Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Á FJALLATINDUM - RAFBÓK! www.holabok.is/holar@holabok.is Hin vinsæla bók, Á fjallatindum, er nú fáanleg sem rafbók. Ómissandi bók fyrir allt fjallgönguáhugafólk sem getur nú haft hana í hendi sér á göngunni. Fæst á www.skinna.is Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til framhaldsverkefna. Sjóðurinn mun styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða semmögulegt væri að nytja. Áhersla verður lögð á verkefni sem efla rannsókna- og þróunarstarf á lífríki sjávar og styrkja til lengri tíma litið sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar sem minna fjármagn en verið hefur er til ráðstöfunar í sjóðnum verða í ár einungis veittir styrkir til framhaldsverkefna. Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum við síðustu úthlutun og hyggjast sækja um framhaldsstyrk skulu skila skýrslu um stöðu verkefnisins, ella koma viðkomandi umsóknir ekki til greina við úthlutun. Styrkur nemur að hámarki 50% af áætluðum heildarkostnaði viðkomandi verkefnis og er veittur til eins árs í senn. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2013 og skulu umsóknir send- ar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu einnig berast á rafrænu formi á netfangið hulda@anr.is. Umsóknir sem berast eftir 31. maí verða ekki teknar gildar nema póststimpill sýni að umsóknin hafi verið póstlögð ekki síðar en þann dag. Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeiningar um frágang umsókna er að finna á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins anr.is Umsóknir um framhaldsstyrki úr Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Verkefnasjóði s j á v a r ú t v e g s i n s Ím yn d u n ar af l / A N R SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skýrsla nefndar sem falið var að gera úttekt á stjórnskipan og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í ársbyrjun 2012 kom út í fyrradag. Er það mat nefnd- arinnar að þessum þáttum sé í meg- inatriðum komið fyrir með ásættan- legum hætti. Þó séu ýmsir hnökrar á stjórnsýslunni en í skýrslunni er að finna 124 ábendingar eða upplýsingar um hluti sem betur mættu fara en í skýrslunni var tímabilið frá 2002 til 2012 til skoðunar. Á meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að borgarstjórn hafi miklu eftirlitshlutverki að gegna sam- kvæmt lögum en að ekki verði séð af fundargerðum eða öðrum fyrirliggj- andi gögnum að hún sinni því að ráði. Þá fari ekki mikið fyrir eftirliti af hálfu kjörinna fulltrúa með fyrirtækj- um í B-hluta ársreiknings borgar- innar. Sigurður Þórðarson, formaður nefndarinnar, segir að nefndin hafi einkum bent á það að kjörnir fulltrúar eigi að hafa tvö meginhlutverk, ann- ars vegar stefnumótun og áætlana- gerð og hins vegar eftirlit. „Þróunin hefur hins vegar verið sú að þeir hafa lagt mikla áherslu á að fara inn í fram- kvæmdina sem hefur bitnað fyrst og fremst á eftirlitinu,“ segir Sigurður. Kjörnu fulltrúarnir hafi því farið inn á svið sem að ráðnir embættismenn ættu að sinna. Í niðurstöðum skýrsl- unnar er því tekið fram að mikilvægt sé að „staða og hlutverk kjörinna full- trúa gagnvart embættismannakerf- inu sé skýrð“. Hlutverk borgarstjóra valkvætt Í fjórða kafla skýrslunnar er fjallað um miðlæga stjórnsýslu borg- arinnar. Þar er vakin athygli á því að þeir einstaklingar sem hafi gegnt embætti borgarstjóra á þessum tíu árum hafi lagt mismikið til þeirra hlutverka sem þeir eigi að sinna. „Borgarstjórinn gegnir þríþættu hlutverki. Hann er framkvæmda- stjóri borgarinnar, hann er opinber fulltrúi borgarinnar og hann er póli- tískur forystumaður. Síðan er sagt að hann geti sinnt þessu með valkvæðum hætti. Það sem við höfum bent á er að það virtist vera að menn fari mismun- andi mikið inn í stjórnsýsluna sem borgarstjórar,“ segir Sigurður sem bendir á að helsta hlutverk borgar- stjóra eigi að vera æðsti yfirmaður borgarkerfisins og allra starfsmanna borgarinnar. Tíðar breytingar hafa orðið á stjórnkerfi borgarinnar á tímabilinu sem fjallað var um í skýrslunni. Er það mat nefndarinnar að þær tíðu breytingar, ásamt tíðum skiptum á borgarstjóra, hafi dregið úr skilvirkni stjórnsýslu borgarinnar og valdið óvissu hjá starfsmönnum. Þá sé ekki hægt að sjá að stjórnkerfisbreytingar sem slíkar hafi lækkað kostnað við miðlæga stjórnsýslu hjá Reykjavík- urborg en það var sagt eitt af megin- markmiðum breytinganna. Óaðgengilegir ársreikningar Í skýrslunni er tekið fram að fjár- málaskrifstofa borgarinnar hafi sinnt því hlutverki sínu vel að birta fjár- hagslegar stjórnunarupplýsingar til stjórnenda og yfirstjórnar borgarinn- ar og að gera skýrslur um fram- kvæmd fjárhagsáætlunar innan árs- ins. Að mati úttektarnefndarinnar vantar hins vegar mikið upp á að upp- lýsingar um fjármálin í heild séu nægilega aðgengilegar og skýrar fyr- ir almenning. Er bent á að skýringar séu takmarkaðar í ársreikningi borg- arinnar sem geri hann óaðgengilegan fyrir almenna lesendur. Gagnrýnt er að ekki sé í ársreikningi eða árs- skýrslu gerð grein fyrir því hvernig ráðstöfun fjármuna tengist umfangi og gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er eða hvernig hún tengist þeim póli- tísku markmiðum sem stefnt er að. Í skýrslunni er fyrirkomulag sveitarstjórnar á hinum Norðurlönd- unum kannað og borgirnar Álaborg, Björgin og Gautaborg bornar saman við Reykjavík. Sigurður segir að sér finnist sá samanburður athyglisverð- ur en í viðaukanum kemur fram að mikil gerjun hafi verið á fyrirkomu- lagi sveitarstjórna í Noregi. Þar hafi til dæmis verið reynt að kjósa for- mann sveitarstjórna beinni kosningu. Tíðar breytingar valdið óvissu  124 ábendingar til ráðamanna Reykjavíkurborgar í skýrslu úttektarnefndar  Borgarstjórar leggja mismikið til meginhlutverka  Ársskýrsla gefur ekki skýra mynd  Eftirlitshlutverki ekki sinnt að ráði Morgunblaðið/Rósa Bragadóttir Skýrslan kynnt Þau Henry Alexander Henrysson, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Sigurður Þórðarson og Sesselja Árnadóttir greina frá helstu niðurstöðum úttektar á stjórnskipan og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í fyrradag. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er sagt að eðlilegt sé þegar horft sé um öxl að spyrja hvort verðið sem ríkið hafi greitt Reykjavíkurborg fyrir eignarhlut sinn í Landsvirkjun hafi verið rétt „í ljósi þróunar ytri og innri aðstæðna eftir að samningar voru gerðir og fyrirtækið býr nú við“. Er jafnframt tekið fram að við skoðun nefndarinnar hafi ekki verið ætlað að leiða fram hvort vel eða illa hefði verið staðið að sölunni en póli- tísk samstaða hafi verið um tilgang hennar. Í samningi um kaup íslenska ríkis- ins á eignarhluta Reykjavíkur- borgar og Akureyrarbæjar í Lands- virkjun, sem undirritaður var 1. nóvember 2006, var miðað við að verðmat Landsvirkjunar væri 60,5 milljarðar króna og því skyldu um 27 milljarðar koma í hlut Reykjavíkur- borgar og þrír í hlut Akureyrar- bæjar. Í niðurstöðum nefndarinnar er miðað við mat sem GAMMA Management hf. vann fyrir Lands- virkjun þar sem kemur fram að verðmat fyrirtækisins gæti aukist á árabilinu 2025-2035. Bendir nefndin því á að einu endurskoðunarákvæði samningsins séu í tengslum við hugsanlega sölu ríkisins á Lands- virkjun og spyr hvort ekki hefðu fleiri atriði átt að gefa tilefni til end- urmats. Þá hefðu skilmálar skulda- bréfs sem Landsvirkjun gaf út til Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykja- víkurborgar leitt til þess að ófyrir- séð afföll hefðu orðið af bréfinu sem eign í eignasafni sjóðsins, vegna breytilegra vaxta sem væru á því. Verðið á Landsvirkjun of lágt? Morgunblaið/RAX Landsvirkjun Í skýrslunni er spurt hvort söluverðið hafi verið rétt.  Nefndin telur eðlilegt að spurt sé hvort umsamið verð hafi verið rétt Eitt af því sem kemur fram í niður- stöðum úttektarnefndarinnar er að 74 einstaklingar hjá Reykjavíkur- borg, bæði starfsmenn og makar þeirra, höfðu tengsl við aðila sem Reykjavíkurborg hafði átt viðskipti við á tímabilinu frá 2002 til 2012. Vildi nefndin vekja athygli á að þar sem könnunin hafi náð til margra ára sé mögulegt að viðkomandi aðilar hafi hætt störfum hjá borginni áður en þeir hófu fyrirtækjarekstur eða eign- uðust hlut í fyrirtækjum sem eiga við- skipti við Reykjavík. Úttektarnefndin taldi því rétt að afhenda innri endur- skoðun Reykjavíkurborgar listann með þeim 74 einstaklingum til „þókn- anlegrar meðferðar“ þar sem innri endurskoðun vinni nú að úttekt á hugsanlegum hagsmunatengslum hjá lykilstarfsmönnum Reykjavíkur- borgar og kjörnum fulltrúum. sgs@mbl.is 74 tengdir í viðskiptum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.