Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 2
Lögreglu-
bílum var í
fyrra ekið
34% færri
kílómetra en
árið 2007.
Mestur er
samdráttur-
inn hjá lög-
reglunni í
Borgarnesi
en þar dróst aksturinn saman um
59%.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
ríkislögreglustjóra fyrir árið 2012
sem gefin var út í gær.
Alls var lögreglubílum ekið um
5,5 milljón kílómetra árið 2007. Síð-
an þá hefur aksturinn minnkað
með hverju ári. Í fyrra var bílunum
ekið samtals um 3,6 milljónir kíló-
metra.
Akstur hefur dregist saman hjá
öllum embættum, að Lögreglu-
skólanum undanskildum.
Á milli áranna 2008 og 2012
jókst meðalaldur lögreglubíla úr 3,2
árum í 3,9 ár en markmið ríkislög-
reglustjóra er að meðaldur sé í
kringum 3 ár.
Aka 34%
minna en
árið 2007
Mesti samdráttur-
inn í Borgarnesi
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Yfir 3.660 einstaklingar hafa skorað á Guðbjart
Hannesson velferðarráðherra að hætta við
breytingar á reglum um greiðsluþátttöku lyfja
sem taka gildi í dag. Aðstandendur undirskrifta-
söfnunarinnar hafa ekki náð sambandi við ráð-
herrann og afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni,
forseta Íslands, áskoranirnar ásamt athuga-
semdum þátttakenda, á Bessastöðum í gær. For-
setinn benti á að hendur hans væru bundnar og
ráðherrar færu með valdið í þessu efni. „Við
vonum að þetta hreyfi við ráðherranum á ein-
hvern hátt,“ sagði Sigurður Jónas Eggertsson,
sem afhenti listana og tók fram að ef það gerist
ekki þyrfti að bíða eftir nýjum valdhöfum og sjá
hvað þeir gerðu. Baráttunni yrði haldið áfram.
3.660 skora á ráðherra að hætta við
Morgunblaðið/Ómar
Nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja á að taka gildi ídag
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hluti erfingja Sigurðar Kristjáns Lárussonar
Hjaltested mun krefjast þess að fá inn í dán-
arbúið fjármuni sem núverandi ábúandi Vatns-
enda í Kópavogi hefur fengið fyrir land jarð-
arinnar, þar á meðal vegna eignarnáms
Kópavogsbæjar. Karl Lárus Hjaltested segir
að Kópavogsbær hafi á sínum tíma verið gerð-
ur ábyrgur fyrir því ef fjármunirnir færu ekki
til dánarbúsins.
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðs-
dóms Reykjaness um að við opinber skipti á
dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar
Hjaltested sem lést 1966 teldist beinn eignar-
réttur að jörðinni Vatnsenda enn vera á hendi
dánarbúsins.
Deilt hefur verið um eignarhald á jörðinni í
áratugi. Magnús Sigurðsson Hjaltested tók við
jörðinni eftir lát föður síns og núverandi ábú-
andi er sonur hans, Þorsteinn Hjaltested.
Seinni kona Sigurðar og tveir synir þeirra hafa
krafist skipta á dánarbúinu og að jörðin teldist
meðal eigna þess.
Miklir hagsmunir eru í húfi. Hluti jarðarinn-
ar hefur verið seldur. Nú síðast tók Kópavogs-
bær eignarnámi 864 hektara árið 2007 og
greiddi fyrir það 2,5 milljarða.
Allir samningar raktir upp
Karl Lárus Hjaltested, einn erfingja Sigurð-
ar Hjaltested, segir að fundað verði með lög-
mönnum á mánudag. Hann telur einsýnt að
rekja þurfi upp alla samninga sem gerðir hafi
verið aftur í tímann og krefjast þess að fá fjár-
munina inn í dánarbúið. Nefnir hann svo-
nefnda eignarnámssátt sem gerð var við Kópa-
vogsbæ út af Vatnsendalandi. Þá telur Karl að
dánarbúið sé nú aðili að málaferlum eiganda
jarðarinnar við Kópavogsbæ út af eignarnám-
inu enda hafi Þorsteinn Hjaltested, bróðurson-
ur hans og ábúandi Vatnsenda, ekki lengur
eignarhald á jörðinni.
Ekki náðist í Þorstein Hjaltested í gær-
kvöldi. Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður
Kópavogsbæjar, sagðist ekki geta tjáð sig um
málið að svo stöddu.
Vatnsendi eign dánarbúsins
Hæstiréttur segir að beinn eignarréttur að jörðinni teljist enn vera hjá
dánarbúi afa ábúandans Skiptum er enn ólokið 47 árum eftir lát eigandans
www.mats.is
Elliðavatn Mikið hefur verið byggt upp í landi
Kópavogs á Vatnsenda síðustu ár.
Steinagerði 12 ∙ 108 RVK
Einstakt og fallegt fjögurra herbergja einbýlishús á kyrrlátum
stað í botnlangagötu í hinu vinsæla Smáíbúðahverfi. Húsið
hefur verið gert upp og endurnýjað að innan sem utan á
síðustu árum. Lóðin er um 500 fm og gefur auðveldlega
möguleika á stækkun húss og byggingu bílskúrs.
Allar nánari uppl. veitir Heimir í s. 822-3600
Opið hús sunnudaginn 5. maí kl. 17:30-18:00
39,7
Heimir Bergmann
Sölufulltrúi
822-3600
Kristján Ólafsson hdl.
Lögg. fasteignasali
414-4488
Höfuðborg fasteignasala ∙ Hlíðasmára 2, 6. hæð ∙ 414-4488
Málaferli um jörðina Vatnsenda hafa stað-
ið frá því Sigurður Hjaltested lést, árið
1966.
Skiptastjóri afhenti Magnúsi syni hans
umráð og afnot jarðarinnar 1968 með vís-
an til erfðaskrár. Seinni kona Sigurðar,
Margrét Guðmundsdóttir Hjaltested, og
tveir synir þeirra hjóna, Sigurður Kristján
og Karl Lárus, skutu málinu til Hæsta-
réttar.
Margrét bjó á jörðinni eftir andlát
manns síns en sama dag og Hæstiréttur
staðfesti niðurstöðu skiptaráðanda var
kveðinn upp dómur þar sem staðfestur
var úrskurður um að Margrét yrði borin út
af jörðinni. Útburðargerðin fór fram 22.
júlí 1969 og Magnús tók við umráðum
jarðarinnar.
Karl Lárus kveðst líta svo á að þau hafi
nú unnið fullnaðarsigur og nú þyrfti að
skila eignunum.
Borin út af
eigninni 1969
MÁLAFERLI Í ÁRATUGI
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
notaði gærdaginn til að skoða töl-
fræði og tækifæri og hitti hvorki
Bjarna Benediktsson, formann
Sjálfstæðisflokksins, né Katrínu
Jakobsdóttur, formann Vg, líkt og
sumir fjölmiðlar höfðu greint frá.
Sigmundur Davíð greindi frá þessu
á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.
„Fréttatímar dagsins hafa komið
mér á óvart. Samkvæmt þeim hef ég
fundað með bæði Bjarna Benedikts-
syni og Katrínu Jakobsdóttur í dag.
Hef þó hitt hvorugt. Dagurinn hefur
farið í að skoða tölfræði og tæki-
færi. Það var uppörvandi vinna.
Vonandi hafa aðrir líka átt jákvæð-
an dag,“ ritaði Sigmundur í gær.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hafði áður
borið fregnir um viðræður til baka
á Facebook-síðu sinni.
Fór yfir tölfræði
og skoðaði tækifæri
Ræddi ekki við formenn flokka
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Bjarni
Benediktsson
Lið Fjarðabyggðar bar sigur úr
býtum í úrslitaviðureign Útsvars-
ins, spurningakeppni sveitarfélag-
anna sem hefur verið á dagskrá
Ríkissjónvarpsins í vetur. Lið
Fjarðabyggðar atti kappi við lið
Reykjavíkur í úrslitaviðureigninni
sem fram fór í gærkvöldi. Keppnin
var jöfn framan af en þegar leið á
dró í sundur milli liðanna og Aust-
firðingar tóku öll völd og sigruðu
að lokum með 98 stigum gegn 56
stigum Reykvíkinga.
Fjarðabyggð vann
Reykvíkinga í úrslit-
um Útsvarsins
Spurningakeppni Lið Fjarðabyggðar er
sigurvegari í Útsvari þennan veturinn.