Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 57
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Íslenska steinabókin hefur lengi verið einhver vinsælasta hand- bókin á sínu sviði hér á landi og er ætluð áhugamönnum um íslenska steinaríkið. Höfundar eru Kristján Sæ- mundsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR, sem hefur víða unnið að jarðfræðikortlagningu og jarð- hitarannsóknum og Einar Gunnlaugsson jarðefnafræð- ingur sem starfar að jarð- hitarannsóknum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Grétar Eiríksson tæknifræðingur tók myndirnar. Gerð er grein fyrir myndunarskilyrðum, bæði bergtegunda og holufyllinga, en þekking á slíku er nauðsynleg hverjum áhugasömum náttúruskoðara. Steinabókin endurútgefin Unnendur rithöfundarins J.D. Salinger hafa áratugum saman reynt að komast að ein- hverju nýju um líf höfundarins, sem einangr- aði sig frá umheiminum í áratugi eftir að met- sölubók hans, Bjargvætturinn í grasinu sem fjallar um unglinginn Holden Caulfield, kom út árið 1951. Salinger lést árið 2010, 91 árs gamall. Nýju ljósi er varpað á líf höfund- arins á árunum 1941 til 43, í bréfum sem Morgan Libary and Museum í New York hef- ur keypt af 95 ára gamalli konu, Majorie She- ard. Sheard og Salinger skiptust á nokkrum bréfum á þessum árum, eftir að Sheard hafði lesið smásögur eftir Salinger sem birtust í tímaritum á þeim árum. Í bréfunum birtist ungur maður sem virðist deila mörgum per- sónueinkennum með sögupersónunni Caul- field; það er leikur í textanum og ástríða í skoðununum, og Salinger segir henni að von sé á fyrstu „Holden-sögunni“ í tímariti. „Hann hefur þegar fundið tóninn,“ hefur The Telagraph eftir sérfræðingi. J.D. Salinger faldi sig frá umheiminum sem vill vita meira um manninn og skrif hans. BRÉF FRÁ SALINGER KOMA Í LEITIRNAR Hópur fólks kom saman í síðustu viku í Borgarbókasafninu til að fagna því að 70 ár eru síðan Litli prinsinn, hin heimsfræga saga Antoine de Saint-Exupéry kom út. Fólkið hafði verið hvatt til þess að hafa með sér eintök af Litla prinsinum á sem flestum tungumálum. Var það vel við hæfi því þessi hugljúfa saga hefur heillað umheiminn í áratugi. Ýmsir urðu til að heiðra hinn hreinlynda prins og sátu saman og lásu í verkinu og skoðuðu vitaskuld einnig hinar gullfallegu myndskreytingar höfundarins við eigin sögu. Engin frönsk bók hefur náð viðlíka vinsældum og Litli prinsinn og Frakkar völdu hana ný- lega bestu bók 20. aldar sem skrifuð væri á frönsku. Bókin hefur verið þýdd á yfir 250 tungu- mál og áætlað er að yfir 140 milljónir eintaka hafi selst af henni. Höfundurinn, flugmaðurinn Saint-Exupéry, varð ekki langlífur, hann lést árið 1944, 44 ára gamall. Hann hafði lagt upp í flug en skilaði sér ekki. Hvarf hans varð fréttaefni víða um heim. SJÖTUGUR PRINS Litli prinsinn var lesinn á Borgarbókasafninu í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá útkomu bókarinnar. Morgunblaðið/Ómar Örugg tjáning – Betri samskipti er bók eftir fjölmiðlakonuna Sirrý. Hún hefur áralanga reynslu af því að koma fram í fjölmiðlum og kenna fólki bætt samskipti. Hér gefur hún góð ráð og miðlar aðferðum sem hafa dugað henni vel. Hún kryddar texta sinn með fjöl- mörgum sögum úr raunveru- leikanum. Í bókinni eru svo verkefni sem nýtast þeim sem vilja koma sér upp öruggri tján- ingu og eiga betri samskipti. Bók um tjáningu og samskipti Álfar, tjáning og íslensk náttúra NÝJAR BÆKUR ÞAÐ ERU EKKI BARA SKÁLDSÖGUR SEM KOMA ÚT NÚ UM STUNDIR ÞVÍ BÆKUR UM NÁTTÚRU ÍSLANDS ERU EINNIG Á MARKAÐI. MÚMÍNÁLF- ARNIR SÍGILDU MINNA SVO Á SIG OG GLEÐJA BÖRNIN. ÞEIR SEM VILJA RÆKTA SJÁLFA SIG FÁ SVO BÓK UM ÖRUGGA TJÁNINGU OG BETRI SAMSKIPTI. Í bókinni Íslensk fjöll – gönguleiðir á 151 tind leiðbeina tveir kunnir fjalla- menn, þeir Ari Trausti Guðmunds- son og Pétur Þorleifsson, fólki um gönguferðir á íslensk fjöll. Í bókinni er ljósmynd af hverju fjalli um sig ásamt ítarlegri leiðarlýs- ingu og korti þar sem gönguleiðin er teiknuð inn. Einnig eru upplýsingar um gönguna sjálfa og sagt frá jarð- fræði, landslagi og útsýni. Bók fyrir alla fjallagarpa Múmínálfar bregða á leik er bók um hina vinsælu Múmínálfa. Bókin er í stóru broti og myndirnar eru einkar líflegar og lit- ríkar. Í bókinni leynast fjölmargir flipar sem börnin hafa gam- an af að gægjast undir. Um leið læra börnin ýmislegt um liti, tölur og gagnleg orð, auk þess vitanlega að fræðast um þess elskulegu vini sína í Múmíndalnum. Skemmtileg bók sem hlýtur að gleðja og kæta börnin. Líflegir múmínálfar gleðja börnin * „Ráð er síst að reiða sig upp á marga.“Hallgrímur Pétursson BÓKSALA 7.-20. APRÍL Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 2 BrynhjartaJo Nesbo 3 IðrunHanne-Vibeke Holst 4 Halli hrekkjusvínEva Lynn Fogg, Guðrún Olga & Jenný K. Kolsöe 5 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 6 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 7 Nýttu kraftinnMaría Björk Óskarsdóttir & Sigríður Snævarr 8 Sumar án karlmannaSiri Husvedt 9 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson 10 Litríkar lykkjur úr garðinumArne & Carlos Kiljur 1 BrynhjartaJo Nesbo 2 IðrunHanne-Vibeke Holst 3 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 4 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson 5 Sumar án karlmannaSiri Husvedt 6 SjóræninginnJón Gnarr 7 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir 8 VerndarenglarKristina Ohlsson 9 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 10 Hvítfeld fjölskyldusagaKristín Eiríksdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Dagur kemur eftir þennan dag.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.