Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
✝ Árni StefánHelgi Her-
mannsson fæddist
28. júlí 1929. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
25. apríl 2013.
Foreldrar hans
voru Sigurlaug Her-
dís Friðriksdóttir frá
Látrum í Aðalvík, f.
14.8. 1909, d. 20.8.
1989, og Hermann
Árnason frá Látrum í Aðalvík, f.
21.11. 1905, d. 10.7. 1989. Systkini
Árna: Friðrik, f. 5.8. 1931, Þór-
unn, f. 29.9. 1932, Þorgerður, f.
3.4. 1934, Gunnar, f. 2.10. 1935,
Jónína, f. 21.1. 1937, Guðný, f.
20.6. 1941, Óli The, f. 24.6. 1943,
Ingi Karl, f. 16.9. 1944, Gísli, f.
13.10. 1946, Ingibjörg, f. 19.7.
1948, og Heiðar, f. 19.2. 1951.
Árni kvæntist 22.10. 1950
Önnu Aðalheiði Ólafsdóttur, f.
4.2. 1920, d. 17.9. 1993. Foreldrar
Önnu: Jóhanna Magnúsdóttir, f.
22.2. 1881, d. 18.6. 1970, og Ólaf-
ur Jónsson, f. 9.10. 1887, d. 14.2.
1971. Börn Árna og Önnu: 1) Jó-
hanna Lára, f. 5.1. 1948, maki
Ólafur Lárus Baldursson, f. 1946,
börn þeirra a) Geir, f. 1966, maki
Dagný Diðriksdóttir, þau eiga
tvo syni b) Íris, f. 1972, hún á
tvær dætur c) Fjalar, f. 1973,
Workman. 5) Hermann Valur, f.
30.5. 1956. 6) Jón Ingi, f. 30.5.
1956, dætur hans og Bryndísar
Sigurðardóttur, f. 1962, a) Lotta
Bryndísardóttir, f. 1982, b) Sig-
rún Bryndísardóttir, f. 1983,
maki Aðalsteinn Atli Guðmunds-
son, þau eiga tvo syni. 7) Þórunn,
f. 22.9. 1957, maki Sveinbjörn
Guðmundsson, f. 1958. Börn Þór-
unnar og Hauks Baldurssonar, f.
1956, d. 2013, a) Ísgeir Aron, f.
1975, maki Sólrún Halla Bjarna-
dóttir, þau eiga þrjú börn, b)
Anna Sigríður, f. 1977, maki
Kristján Ingi Pétursson, þau eiga
fjögur börn, c) Ellert Þór, f. 1980,
hann á eina dóttur. Barn Þór-
unnar og Guðna Indriðasonar, f.
1965, er Þórarinn Árni, f. 1988.
8) Dóttir fædd 1960, gefin við
fæðingu. Anna átti son, Eðvarð,
f. 23.6. 1939, d. 2003, maki Bára
Ólafsdóttir, f. 1941, börn þeirra
a) Anna, f. 1962, hún á fimm dæt-
ur, b) Helgi, f. 1963, d. 1999, hann
á einn son. Uppeldisdóttir Eð-
varðs er Ólöf, f. 1961, hún á tvo
syni og er annar látinn.
Sambýliskona Árna frá 1994
er Ingibjörg Kristjánsdóttir, f.
4.10. 1926.
Árni var fæddur og uppalinn á
Látrum í Aðalvík. Árni og Anna
hófu búskap á Akureyri 1948 þar
sem Árni vann hjá Sambandinu
en fluttust til Þorlákshafnar 1956
og þar vann hann hjá Meitlinum.
Árni lauk starfsævi sinni hjá Ell-
ingsen.
Árni verður jarðsunginn frá
Þorlákskirkju í dag, 4. maí 2013,
kl. 14.
maki Jóhann Freyr
Björgvinsson. 2)
Magnea Ásdís, f.
31.8. 1950, maki
Sveinn Steindór
Gíslason, f. 1947, d.
2007, börn þeirra a)
Árni Steindór, f.
1969, maki Jó-
hanna Sigurey
Snorradóttir, þau
eiga tvö börn og
eitt barnabarn, b)
Sigurbjörg Sara, f. 1973, maki
Þorsteinn Karlsson, þau eiga
þrjú börn c) Eva Rós, f. 1984. 3)
Ólafur, f. 15.10. 1951, maki Rann-
veig Ágústa Guðjónsdóttir, f.
1952, d. 2009, þeirra börn a) Guð-
jón Helgi, f. 1971, maki Birna Sif
Atladóttir, þau eiga þrjú börn
auk þess sem Guðjón á dóttur úr
fyrri sambúð b) Ari Már, f. 1974,
maki Guðbjörg Hulda Sigurð-
ardóttir, þau eiga tvo syni c)
Anna Margrét, f. 1981, maki Ingi
Þór Ingibergsson, þau eiga tvö
börn. 4) Sigurlaug, f. 4.4. 1955,
maki Árni Jón Eyþórsson, f.
1954, börn þeirra a) Þórey Arna,
f. 1976, maki Valgeir Þór Hal-
bergsson, þau eiga fjögur börn,
eitt er látið, b) Sóley Lára, f.
1979, maki Birkir Þór Krist-
mundsson, þau eiga tvö börn, c)
Valey Sara, f. 1987, maki Ryan
Ástkær vinur minn og sam-
býlismaður hefur kvatt um sinn og
haldið til sumarlandsins bjarta.
Ég og fjölskylda mín þökkum hon-
um góðar stundir og allar góðu
minningarnar.
Áður saman áttum vist,
eygði sjónhring fríðan,
geislastaf og grænan kvist,
geymi frá þér síðan.
Lífs þíns hurð í fals er felld,
finn ég klökkvann undir,
við hinn bjarta arineld,
urðu góðar stundir.
Þá ég met og veg á vog,
vinar kynninguna,
er sem norðurljósalog
leiki um minninguna.
(Kr. Sig.)
Við sendum börnum hans, syst-
kinum og öllum ástvinum hans
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Árna St.
Hermannssonar.
Ingibjörg Margrét
Kristjánsdóttir.
Við fráfall elskulegs föður okkar
hrannast upp minningar liðinna
ára.
Pabbi var fæddur og uppalinn á
Látrum í Aðalvík, elstur í stórum
systkinahóp þar sem hefur senni-
lega oft verið líf og fjör við ysta haf.
Hann fór ungur að heiman og vann
fyrir sér m.a. við vegavinnu og sjó-
mennsku. Pabbi kynntist mömmu í
Keflavík 1947 þar sem þau voru
bæði á síld, hún í landi og hann á
sjó. Árið 1948 fæddist þeim fyrsta
barnið og þá settust þau að á Ak-
ureyri og pabbi hóf störf hjá Sam-
bandinu. Þar fæddust þeim börnin
eitt af öðru og þá var pabbi í sigl-
ingu á millilandaskipinu Arnarfelli.
Þá var yfirleitt komið heim með
appelsínu- og eplakassa og jafnvel
vínberjatunnu. Endrum og sinnum
jafnvel tyggjó og sleikibrjóstsykur.
Árið 1956 flytja þau suður, þar sem
þau voru með þrjú ung börn, auk
þeirra eldri, var miðsætið tekið úr
bílnum og tvíburarnir hafðir þar í
barnarúmi. Þau setjast að á Hrauni
í Ölfusi á meðan þau byggðu sér
hús í Þorlákshöfn, sem þau fluttu í
síðla árs 1957 og eitt barnið bætist
við systkinahópinn. Þarna var þá
lítið byggðarlag og mikil samvinna
meðal íbúanna. Skiptivinna var al-
geng og vinnuframlag pabba var
þá gjarnan málningarvinna. Árið
1958 ræður hann sig sem bílstjóra
hjá Meitlinum og ekur á Chevrolet
X 749 við löndun á fiski. Pabbi var
verkstjóri í aðgerðarhúsinu um
tíma og þá fórum við röltandi til
hans með kaffibrúsa og brauðbita
fyrir hálftíukaffið. Síðar fór hann
að sjá um bátana og ýmist var hann
kallaður reddarinn eða flotaforing-
inn. Oft var komið og bankað á
glugga að næturlagi og kallað Árni!
Þá vantaði eitthvað áður en lagt
var úr höfn eða að einhver hafði
ekki komið í bátsplássið sitt og
þessu varð að redda strax. Eins
kom það fyrir að hann þurfti að
þeytast landshluta á milli eftir eða
með varahluti, svona var þetta oft á
vertíðum. Hann stofnaði útgerðar-
félagið Auðbjörgu með Pétri Frið-
rikssyni árið 1971 en seldi sinn hlut
1985. Samhliða voru störf hans
óbreytt hjá Meitlinum til ársins
1986 er hann hóf störf hjá Ellings-
en.
Heima fyrir var oft líf og fjör,
t.d. þegar pabbi og mamma voru
að dansa við okkur og eins spilaði
pabbi mikið við okkur. Á aðfanga-
dag á meðan við biðum eftir jól-
unum og mamma lagði á borð spil-
aði pabbi fyrir okkur á munnhörpu
og við sátum stillt og hlustuðum.
Við fórum í ýmis skemmtileg
ferðalög með foreldrum okkar, t.d.
Akureyrarferð með gistingu í
Vatnsdalnum 1966, Aðalvík 1974,
hringferðina 1975, í Herdísarvík
1980, gönguferð yfir Hellisheiði og
enn fleiri seinni árin.
Pabbi og mamma fluttu til
Reykjavíkur 1988 og lauk pabbi
starfsævi sinni hjá Ellingsen.
Sambýliskona pabba frá 1994
er Ingibjörg Kristjánsdóttir, f.
4.10. 1926. Ingibjörg á sjö börn
sem reyndust pabba mjög vel og
ber að þakka það. Árið 2010 fór
pabbi á hjúkrunarheimilið Eir
vegna sjúkdóms og viljum við
þakka bræðrum hans Friðriki og
Gunnari alla þá hlýju og hugul-
semi sem þeir sýndu honum í
veikindunum. Einnig viljum við
koma þökkum til starfsfólks
2norður á hjúkrunarheimilinu
Eir fyrir góða umönnun.
Kveðja frá börnunum,
Jóhanna, Magnea, Ólafur,
Sigurlaug, Hermann, Jón
og Þórunn.
Í dag er til grafar borinn sann-
ur íslenskur víkingur, Aðalvík-
ingur. Stórbrotinn maður sem við
vorum svo lánsöm að eiga fyrir
afa.
Það eru ekki margir sem geta
stært sig af því að vera frá Látr-
um í Aðalvík líkt og við systkinin,
því úr Aðalvíkinni koma ekki bara
sannir íslenskir vinnuþjarkar
heldur er landslagið og kyrrðin í
víkinni góðu engu lík. Því höfum
við systkinin sem betur fer fengið
að kynnast. Hin síðari ár, þá sér í
lagi eftir fráfall ömmu okkar,
minnkuðu samskiptin við afa tals-
vert. En margar eru minningarn-
ar, til dæmis að snattast með afa
þegar hann átti útgerðina í Þor-
lákshöfn, áramótin heima í Álfa-
felli, þegar hann spilaði á munn-
hörpuna fyrir okkur barnabörnin
og úr öllum ferðalögunum eins og
hringferð um landið, Akureyrar-
og Miðlandsferðum og síðast en
ekki síst ferðum til Aðalvíkur. Það
sem stendur þó kannski mest upp
úr var hversu notalegt það var að
koma til ömmu og afa á Odda-
brautina í Þorlákshöfn, og svo síð-
ar á heimili þeirra í Reykjavík.
Afi var einn af þeim sem geta
ekki setið iðjulausir, alltaf þurfti
hann að vera að gera eitthvað og
þegar við hugsum til baka þá var
eins og hann hefði ekki jafnmikinn
tíma fyrir okkur barnabörnin eftir
að þau amma fluttust til Reykja-
víkur. Ætli landsbyggðin hafi ekki
átt betur við hann en erill stór-
borgarinnar, enda sleit hann
barnsskónum í mjög svo af-
skekktu samfélagi.
Að leiðarlokum viljum við
kveðja þig með ljóðinu um Aðal-
vík:
Sól að hafi hnígur hamra gyllir tind
með söngvum svanur flýgur
sunnan móti þýðum vind.
Króna hægt á blómum bærist
brosa þau svo unaðsrík
kvölds þá yfir friður færist
fegurst er í Aðalvík.
Víkinni allri yfir
indæl hvílir ró,
engill ljóssins lifir
leggur glit um jörð og sjó.
Sveipar allt í undra skrúða
aftan sól við hafsins barm
glóa blóm í björtum úða
blika tár á rósahvarm.
Rótt við blíðan blæinn
blóm hvert sofnað er,
kveð ég dáinn daginn
draumljúf nóttin heilsar mér.
Hugann dreymir ást og yndi,
ótal töframyndir sér,
vonir bjartar lýsa lyndi,
lukkan mig í faðmi ber.
Heillavættir hlúi
hér að hverjum reit
blessun æ hér búi,
breiðist friður yfir sveit.
Börn þín ávallt lukkan leiði
lífs í stríði og hverri þraut.
Æ þau tigni hugans heiði,
hræsni allri vísi á braut.
(Jón M. Pétursson)
Hvíl í friði elsku afi.
Þín barnabörn,
Árni Steindór, Sigurbjörg
Sara og Eva Rós.
Við systur höfum sett saman
það sem um huga okkar fer nú
þegar við kveðjum afa okkar og
lítum til baka.
Ég man eftir: Að sofa á milli hjá
afa og ömmu, að leika mér í garð-
inum og hanga á snúrunum, að fá ís
úr pappaöskju hjá afa og ömmu, að
fá Mackintosh Quality Street á
tyllidögum, að leika undir stigan-
um, að spil voru aldrei langt undan,
þegar þú lagðir kapal og hvað það
gat verið spennandi að fylgjast
með, að snúast í brúna skrifstofu-
stólnum þínum, brosinu þínu og
léttri lund, hvað það var gott að
sitja í fanginu þínu og munaði engu
þótt það væru fleiri en ein, að
hlusta á þig segja frá Aðalvík, að
hlusta á þig segja frá siglinga-
árunum, að hlusta á mömmu og
systkini hennar rifja upp skemmti-
legar minningar um ykkur ömmu
úr æskunni, þegar þú kenndir mér
að stelast í kexskápinn þinn, þegar
þú gafst mér 100 krónur til að
kaupa bland í poka í búðinni á
horninu, hvað mér fannst þú alltaf
kúl með tattú, heimsóknum um
landið í sumarbústaði til ykkar
ömmu, bíltúrum þar sem þú keypt-
ir handa okkur rjómaís, að heim-
sækja þig í Ellingsen, að hlusta á
þig og fullorðna fólkið spila og
hlæja eftir að við fórum í háttinn,
hlýjum faðmlögum, einlægu sam-
tali eftir að amma dó, skriftinni
þinni, hvað það var notalegt að sjá
þig halda lengi í hönd dóttur minn-
ar í síðustu heimsókn okkar, hvað
ég átti gott tal við þig áður en ég
flutti til Ástralíu.
Á því leikur enginn vafi
að þú varst okkar elsku besti afi.
Á þínu hné við sátum löngum stundum
og við sögur þínar best við okkur und-
um,
um árin sem þú sigldir á stóru skipi
og fylgdist með skæru stjarnanna bliki.
Þú heimsóttir ókunnug lönd
en komst alltaf aftur heim, á okkar
kunnu strönd.
Nú ertu farinn yfir skýjanna þil,
en það gerir ekkert til
því ég veit að amma bíður eftir þér,
hún verður glöð er hún þig sér.
Ég verð ekki hrædd um nætur
því ég veit þú hefur á mér gætur
og á því leikur enginn vafi
að þú varst okkar elsku besti afi.
(VSÁ)
Takk fyrir að hafa gefið okkur
þessar minningar og góðar stund-
ir elsku afi.
Þórey Arna, Sóley Lára og
Valey Sara.
Árni Stefán Helgi
Hermannsson
Fleiri minningargreinar
um Árna Stefán Helgi Her-
mannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AÐALSTEINA SUMARLIÐADÓTTIR,
áður til heimilis
Skálholti 17,
Ólafsvík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í
Ólafsvík að kvöldi mánudagsins 29. apríl.
Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 6. maí
kl. 14.00.
Þórður Þórðarson,
Egill Þórðarson, Yoko A. Þórðarson,
Þórður Þórðarson, Kari H. Raa,
Karítas Anna Þórðardóttir, Guðjón Elisson,
Svanfríður Þórðardóttir, Björn Arnaldsson,
Guðríður Þórðardóttir, Björn H. Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN TRAUSTASON
bílamálari,
Vallarási 4,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 27. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Ríkharður Kristinsson, Margrét Rós Sigurðardóttir,
Vigfús Elías Kristinsson, Elísabet D. Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru
BJARGAR KOFOED-HANSEN,
Sléttuvegi 19,
áður Dyngjuvegi 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahjúkrunar
Reykjavíkur og líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Astrid Kofoed-Hansen, Einar Þorbjörnsson,
Hólmfríður Kofoed-Hansen, Þorsteinn Ingólfsson,
Constantin Lyberopoulos,
Sophie Kofoed-Hansen, Þorsteinn Tómasson,
Björg Kofoed-Hansen, Þórður Jónsson,
Agnar Kofoed-Hansen, Baldína Hilda Ólafsdóttir,
barnabörn og aðrir afkomendur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR,
Norðurbrú 4,
Garðabæ,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 29. apríl,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í
Garðabæ, þriðjudaginn 7. maí kl. 15.00.
Eyjólfur Sigurðsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir,
Erla Eyjólfsdóttir, Sigurður Svavarsson,
Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Ingi Bæringsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall
ástkærs eiginmanns míns og föður okkar,
tengdaföður, sonar, bróður og afa,
JÓNS PÁLMA SKARPHÉÐINSSONAR
rafvirkjameistara og framhalds-
skólakennara,
Sólvallagötu 8,
Keflavík.
Við viljum senda sérstakar þakkir til starfsfólks hjarta- og
gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir einstaklega góða fag-
mennsku í starfi sínu, velvilja og umhyggju í garð okkar allra
á þessu erfiða tíma.
María Jónsdóttir,
Skarphéðinn Jónsson, Guðmunda Inga Gunnarsdóttir,
Einar Jónsson,
Skarphéðinn Jónsson, Rósa Anna Bjarnadóttir,
bræður og barnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn