Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Hrefnuveiðimenn í Hafnarfirði eru að gera bát sinn, Hrafnreyði KÓ 100, kláran til veiða og er reiknað með að byrja um miðjan mánuðinn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf., gerir sér vonir um að fleiri hrefnur veiðist í ár en í fyrra. Þá veidd- ust 53 dýr en hrefnukvótinn er 216 dýr. Í fyrra kom Hrafnreyður með 33 hrefnur að landi, Hafsteinn SK með 18 og Halldór Sigurðsson ÍS veiddi tvær hrefnur. Allt kjötið var unnið hjá Hrefnuveiði- mönnum og fór eingöngu á innanlandsmarkað. Mest af því seldist í fyrrasumar og fram í september. Gunnar segir ekki ráðgert að hefja útflutning að sinni að minnsta kosti. Fyrsta verkefnið sé að metta innanlandsmark- aðinn. 13-14 manns við veiðar og vinnslu yfir sumarið Sjö manns vinna allt árið hjá Hrefnuveiðimönnum við verkun á hrefnukjöti, en einnig við fiskverkun, frystingu og pökkun í verktöku yfir veturinn. Yfir sumarið fer fjöldinn í 13-14 manns að áhöfn bátsins meðtalinni. Vertíðin í fyrra olli veiðimönnum nokkrum vonbrigð- um því minna veiddist og meira þurfti að hafa fyrir veið- unum en árin á undan. Helsta veiðisvæðið hefur verið í Faxaflóa, en einnig reyndu veiðimenn fyrir sér í Breiða- firði og fyrir sunnan Reykjanes í fyrrasumar. „Við stefnum að auknum veiðum í sumar, en það á eft- ir að koma í ljós hvar hrefnan heldur sig og hvernig gengur að ná henni,“ segir Gunnar Bergmann. „Hrefnan hefur trúlega flutt sig eitthvað og við fundum mikinn mun á vertíðinni í fyrra og hittifyrra frá því sem var árið 2010. Ég er sannfærður um makríllinn hefur haft mikil áhrif á lífsskilyrði og hegðun hrefnunnar. Hann er ekki með sundmaga og stoppar aldrei og hefur síðustu ár komið af svakalegum krafti hér inn í Flóann. Hann étur hreinlega allt frá hrefnunni, en hún er hér við landið í þeim eina til- gangi að éta og ef hún fær ekki nóg fer hún bara eitthvað annað,“ segir Gunnar. Hann segist ekki telja að hrefnuveiðar eða hvala- skoðun hafi áhrif á útbreiðslu hrefnunnar í Faxaflóa. Gera sér vonir um að veiða fleiri hrefnur Mjaldur hefur gert sig heimakominn við Grænanes, Bassa- staði og víðar í Steingrímsfirði að undanförnu. Að sögn Gísla Víkingssonar hvalasérfræðings, hefur mjaldur sést hér við land öðru hverjuu í gegnum aldirnar. Þessi heimskautahval- ur, sem er algengur við Grænland og Kanada og er mjög tengdur hafísnum, verði þó að teljast heldur sjaldgæfur gest- ur við hér land. Gísli segist hafa fengið óstaðfestar fréttir um að mjaldur hafi sést á Sundunum við Reykjavík fyrir nokkrum vikum. Skrifstofufólk í Turninum við Höfðatorg taldi sig sjá mjaldur í flæðarmálinu í Rauðarárvík og segir Gísli að frásögn þess hafi alls ekki verið ótrúverðug. Hann hafi þó ekki fengið nægilega góðar myndir af dýrinu og fólk á hvalaskoðunar- bátum hafi ekki orðið vart við það. Gísli segir þekkt dæmi um ótrúleg ferðalög einstakra mjaldra og jafnvel allt suður í Miðjarðarhaf. Yfirleitt séu þeir einir á ferð ef þeir fari langt út fyrir heimkynni sín. Nokkrir komu árlega í byrjun síðustu aldar Ævar Petersen, dýrafræðingur, hefur í mörg ár reynt að afla upplýsinga um mjaldra hér við land, lifandi sem dauða. Hann segist aðeins hafa orðið áskynja um 25 slíkar athuganir og virðist mjaldrar fyrst og fremst sjást hér á vorin, í apríl og fram í júníbyrjun. Oftast hafi stök dýr verið á ferð, en árið 1903 sáust fimm mjaldrar saman í Eskifirði og um tugur var á ferð saman í Dýrafirði árið 1929. Sá fyrsti sem er skráður hér sást árið 1641 en síðasti mjald- urinn sem Ævar hefur haft fregnir af, þar til nú, sást í Njarð- vík í Borgarfirði eystra árið 2007. Einn var í Seyðisfirði 2005. Aldrei hafa verið fleiri skráningar en árið 1964 en mjaldur sást þá sex sinnum á svæðinu frá Látrabjargi norður um og austur til Seyðisfjarðar, hvort sem þarna hafa verið sex dýr eða færri á ferðinni. Ævar segir að líklega séu „frægustu“ mjaldrar hér við land þeir 2-3 sem komu hingað árlega á sumrin á árunum 1906 til 1932 og héldu til við norðanverðan Breiðafjörð frá Vatnsfirði austur í Kollafjörð. aij@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sjaldgæf sjón Mjaldurinn byltir sér framan við Bassastaði í Steingrímsfirði. Þeir koma hingað helst á vorin, en elsta skráða heimsókn mjaldurs að ströndum Íslands er frá árinu 1641. Um 25 skráðar heimsóknir mjaldra til Íslands BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Langreyðastofninn frá A-Grænlandi um Ísland til Jan Mayen hefur stækkað á síðustu áratugum. Nú eru talin vera um 20 þúsund dýr í stofn- inum, sem er stærsti langreyðar- stofninn í Atlantshafi, að sögn Gísla Víkingssonar hvalasérfræðings. Hann telur ástand stofnsins gott og segir veiðiráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar um 154 dýr vera mjög varfærna. Meta áhrifin af veiðibanni Í síðustu ástandsskýrslu stofnun- arinnar segir að slíkar árlegar veið- ar á hefðbundnum hvalveiðimiðum vestur af landinu séu sjálfbærar og í fullu samræmi við sjónarmið um varúðarnálgun. Eins og fram kom í blaðinu í gær hyggst Hvalur hf. hefja hvalveiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Gísli segir að komið sé að endur- skoðun innan Al- þjóðahvalveiði- ráðsins á ástandi langreyðarstofns- ins og verði farið yfir stöðuna á fundi vísinda- nefndar ráðsins í Suður-Kóreu í júní. Slík úttekt sé gerð á um sex ára fresti og segist Gísli ekki eiga von á miklum breytingum á matinu enda liggi engin ný gögn fyrir um ástand stofnsins sem gefi tilefni til þess. Talning á hvalastofnum í norð- anverðu Atlantshafi fer næst fram árið 2015. „Það er mjög mikilvægt fyrir okk- ur að fá sýni úr hverju einasta dýri,“ segir Gísli. „Margvíslegar upplýs- ingar fást með sýnatöku eins og t.d. um fæðu, aldur og æxlunarþætti s.s. kynþroska og þungunartíðni. Við fengum talsvert af upplýsing- um frá vertíðunum 2009 og 2010, en vantar meira til að fá marktækari niðurstöður. Þá er einkum forvitni- legt að meta áhrifin af tæplega tveggja áratuga veiðibanni. Fram að banninu hafði verið aflað góðra gagna og þó sérstaklega úr rann- sóknaáætluninni 1986-89. Síðustu ár höfum við séð fjölgun langreyðar á veiðislóðinni milli Íslands og Græn- lands og þá vakna spurningar um hvort það hefur áhrif á kynþroska- aldur, æxlunarhraða og slíka þætti.“ Hrun í sandsílastofni kom niður á hrefnunni Veiðar á hrefnu eru einnig fram- undan, en svo virðist sem fjöldi hrefna á grunnsævi við Ísland hafi minnkað undanfarin ár og hluti stofnsins hafi fært sig. „Við höfum tengt þessar breytingar við fæðu- framboð og gögn um fæðu hrefn- unnar sýna mikla breytingu. Á ár- unum 2003-2007 voru veiddar samtals 200 hrefnur í rannsókna- skyni. Í upphafi rannsóknatímans virt- ust sandsíli vera ein mikilvægasta fæðan. Hrefnan virðist síðan hafa orðið fyrir barðinu á hruninu í sand- sílastofninum 2005 og líkt og sjófugl- arnir. Hún svaraði því annars vegar með því að skipta um fæðu og fara í auknum mæli yfir í stærri fiska eins og þorsk og ýsu og hins vegar með því að flytja sig um set. Ég hef líka ákveðinn grun um að hluti hrefnu- stofnsins hafi elt loðnuna norðar og vestar heldur en áður. Því miður hefur ekki náðst að telja hrefnu á nýjum svæðum loðnunnar við og inn í lögsögu Grænlands,“ segir Gísli. Makríll meðal fæðutegunda Hann segist efins um að stóraukn- ar göngur makríls inn í íslenska lög- sögu hafi breytt hegðan hrefnunnar nema þá e.t.v. óbeint. Gísli bendir á að fækkun hrefnu hafi komið fram í talningu 2007 og hafi jafnvel orðið vart árið á undan. Kraftur í makríl- göngum hafi hins vegar ekki byrjað fyrr en eftir þetta. Hins vegar liggi fyrir upplýsingar frá hrefnuveiði- mönnum um að makríll sé nú meðal fæðutegunda hrefnunnar, þannig að hún geti nýtt sér makrílinn að einhverju leyti. Stækkandi stofn langreyðar og varfærin veiðiráðgjöf  Hvalatalning næst árið 2015  Mikilvægt að fá sýni úr hverju einasta dýri Gísli Víkingsson Gísli Víkingsson segir að sam- hliða veiðum á langreyði hafi Hafrannsóknastofnun aflað margvíslegra gagna á undan- förnum árum. Nú sé unnið að því að útvega fjármagn til að kosta starfsmann á vegum Haf- rannsóknatofnunar sem hefði aðsetur í Hvalstöðinni í Hval- firði. Hann segir að þar sé einstaklega góð aðstaða til rannsókna og hafi fjölmargir er- lendir vísindamenn nýtt sér það í gegnum tíðina. Á síðasta ári hafi t.d. birst grein í hinu virta tímariti Nature eftir kanadíska vísindamenn sem byggist á rannsóknum þeirra í Hvalfirði. Þar lýsa þeir áður óþekktu líffæri í kjálka langreyða sem skýrir einstaka hæfileika skíðishvala til síunar fæðu úr sjónum. GÓÐ AÐSTAÐA Í HVALFIRÐI Vertíð Hvalstöðin í Hvalfirði. Áður óþekkt líffæri í kjálka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.