Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 61
síðla leiks. Króatinn verður í banni í fyrri leiknum gegn Barcelona á þriðjudaginn og Gomez „kemur til greina“ í liðið, eins og Heynckes þjálfari tók til orða! Ekki ónýtt að hafa slíkan mann til reiðu! Hol- lendingurinn Robben, Frakkinn Ribery og aðrar hetjur skrýðast Bayern-treyjunni einnig og nefna má þýska landsliðsmarkvörðinn Neuer, Philippe Lahm, fyrirliða Bayern og Þýskalands, og miðju- manninn Schweinsteiger. Hvað er svo hægt að segja um Barcelona? Varla nokkuð sem ekki hefur áður verið sagt; besta lið í veröldinni á góðum degi, vill halda boltanum sem mest og í vikunni var greint frá því að liðið hefur verið meira með boltann en and- stæðingurinn í síðustu 300 leikjum! Messi er besti leikmaður heims. Getur allt og skiptir yfirleitt sköp- um. Svo eru það Valdes, Alves, Piquet, Puyol, Mascherano, Alba, Xavi, Iniesta, Busquets, Villa, Messi, Pedro. Nægir þetta ekki? Messi var hreint ekki nefndur tvisvar fyrir tilviljun… Geti eitthvert lið haft betur gegn Barcelona í Meistaradeildinni eru það án efa Bayern München og Real Madrid. Bæði hafa á skipa frábærum markmönnum, grimmum varnarjöxlum, ódrepandi miðju- mönnum og baneitruðum fram- herjum. Og bæði eru enn með í keppninni! Nái Barcelona að sýna sparihliðarnar er liðið sigur- stranglegt en ekkert er sjálfgefið. Jæja, spennið beltin og hafið borðin fyrir framan ykkur lárétt… Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo hjá Real stefnir alltaf upp á við. Hans og samherjanna bíður áhugaverð glíma við skemmtilegt lið Dortmund. 21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 Góð brauð – betri heilsa Opið: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Lengri opnunartími á Dalveginum Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Esjubrauð Hollustubrauð sem inniheldur m.a. íslenska repjuolíu, repjuhrat sem og íslenskt bygg - enginn sykur Ríkt af Omega 3 Reykjalundi - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Með viðskiptum við okkur stuðlar þú að atvinnu fyrir alla Er markaðsátak, kynning eða ráðstefna framundan? SÉRPRENTUM MÖPPUR FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR ✆ 562 8500 Sérprentaðar möppur segja mikið um fyrirtækið þitt. Hannaðar að utan sem innan eftir þínum þörfum. Tveggja gata, fjögurra gata eða askja.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.