Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 ✝ Bára Stefáns-dóttir fæddist á Hofsósi 19. apríl 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 26. apríl 2013. Foreldrar Báru voru Stefán Lár- usson, f. 22. júní 1885, d. 17. febr- úar 1935, frá Skörðum í Skaga- firði, og Pálína Steinunn Árna- dóttir, f. 11. júlí 1883, d. 1. maí 1978, frá Háleggsstöðum í Deildardal í Skagafirði. Systur Báru voru Lára, Hulda og Kristín Guðrún. Eftirlifandi eiginmaður Báru er Sigmar Magnússon, f. 13. júní 1920 í Hringverskoti í Ólafsfirði. Foreldrar Sigmars voru Magnús Sigurður Sigurðs- son frá Hreppsendá í Ólafsfirði og Ása Ingibjörg Sæmunds- dóttir frá Hringverskoti í Ólafs- firði. Börn Báru og Sigmars eru: 1) Magnús Steinar, f. 23. desember 1947. Kona hans er Helga Sveinsdóttir. Börn Magnúsar eru: a) Bára, maður hennar Stefán J.K. Jeppesen og synir þeirra eru Stefán Jóhann og Valtýr Örn. b) Ragnheiður Arna, maður henn- ar er Arnar Birgis- son. Börn þeirra eru Tómas P., Edda Marie, Aþena og Naomí. Barnabörn Ragnheiðar og Arnars eru Kara og Þór. c) Sigmar. d) Sveinn Ólafur, kona hans er Erla Guð- mundsdóttir og börn þeirra eru Helga, Hinrik og Guðríður. e) Anna Pála, maður hennar er Guðmundur Steinarsson og syn- ir þeirra eru Guðni Ívar og Jó- hann Gauti. Yngri sonur Báru og Sigmars er Sigursveinn Stef- án, f. 12. september 1951. Útför Báru fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 4. maí 2013, kl. 14. Elsku Bára amma mín var góð kona með fallegt hvítt hár. Hún vildi alltaf gefa mér svo mikið að borða þegar ég kom í heimsókn til hennar. Þá rúnt- uðum við og hún sagði mér frá öllu á Siglufirði. Það var gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa og Stebba frænda á Siglufirði. Amma Bára gaf mér alltaf fallegar gjafir og mundi eftir afmælinu mínu á hverju ári. Þegar hún hringdi spurði hún alltaf: „Hvenær sé ég þig næst?“ og þegar ég hitti hana síðast sagði hún: „Ég hlakka til að sjá þig næst.“ En ég sá hana aldrei næst. Hún fór til Guðs og þar líður henni vel því hjá Guði er friður og gleði. Ég bið Guð að geyma ömmu Báru. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Helga Sveinsdóttir. Kveðja frá langömmubörnum og langalangömmubörnum. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Tómas, Stefán, Edda- Marie, Valtýr, Aþena, Naomí, Kara og Þór. Það er fátt sem minnir meira á hverfulleika lífsins en þegar fólk fellur frá sem hefur verið eins og fastur punktur í tilver- unni alla tíð. Þannig hefur það verið með Báru og Sigmar. Allt frá því að við bjuggum öll sam- an eins og ein stór fjölskylda á Hóli, þar sem pabbi var bú- stjóri og Sigmar réð ríkjum í fjósinu á meðan Bára og mamma sáu um bústörfin innan dyra, hafa þessir góðu og trú- föstu fjölskylduvinir verið hluti af lífi okkar. Það breyttist ekki þótt fjölskyldurnar flyttust nið- ur í bæ og þeirra biðu ný hlut- verk. Bára og Sigmar bárust ekki á. Það var ekki í þeirra anda. Þeirra auður voru barnabörnin og barnabarnabörnin sem þeim þótti svo undur vænt um. Myndirnar af þeim skreyttu veggina á heimili þeirra. Það voru forréttindi okkar að myndir af okkar börnum fengu að vera á meðal mynda af ömmu- og afabörnum þeirra. Fastur þáttur í heimsóknum okkar til Siglufjarðar í gegnum árin hefur verið að heilsa upp á sómafólkið í Vetrarbraut 15. Á síðustu árum hefur það vakið aðdáun okkar og undrun hvern- ig Bára fór eiginlega að því að ganga stigana eins og komið var fyrir heilsu hennar. Dugn- aður hennar og þrautseigja var engu lík. Það var ljóst að þetta var ekki lengur spurning um lík- amlegt atgervi heldur vilja sem kom henni þangað sem hún ætlaði sér. Til þess naut hún líka dyggrar aðstoðar Sigmars og Stebba. Það var fátt sem gladdi hana meira en að kom- ast út á meðal fólks og lét hún bága heilsu ekki koma í veg fyrir að fara í bíltúr, jafnvel út í Ólafsfjörð eða inn á Akureyri til að heilsa upp á ættingja og vini. Á meðan þau mögulega gátu nutu þau Sigmar þess líka að dvelja í bústaðnum sínum fyrir innan fjall þar sem þau höfðu búið sér notalegt athvarf. Við systkinin þökkum þeim heiðurshjónum, Báru og Sig- mari, vináttu og tryggð við fjöl- skyldu okkar og ekki síst for- eldra okkar síðustu árin sem þau bjuggu fyrir norðan. Við minnumst Báru með virðingu og þakklæti og biðjum Guð að gefa Sigmari, Stefáni, Magnúsi, barnabörnum og barnabarna- börnum huggun og styrk í sorg þeirra. Arnfríður og Jónas Margrétar- og Guðmundsbörn. Þegar við fengum boðin að heilsu Báru færi ört hrakandi og ekki væri langt eftir, var kominn sá tími sem ég og Bára, nafna hennar og elsta ömmu- barn, höfðum lengi kviðið fyrir. Ekki það að Bára ætti ekki að baki langa og gleðilega ævi, 93 ára að aldri. Væri búin að skila vel sínu, ætti stóra fjölskyldu, urmul af afkomendum, heila fjóra ættliði og væri eflaust hvíldinni fegin. Þó er eigingirn- in hjá manni svo mikil að mað- ur er aldrei tilbúinn fyrir frá- fall ástvinar þegar kallið kemur. Þótti okkur því vænt um að geta varið með henni síð- ustu stundum í lífi hennar ásamt Sigmari, Stebba og Röggu. Minningin um allar heim- sóknirnar í gegnum árin á Vetrarbrautina þegar ég, Bára og strákarnir komum til Sigló og hvernig strákarnir okkar upplifðu ömmu Báru er ómet- anleg minning sem ekki er sjálfgefin í dag. Alltaf var höfð- inglega tekið á móti okkur sem og öðrum, gestum og gangandi. Dyr stóðu öllum opnar, lærðum sem ólærðum og voru allir jafn- ir í hennar húsi. Þó áttu ömmubörn sérstakan sess hjá Báru, enda upplifðu þau hana eins og börn vilja upplifa ömmu sína. Af ást, hlýju og hæfilegu dekri. Ég minnist hennar sem glaðlyndr- ar konu sem kom til dyranna ávallt eins og hún var klædd. Hún tók mér sem einum af sín- um frá upphafi og var afskap- lega annt um Báru nöfnu sína og vildi veg hennar og annarra afkomenda sem bestan. Ég minnist hennar með miklu þakklæti og votta aðstandend- um hennar innilega samúð. Stefán J.K. Jeppesen. Þegar við keyptum okkur hús á Siglufirði sumarið 2010 vorum við svo heppnar að Bára og hennar fjölskylda fylgdi nánast með í kaupunum sem nágrannarnir í næsta húsi. Við kynntumst Báru, Sigmari og Stebba um leið og við fórum að dvelja fyrir norðan. Hún gaf okkur mikið og varð strax hluti af okkar lífi. Hún átti líka frumkvæðið að hlýlegum og góðum samskipt- um. Hún bauð okkur oft í kaffi, hún hafði áhyggjur af því að okkur væri of kalt þeg- ar við vorum að mála, að vatn- ið frysi í rörunum á veturna og eflaust einhverju fleiru varð- andi okkur og húsið sem við vitum ekki um. Hún fylgdist með ljósagangi og umferð og oft sendi hún Stebba son sinn yfir til að hækka á ofnunum og skoða hvort allt væri ekki í lagi. Bára var mjög hrein- skiptin og hreinskilin og höfð- um við oft gaman af því þegar hún tók sig til og gagnrýndi menn og málefni af mikilli rök- festu og húmor. Hún notaði yfirleitt ekki mörg orð en hvernig hún sagði hlutina á sinn hnitmiðaða hátt var oft fyndið og okkur til skemmtunar. Þegar við fórum úr bænum haustið 2011 kom hún og gaukaði alveg óvænt að okkur koníaksflösku. Þegar við kvöddum hana á sjúkrahúsinu í desember síðastliðnum fannst okkur eins og þetta væri í síð- asta skipti sem við sæjumst og því miður reyndist það rétt. Sumrin með Báru urðu því mið- ur bara tvö og það verður skrít- ið að koma norður í vor þar sem hún verður fjarri góðu gamni, ekkert Bárubakkelsi verður á boðstólum og ekkert sólbað á fínu svölunum hennar. Hennar verður sárt saknað af okkur en við erum þakklátar fyrir þær góðu stundir sem hún gaf okkur. Kæru Stebbi og Sig- mar, við vottum ykkur innilega samúð. Eiríksína Kr. Ásgríms- dóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Bára Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Kveðjuorð til elsku ömmu, með þakklæti fyrir allt. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Minningin lifir, elsku amma okkar. Bára og Ragnheiður. ✝ Kristján Dav-íðsson fæddist í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi 24. júlí 1920. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 26. apr- íl 2013. Foreldrar Kristjáns voru hjón- in Davíð Björnsson frá Þverfelli í Lundarreykjadal og Sigrún Guðmundsdóttir frá Bæ í Árneshreppi á Ströndum. Þau bjuggu fyrstu búskaparár sín í Litlu-Þúfu og í Ytra- Skógarnesi í Miklaholtshreppi, en fluttust að Þverfelli í Lundarreykjadal árið 1923, þeg- ar Kristján var þriggja ára. Systkini Kristjáns eru öll látin. Þau voru Ásta húsmóðir í Kópa- vogi; Sveinbjörg húsmóðir í Reykjavík; Björn bóndi á Þver- felli og Elín húsmóðir í Reykja- vík. Kristján kvæntist 1943 Ástr- íði Sigurðardóttur ljósmóður, f. 9. desember 1913, d. 10. desem- arssyni, f. 1973. Þeirra börn eru Brynjar, Birgitta og Ástrún. b) Sigurður, f. 1979, kvæntur Al- dísi Örnu Tryggvadóttur, f. 1981, þeirra synir eru Ernir Daði og Óttarr Birnir. c) Krist- ján, f. 1987, sambýliskona hans er Eydís Smáradóttir, f. 1988. d) Davíð f. 1994. Kristján lauk búfræðingsprófi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri árið 1941. Árið 1944 hófu Kristján og Ástríður búskap á Oddsstöðum í Lundarreykjadal og bjó Kristján á Oddsstöðum allt til ársins 2007 er hann flutti á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Kristján gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat í hreppsnefnd um árabil, var í sóknarnefnd Lundarkirkju, var fjallkóngur og refaskytta til margra ára. Kristján og Ástríð- ur tóku virkan þátt í starfi Ung- mennafélagsins Dagrenningar á sínum yngri árum og voru kjörin heiðursfélagar þess. Kristján var góður söngmaður og tók virkan þátt í kórstarfi Karlakórs Söng- bræðra Útför Kristjáns fer fram frá Lundarkirkju í Lundarreykjadal í dag, 4. maí 2013, og hefst at- höfnin kl. 14. ber 1999. Hún var dóttir hjónanna Vigdísar Hann- esdóttur og Sigurð- ar Bjarnasonar, bænda á Odds- stöðum í Lundar- reykjadal. Börn Kristjáns og Ástríðar eru tvö: 1) Sigurður, f. 1949, búsettur í Mos- fellsbæ, var kvænt- ur Kristínu Björk Kristjáns- dóttur, f. 1947, d. 1997. Börn þeirra eru þrjú: a) Auður, f. 1973, sambýlismaður hennar er Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, f. 1971, þeirra synir eru Eysteinn og Ísleifur. b) Kristján, f. 1974, kvæntur Svövu Rán Guðmunds- dóttur, f. 1970 þeirra synir eru Oliver og Nói. c) Ragnheiður, f. 1982. Sambýliskona Sigurðar er Hrafnhildur Baldursdóttir f. 1952. 2) Sigrún, f. 1955 búsett á Hvanneyri, hennar maður er Guðmundur Sigurðsson, f. 1949. Þau eiga fjörgur börn: a) Ástríð- ur f. 1976, gift Birni Hauki Ein- Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngva klið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar nætur frið. (Hulda) Kristján ólst upp á Þverfelli í Lundarreykjadal hjá foreldrum sínum og systkinum. Á unga aldri fór hann í vinnumennsku og aðra vinnu sem bauðst. Kristján hneigðist ungur til veiðiskapar, einkum silungsveiði og skotveiði. Kristján ólst upp þar sem náttúr- an iðaði af lífi, silungur í Reyð- arvatni og fugl allt í kring. Krist- ján lærði fljótt að lesa í náttúruna og njóta hennar, hann var alla tíð mikið náttúrubarn, ratvís og at- hugull. Þessir eiginleikar komu Kristjáni vel í þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur, t.d. við refaveiðar, leitarstjórn og sem bóndi. Leið Kristjáns lá til Hvanneyrar þar sem hann nam búfræði og varð búfræðingur árið 1941. Kristján kynntist Ástríði konu sinni þegar hann var í vinnu- mennsku á Oddsstöðum, þau giftu sig árið 1943 og árið eftir hófu þau búskap á Oddsstöðum. Kristjáni og Ástríði búnaðist vel, Kristján var nokkuð sjálfbjarga með vélaviðgerðir og smíðar, búið var rekið með það fyrir augum að hafa tekjur fyrir fjölskylduna og geta annast búið án þess að vinnu- framlag yrði þeim ofviða. Hann var árrisull og voru morgunverk- in oft drjúg hjá þeim Ástríði. Kristján gaf sig að félagsmálum, hann var í hreppsnefnd, var í safnaðarnefnd Lundarkirkju. Hann var kirkjunnar maður, söng í kirkjukórnum og var umhugað um kirkjuna. Hann stóð fyrir kaupum á orgeli í kirkjuna og lagði mikla vinnu á sig til að org- elkaupin yrðu að veruleika. Söng- urinn átti drjúgan þátt í lífi Krist- jáns, hann var með góða tenórrödd og var lagviss, hann naut þess að taka þátt í söng. Hann söng í kvartett þegar hann var á Hvanneyri og þegar karla- kórinn Söngbræður var stofnaður tók hann þátt í starfi hans og söng í kórnum eins lengi og hann treysti sér til. Kynni mín af Kristjáni og Ástr- íði verða árið 1974 þegar ég kem inn í fjölskylduna, þá eru þau með allstórt bú og naut ég þess að geta létt undir bústörfin með þeim á álagstímum. Það var þægilegt að vinna með Kristjáni, hann var út- sjónarsamur og átti gott með að segja fólki til. Ég man vel eftir því þegar ég fór fyrst að smala á Oddsstöðum. Þá var hann búinn að lýsa landinu svo vel fyrir mér, segja frá örnefnum, skýra frá hvar væru hættur og hvar væri best að koma fénu yfir keldur, sem varð til þess að smala- mennskan gekk vel fyrir sig hjá mér þó ég væri ókunnur landinu. Það var mannbætandi að eiga þess kost að kynnast Kristjáni, hann talaði aldrei illa um nokkurn mann, átti gott með að ungangast unglinga, skildi þarfir þeirra, enda héldu þeir unglingar sem voru í sveit hjá þeim hjónum tryggð við þau alla tíð. Ég vil full- yrða að það hafi enginn komist hjá því að verða að betri manni sem kynntist Kristjáni í raun. Með þakklæti fyrir góðar stundir með þér, kæri tengdafað- ir. Megi minning þín lifa og þú hvíla í friði. Guðmundur Sigurðsson. Þegar ég stend uppi á fjalli og lít niður til Oddsstaða rifjast upp fyrir mér ótalmargar ógleyman- legar minningar sem ég á um þig, afi minn. Ég er þér afar þakklátur fyrir það traust sem þú sýndir mér er þú tókst mig með þér í smalamennsku þrátt fyrir ungan aldur minn. Smalaferðirnar okkar voru sannkallaðar ánægjustundir þar sem þú kenndir mér svo margt um lífið og tilveruna en við vörðum einnig dágóðum tíma í að líta eftir rjúpum og tófum. Í dag þegar ég held upp á fjall verður mér alltaf hugsað til þín, þess sem þú kenndir mér og samveru- stundanna okkar. Enn skima ég ómeðvitað eftir rjúpum og tófum þegar ég fer um fjallið þitt. Ég var svo lánsamur að dvelja mikið hjá ykkur ömmu á sumrin á Oddsstöðum í bernsku. Lífsvið- horf ykkar mótaði mig og mun fylgja mér alla ævi. Á morgnana vaknaði ég við ilmandi bökunar- lykt og spjall innan úr eldhúsi þar sem þið hjónin sátuð og svangur maginn minn tók landsfrægu hveitikökunum hennar ömmu fagnandi. Nú í seinni tíð er ég sæki Oddsstaði heim baka ég fyr- ir fjölskylduna mína svo þau fái einnig að njóta þess að vakna við ilmandi bökunarlykt, líkt og ég gerði er ég dvaldi hjá ykkur. Hefð ykkar lifir áfram. Við tveir keyrðum oft um sam- an og hlustuðum á geisladisk með íslenskum dægurlögum og þú söngst ævinlega hástöfum með. Söngur var þér mjög kær enda varstu mikill söngmaður og mér þótti svo gaman að sjá hvað þú varst léttur í lund. Þú fórst svo sannarlega í gegnum allt þitt líf með söng og gleði í hjarta og að því leyti verður þú mér alltaf mik- il fyrirmynd. Eftir að þú fluttir á dvalar- heimilið í Borgarnesi heimsótti ég þig þangað, ýmist einn eða með konu minni og sonum okkar tveimur. Ávallt varstu höfðingleg- ur, beinn í baki og brosmildur. Þú varst mjög ræðinn, talaðir við okkur af virðingu og væntum- þykju og varst mjög áhugasamur um hag okkar allra sem yljaði okkur um hjartarætur. Er ég heimsótti þig í síðasta sinn á dval- arheimilið ásamt Erni Daða lifn- aðir þú allur við er ég sagði þér frá því að við feðgarnir hefðum séð rjúpur í skógarlundinum fyrir ofan Oddsstaði sama dag. Einnig töluðum við um Oddsstaði og þú sagðir okkur hversu gott þér hafi þótt að vera á þessum fallega stað. Ég er þér hjartanlega sam- mála. Það eru forréttindi að koma að Oddsstöðum og njóta alls þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða, þar líður mér svo vel. Því máttu trúa að við fjölskyldan mín eigum eftir að verja miklum tíma þar enda fyllumst við öll mikilli tilhlökkun yfir að fara þangað og eiga þar notalegar fjölskyldu- stundir saman þar sem við sköp- um okkar eigin nýju minningar í bland við þær gömlu sem aldrei gleymast. Á Oddsstöðum svífur andi ykkar ömmu yfir vötnum og ég veit að þið fylgist vel með öllu því sem fram fer. Elsku afi. Mig langar að þakka þér fyrir allar okkar dýrmætu stundir og fyrir þá vináttu og hlýju sem þú sýndir afastráknum þínum. Nú heldur þú inn í annan heim og ég er sannfærður um að amma mín bíði síns heittelskaða hinum megin með ilmandi hveiti- kökur eins og hún gerði alltaf forðum daga. Sigurður Guðmundsson. Kristján Davíðsson  Fleiri minningargreinar um Kristján Davíðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir okkar, HILDUR BENEDIKTSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hrafnistu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Stefánsdóttir, Benedikt Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.