Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 16. apríl sl. barst stjórn Listahá- skóla Íslands bréf frá Kristni E. Hrafnssyni í tölvupósti, þar sem sett eru fram sjónarmið um ráðn- ingu nýs rektors LHÍ. Um það bil sem svarbréf stjórnar var tilbúið birtist bréf Kristins sem grein í Morgunblaðinu. Stjórnin svaraði Kristni í nokkuð löngu máli en birt- ir hér stytta útgáfu svarsins. Sjón- armið þau sem Kristinn reifar í bréfi sínu eru í meginatriðum tvö; að Fríða Björk Ingvarsdóttir, ný- ráðinn rektor LHÍ, sé ekki lista- maður og að hún uppfylli ekki skil- yrði sem gerð eru til kennara við skólann. Svar stjórnar við fyrra atriðinu er einfalt; reglur um veitingu aka- demískra starfa við LHÍ gera ráð fyrir að settar séu sérstakar reglur um rektorsráðningu og ekki verður annað ráðið en að sú stjórn sem fær það verkefni að ráða rektor móti reglurnar sjálf. Hvergi er þess getið í reglum eða fyrirmælum að rektor LHÍ skuli vera listamaður. Það er því ljóst að krafa Kristins um að núverandi stjórn skólans lúti sjónarmiðum sem réðu vali rektors 1998 á ekki við rök að styðjast. Við skilgreiningu á starfinu og ákvörðun um orðalag auglýsing- arinnar var unnið skv. eftirfarandi: Skipulagsskrá LHÍ, Lög um há- skóla nr. 63/2006, Yfirlýsing há- skóla á Íslandi um forsendur og frelsi háskóla, Reglur um veitingu akademískra starfa við LHÍ, minn- isblað rektors frá 23.8. 2012 auk stefnumótunar og framtíðarsýnar skólans. Þá gerði stjórn könnun meðal starfsfólks og fulltrúa nem- enda þar sem spurt var út í atriði varðandi ráðninguna. Á grundvelli þessa var orðalag auglýsingarinnar unnið og ákveðið eftir samráð við deildarforseta. Niðurstaðan var sú að verið væri að auglýsa stöðu rektors allra listgreina. Þess má geta að í könnuninni sem gerð var skiptust svörin mjög til helminga varðandi það hvort rektor skyldi vera listamaður eða ekki. Listaháskólinn ber ábyrgð á þró- un fræðasviðsins listir innan ís- lensks háskólasamfélags. Hann skilgreinir sig sem kjarnaskóla skapandi greina og vinnur að framþróun greinanna sem heildar. Í nýrri framtíðarstefnu hans er lögð áhersla á tengingar þvert á listgreinar, frumkvæði í nýsköpun og þróunarstarf í listum. Þá er und- irstrikað að skólinn sé vettvangur miðlunar jafnt sem nútímalegrar listsköpunar og fræðslu. Sömu áherslur er að finna í viðauka við samning skólans við mennta- og menningarmálaráðuneytið um kennslu og rannsóknir á fræðasvið- inu listir. Í samræmi við þessa stefnu taldi stjórn eðlilegt að hafa víðan sjóndeildarhring fremur en þröngan við mat á hæfi umsækj- enda um stöðu rektors, enda ásetn- ingur stjórnar að ráða sterkasta einstaklinginn af fræðasviðinu listir úr hópi hæfra umsækjenda. Þó rit- list sé ekki kennd sem sérstök grein við skólann, hefur lengi verið stefnt að auknu vægi hennar bæði með beinum hætti í náminu en einnig með útgáfu innan allra deilda. Umsögn LHÍ til Alþingis vegna breytinga á lögum um há- skóla frá í febrúar 2006 styður þetta sjónarmið, þar segir: Hér á Íslandi er hefð að telja undir einum flokki eflirfarandi greinar: ritlist, myndlist, hönnun, arkitektúr, kvik- myndalist, tónlist, leiklist, og dans. Síðara atriði sem Kristinn gerir athugasemdir við varðar hæfi nýr- áðins rektors, hann fullyrðir að Fríða Björk, hafi aldrei unnið á fræðasviðum skólans og sé því ekki gjaldgeng þar sem kennari eða pró- fessor. Þessari fullyrðingu vísar stjórn á bug og upplýsir að skólinn hefur margsinnis óskað eftir starfs- kröftum Fríðu Bjarkar sem kenn- ara, þó hún hafi þurft að hafna þeim góðu boðum vegna annarra skuldbindinga. Rök stjórnar gegn fullyrðingu Kristins eru marg- vísleg, en fyrst ber að telja mat þriggja manna hæfisnefndar, sem mat hæfi umsækjenda um stöðuna. Hana skipuðu prófessor í heim- speki við HÍ sem í rannsóknum sín- um hefur lagt áherslu á tengsl heimspeki og lista; listamaður og lektor í listfræði við HÍ; og arkitekt með mikla reynslu af kennslu og fræðastörfum – allt einstaklingar sem njóta viðurkenningar á sínum sérsviðum. Í vinnu sinni studdist hæfisnefndin við auglýsinguna um stöðuna, reglur um veitingu aka- demískra starfa við LHÍ og ákvæði laga um háskóla. Eftir að hafa met- ið listrænan feril, rannsóknir og fræðastörf, kennslustörf og stjórn- unarreynslu ásamt reynslu af öðr- um þáttum, sem telja má að tengist starfinu sérstaklega, mat nefndin Fríðu Björk hæfa til að gegna stöðu rektors LHÍ. Á grundvelli niðurstöðu hæfisnefndarinnar tók stjórn viðtöl við alla umsækjendur sem nefndin taldi uppfylla sett skil- yrði. Á lokastigum kom til liðs er- lendur sérfræðingur, Paula Crabt- ree, rektor List- og hönnunarakademíunnar í Bergen, sem þekkir ágætlega til LHÍ og hefur víðtæka reynslu af akadem- ísku starfi. Hún tók þátt í viðtölum við sex umsækjendur og var af- dráttarlaus í meðmælum sínum með Fríðu Björk. Á forsendum þessa faglega ferlis fullyrðir stjórn að aðdróttanir Kristins um að framið hafi verið lögbrot með þess- um gerningi séu beinlínis rangar. Í þessu sambandi má geta þess að LHÍ hefur lagt áherslu á mik- ilvægi þess að fræðasviðið listir hafi sérstöðu umfram hefðbundnar há- skólagreinar og að lögin megi ekki skerða sjálfstæði skólans varðandi þróun þessa tiltekna fræðasviðs. Þetta má m.a. sjá í umsögnum skól- ans um lagafrumvörp um háskóla, nú síðast frá feb. 2012. Í nefnd- aráliti allsherjar- og mennta- málanefndar um málið og í fram- söguræðu formanns nefndarinnar, er sérstaða háskólanáms í list- greinum gerð að umfjöllunarefni og viðurkennd. Við ráðningu rektors tók stjórn skólans mið af þeim sjónarmiðum sem hér hafa verið rakin og skólinn hefur haldið á lofti. Niðurstaðan færir skólanum leiðtoga með sterka listræna sýn, innsýn í ólíkar list- greinar, akademíska reynslu af há- skólakennslu og ritun fræðigreina, afgerandi leiðtogahæfileika, reynslu af stjórnun, auk þess að hafa öflugt tengslanet bæði innan lands og ut- an. Verðandi rektor hefur sér- stakan áhuga á þeirri þverfaglegu nálgun sem lýst er í stefnumótun um LHÍ og er vel að sér um ís- lenska stjórnsýslu, hún hefur gott vald á tungumálum, sem auðveldar henni að vera sannfærandi málsvari skólans út á við og þótt hún hafi ekki haft listsköpun að aðalstarfi þá er hún með MA-gráðu í sam- tímaskáldsagnagerð frá virtum er- lendum háskóla, hefur gefið út eig- in skáldskap og unnið að þýðingu metnaðarfullra skáldverka. Það er mat stjórnar að ráðning Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur í starf rektors Listaháskóla Íslands sé í góðu samhengi við þá vegferð sem Hjálmar H. Ragnarsson, fráfarandi rektor, hefur mótað á fimmtán ára farsælum ferli og telur stjórn ráðn- inguna fela í sér áréttingu á sér- stöðu skólans. Framþróun æðri list- menntunar í landinu í nafni Listaháskóla Íslands er hið sameig- inlega verkefni þeirra sem bera hag listanna fyrir brjósti og stjórn LHÍ telur niðurstöðu rektorsráðning- arinnar í þeim anda, enda var stjórnin einhuga í niðurstöðu sinni. Meira: mbl.is/greinar Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, Kolbein Einarsson, Önnu Líndal, Jón Ólaf Ólafsson og Markús Þór Andrésson » Framþróun æðri list- menntunar í landinu í nafni Listaháskóla Ís- lands er hið sameigin- lega verkefni þeirra sem bera hag listanna fyrir brjósti og stjórn LHÍ telur niðurstöðu rekt- orsráðningarinnar í þeim anda. Höfundar eru í stjórn Listaháskóla Íslands. Svar við bréfi/grein um ráðn- ingu rektors Listaháskólans Í vikunni birtist grein á síðum þessa blaðs eftir Kristin E. Hrafnsson sem titlar sig myndlist- armann þótt hann hafi fyrst og fremst haslað sér völl sem mynd- höggvari. Í greininni gerir hann alvarlegar athugasemdir við ráðn- ingu Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur í stöðu rektors við Listaháskóla Íslands og fordæmir ráðningarferlið allt. Í greininni kemur jafnframt fram að hann hafi sjálfur setið í stjórn skól- ans til margra ára og mótað þetta sama ráðningaferli. Ef þessi fortíð Kristins dugar ekki til að sannfæra lesendur um að greinin er skrifuð af annarlegum hvötum og / eða af kjánaskap er undirritaður ekkert of góður til að benda á nokkur önnur vafasöm atriði sem varða málflutn- inginn. Þá er það mjög líklegt, á grundvelli fyrri reynslu, að stjórn skólans muni aldrei svara gagnrýni Krist- ins og því tek ég mér það bessaleyfi, enda stundakennari við stofnunina og með- limur í Félagi um Listaháskóla. Ýmsir hafa gagn- rýnt skólann í gegn- um tíðina og ekki síst vegna ráðninga í æðstu stöður sem hafa frá upphafi gengið þvert á fag- leg viðmið þótt vissulega séu allir að reyna að gera sitt besta. Sumar ráðningar væru efni í hneykslismál á síðum dagblaða en fréttastofur eru undirmannaðar. Stjórn skólans hef- ur frá upphafi haft óeðlileg afskipti af ráðningum og breytt reglum skól- ans eftir hentugleikum. Sem dæmi var það í reglum skólans (og afdrátt- arlaus krafa listheimsins) að rektor væri eingöngu ráðinn til fimm ára í senn og mætti í mesta lagi sitja tvö tímabil. Þessari góðu reglu var breytt í skjóli nætur og Hjálmar H. Ragnarsson endurráðinn án auglýs- ingar í þriðja sinn. Ég vil þó taka það fram að Hjálmar hefur að mörgu leyti staðið sig vel á erfiðum upp- byggingar- og mótunarárum skól- ans, og er góður drengur eins og allir vita sem hafa starfað með honum. Ef allt væri hinsvegar eðlilegt væri Fríða Björk að huga að eigin end- urráðningu þessa dagana en í stað- inn hefur skólinn verið í tómarúmi og kyrrstöðu frá hruni. Það má leiða að því líkur að skólinn stæði faglega mun sterkar en raun ber vitni ef Fríða Björk, með sína gagnrýnu yf- irsýn og eldmóð, hefði komið fyrr til forystustarfa. En ef til vill er hennar tími akkúrat núna; rétt manneskja á réttum stað. Kristinn E. Hrafnsson setur sig á háan hest gagnvart nýjum rektor og dregur í efa að hann hafi þá yf- irgripsmiklu reynslu af listsköpun sem starfið krefjist. Þá hæðist hann að ferilskrá hennar og þykist hafa skilgreiningavald yfir hvað sé list og hvað sé ekki list; hver sé listamaður og hver ekki. Við lifum á tímum þver- faglegrar nálgunar og gamaldags módernískar hugmyndir Kristins hafa sem betur fer lítið vægi, þótt vissulega eigi þær rétt á sér. Það sakar samt ekki að vera liprari í sam- skiptum. En hann gengur lengra í dónaskapnum, því hann fullyrðir að Fríða Björk væri ekki einu sinni gjaldgeng sem stundakennari við skólann. Þarna er vegið harkalega að starfsheiðri rektors með einstaklega ósmekklegum hætti og sjálfsögð krafa að hann biðjist afsökunar á þessu sérstaklega. Kristinn ýjar að því að ráðningin sé ólögleg en veit sem er að í skól- anum gilda engin lög, eins og dæmin sanna, þrátt fyrir að hann sé al- gjörlega rekinn fyrir opinbert fé. Listaháskólinn er nefnilega sjálfs- eignarstofnun. Það hlægilegasta við grein Krist- ins er þegar hann kynnir hugmynd sína um opnara ráðningarferli nú þegar hann er orðinn valdalaus um- bótamaður. Nú er hinsvegar þörf fyrir mark- vissa og jákvæða uppbyggingu. Það er nauðsynlegt að hafa afburðafólk í fremstu fylkingu, fólk sem hefur sterka listræna sýn, skilning á hlut- verki Listaháskóla Íslands og auga fyrir frjóum sóknarfærum. Stjórn skólans hefur látið víðsýni ráða för við ráðningu Fríðu Bjarkar Ingv- arsdóttur í stöðu rektors og á þakkir skildar fyrir hugrekkið. Mikils er að vænta af nýjum rektor því þjóð án al- mennilegs alþjóðlegs Listaháskóla er dæmd til að týnast í hafi þjóðanna. Góður drengur / rétt manneskja Eftir Ásmund Ásmundsson Ásmundur Ásmundsson » Þarna er vegið harka- lega að starfsheiðri rektors með einstaklega ósmekklegum hætti og sjálfsögð krafa að hann biðjist afsökunar á þessu sérstaklega. Höfundur er myndlistarmaður og situr í myndlistarráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.