Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013
Kynjaskipting þingmanna
*M.v. könnun Félagsvísindastofnunar HÍ 14.-17. apríl
Meðalaldur þingflokka*
*M.v. niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar HÍ 14.-17. apríl
Sjál
fstæ
ðisfl
.
Fra
msó
kna
rfl.
Sam
fylk
ingi
n
Píra
tar
Bjö
rt f
ram
tíð
Vin
stri
græ
nir
41,9 ár
50 ár 51,2 ár 51,5 ár
39,6 ár
35,7 ár
Aldur kjörinna þingmanna
2003
Heimild: Datamarket
2007 2009
18-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára
6,
3%
19
%
19
%
39
,7
%
15
,9
% 1
9%
1,
6%
23
,8
%
39
,7
%
15
,9
%
3,
2%
20
,6
%
39
,7
%
23
,8
%
12
,7
%
7,
9%
19
,0
%
38
,1
%
27
,0
%
7,
9%
M.v. könnun nú
P
íratar verða yngsti þingflokkurinn á
Alþingi verði úrslit alþingiskosn-
inganna í samræmi við könnunina
sem Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands gerði fyrir Morgunblaðið í
vikunni. Meðalaldur fjögurra tilvonandi þing-
manna hins nýja stjórnmálaflokks yrði aðeins
35,7 ár en meðalaldur þingheims alls yrði 43,9
ár. Fimm þingmenn Bjartrar framtíðar ná ekki
heldur fjörutíu ára aldri að meðaltali.
Sé litið á gamla fjórflokkinn vekur athygli að
meðalaldur þingmanna Framsóknarflokksins,
samkvæmt könnuninni, er um tíu árum lægri en
hinna þriggja. Það er til marks um þá miklu
endurnýjun sem orðið hefur í þeim flokki á um-
liðnum árum.
Jóhanna yrði yngsti
þingmaðurinn
Samkvæmt könnuninni kæmi yngsti þingmað-
urinn úr röðum framsóknarmanna, Jóhanna M.
Sigmundsdóttir, búfræðingur og nemi frá Látr-
um í Mjóafirði, en hún er aðeins 21 árs. Jóhanna
skipar 4. sæti á lista flokksins í Norðvest-
urkjördæmi. Elsti þingmaðurinn yrði Pétur H.
Blöndal, Sjálfstæðisflokki. Hann er 68 ára.
Fimm þingmenn heyra til aldursflokknum 18
til 29 ára sem er töluvert hærra hlutfall en í
kosningunum 2009 og sérstaklega 2007. Fram-
sókn á fjóra þeirra, Harald Einarsson, verk-
fræðinema, Fjólu Hrund Björnsdóttur, starfs-
mann á Hótel Rangá og nema við HÍ, sem bæði
bjóða sig fram í Suðurkjördæmi, og Sigurjón
Norberg Kjærnested, verkfræðing, sem kemur
úr Suðvesturkjördæmi, auk téðrar Jóhönnu.
Fimmti þingmaðurinn úr yngsta aldurs-
flokknum yrði Píratakapteinninn Smári
McCarthy sem fer fram í Suðurkjördæmi.
Þingmönnum á
sjötugsaldri fækkar
Að sama skapi fækkar þingmönnum sem náð
hafa sextíu ára aldri, þeir yrðu einungis fimm,
eða 7,9% en voru 12,7% í kosningunum 2009.
Flestir þingmenn koma úr aldursflokknum
40 til 49 ára, þó sjónarmun færri en í síðustu
kosningum, þegar þeim fjölgaði til muna. Þing-
mönnum á sextugsaldri fjölgar lítillega nú en
þeim fækkaði verulega 2009. Heldur færri þing-
menn myndu setjast á þing nú en síðast úr ald-
ursflokknum 30 til 39 ára en mikill stöðugleiki
hefur verið í þeim flokki í síðustu þrennum
kosningum.
Athygli vekur að Katrín Jakobsdóttir, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram-
boðs, yrði langyngsti þingmaður síns flokks.
Hún er 37 ára en næstyngstar yrðu Svandís
Svavarsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
báðar 48 ára.
Samkvæmt könnuninni falla fjórtán þing-
menn, sem sækjast eftir endurkjöri, út af þingi
nú, en aðrir fjórtán hafa dregið sig í hlé eða lutu í
lægra haldi í prófkjörum sinna flokka. Það þýðir
að 28 nýir þingmenn myndu koma inn í vor, þar
af helmingurinn framsóknarmenn. Þess má geta
að einungis níu menn sátu á Alþingi fyrir Fram-
sóknarflokkinn á síðasta kjörtímabili.
Meðal þingmanna sem ekki ná kjöri eru fjórir
fyrrverandi ráðherrar, Kristján L. Möller og
Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, Álfheiður
Ingadóttir, VG, og Jón Bjarnason sem nú býður
sig fram fyrir hönd Regnbogans. Möguleikar
Framsókn yngir ræki
Morgunblaðið/Eggert