Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F ít o n /S ÍA Ert þú að fara að taka skóna af hillunni? Viðhorf Hvernig má halda líkama og sál í góðu standi? Hvað hentar hverjum og einum best sem áhugamál? Hvað gerist þegar maður hittir ekki vinnufélagana á hverjum degi? Réttindi Hvaða réttindi fylgja eftirlaunum? Hvaða tilboð og afslættir standa til boða? Heilsa Hvernig á að haga mataræði? Hvað er heilbrigður lífsstíll? Hverjar eru orsakir helstu kvilla? VR býður upp á námskeið fyrir þá sem eru hættir að vinna til að aðstoða við nýjar áskoranir í lífinu. Umsjónarmaður er Ásgeir Jónsson, stofnandi Takmarkalauss lífs, ásamt gestafyrirlesurum. Námskeiðið er þrír dagar, 27.–29. maí, frá 13:00–16:00 í Húsi verslunarinnar. Skráning er í þjónustuveri VR 510 1700 eða í tölvupósti vr@vr.is. Félagsmenn á landsbyggðinni geta tekið þátt á fjarfundum. Tekið verður á ýmsum málefnum: VR félögum að kostnaðarlausu Takmarkaður fjöldi þátttakenda Námskeið fyrir þá sem hafa náð, eða eru að nálgast eftirlaunaaldur Andrés Skúlason Djúpavogi Tvær ungar frænkur á Djúpavogi, þær Hekla Pálmadóttir og Jónína Valtingojer, efndu um síðustu helgi til tombólu þar sem seldur var ýmis varningur. Afraksturinn af tomból- unni sem var 13.500 krónur, vildu þær frænkur að rynni óskertur til endurbyggingar á gömlu kirkjunni á Djúpavogi sem stendur yfir. Frænkurnar tvær mættu svo gal- vaskar og stoltar að lokinni tomból- unni með sjóðinn í gömlu kirkjuna þar sem söfnunarbaukur er uppi og settu peninginn í hann í viðurvist ljósmyndara og gjaldkera Hollvina- samtaka kirkjunnar sem þakkaði þessum duglegu stúlkum að sjálf- sögðu fyrir stuðninginn. Héldu tombólu til stuðnings kirkjunni Morgunblaðið/Andrés Skúlason Frænkur Framlagið sett í söfnunar- baukinn í gömlu kirkjunni. Kópavogsdagar, menningardagar Kópavogsbæjar, hefjast í dag klukkan 10 með kórsöng í Sundlaug Kópavogs. Þar syngur Samkór Kópavogs undir stjórn Skarphéðins Þórs Hjartarsonar. Kórinn mun síð- an syngja fyrir sundlaugargesti Salalaugar í Kópavogi klukkutíma síðar. Kópavogsdagar eru nú haldnir í tíunda sinn en þeir standa til 11. maí. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ, að markmið Kópa- vogsdaga sé að gefa bæjarbúum færi á að njóta þess sem bærinn hafi upp á að bjóða í menningu og listum á eins konar uppskeruhátíð. Ormadagar Svokallaðir Ormadagar, menn- ingardagskrá fyrir yngstu kynslóð- ina, verða á menningartorfunni, m.a. í Bókasafni Kópavogs og í Náttúrufræðistofu Kópavogs, en eldri borgarar halda líka hátíð í fé- lagsmiðstöð sinni Gjábakka sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Handverkssýningar eldri borgara verða í Gjábakka, Gull- smára og í Boðanum um helgina. Barnatónleikar undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur verða í Salnum og fræðsluganga um Hamraborg- arsvæðið. Einnig verða myndlistar- sýningar á vegum Myndlistarfélags Kópavogs. Kópavogsdagar hefjast í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kópavogur Menningarhátíð Kópavogs hefst um helgina og stendur í viku.  Menningarhátíð Kópavogs í tíunda skipti  Samkór Kópavogs syngur fyrir gesti í sundlaugum bæjarins í dag Hin árlega fjöl- skylduhátíð Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði, sem fagnar 100 ára af- mæli sínu í ár, verður haldin í Kaldárseli sunnu- daginn 5. maí og hefst kl. 11. Frí- kirkjubandið stjórnar skemmtidagskrá, boðið verður upp á pylsur fyrir börnin en fullorðnir njóta veitinga af hlaðborði gegn vægu gjaldi. Rúta leggur af stað í Kaldársel frá kirkjunni kl. 10:30. Næstkomandi miðvikudag, 8. maí kl. 20, verða síðan haldnir í kirkjunni vortónleikar kirkjukórsins þar sem Fríkirkjubandið leikur einnig. „Hefur tónlistarstarf kirkjunnar, síðustu árin undir dyggri stjórn Arnar Arnarsonar, notið mikilla vin- sælda og verið einn af máttarstólp- unum í farsælu safnaðarstarfi. Verð- ur því enginn svikinn af því að tylla sér niður í 100 ára gamalli timbur- kirkjunni og njóta tónlistarinnar,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Hátíð í Kald- árseli og kórtónleikar Fríkirkjan í Hafn- arfirði 100 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.