Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013
Matur og drykkir
V
öfflur er klassíkt að baka um helg-
ar og bjóða í gott helgarkaffi. Það
getur verið skemmtilegt að leika
sér dálítið með vöffludeigið og
gera það óhefðbundið. Vöfflurnar sem hér
er gefin uppskrift að innihalda engin egg
og eru meira í líkingu við hollenskar kara-
melluvöfflur sem kallast á hollensku „stro-
opwafel“. Þær eru þunnar með karamellu-
kenndu sýrópi á milli og hafa verið búnar
til í Hollandi síðan seint á 18. öld. Það má
rekja til þess að bakarar í hollensku borg-
inni Gouda bökuðu gjarnan kökur úr af-
göngum, t.d. brauðmylsnu sem sýrópi var
bætt saman við. Áður fyrr voru fjölmargir
slíkir vöfflubakarar í Gouda en árið 1960
voru 17 slíkar verksmiðjur í borginni.
Hefðin er sú að leggja vöffluna yfir bolla
með heitum drykk. Þannig verður vafflan
mýkri að innan en stökk að utan og hið
mesta góðgæti með góðu kaffi eða te. Þetta
má prófa fyrir þá sem baka vöfflurnar í
panínigrilli og forma í hringlaga kökur.
Vöfflur sem þessar er best að baka litlar en þær verða dálítið stökkar og eru góðar með te- eða kaffibolla.
Morgunblaðið/Kristinn
Á vöfflurnar er gott að nota súkkulaðismjör og
jafnvel búa til samlokur úr þeim séu þær mót-
aðar sem hringlaga kökur.
Gott morg-
unverðarte
gerir góðar
vöfflur enn
þá betri.
VÖFFLUR MEÐ ÖÐRU SNIÐI
Mjúkar að innan stökkar að utan
ÞAÐ ER UM AÐ GERA AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM MEÐ ÓHEFÐBUNDINN VÖFFLUBAKSTUR. ÞESSAR VERÐA MEIRA EINS OG HOLLENSKAR
KARAMELLUVÖFFLUR, LITLAR OG STÖKKAR, EN ÞÆR MÁ LÍKA FORMA SEM KRINGLÓTTAR KÖKUR OG BAKA ÞÁ Í PANÍNÍGRILLI.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Hollenskir bakarar byrjuðu að baka karamelluvöfflur á 18. öld.
AFP
1 bolli rjómi
1 ½ tsk vanilluessens
1½ bolli flórsykur
1½ bolli hveiti
¼ tsk kanill
1 msk kartöflumjöl
Aðferð
Hrærið rjómann og vanilluessens
saman í hrærivél þar til að áferð
rjómans hans er orðin nokkuð þétt
en þó mjúk.
Sigtið saman flórsykurinn, hveitið,
kanil og kartöflumjöl saman í skál,
blandið saman og bætið síðan var-
lega saman við rjómann. Setjið síðan
plastfilmu yfir skálina og látið bíða
við stofuhita í 30 mínútur.
Fyrir þá sem eiga panínígrill skal
hita það við meðalhita og setja góða
matskeið af deigi á miðju grillsins.
Lokið og bakið í um eina og hálfa
mínútu. Takið síðan vöffluna úr grill-
inu og notið um 5 cm breitt köku-
mót eða glas til að skera út köku úr
deiginu.
Ef slíkt grill er ekki til á heimilinu
má nota gamla, góða vöfflujárnið og
gera þá litlar vöfflur úr deiginu. Kælið
vöfflurnar eða kökurnar og smyrjið
síðan með súkkulaðismjöri. En ýmist
má bera fram kökurnar sem sam-
lokur með súkkulaðismjöri á milli
eða sem litlar vöfflur og þær má þá
nota annað hvort á kaffiborðið eða
jafnvel sem ískex með ís og heitri
karamellusósu.
Ef þið búið til kökurnar í grillinu er
rétt að benda á að hraðar hendur
þarf að hafa við að móta kökurnar
áður en deigið harðnar og verður ill-
viðráðanlegt.
VÖFFLU-SAMLOKUR MEÐ SÚKKULAÐISMJÖRI