Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Page 64
SUNNUDAGUR 21. APRÍL 2013
Þín ánægja er okkar markmið
vodafone.is
FYRIR MÓTTEKIN SÍMTÖL
UM 95% LÆKKUN
Á KOSTNAÐI VIÐ
15 MB NOTKUN
AÐEINS 690 KR.
SVO MÍNÚTUVERÐIÐ HEIMA
DAGGJALD
BETRI KJÖR Á FERÐALÖGUM
Skráðu þig með því að senda „Euro“ í SMS í 1414.
Þú færð SMS þegar þjónustan er orðin virk.
Kynntu þér skilmála Euro Traveller á Vodafone.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Íslenskt mínútuverð í
útlöndum með Vodafone
Euro Traveller
„Mér var alveg rosalega kalt stundum og svo leit maður í kring-
um sig og sá aðra skeggjaða menn vera nánast að frjósa. Samt
elska ég Ísland og ég er alvarlega að spá í að kaupa mér hús
þarna,“ sagði Kit Harington, leikari úr Game of Thrones, í við-
tali við Daily Star í vikunni. Kit leikur Jon Snow í þáttunum og
undi hag sínum vel í Mývatnssveit þar sem þáttaröðin var tekin
upp. Segja kunnugir að Harington renni hýru auga til sælureit-
sins í Birkilandi sem er frístundabyggð í Mývatnssveit. Svæðið
er í grónu hrauni í landi Voga með birkiskógi allt um kring og
fallegt útsýni um þessa mögnuðu sveit.
Hlutverkið hefur vakið verðskuldaða athygli á Harington en
hann reynir að halda sér á jörðinni. „Um daginn var ég að kaupa
mér kjúkling í matinn og þá var ég myndaður í bak og fyrir. Ég
skil það ekki alveg ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir
Íslandsvinurinn.
Hinn dökkhærði
Harington í
hlutverki sínu
sem Jon Snow.
KIT HARINGTON ÚR GAME OF THRONES
Vill kaupa
hús á Íslandi
Fegurðin er mikil í Mývatnssveit. Engin furða að
Harington vilji kaupa hús þar.
„Okkur hefur alltaf fundist þetta
mjög falleg tegund og höfðum
heyrt af því að hann væri með góð-
an persónuleika áður en við feng-
um hann,“ segir Guðrún Ósk Guð-
jónsdóttir eigandi Kleópötru Valo
sem er köttur af Sphynxkyni.
Sphynx-kettir vekja gjarnan at-
hygli þar sem þeir eru hárlausir
með öllu.
Valo fæddist 18. nóvember og er
að sögn Guðrúnar skírð í höfuðið á
Ville Valo söngvara finnsku rokk-
hljómsveitarinnar Him. „Við
ákváðum að bæta Kleópötru við
því það er kvenlegra og skemmti-
legra nafn. Hún er algjört kúrudýr
og mjög mikill leikur í henni. Hún
er svolítill kettlingskjáni og er
yndislega fyndinn köttur. Hún sef-
ur alltaf upp í rúmi alveg við and-
litið á mér,“ segir Guðrún.
Guðrún segir að baða þurfi Valo
reglulega en á móti fer hún ekki úr
hárum. Guðrún og kærasti hennar
Hólmkell Leó Aðalsteinsson eiga
fyrir annan kött. „Hún heitir
Phoebe í höfuðið á nöfnu sinni í
Friends. Þegar þær Valo voru að
kynnast elti Phoebe Valo um alla
íbúð. Það gekk þannig fyrstu dag-
ana og í dag eru þær bestu vinkon-
ur,“ segir Guðrún.
GÆLUDÝRIÐ MITT
Hárlaust
kúrudýr
Guðrún Ósk er eigandi Valo sem er köttur af Sphynxkyni. Valo er mikið
kúrudýr og sefur gjarnan uppi í rúmi hjá Guðrúnu og kærastanum.
Morgunblaðið/Ómar
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Sveinn Andri veit allt um lög.Kalli Berndsen veit allt um tísku.Steindi Jr. veit allt um grín.