Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunÁ Loft hostel í Bankastræti er vistvæn hönnun í fyrirrúmi og frábært útsýni af svölunum »32 A lmanakið list í 365 daga er svokall- að „tear-off“ dagatal af gömlu, góðu gerðinni þar sem við blasir nýr dagur þegar sá á undan er rif- inn af. Almanak þetta verður þó mun stærra í sniðum en gengur og gerist en þar munu 365 listamenn af ýmsum sviðum eiga sinn dag. Verður almanakið litprentað verk og mun vega um þrjú kg. Það eru þau Lind Völund- ardóttir og Tim Junge sem setja almanakið saman en þau starfa saman undir merkinu art365.is. Verkefnið er hluti af lokaverkefni Lindar úr menningarstjórnun við Háskólann í Bifröst en Tim hefur starfað lengi sem graf- ískur hönnuður í heimalandi sínu Hollandi. Almanakið er m.a. hugsað til að skapa vett- vang fyrir hinar fjölbreyttu starfsgreinar sem rúmast innan listsköpunar og skapandi greina og um leið að veita áhorfendum innsýn í þá flóru sem blómstrar hérlendis. „Við viljum hafa þetta fjölbreytt og blöndum saman þekktum listamönnum við yngri listamenn og þá jafnvel nýútskrifaða nemendur. Ég held líka að það vanti stað þar sem allir listamenn geta rúmast saman en okkur hættir til að hólfa þá of mikið niður,“ segir Lind. Þau hafa nú fengið 200 listamenn til liðs við sig en vantar helst fleiri hönnuði og ljósmyndara. „Ljósmyndasafn Reykjavíkur aðstoðar okkur við að ná í ljós- myndara og svo verður bara bankað upp á hjá þeim síðustu,“ segir Lind í léttum dúr. Lind og Tim sammælast um að nokkuð vel hafi gengið að ná í listamenn til verksins. Helst hái þeim að sumir vilji kynnast hugmyndinni fyrst og sjá hvernig hún virki. „Samskiptin við listamennina hafa verið skemmtileg en mikill munur þar á. Yngri hönnuðir og listamenn virðast vinna skilvirkar og ganga í málið eins og skot fái þeir boð sem þessi,“ segir Lind en þau Tim eru sammála um að slíkt almanak sé hægt að gefa út í það minnsta nokkur ár í röð þar sem af nógu sé að taka og sífellt komi nýir listamenn fram á sjónarsviðið. Myndir munu skreyta síður almanaksins þar sem það á við en textar skáldanna í hópn- um verða ekki endilega myndskreyttir heldur er miðað að því að fólk geti frekar búið til eig- in mynd í huganum. Þannig geti fólk örvað sköpunarkraftinn um leið og dagatalið kveikir áhuga fólks á ólíkum listsviðum. En líkt og áð- ur sagði eru listamennirnir af ólíkum sviðum og þar má finna arkitekta, skartgripasmiði, fatahönnuði, keramiklistamenn, vöru- og graf- íska hönnuði. Til að hrinda verkefninu í framkvæmd leita Lind og Tim hefð- bundinna styrkja en bjóða einnig fyrirtækjum sem vilja styðja við bakið á sköpun og menningu í landinu að birta merki sitt á síðum almanaksins. Miðað er að því almanakið fáist til að byrja með í for- sölu en síðar meir í bóka- og hönnunarverslunum. Vonast Lind og Tim til að geta náð kostnaði niður með styrkjum þannig að verðið verði aðgengilegt almenningi en almanakið er einnig hugsað sem til- valin gjöf til viðskiptavina jafnt innan landsteina sem utan. Þá hefur Tim einnig búið til kort með listagalleríum í Reykjavík og sett inn upplýsingar um þá listamenn sem eiga verk í almanakinu á vefsíð- unni www.art365.is Guðjón Ketilsson, myndlistarmaður, í mars. Finnur Arnar, myndlistarmaður, í október. Lind Völund- ardóttir og hundurinn Kátur. Morgunblaðið/Eggert 365 LISTAMENN AF ÝMSUM SVIÐUM SAMEINAÐIR Á EINUM STAÐ Þriggja kílóa almanak ALMANAKIÐ LIST Í 365 DAGA SKAPAR SAMEIGINLEGAN VETTVANG FYRIR ÍSLENSKA LISTAMENN AF ÓLÍKUM SVIÐ- UM. MARKMIÐIÐ ER AÐ KYNNA LISTAMENNINA OG UM LEIÐ AÐ VEKJA ÁHUGA FÓLKS Á NÝJUM LISTSVIÐUM. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður, í maí. Guðrún Gunnarsdóttir, myndlistarmaður, í júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.