Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það er búið að fella fleiri tugi trjáa á stóru svæði, unnar hafa verið skemmdir á skóginum. Ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Vafa- laust hefur þetta verið gert í góðum hug íbúanna en þeir virðast vera sjálfskipaðir útverðir borgarbúa og stunda skógarhögg,“ segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður skógar- svæða Reykjavíkurborgar. 1. maí síðastliðinn voru felldir fleiri tugir trjáa við Rituhóla í Breið- holti, sem liggja við Elliðaárdalinn. Tekin var lögregluskýrsla og svæðið myndað í gær. Björn reiknar fastlega með að kæra verði lögð fram, jafnframt segist hann vita hverjir hafi verið að verki. Sam- kvæmt hans heimildum er um að ræða íbúa í Rituhólum sem réðust í að fella trén. Ábendingar um athæfið bárust Birni frá íbúum fyrir ofan Rituhól- ana sem nota skóginn í ríkum mæli. Reyna að skapa sjónlínu „Fólk er að reyna að skapa sér einhverja sjónlínu og heldur því fram að trén skyggi á því keypt hafi verið tiltekið útsýni. Það er ekki hægt að kaupa útsýni, það er breyti- legt eftir því hvaða gróður er fyrir sem vex,“ segir Björn. Hann segir að alltaf komi upp eitt- hvað af málum sem þessu á hverju ári, þar sem unnar eru skemmdir á skóglendinu. „Ég hef aldrei náð ger- endunum þó svo að ég hafi vitað hverjir voru að verki. Oft hefur stað- ið til að gera eitthvað en við höfum látið málin niður falla til að forðast umtal sem gæti ýtt undir frekari skemmdarverk,“ segir Björn. „Það hafa borist reglulega sím- hringingar af þessu svæði þar sem óskað er eftir að trén yrðu felld því þau eru sögð skyggja á útsýnið,“ segir Björn. Hann bendir á að ekki hafi verið hægt að verða við því þar sem ekki er búið að skapa neina stefnu innan Reykjavíkurborgar í þessum málum. „Ef fara ætti eftir öllum tillögunum yrðu þær jafn- margar og húsin eru mörg á brekku- brúninni,“ segir Björn. Skóginum var upphaflega plantað í þágu íbúa svæðisins því áður var þar örfoka melur en með uppgræðsl- unni hafi trén veitt íbúunum skjól, að sögn Björns. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, tekur undir orð Björns. „Það hafa verið brögð að þessu í Breiðholtinu, t.d. fyrir neðan Vesturbergið og í Hólunum. Stund- um fréttum við ekki af þessu fyrr en þetta er afstaðið en núna voru menn staðnir að verki,“ segir Þórólfur að- spurður hvort skemmdir séu unnar á skóglendinu í Reykjavíkurborg. Hann segir að vissulega megi setja spurningarmerki við að skógi hafi verið plantað þarna á sínum tíma en það sé búið og gert. Hægt sé að velta upp spurningunni hvort maður geti átt útsýni í borg en Þór- ólfur segist ekki hafa svarið við því. „Hins vegar held ég að í borg verði fólk að átta sig á því að ekki sé hægt að fara fram á að halda tilteknu út- sýni þótt það hafi verið með einum hætti í upphafi. Best er að finna leið sem öllum líkar,“ segir Þórólfur og áréttar að vissulega sé gott útsýni af brúninni hjá Rituhólum yfir Elliða- árdalinn en það gangi samt ekki að fara fram með þessum hætti, líkt og raun ber vitni. Þórólfur ítrekar að þetta sé ekki einfalt mál, ef fylgja ætti t.d. sjón- armiði um rétt einstaklinga til útsýn- is þyrfti að fella stóran hluta skógar- ins. Þá er ekki víst að allir yrðu á eitt sáttir með þá niðurstöðu. Grisjuðu lítillega Einn íbúanna við Rituhóla, sem vildi ekki koma fram undir nafni, sendi Morgunblaðinu samantekt þar sem m.a. kom fram að íbúarnir hefðu tekið skemmd tré í nágrenni húsanna sem íbúum var farið að blöskra að sjá að borgin hirti ekki um „og grisjuðu lítillega í góðri trú með leyfi borgarstarfsmanns“. Þeir hefðu ekki átt von á því að lögregl- unni yrði sigað á þá fyrir að leggja borginni lið við hreinsun og fegrun hennar. Fleiri tugir trjáa felldir við Rituhóla  Stórfelldar skemmdir unnar á stóru svæði  Kæra líklega lögð fram  Íbúarnir staðnir að verki  Fjöldi kvartana borist um há tré sem skyggja á útsýni í Breiðholti  Ekki hægt að kaupa útsýni Morgunblaðið/Ómar Skógarhögg Fleiri tugir trjáa á stóru svæði fyrir framan Rituhóla í Breiðholti hafa verið felldir. Þórólfur Jónsson Björn Júlíusson Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Það sem verið er að gera þarna, með breytingum á Mýrar- og Geirs- götu, er að breyta þessum götum þannig að þær verða ekki jafngóður kostur fyrir Seltjarnarnes ef rýma þyrfti sveitarfélagið,“ segir Þórður Búason, skipulagsstjóri Seltjarn- arnesbæjar. „Þær aðstæður geta komið upp að rýma þurfi vesturhluta höfuðborg- arsvæðisins. Til þess eru bara tvær leiðir, annars vegar Hringbraut- Miklabraut og hins vegar Sæbrautin um þessar götur. Seltjarnarnes reynir að vaka yfir því að ekki séu gerðar breytingar á stofnbrautum og tengibrautum sem svona flótta- leiðir liggja um sem gera þær erf- iðar og ógreiðfærar.“ Mýrargatan „sæt vistgata“ Þórður segir það hafa legið í loft- inu að Mýrargatan gæti orðið kyrr- lát umferðargata sem ekki væri ætl- uð fyrir mikla umferð. Öll áform um breytingar á þessum leiðum þurfi að skoða með það fyrir augum að í gegnum borgina þurfa að fara menn úr öðrum byggðum. „Hótelstjórinn á Hótel Marina hefur talað um að Mýrargatan gæti orðið „sæt vistgata“. Þá er hún ekki lengur rýmingarleið fyrir Seltjarn- arnes og vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt skipulagslögum ber að kynna lýsingu á því hvernig er staðið að fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi. Hér er einvörðungu verið að kynna verklýsingu. Mat á áhrifum þessarar fyrirhuguðu breytingar er ekki komið fram og því kannski ekki tímabært að taka endanlega afstöðu til áformaðra breytinga svona fyrirfram,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefn- isstjóri á skipulagssviði Reykjavík- urborgar. „Tillagan sjálf hefur ekki enn verið sett fram og engar út- færslur kynntar. Ályktun bæj- arstjórnarinnar eru því viðbrögð við þessari verklýsingu en við eigum von á frekari viðbrögðum frá Sel- tjarnarnesi þegar tillagan sjálf verð- ur kynnt,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/Rósa Braga Skipulagsdeilur Mýrargata og Geirsgata munu ekki þjóna tilgangi sínum sem rýmingarleiðir fyrir vesturhluta höf- uðborgarsvæðisins verði umferð um þær þrengd. Bæjarstjórn Seltjarnarness lýsir áhyggjum af þeirri þróun. Óttast um rýmingarleiðir  Bæjarstjórn Seltjarnarness leggst gegn breytingum Fundur bæjarstjórnar Seltjarnar- ness þann 10. apríl síðastliðinn var um margt sérstakur, ekki fyrir efnistök, heldur fyrir þær sakir að á honum voru sjö mál afgreidd á tveimur mín- útum. „Það lá nú ekki mikið fyrir á dag- skrá þessa fundar og allar fundar- gerðirnar sem lagðar voru fram kröfðust ekki umræðu bæjarfull- trúa,“ segir Lárus B. Lárusson, for- seti bæjarstjórnar. „Það kann að vera að fundurinn hafi verið tvær mínútur og 59 sekúnd- ur, en samkvæmt fundargerð er hann vissulega tvær mínútur. Ég veit ekki hvort þetta er Íslandsmet í stuttfundi, en þetta er algjör undantekning, bæjarstjórnar- fundir eru yfirleitt mun lengri hjá okkur. Það er mjög gott samstarf milli meiri- og minnihluta þannig að við vinnum mál- in mjög vel saman og af heilindum,“ segir Lárus. gunnardofri@mbl.is Tveggja mínútna bæjarstjórnarfundur  Sjö mál voru afgreidd án umræðu Lárus B. Lárusson Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka dagaOpið kl. 11 - 16 laugardaga GERIÐ GÆÐASAMANBURÐ! Er frá Þýskalandi 69.900 VELD U GRIL L SEM ENDI ST OG Þ Ú SPAR AR Frábært grill fyrir íslenskar aðstæður 16,5 KW Þyngd 55 kg Fjöldi gas og kolagrilla á frábæru verði eru postulínsemaleraðar Grilleining og grillgrindur Skúffa undir öllu fyrir fitu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.