Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Page 34
*Græjur og tækniPottaplöntur geta hreinsað loftið og eru æskilega þar sem mikið er af tölvum og tækjum »36 Á nýlegri ráðstefnu í New York voru nýjungar kynntar í þrí- víddarprentun. MakerBot, MakerGear, Mbot, og X-Object kynntu prentarana sína en hægt er að prenta allt milli him- ins og jarðar í þessum prenturum. Meira að segja Star Wars-hetjuna Jóda sem kom reyndar rauður en ekki grænn. Og þar sem tæknin er, þar koma vopn inn í jöfnuna. Bent hefur verið á að hægt sé að prenta sinn eigin riffil, sína eigin skammbyssu og sína eigin sprengju en sem betur fer stálu vopnabrjálaðingar í Bandaríkj- unum ekki fyrirsögnunum. Sculpteo mun verða app þar sem hægt verður að búa til þrívíddar- mynd og prenta út. Allt niður í smæstu smáatriði mun eftirprentunin koma ljóslifandi úr prentaranum. Tímaritið The Economist spáði því í leiðara fyrir nokkrum árum að tilkoma þessara prentara gæti átt eftir að hafa gríðarleg áhrif á efnahagslíf heimsins á næstu árum, hugs- anlega jafnvíðtæk áhrif og tilkoma gufuvélarinnar og prentvélarinnar á sinni tíð. Tæknin er komin ótrúlega langt enda voru fjölmargar bygg- ingar prentaðar með ótrúlegri nákvæmni og sýndar á ráðstefnunni. Eins og svo oft, þá segja myndirnar meira en þúsund orð. Hægt er að prenta ótrúlegustu smáatriði. Dómkirkjustytta komin í mýflugumynd. ÞRÍVÍDDARPRENTUNARRÁÐSTEFNA Í NEW YORK Rauður Jóda prentaður TÆKNIN Í ÞRÍVÍDDARPRENTURUM ER ORÐIN ÓDÝR. SVO ÓDÝR AÐ INNAN NOKKURRA ÁRA GETUR ALMENNINGUR EIGNAST SLÍKA PRENTARA. ÞÁ ER HÆGT AÐ BÚA TIL HVAÐ SEM ER – MEIRA AÐ SEGJA BYSSUR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Jóda alveg að verða tilbúinn. Fínn og fallegur sem fyrr. risinn í ryksugum á heimsvísu, hafnaði hugmyndinni og Dyson tók til við að smíða ryksuguna sjálfur og ræður nú þriðjungi Bretlandsmarkaðar. Hin byltingarkenna hugmynd Dysons var að skilja óhreinindin frá loftinu með einskonar loftþyrli og skila þeim í sérstakt hólf, en loftinu er svo skilað út hreinu, eða svo hreinu sem hægt er að ná því yfirleitt. Galdurinn við þetta er að ryksugan missir ekki kraft eftir því sem rykið safnast í hólfið eins og vill vera með aðrar gerðir, og út- blásturinn er líka hreinni en ella. Óvísindalegar tilraunir mínar benda svo til þess að Dyson nái upp meiri óhrein- indum en venjuleg ryksuga með pokum og tilheyrandi. Svo má ekki líta framhjá því hve skemmtilegt það er fyrir græjuóða að fylgjast með vinnslunni í vélinni. Það tók víst fimm ár og 5.127 frumgerðir áður en fyrsta Dyson-ryksugan var tilbúin. Frá þeim tíma hafa þær tekið talsverðum útlitsbreytingum þó grunntæknin sé sú sama. Þessi tækni hefur síðan breiðst út til annarra framleið- enda, þó þeir verði að fara aðrar leiðir en Dyson því hann baktryggði sig með grúa einkaleyfa, eins og Hoover fékk á kenna á í málaferlum fyrir nokkrum ár- um, þegar Dyson vann fullnaðarsigur í málaferlum vegna hugmyndastuldar. Fátækur uppfinningamaður kemur til stórfyrirtækis með fram-úrstefnulega og óvænta hugmynd og stórfyrirtækið hafnarhenni. Uppfinningamaðurinn þráast við og tekur sjálfur að framleiða eftir hugmyndinni sem stórfyrirtækið stelur síðan. All- ir kannast við þetta ævintýri eða tilbrigði við það, en þó flestar sögurnar séu uppspuni að miklu eða öllu leyti eru sumar sannar, eins og til að mynda sagan af breska uppfininngamann- inum James Dyson og ryksugunni hans. Nú eru ryksugur ekki sérstaklega for- vitnileg apparöt, eða hvað; loftstraumur ber óhreinindi með sér að síu þar sem (flest) óhreinindin sitja eftir og safnast í sekk sem var forðum tæmdur reglulega, en aftir að ryksugupokar úr pappír komu til sögunnar er pokanum hent með öllu saman. Það gefur augaleið að líkt og með rakvélina og rak- blöðin þá er aðalgróðinn í því að selja ryksugupoka og sú er líka raunin. Í því ljósi má skilja frammámenn Hoover þegar James Dyson kom á fund Hoov- er-stjóra og kynnti þeim hugmyndir sínar um ryksug- ur sem gerðu ryksugupoka óþarfa. Hoover, sem var þá RYKINU ÞYRLAÐ ÚR HEIMINUM VIÐ FYRSTU SÝN ER EKKI MARGT HÆGT AÐ ENDURBÆTA ÞEGAR RYKSUGUR ERU ANNARS VEGAR, EN UPPFINN- INGAMAÐURINN JAMES DYSON VAR Á ÖÐRU MÁLI SEM SANNAST Í FRAMÚRSTEFNULEGUM DYSON-RYKSUGUM. Græja vikunnar * Eins og getið er hér tilhliðar er útblástur úr Dyson- vélum hreinni en gengur og gerist með ryksugur, nær nið- ur í 0,5 míkron, en það er líka hægt að hreinsa enn meira með HEPA-loftsíu í dýrari gerðum. * Gamla Nilfisk-ryksugansem til var á æskuheimilinu var úr stáli, en í dag er allt úr plasti, líka ryksugur. Plastið í Dyson-ryksugum er venju fremur sterklegt, en gerir hana líka þyngri. ÁRNI MATTHÍASSON * Dyson-ryksugurnar eruóvenjulegar og ekki fyrir alla, en eftir að hafa kynnt mér slíkar í nokkra daga finnst mér þær í alla staði fram- úrskarandi verkfæri og frum- legar. Víst er óvenjulegt að rykhólfið er gagnsætt, en það er langf í frá fráhrindandi, í raun mun betra. Prentuð andlit. Ótrúlegt en satt. Gríðarlega raunveruleg. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.