Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
✝ Ingunn HeraÁrmannsdóttir
fæddist 12. mars
1966. Hún lést á
Landspítalanum
26. apríl 2013.
Hún var dóttir
hjónanna Ár-manns
Guðmundssonar
(látinn) og Guð-
finnu Sigurbjörns-
dóttur. Systk-ini
Heru eru Inga Sig-
ríður (látin), Guðmundur Ísleif-
ur, Magnús Sigurbjörn, Gutt-
ormur, Gunnar Þór, Védís
Harpa og Jóna Sigríður.
Hera var yngst í þessum hópi.
Hún ólst upp á Egilsstöðum og í
Fljótshlíð. Hera fór 15 ára til
Hornafjarðar til að vinna í fiski.
ann. Hera æfði meðValsliðinu í
knattspyrnu. Varð hún með
þeim Íslands- og bikarmeistari í
nokkur skipti. Síðar tók hún að
sér þjálfun yngri flokka hjá
knattspyrnudeild Þróttar, síðar
Fram. Á þeim tíma hafði hún
einnig fært sig um set og spilaði
með meistaraflokki Þróttar. Ár-
ið 2004 fluttu þau hjón aftur til
Egilsstaða. Á Egilsstöðum tók
hún við stöðu aðstoðarskóla-
stjóra á Tjarnarlandi. Hera lauk
sínum knattspyrnuferli með
Hetti, þá 43 ára gömul. Hún
hafði alla tíð mikla ánægju af því
að vinna með börnum og undi
sér best í kringum þau. Síðustu
árin starfaði hún sem aðstoð-
arleikskólastjóri á Skógarlandi.
Hera var alla tíð virk í íþrótta-
starfi, s.s hestamennsku, skíð-
um, handbolta, fótbolta og blaki.
Útför Heru fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 4 maí
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Minningarathöfn verður í Eg-
ilsstaðakirkju 9. maí 2013 kl. 11.
Síðar fór hún til
náms í Hússtjórn-
arskólanum í
Reykjavík. Sama ár
kynntist hún eft-
irlifandi eigin-
manni sínum, Jóni
Grétari. Þau eign-
uðust þrjú börn,
Margréti Irmu, f.
1988, Sigurð Atla, f.
1993, og Lúkas
Nóa, f. 2004.
Hera lauk námi frá Fóstur-
skólanum og að því loknu hóf
hún störf á leikskólum borg-
arinnar. Hera starfaði einnig
sem dagmóðir í nokkur ár. Síðar
söðlaði hún svo um og hóf nám í
Margmiðlunarskólanum og fékk
í framhaldi af því vinnu við skól-
Elsku Hera mín.
Þá er komið að því sem ég hef
óttast mest, að ég þyrfti að
kveðja þig.
Áralangri baráttu þinni við
krabbameinið er lokið. Þessi
leikur hefur verið flautaður af!
Margs er að minnast og af
mörgu er að taka. Líf okkar hef-
ur verið undirlagt af íþróttum og
þegar við vorum ungar og
sprækar var það fótboltinn sem
átti hug okkar allan og margir
titlar til vitnis um það. Síðar urð-
um við bara sprækar og þá var
það blakið sem heillaði okkur.
Almenn útivera og útivist var
heldur aldrei langt undan.
Allt frá því að við vorum smá-
títlur höfum við stundað fjöl-
margar íþróttir saman sem svo
varð til þess að náin tengsl og
kærleikur okkar á milli efldist
með hverju ári. Við smullum svo
saman sem ein manneskja þegar
þú varst fimmtán ára og ég tví-
tug og við fórum saman í verbúð
til Hornafjarðar að vinna í fiski.
Best þótti mér að vera með þér í
liði, því barátta þín var alltaf til
staðar og jú „það var alltaf sætt
að sigra“. En við tókumst nú líka
á sem andstæðingar og áttum
báðar frekar erfitt með að tapa,
enda miklar keppnismanneskjur.
Enginn var flinkari en þú í
höndunum. Allt sem þú gerðir
var snilldarvel gert.
Um leið og ég kveð þig, kæra
systir, þá óska ég þér velfarn-
aðar í nýjum heimkynnum.
Þú fórst allt of fljótt en ég veit
að pabbi og Inga Sigga systir
taka vel á móti þér.
Elsku Jón, Irma, Siggi, Lúk-
as, mamma og aðrir aðstandend-
ur, megi guð styrkja okkur öll í
sorginni.
Þín systir,
Védís.
Lítil, ljós yfirlitum, freknótt
sjö ára snót. Hún sat í miðri stof-
unni og horfði til mín stórum
augum, kannski pínulítið smeyk
við kennara eins og kennarinn
var pínulítið smeykur við hópinn.
Svona man ég fyrst eftir minni
elskulegu mágkonu. Hún var
yngst í stórum og fjörugum
systkinahópi og hafði örugglega
lært snemma að standa fyrir
sínu. Hún var einstaklega vel
gerð manneskja, réttsýn, hrein-
skilin og síðast en ekki síst
skemmtileg.
Það liðu tíu ár frá því að litla
stúlkan var nemandi minn á Eg-
ilsstöðum, þangað til hún birtist
heima hjá mér með honum Jóni
Grétari og var kynnt sem kær-
astan hans. Það var gæfa í lífi
okkar allra, hún var virkilega
góð viðbót við fjölskylduna. Hera
varð vinur okkar og hún varð
líka vinur pabba og mömmu og
sinnti vel um þau bönd.
Eins og allir vita sem þekktu
Heru var hún mikill íþróttamað-
ur og frábær þjálfari. Reyndar
kynntist ég betur öðrum hliðum
hennar. Hinni skapandi og frjóu
handverkskonu. Ég kynntist því
líka hversu vel hún náði til barna
og hvað hún gat töfrað fram með
þeim. Í raun og veru var ég hálf-
svekkt yfir því að Hera færi ekki
í kennslu í grunnskóla, hún starf-
aði stuttan tíma við Álftamýrar-
skóla og það fór ekki á milli mála
að þar var listamaður við störf.
En auðvitað kynntumst við
best fjölskyldukonunni. Ein-
hvern veginn fannst okkur að
þau Jón væru alltaf að leika sér
saman og þeim tókst að hrífa
börnin sín með í leikinn. Það var
æfing hér og æfing þar og allir
mættu alls staðar. Þau voru dug-
leg að ferðast og ein af okkar
dýrmætu minningum er ferð
sem við Stebbi, mamma, Jón,
Hera og Lúkas fórum saman sl.
haust. Þar kom virkilega í ljós
hversu Hera var hörð af sér.
Hún var fárveik allan tímann en
hún naut þess að vera með okkur
öllum en þó sérstaklega Lúkasi í
leik og söng. Það var líka ein-
stakt hvað hún var góð við
mömmu og fékk hana með í
sönginn. Við höfum átt dýrmæt-
ar stundir saman í vetur og fyrir
þær erum við þakklát, hún með
prjónana sína, alltaf til í spjall og
skemmtilegar samræður þó hún
væri oft illa haldin.
Við í Ljósalandinu söknum
hennar öll og segjum eins og hún
Andrea okkar sagði í bréfi til
Lúkasar: „Hún var alltaf svo
góð.“
Elsku Jón Grétar, Irma, Siggi
og Lúkas, sá sem hefur átt mik-
ið, missir mikið. Við munum allt-
af vera til staðar fyrir ykkur.
Þórunn, Stefán og fjölskylda.
Það er með mikilli sorg í
hjarta, en þó með þakklæti, sem
við drepum niður penna í dag.
Sorg vegna þess að Hera er dáin,
en þakklæti fyrir að hafa þekkt
hana. Hera er dáin eftir áralangt
stríð við krabbamein, sem hún
þó vann bug á nokkrum sinnum
á leiðinni með óbilandi baráttu.
Baráttu sem Hera var svo þekkt
fyrir; leikurinn var aldrei búinn
fyrr en dómarinn flautaði af, sem
hann gerði því miður allt of
snemma í lífi Heru. Hera kom að
austan til liðs við okkur í Val
sumarið 1986, en fyrir var Védís
systir hennar sem hefur eflaust
átt sinn þátt í því. Við sáum fljótt
að þarna var kominn liðsmaður
sem betra var að hafa með sér en
móti, krafturinn og baráttan
voru eiginleikar sem voru henni
eðlislægir og smitandi. Saman
unnum við marga Íslands- og
bikarmeistaratitla fyrir Val. Hjá
Þrótti Reykjavík og Fram vann
Hera ötult starf við þjálfun og
uppbyggingu yngri flokka
kvenna, og á Egilsstöðum þjálf-
aði hún einnig í mörg ár. Hera
var dásamlegur húmoristi og
húmorinn var til staðar allt þar
til yfir lauk. Þeir voru margir
frasarnir sem fuku innan vallar í
hita leiksins og utan vallar á góð-
um stundum. Hún tvinnaði sam-
an orð sem við höfðum jafnvel
aldrei heyrt og ekki öll til að hafa
eftir! Það var margt brallað fyrir
utan boltann og varla sú
skemmtun að við Valsstelpur
kæmum ekki fram með heima-
tilbúið skemmtiatriði. Eitt slíkt
rifjuðum við upp á dögunum
þegar við áttum góða stund með
Heru. Hera var ein leikenda í
„Magga Scheving-atriðinu“, en
hann var nýorðinn Norðurlanda-
meistari í þolfimi. Mikið var haft
fyrir því að finna sama lag og
hann hafði notað í sínu atriði,
búningurinn var sundbolur, ny-
lonsokkabuxur, sundhetta og tá-
tiljur. Hera skellihló þegar það
rifjaðist upp fyrir henni að hafa
mætt konu í stiganum sem
fannst þetta atriði sko alls ekk-
ert fyndið, en við vorum sann-
færðar um að þetta væri flott-
asta atriði sem nokkurn tímann
hefði verið flutt á fjölum Vals-
heimilisins! Hera var mikil blak-
kona og þar lét hún einnig til sín
taka utan vallar. Átti hún stóran
þátt í að settur var upp strand-
blaksvöllur á Egilsstöðum og
kom að skipulagningu öldunga-
móta. Hera var menntuð fóstra
og elskaði að vinna með börnum
bæði sem leikskólakennari og
þjálfari. Hannyrðir og föndur lék
í höndum hennar og fengu ný-
bakaðar mæður í hópnum að
njóta þeirra hæfileika í handunn-
um gjöfum. Aldrei fór hún eftir
uppskriftum, og mynstrin jafnan
heimahönnuð. Stolt var hún af
mynstri sem Lúkas Nói teiknaði
og kallaði „tilfinningatröllin“.
Það má með sanni segja að þau
hafi spilað stórt hlutverk í hjört-
um okkar síðustu daga, nú þegar
við sjáum á bak okkar kæru
Heru. Missir okkar er mikill, en
mestur er þó missir Jóns og
barnanna.
Kæri Jón, Irma, Siggi, Lúkas
Nói, Guðfinna, systkini og aðrir
aðstandendur, við Valsstelpur
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
Heru mun lifa með okkur öllum.
Valsstelpurnar,
Arney, Bryndís (Biddý),
Erna, Guðrún, Gunnhildur
(Gönnsó), Kristín Briem,
Margrét (Madda), Margrét
(Magga Braga.), Ragnhildur
Skúla., Ragnheiður Vík.,
Sigrún Norðfjörð, Sólrún,
Kristín Arnþórs., Ingibjörg
(Systa) og Védís.
Öflugur liðsmaður blakdeildar
Hattar er fallinn frá. Hera Ár-
mannsdóttir var framsækinn
blakari og ákafur baráttujaxl.
Hún hafði mikinn metnað fyrir
blakíþróttinni. Hún var ávallt
reiðubúin og gaf félögum sínum
ómælda vinnu, dugnað og bar-
áttuvilja á meðan hún gat. Hún
var einstaklega vinnusöm og
ósérhlífin og hljóp í þau verk
sem þurfti. Hera var formaður
deildarinnar í nokkur ár, þjálfaði
nýbyrjaða sem lengra komna
blakara, dæmdi leiki og stjórnaði
mótum. Ungliðastarf var mikil-
vægt í huga Heru og til að efla
það tók hún að sér að þjálfa börn
og unglinga. Áhugi hennar á
strandblaki smitaði út frá sér og
ekki síst fyrir hennar tilstilli má
á sumrin sjá Hattarfólk spila
strandblak á tveimur völlum.
Hera gerði miklar kröfur til
sín sem blakara, mætti alltaf á
æfingu ef hún gat og var í formi
sem flest ungmenni væru stolt
af. Hálfkák var ekki til í hennar
huga. Hera var öflugur liðsfélagi
sem hvatti til stórræða á vell-
inum. Hún var fyrst og fremst
keppnismanneskja og gaf aldrei
tommu eftir. Ekkert lið var
ósigrandi í hennar huga, barátta
fylgdi hverju stigi og sigurviljinn
var alltaf í fyrirrúmi.
Með sama hugarfari mætti
Hera sjúkdómi sínum. Þar dugði
ekkert hálfkák, baráttuviljinn
réð för og keppnisskapið skilaði
henni mörgum stigum. Fram á
síðustu stundu trúði hún á sigur
sinn.
Um leið og við þökkum Heru
ómetanlegt framlag til blak-
starfsins og góða samfylgd send-
um við blakfélögum okkar Jóni
Grétari og Sigga, Margréti Irmu
og Lúkasi Nóa ásamt öðrum ást-
vinum hennar innilegar samúð-
arkveðjur. Minningin um ein-
staka keppniskonu og góðan
félaga lifir í blakhjörtum okkar.
F.h. blakdeildar Hattar,
Lovísa Hreinsdóttir,
formaður.
Ingunn Hera
Ármannsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ingunni Heru Ármanns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GÍSLI SÖLVI JÓNSSON
frá Sléttu,
Fjarðarstræti 55,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að
kvöldi sunnudagsins 28. apríl.
Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 11. maí
kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið
Sigurvon á Ísafirði.
Soffía Margrét Skarphéðinsdóttir,
Skarphéðinn Gíslason, Eyrún Leifsdóttir,
Sölvi Magnús Gíslason, Emilía Kanjanapron Gíslason,
Steinvör Ingibjörg Gísladóttir,Stefán Sigurður Guðjónsson,
Jón Finnbogi Gíslason, Erla Bryndís Kristjánsdóttir,
Veigar Sigurður Gíslason, Suchada Dísa Gíslason,
Njáll Flóki Gíslason, Magnea Ingibjörg Hafsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn,
HJALTI EINARSSON
efnaverkfræðingur,
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Strandvegi 11,
Garðabæ,
lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn
1. maí.
Kveðjuathöfn fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn
8. maí kl. 15.00.
Jarðsett verður frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn
11. maí kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Hólskirkju
í Bolungarvík, reikningsnúmer 1176-18-911908,
kennitala 630169-5269.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Halldóra Jónsdóttir.
✝
MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR,
Dalsmynni,
andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar-
heimili Borgarnesi fimmtudaginn 2. maí.
Útför hennar verður gerð frá Borgarneskirkju
föstudaginn 10. maí kl. 13.00.
Eygló Guðmundsdóttir,
Guðmundur Reynir Guðmundsson,
Ágúst G. Guðmundsson,
Ástdís Guðmundsdóttir,
Svava Svandís Guðmundsdóttir,
Margrét S. Guðmundsdóttir,
Svanur H. Guðmundsson,
Kristján G. Guðmundsson,
Tryggvi G. Guðmundsson,
Sigrún H. Guðmundsdóttir,
Skarphéðinn P. Guðmundsson
og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HJÖRDÍS GEORGSDÓTTIR,
Laugalæk 40,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold þriðjudaginn
30. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kolbrún B. Viggósdóttir, Jón S. Magnússon,
Benóný B. Viggósson, Alda Björnsdóttir,
Erla Gunnarsdóttir, Vilhelm M. Frederiksen,
Guðný Gunnarsdóttir, Björn Jónsson,
Guðríður H. Gunnarsdóttir, Bjarni Hákonarson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
VILHELMÍNA G. VALDIMARSDÓTTIR
frá Seljatungu,
andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn
1. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
E. Gunnar Sigurðsson,
Guðný V. Gunnarsdóttir,
Sigrún S. Gunnarsdóttir, Jón Ásmundsson,
Margrét Kr. Gunnarsdóttir, Gunnar Þ. Andersen,
Laufey S. Gunnarsdóttir,
Einar Gunnar Sigurðsson, Ingunn Svala Leifsdóttir,
Richard Vilhelm Andersen,
Andri, Ísak Logi og Dagur Orri Einarssynir.