhita. VERÐ 5.750.000 KR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.