Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Side 45
samfellt í 4.888 daga undir sömu forystu, sem er einstakt í okkar sögu. Um hagvöxt var dómurinn: Framar vonum. Um stöðugleika á þessum rúmu 13 árum var dómurinn: Bylting frá því sem áður þekktist. Um verðbólgu var dómurinn: Í fínum málum. Um kaupmátt ráðstöfunartekna var dómurinn: Stórglæsilegur árangur. Og um atvinnuleysi var dómurinn: Einstakur árangur. Með því besta sem þekkist í heiminum. Ritstjórinn hrósaði EES-samningnum, frjálsu fjármagnsflæði (sem af samningnum leiddi). Hann taldi sölu ríkisbankanna sérlega mikilvæga. Hún hefði verið „eitt af helstu markmiðum Viðeyj- arstjórnarinnar“ þótt það hafi ekki náðst í hennar tíð. En ritstjórinn nefndi einnig til sögunnar gagn- rýnisefni sem færð hefðu verið fram um þennan þátt. Eini þátturinn sem honum þótti ekki hafa tek- ist nægjanlega vel í þessum úttektardómi sneri að lágum raunvöxtum. Krossaprófið Svo gerði ritstjórinn krossapróf sem samanstóð af 20 spurningum. Í plúsdálkinn færði hann 14 atriði: Hagvöxtur, stöðugleiki, lítil verðbólga, kaupmáttur ráðstöfunartekna, þjóðartekjur á mann, full at- vinna, EES-samningurinn, frjálst fjármagnsflæði, löggjöf um hringamyndun, sala ríkisbanka, fjár- lagahalla útrýmt, skuldir ríkissjóðs, erlendar skuld- ir, bygging álvera. Í mínusdálkinn færði hann tvö atriði af 20: Lækkun skatta (ekki tekist sem skyldi) og skuldir heimila. Í meðaltalsdálkinn féllu fjögur: Lágir raun- vextir, lífeyrisskuldbinding ríkissjóðs, uppbygging þorskstofna og tekjudreifing í þjóðfélaginu. Um síð- asta lið sagði: Meiri ójöfnuður – hins vegar eru allir ríkari! Ritstjórinn sagði niðurstöðu krossaprófsins um árangur vera í einu orði: Einstakur. Nú geta aðrir haft hvaða skoðun sem þeir vilja á þeirri niðurstöðu ritstjóra Frjálsrar verslunar sem hann kynnti haustið 2004 og margir hafa með nokkrum erfiðismunum reynt að ýta staðreyndum sögunnar til hliðar eftir sínum hentugleikum. Aðrir hafa í áróðursstarfsemi sinni gengið fram eins og þeim séu þessir tímar með öllu ókunnir. En þeir sömu verða þá væntanlega að leita einhvers staðar að skynsamlegri skýringu á því hvers vegna slík festa var í stjórnmálum á þeim tíma sem Jón G. Hauksson tók þarna til skoðunar og hvers vegna hann felldi svo afgerandi dóm. En mikilvægasta spurningin er þó sú, hvers vegna kjósendur stuðl- uðu að því, fernar kosningar í röð, að hægt væri að tryggja forystu um þá festu sem svo miklum ár- angri skilaði. Eitt er víst að allt þetta langa skeið þurfti ekki að grípa til þeirra örþrifaráða fyrir kosningar, sem ríkisstjórn, uppiskroppa með fylgi, hefur reynt að grípa til síðustu vikurnar. Og forysta sem svo lengi sat með meiri sátt við kjósendur en náðst hefur í annan tíma fór sæl á braut úr sínum sessi, þegar henni þótti þetta orðið gott. Vonandi gefst nú aftur færi á framfaraskeiði á borð við það sem fékk þann dóm að hafa verið einstakt. Þá verður örvænting- arfullt uppboð fyrir kosningar óþarft eftir fjögur ár. pa örvæntingu og uppgjöf * Slíkir gjafagerningar ráðherranna eru því fyrst og síðast af pólitískum toga og binda viðkomandi ráðherra og/eða ríkisstjórn eingöngu pólitískri ábyrgð. Heimild: Frjáls verslun, 7.tbl. 2004 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann Atvinnuleysi -2,7 -7,6 0,0 3,8 4,1 2,5 8,7 6,5 5,2 2,0 -0,1 2,7 2,0 2,7 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2,5 4,3 5,3 5,3 4,9 3,7 3,9 2,7 2,0 2,3 2,3 3,3 3,4 28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.