Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 S annast sagna er afar áhugavert að tvö þýsk lið séu í undanúrslit- unum og tvö spænsk. Englendingar, sem yf- irleitt telja lið sín þau allra bestu þar til annað kemur í ljós, eru auð- vitað vonsviknir. Sérstaklega runnu meistararnir í Manchester City á rassinn og komust ekki einu sinni áfram úr riðlakeppninni. Man. City til málsbóta verður að taka fram að úr þeim sannkallaða dauðariðli eru tvö lið í undanúrslitum: Bo- russia Dortmund og Real Madrid, sem mætast einmitt í Þýskalandi á miðvikudaginn. Evrópumeistarar Chelsea kom- ust heldur ekki áfram úr riðla- keppninni en Arsenal og Manchest- er United duttu út í 16 liða úrslitum. Raunar má segja að aðeins hafi munað hársbreidd að spænsku liðin urðu ekki þrjú í undanúrslitum, sem hefði verið saga til næsta bæj- ar. Dortmund skoraði tvisvar í blá- lokin gegn Malaga í seinni leiknum í átta liða úrslitum og vann ævintýralegan sigur. Erfitt er um það að spá, en telja verður Real Madrid sigurstrang- legra gegn þýsku meisturunum. Dortmund teflir fram geysilega skemmtilegu liði og þótt Real hafi tapað fyrir þýska liðinu á útivelli í riðlakeppninni og gert jafntefli heima skiptir það ekki máli nú. Þó að þýska liðið sé gott á Real að vera betra. Og þótt Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, sé snjall er José Mourinho slíkur refur að lið hans eru nánast alltaf talin sig- urstranglegari en andstæðingurinn. Málið er ekki mikið flóknara en það. Dortmund er frábært sóknarlið en vörnin var óörugg gegn Malaga í síðustu umferð. Hana verður a.m.k. að líma betur saman gegn Ronaldo, Benzema, Özil, Di Maria, Alonso og öðrum séníum Madrídarliðsins. Hin rimman í undanúrslitunum verður að teljast enn merkilegri. Saga beggja félaga er slík og bæði hafa yfirburðastöðu í deildarkeppn- inni heima fyrir. Bayern er þegar búið að tryggja sér þýska meistaratitilinn og Barcelona er langt komið með það verkefni á Spáni. Vart þarf að taka fram að valinn maður er í hverju rúmi hjá félög- unum fjórum. Varamannabekkina verma meira að segja kempur í fremstu röð. Gott dæmi um það er þýski landsliðsmaðurinn Mario Gomez. Hann hefur þurft að gera sér varamannabekkinn að tölu- verðu leyti að góðu í vetur vegna þess hve Króatinn Mario Mandzu- kic hefur blómstrað. Gomez fór í aðgerð vegna meiðsla eftir Evrópumót landsliða í fyrrasumar, var ekki til í slaginn með Bayern í haust og Mandzukic, sem kom frá Wolfsburg fyrir tíma- bilið, hefur einfaldlega leikið það vel að Heynckes þjálfari hefur ekki getað annað en notað sem hann sem aðalframherja! Gomez minnti rækilega á sig á dögunum þegar hann gerði þrjú mörk á sex mínútum í undan- úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Kom þá inn á í stað Mandzukic Robert Lewandowski og þjálfarinn Jürgen Klopp fagna eftir ævintýralegan sigur Borussia Dortmund gegn Málaga í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Jupp Heyncken, þjálfari Bayern München, fagnar eftir að liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn á dögunum, að loknum færri leikjum en áður hefur gerst. Hvað það verður, veit nú enginn… FRÁBÆRIR FORRÉTTIR ERU AÐ BAKI Í MEISTARADEILDINNI OG ILMURINN AF AÐALRÉTTUNUM FYLLIR SENN VITIN. ÓHJÁKVÆMILEGT ER AÐ GERA RÁÐ FYRIR SIGRI REAL MADRID GEGN DORTMUND EN SJÁLFUR NOSTRADAMUS GÆTI VARLA SPÁÐ AF VITI UM HVORT BAYERN EÐA BARCELONA FER Í ÚRSLIT. SAMT FREISTANDI AÐ HALLAST AÐ BARCELONA. EÐA ER ÞAÐ EKKI? Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Lið hans eru jafnan sigurstrangleg! Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, og argentínski undramaðurinn Leonel Messi. Vilanova er nýkominn til starfa á ný eftir krabbameinsmeðferð. Hollendingurinn Arjen Robben hefur leikið mjög vel með Bayern í vetur. Hér skýst hann á milli leikmanna Juventus í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. AFP * „Fótbolti er alveg eins og skák, nema hvað það eru ekkinotaðir neinir teningar.“Þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski ruglaðist aðeins.BoltinnSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.