Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 43
vísindadeild HÍ 1975-77 og 2000- 2002 og nám við HR og lauk þaðan MBA-prófi 2006. Stuðmaður og sendifulltrúi Jakob var sjálfstætt starfandi tón- listarmaður og upptökustjóri á Ís- landi, í Bretlandi og í Bandaríkj- unum 1972-91, sem og kvikmynda- stjóri og framleiðandi frá 1980, sinnti dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp 1986-91, var tónlistarstjóri hjá LA 1990-91, stundaði auk þess auglýsingagerð fyrir ljósvakamiðla, hefur starfrækt Stúdíó Vesturbæjar frá 1985, var einn stofnenda hljóm- sveitarinnar Stuðmenn, 1969, sem enn er við lýði, var sendifulltrúi í ut- anríkisráðuneytinu 1991-95 og er menningarráðunautur utanríkis- ráðuneytisins frá 1996, var rekstr- arstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Infostream International í London 1996-2000, stofnaði Græna herinn 1999, auglýsingastofuna Banka- stræti ehf 2002 og Reykjavík Re- cords 2004, var ráðinn fram- kvæmdastjóri Miðborgarmála hjá Reykjavíkurborg 2008 og er fram- kvæmdastjóri Miðborgarinnar okk- ar frá 2009. Jakob sat í stjórn American Scandinavian Foundation 1981-83, sat í undirbúnings- og fram- kvæmdanefnd Scandinavian Today 1981-82, sat í flokksstjórn Alþýðu- flokksins frá 1990, í flokksstjórn Samfylkingarinnar frá 2001, var varaþingmaður fyrir Samfylkinguna 1999-2003 og hefur sinnt ýmsum nefndarstörfum á vegum mennta- mála- og utanríkisráðuneytis. Jakob er formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda frá 2006, formaður STEFs 2008-2010 og frá 2012, formaður Samtóns 2009-2010, situr í stjórn BÍL frá 2006, í stjórn Tjarnarbíós frá 2011 og stjórn Fjölís frá 2011. Jakob hefur komið að gerð fjölda hljómplatna, í eigin nafni, með Stuð- mönnum og fjölda annarra tónlistar- manna. Hann er höfundur tónlistar fyrir ýmsa flytjendur og tónlistar fyrir leiksýningar og kvikmyndir. Fjölskylda Fyrsti maki Jakobs er Anna Björnsdóttir, f. 4.7. 1954, jógakenn- ari. Annar maki Jakobs er Ragnhildur Gísladóttir, f. 7.10. 1956, tónlist- armaður. Dóttir Jakobs og Ragnhildar er Bryndís, f. 21.7. 1987, við tónlist- arnám við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn en maður hennar er Mads Mouritz tónlistarmaður og eru synir þeirra Magnús og Jóhann- es Karl. Dóttir Ragnhildar og stjúpdóttir Jakobs er Erna Guðrún, f. 29.8. 1977, leikskólakennari í Reykjavík en maður hennar er Guðni Stefán Thorarensen kerfisstjóri og eru dætur þeirra Sól og Tara. Eiginkona Jakobs, frá og með deginum í dag, er Birna Rún Gísla- dóttir, f. 4.5. 1973, viðskiptafræð- ingur og sérfræðingur hjá Arion banka. Dætur Jakobs og Birnu Rúnar eru Jarún Júlía, f. 19.5. 2007, og Kat- rín Borg, f. 6.8. 2012. Systir Jakobs var Borghildur Magnúsdóttir, f. 16.4. 1956, d. 10.4. 2010, húsfreyja á Akureyri. Foreldrar Jakobs: Magnús Guð- mundsson, f. 8.1. 1925, 2.8. 1991, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Bryndís Jakobsdóttir, f. 26.4. 1932, d. 10.7. 1986, húsfreyja í Reykjavík. Úr frændgarði Jakobs Frímanns Magnússonar Jakob Frímann Magnússon Sigríður Björnsdóttir frá Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal Frímann Magnússon húsasmíðameistari á Akureyri Jakob Frímannsson kaupfélagsstj. KEA, stjórnarform. SÍS og forseti bæjarstjórnar Akureyrar Borghildur Jónsdóttir húsfr. á Akureyri Bryndís Jakobsdóttir húsfr. í Rvík Björg Ísaksdóttir húsfreyja á Reyðarfirði Jón Ólafur Finnbogason kaupmaður á Reyðarfirði Þórdís Björnsdóttir húsfr. á Vífilsstöðum Jón Guðmundsson ráðsm. á Vífilsstöðum Guðmundur Jónsson búfræðingur á Hvítárbakka Ragnheiður Magnúsdóttir húsfr. á Hvítárbakka Magnús Guðmundsson forstjóri Ísól í Rvík Sigríður Sívertsen yngri húsfr. á Gilsbakka Svanbjörn Frímannsson Landsbanka- og seðlabankastjóri Agnar Frímann Svanbjörnsson forstjóri Pétur Magnússon alþm., ráðherra og vara- form. Sjálfstæðisflokksins Ásgeir Pétursson fyrrv. bæjarfógeti í Kópavogi Stefán Pétursson hrl. og bankastjóri Einar Stefánsson augnlæknir Magnús Andrésson prófastur og alþm. á Gilsbakka, af Reykjaætt, bróðursonur Ingunnar, móður Árna Þórarinssonar, prófasts á Stóra-Hrauni, langafa Árna Páls Árnasonar, fyrrv. ráðherra, Þórólfs Árnasonar, fyrrv. borgarstjóra, Hjálmars Árnasonar skólameistara í Keili og HjálmarsW. Hannessonar sendiherra. Eyjólfur Andrésson b. á Kirkjubóli í Hvítársíðu Andrés Eyjólfsson alþm. í Síðumúla Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari Magnús Þórðarson upplýsingafulltr. NATÓ Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sigríður Dóra Svanbjörnsdóttir húsfr. Rvk.móðir Gunnars Thoroddsen lögfr. Andrés Svanbjörnsson verkfræðingur ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Vilhjálmur Helgi Vilhjálmsson hefur varið doktorsritgerð sína „Implant supported crowns and auto-trans- planted teeth to replace absent max- illary anterior teeth“ við Tannlækna- deild Háskólans í Bergen í Noregi. Fyrri hluti rannsóknar Vilhjálms beindist einkum að því að kanna lang- tímaárangur tannígræðslna á fram- tannasvæði efri góms. Frá líffræði- legum sjónarmiðum sýndi tann- ígræðsla góðan árangur. Tannplantar eru einnig einn af meðferðarkostum, sem notaðir eru við að bæta tanntap en þeir eru ekki álitlegur kostur hjá ungum einstaklingum í vexti. Síðari hlutinn fjallaði um árangursmat tannplantaígræðslu á framtannasvæði efri góms hjá fullorðnum með tilliti til breytinga á nærliggjandi beinvef, ásamt sjálfsmati þátttakenda á ár- angri meðferðar. Vaxtarbreytingar nærliggjandi tanna gagnvart tannplöntum voru jafnframt rannsak- aðar. Niðurstöður sýndu að þátttak- endur voru mun ánægðari með krónu- hluta tannplantanna en kom fram í mati sérfræðinga. Litlar lang- tímabreytingar urðu á aðliggjandi beinvef umhverfis tannplantana, þó varð vart aukinnar beineyðingar, að- allega hjá reykingafólki. Einnig sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að tenn- ur hafa tilhneigingu til að vaxa fram löngu eftir að vexti er lokið, ólíkt tann- plöntum, sem sitja fastir í kjálkabein- inu. Þetta getur orðið til þess að krón- ur á tannplöntum í framanverðum efri gómi geta þarfnast endurnýjunar. Þá er Vilhjálmur að ljúka sérfræðinámi í rótar- og kjálkaaðgerðum (endodon- tics).  Vilhjálmur er stúdent frá FÁ 1983. Cand. odont frá Háskólnum í Bergen 1991. Var tannlæknir á Djúpavogi og Breiðdalsvík 1991-1993 og rak jafnframt tann- læknastofu á Selfossi og í Þorlákshöfn. Hann rak einnig tannlæknastofu að Hraunbergi í Reykjavík frá 1993 til 2005. Vilhjálmur er fæddur 1960 og er sonur Oddnýjar Vilhjálmsdóttur skrifstofustjóra og Thomasar E Leonhardt tann- læknis. Hann er kvæntur Örnu Guðmundsdóttur, grafískum miðlara, og eiga þau tvíburana Vilhjálm Arnar og Oddnýju Ósk. Doktor Doktor í tannlækningum Laugardagur 90 ára Erla H. Thoroddsen Halldór Guðfinnsson Sigríður Ingimundardóttir 80 ára Aðalbjörg Guðmundsdóttir Kristinn Sigurjónsson Pétur Valberg Jónsson Rósa Guðrún Jónsdóttir 75 ára Edda Björg Jónsdóttir Margrét Erla Björnsdóttir Valdís Hagalínsdóttir Þorvarður Brynjólfsson 70 ára Borghildur Maack Erlendur G. Pétursson Guðni Ólafur Brynjólfsson Hjörleifur Einarsson Inga Þyri Kjartansdóttir Ingibjörg Einarsdóttir Karel Ingvar Karelsson Sigurður Sigurjónsson Úlfar Ármannsson 60 ára Aðalheiður Jóhannsdóttir Anna Stefanía Guðmundsdóttir Birna Kristín Svavarsdóttir Emil Óskar Þorbjörnsson Jón Ágústsson Kristján Guðmundur Torfason Leifur Rósinbergsson Margrét S. Hjartardóttir Ólafur Valtýr Hauksson Sigríður Búadóttir Sigurður V. Viggósson Tómas Tómasson 50 ára Anna María Agnarsdóttir Gunnlaugur K. Gunnlaugsson Helga Oddsdóttir Indriði Jóhann Þórisson Jóhanna Hildiberg Harðardóttir Óli Þór Magnússon Selma Jónasdóttir Steingerður Kristjánsdóttir Svanur Kristinsson Sveinn Ólafsson 40 ára Ágústa Kristófersdóttir Berglind Stefanía Jónasdóttir Birna Rún Gísladóttir Björn Róbertsson Elísa Björk Jóhannsdóttir Helga Erla Albertsdóttir Helga Hrönn Þorbergsdóttir Hjörtur Már Scheving Jón Anton Sigtryggsson Jón Elvar Númason Kjartan Þorvaldsson Kristín Ósk Guðmundsdóttir Sigrún Gröndal Þórmundur Sigurðsson Örvar Bjarnason 30 ára Atli Þorsteinsson Árni Gunnar Gunnarsson Bergsveinn Þórsson Edda Jónsdóttir Einar Bergur Ingvarsson Elísabet Inga Kristófersdóttir Guðni Karl Rosenkjær Guðni Stefán Pétursson Halldór Vilberg Ómarsson Hrafnhildur Gissurardóttir Jódís Brynjarsdóttir Kristín Ása Henrysdóttir Kristín Vala Breiðfjörð Laufey Helga Guðmundsdóttir Rannveig Káradóttir Sunnudagur 85 ára Björg Ragnh Sigurjónsdóttir Ólafur Bragi Jónasson Steingrímur B. Björnsson Þórður F. Ólafsson 80 ára Anna Sólbjörg Jónasdóttir Birgir Sigurjónsson Kristín Pálsdóttir Lárus Jóhannsson Steingrímur Lárusson 75 ára Birna Guðrún Friðriksdóttir Einar Vigfússon Erla Gunnarsdóttir Guðmundur Ingi Guðjónsson Hrönn Haraldsdóttir Roswitha M. Kreye Finnbogason Sólveig Jónsdóttir 70 ára Guðni Rúnar Ragnarsson Hrefna Ólafsdóttir Jónína Hanna Flosadóttir Jón Ólafsson Karl Heiðberg Cooper Ólafía Egilsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir 60 ára Ágúst Einarsson Áslaug Þorgeirsdóttir Garðar Sveinn Jónsson Guðjón Indriðason Guðrún Ragnars Helga Lilja Björnsdóttir Ingo Wershofen Jóhanna Jane Annisius Jósavin Heiðmann Arason Kristín Ísleifsdóttir Kristín S. Þórarinsdóttir Lovísa Guðmundsdóttir Óskar Guðjónsson Petrína Bachmann Rafn Hermannsson Rut Marsibil Héðinsdóttir Sigurður H. Ingimarsson Sigþór Guðjónsson Wieslawa Florek 50 ára Atli Karl Pálsson Callie Grace McDonald Dagný Harðardóttir Drífa Aradóttir Guðbjörg B. Guðmundsdóttir Gunnar Berg Haraldsson Ingólfur Bruun Sigríður Halldórsdóttir Svanþór Ævarsson Valdimar Gunnarsson 40 ára Alexander Örn Arnarson Arnbjörn Ólafsson Árni Hafsteinsson Guðmundur Páll Gíslason Hulda Kristín Guðmundsdóttir Inga Eir Gunnarsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Iwona Maria Samson Margrét Ása Karlsdóttir Þór Fjalar Hallgrímsson Örvar Hafsteinn Kárason 30 ára Álfheiður Björg Egilsdóttir Bergvin Örn Kristjánsson Elsa Hlín Einarsdóttir Fanney Rós Jónsdóttir Ingvar Óskarsson Stefán Orri Ólafsson Svandís Lilja Níelsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.