Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Kvíði, álag eða orkuleysi? Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrk- blettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður. Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði. – Sigþrúður Jónasdóttir www.annarosa.is Burnirótin er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu. 24 stunda kremið þykir einstaklega rakagefandi og nærandi fyrir þurra og þroskaða húð. Inniheldur andox- unarefni og náttúrulega sólarvörn. MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA PLACEBEYONDTHEPINES KL. 2 -5:10 -8 -10:50 IRONMAN33D KL. 2 - 5:10 - 8 - 10:40 IRONMAN32D KL. 2 -5:10 -8 -10:40 IRONMAN3VIP KL. 2:50 -5:20 -8 -10:40 OLYMPUSHASFALLEN KL. 5:30 -8 -10:30 BURTWONDERSTONE KL.3:40-8-10:10 SIDEEFFECTS KL.5:50 WRECK-ITRALPH ÍSLTAL KL.1:30 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.3 KRINGLUNNI IRONMAN3 3D KL. 2:50 - 5:20 - 8 - 10:40 PLACEBEYONDTHEPINESKL.2:20-5:10-8-10:50 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 8 - 10:30 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.3:40-5:50 IRONMAN3 3D KL. 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40 IRONMAN3 2D KL. 4:20 - 7 - 9:40 PLACEBEYOND THE PINES KL. 3 - 6 - 9 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 8 OBLIVION KL. 3 - 5:30 - 10:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 - 10:50 IRONMAN 3 3D KL. 5 - 8 IRONMAN 3 2D KL. 2 NUMBERS STATION KL.6 - 10:40 THE CROODS ÍSLTAL KL. 5:50 LATIBÆR Í BÍÓ KL. 2 AKUREYRI PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 IRONMAN 3 3D KL. 2:50 - 5:20 - 8 - 10:40 IRONMAN 3 2D KL. 2:50 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10:40 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6  H.S. - MBL STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS  H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ STEVE CARELL JIM CARREY GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST EMPIRE  USA TODAY  MÖGNUÐ GRÍNMYND Költmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar kveður veturinn í Bíó Paradís um helgina. Á laugardag kl. 16 verður opnuð sýning á veggspjöldum sem hönn- uð voru í vetur fyrir sýningar Svartra sunnudaga. Meðal annars lögðu Ómar Örn Hauksson, Hug- leikur Dagsson og Bobby Breiðholt hönd á plóginn. Lokasýning Svartra sunnudaga í vetur verður síðan á sunnudagskvöld kl. 20. Þá verða tvær myndir sýndar, fyrst Jómfrúarvorið eftir Ingmar Bergman, frá árinu 1960, og síðan The Last House on the Left eftir hryllingsmeistarann Wes Craven, frá 1972. Þær eru báðar byggðar á sömu sögu. Veggspjaldasýning og bíótvenna Dramatík Sara Paxon í kvikmynd Wes Cravens. Tónlistarmaðurinn Skúli mennski treður upp ásamt hljómsveit sinni á Café Rosenberg við Klapparstíg á laugardagskvöldið og hefjast leikar klukkan 22. Í boði verður blús og blússkotin tónlist samin á síðustu þrem- ur árum og eflaust lög af nýrri plötu Skúla, Blúsinn í fangið. Skúli leikur sjálfur á skrautgítar og syngur en ásamt honum leika Daníel Sigurðsson á bassa, Hjörtur Stephensen á gítar, Kristinn Gauti Einarsson á trommur og Þorleifur Gaukur á munnhörpu. Skúli mennski treður upp með nýja blúsa á Rosenberg Skúli mennski. Átján söfn og sýningar verða opin gestum og gangandi í dag, laugar- dag, á eyfirska safnadaginn. Að- gangur er ókeypis að þeim öllum. Eyfirski safnadagurinn er nú haldinn í sjöunda sinn. Markmiðið er að vekja athygli á fróðlegum og forvitnilegum söfnum við fjörðinn og því öfluga safnastarfi sem þar er unnið. Safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður sögulegu fólki sem sett hefur svip sinn á sam- félagið. Söfnin opna auk þess samsýn- inguna „Komið - skoðið“ í menning- arhúsinu Hofi á Akureyri þennan sama dag. Þar sýnir hvert safn for- vitnilegan grip úr safnkosti sínum. Sýningar og söfn opin við Eyjafjörð Forvitnilegt Smámunasafnið í Sól- garði er opið á safnadaginn. Kópavogsdagar, menningarhátíð Kópavogsbæjar, hefjast um helgina og standa í viku. Dagarnir hefjast með kórsöng í Sundlaug Kópa- vogs kl. 10 og í Salarlaug kl. 11. Dagskrá dag- anna er annars fjölbreytt að venju og sniðin fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna. Dagskrána má sjá á kopavogsdag- ar.is. Kópavogsdagar í tíunda sinn Frá Kópavogs- dögum í fyrra. AF LISTUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Málmheimar eru í sárum eft-ir fráfall eins af sínumbestu og áhrifamestu son- um, Jeffs Hannemans gítarleikara Slayer, í fyrradag. Hann var 49 ára. Hanneman hafði glímt við van- heilsu í rúm tvö ár eftir að hann smitaðist af sjaldgæfum húð- sjúkdómi, necrotizing fasciitis, lík- lega eftir að hafa verið bitinn af kónguló, og hafði sama og ekkert komið fram með sveit sinni síðan. Hafði þessi andstyggilegi sjúkdóm- ur tærandi áhrif á holdið en á síð- asta ári fullyrti Tom Araya, söngv- ari Slayer, að Hanneman hefði náð sér að fullu. Það var þó borið til baka snemma á þessu ári. Andlát hans kom eigi að síður flestum í opna skjöldu en banameinið mun hafa verið lifrarbilun. Hanneman stofnaði Slayer, eitt dáðasta og áhrifaríkasta málm- band sögunnar, ásamt öðrum gít- arleikara, Kerry King, árið 1981 og var alla tíð afkastamikill laga- smiður. Eftir hann liggja margar af helstu perlum málmsögunnar, svo sem Angel of Death, Raining Blood, South of Heaven, Spill the Blood, Seasons in the Abyss og Dead Skin Mask. Slayer var í fylkingarbrjósti þegar þrassbylgjan gekk yfir málmheima snemma á níunda ára- tugnum. Þeir og Metallica. Áhrifa- máttur sveitarinnar hefur verið ómældur allar götur síðan.    Löngum hefur gustað um Slay- er, ekki síst Hanneman. Hann var mikill áhugamaður um síðari heimsstyrjöldina og það vakti blendnar tilfinningar þegar upp komst að hann safnaði minjagrip- um tengdum Þýskalandi nasism- ans. Ekki bætti úr skák að eitt frægasta lag Hannemans, Angel of Death, fjallar um dr. Josef Mengele Þyngra en blóði taki Allur Jeff Hanneman var ekki maður margra orða. Klettur í hafinu. og óhugnalegar tilraunir hans á föngum þriðja ríkisins. Hanneman bar alla tíð af sér þjónkun við nasista og fullyrti að áhugi sinn stafaði af forvitni en ekki samúð. Þegar hann var ein- hverju sinni spurður að því í út- varpsviðtali hvers vegna hann tæki ekki harða afstöðu gegn gjörðum dr. Mengeles í Angel of Death og segði fullum fetum að hann hefði verið illmenni svaraði hann: „Ligg- ur það ekki í augum uppi? Ætti ég að þurfa að segja ykkur það?“ Flösufeykjar þessa heims kepptust í gær við að bera lof á Hanneman, má þar nefna Slash, sem þekkastur er fyrir framlag sitt til Guns N’Roses, og Dave Must- aine, leiðtoga Megadeth. Hér heima er líka harmur að mönnum kveðinn. „Þarna misstum við rosalegan mann, þeir verða varla stærri. Það var mikið áfall þegar Dimebag fór en þetta högg er ennþá þyngra,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálm- aldar. „Slayer er band sem maður er búinn að hlusta á frá blautu barnsbeini og maðurinn sem samdi Angel of Death mun alla tíð verða í miklum metum, þó ekki nema væri fyrir það. Þvílíkt lag!“ segir Snæ- björn og lofar að skálað verði fyrir Hanneman á Græna hattinum, þar sem Skálmöld mun spila í kvöld. Hann segir Slayer hafa tekið af öll tvímæli á sínum tíma. „Þeir hentu öllum takmörkum út um gluggann. Það er alltaf hægt að fara hraðar, þyngra, lengra …“    Hvíl í friði, Jeff, bróðir í málmi! Bið ekki að heilsa dr. Men- gele. » Þarna misstum viðrosalegan mann, þeir verða varla stærri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.