Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
✝ Henry Christi-an Mörköre
fæddist í Klakksvík
í Færeyjum 27.
september 1939.
Hann lést í Scott-
sdale í Arizona 15.
apríl 2013.
Henry ólst upp í
Klakksvík í skjóli
móður sinnar og
móðurfólks, af föð-
ur sínum hafði
hann lítt að segja.
Á fermingaraldri réð hann
sig á norskt flutningaskip og
sigldi með því á vit ævintýra.
Árið 1964 kemur hann í
fyrsta sinn að Íslandsströndum,
og er þegar kominn til Vest-
mannaeyja, sem
minnti hann mjög á
ættland sitt.
Í Vest-
mannaeyjum
kynntist hann eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Jóhönnu
Pálsdóttur, þau
giftu sig árið 1965.
Saman eignuðust
þau fimm börn:
Þuríður, Birgir,
Gunny Judit, Már Ývar og
Henry, sem fæddur er í Dan-
mörku.
Útför Henrys fór fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju 27. apríl
2013.
Meira: mbl.is/minningar
Henry Christian
Mörköre
✝ BenjamínÞórðarson
fæddist í Hergilsey
á Breiðafirði 28.
apríl 1927. Hann
lést á Landspít-
alanum 21. apríl
2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Þor-
björg Sigurð-
ardóttir, f. á
Brjánslæk í V-
Barðastrandarsýslu 26. október
1899, d. 27. mars 1987 og
Þórður Valgeir Benjamínsson,
f. í Flatey á Breiðafirði 2.
ágúst 1896, d. 10. nóvember
1985. Þau bjuggu lengst af í
Hergilsey, Flatey og Stykkis-
hólmi. Benjamín var sjötti 16
systkina, en hin voru: Valborg
Elísabet, f. 1918, d. 2008, Sig-
urður, f. 1920, d. 1975, Dag-
björt Guðríður, f. 1921, Björg
Jóhanna, f. 1923, Auður, f.
1925, Guðmundur Sigurður, f.
1928, d. 2004, Ari Guðmundur,
f. 1929, Sigríður Hrefna, f.
1931, d. 1945, Jóhannes, f.
Reynis Levisonar. Þau bjuggu í
Hafnargötu 5 í Stykkishólmi til
1959 er þau fluttu til Reykja-
víkur. Ári seinna fluttu þau til
Hafnarfjarðar og bjuggu í
Kelduhvammi 3 til 1972 er þau
fluttu að Kotmúla í Fljótshlíð.
Þau fluttu 1973 í Ólafsfjörð og
til Akureyrar 1981 og bjuggu
þar í Ásgarði 2. Þau fluttu síð-
an aftur til Stykkishólms árið
1982, fyrst bjuggu þau á Skúla-
götu 6, síðan Lágholti 2 og síð-
ast í Tjarnarási 13. Benjamín
lauk prófi frá Stýrimannaskól-
anum 1953. Hann hafði þá áður
verið nokkur ár til sjós, en
hann var ætíð eftirsóttur í
vinnu. Hann var stýrimaður á
Baldri í Stykkishólmi fyrstu ár-
in eftir útskrift, en flutti síðan
til Hafnarfjarðar og vann við
bátasmíðar í skipasmíðastöð-
inni Bátalóni í Hafnarfirði í
áratug og þótti sérlega laginn
við að setja niður bátavélar.
Frá 1972 störfuðu Benjamín og
Bergþóra við trúboð á vegum
Fíladelfíusafnaðarins. Síðustu
starfsárin starfaði Benjamín í
Skipavík í Stykkishólmi og aft-
ur á Breiðafjarðarferjunni
Baldri.
Útför Benjamíns verður gerð
frá Stykkishólmskirkju í dag,
4. maí 2013, og hefst athöfnin
klukkan 14.
1932, d. 2010, Guð-
brandur, f. 1933,
Ásta Sigrún, f.
1937, Ingunn, f.
1939, Gunnar, f.
1940, d. 1940,
Gunnar Þórbergur,
f. 1942, d. 1969, og
Sigurbjörg, f.
1945. Benjamín
ólst upp í Hergil-
sey og flutti 1946
með fjölskyldunni
til Flateyjar.
Benjamín kvæntist 29. ágúst
1953, Bergþóru Kristinsdóttur,
f. á Akureyri 17. júní 1931, d. á
St. Franciskusspítalanum í
Stykkishólmi 30. júní 2006.
Foreldrar hennar voru hjónin
Björg Magnea Sigurjónsdóttir
frá Óslandi, f. 21. maí 1896, d.
23. júní 1975, og Kristinn Jó-
hannesson, f. á Nolli í Grýtu-
bakkahreppi í S-Þingeyjarsýslu
14. maí 1886, d. 27. október
1945.
Benjamín og Bergþóra ætt-
leiddu Björgu, f. 15. júní 1954,
dóttur Önnu Bjarnadóttur og
Í dag er komið að kveðju-
stund, elsku afi minn.
Nú þegar ég kveð þig, hlaðast
minningarnar upp sem við átt-
um saman í gegnum árin. Minn-
ingar sem ég mun varðveita í
hjarta mínu það sem eftir er.
Það var alltaf svo gott og gaman
að koma til ykkar ömmu í Hólm-
inn á sumrin. Út í Flatey var
líka gaman að fara. Þar var nóg
að bralla fyrir svona prakkara
eins og mig og Reyni.
Elsku afi minn, það er mjög
skrítið að koma í Hólminn. Eng-
inn afi sem stendur á tröpp-
unum og tekur brosandi á móti
okkur tilbúinn með eitthvað gott
í gogginn.
Í dag kveð ég þig með mikl-
um söknuði. Ég trúi því að við
munum hittast á ný þegar minn
tími kemur. Hvíldu í friði, elsku
besti afi minn.
Kveðja,
Bergþóra Rós.
Skjótt skipast veður í lofti.
Benni, föðurbróðir minn, er lát-
inn. Hann var sérstaklega glað-
lyndur og ætíð reiðubúinn að
rétta hjálparhönd ef mann van-
hagaði um eitthvað.
Fyrir tæpum sjö árum missti
Benni eiginkonu sína Bergþóru.
Þau voru samrýnd í öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur og yf-
irleitt var aldrei minnst á annað
þeirra án þess að nefna þau
bæði. Það var mikil gleði þegar
maður heimsótti þau og alltaf
átti Bergþóra góðgæti sem hún
vildi gauka að manni.
Þegar Benni var ungur smíð-
aði hann bát í Flatey með
frænda okkar, Sigurjóni Árna-
syni. Það mun hafa verið í lok
árs 1951, en þá voru þeir 24 og
27 ára. Báturinn fékk nafnið
Bjarmi og hefur fylgt fjölskyld-
unni við nytjar í Hergilseyjar-
löndum og ætíð verið mikil
happafleyta.
Benni bar miklar tilfinningar
til bátsins. Því var það honum
mikið gleðiefni fyrir nokkrum
árum þegar við nokkrir frænd-
urnir vildum gera Bjarma upp
og helst færa sem flestar breyt-
ingar til fyrra horfs. Þar sem við
kunnum lítt til verka við að
skipta um borð, bönd og saum
fengum við hann til að leiðbeina
okkur. Eitt sinn spurði ég hann
hvort þetta væri ekki flókið.
Þetta er nú minnsta málið, sagði
Benni og hló. Hann fór með okk-
ur í nokkrar vinnuferðir, alltaf
léttur á fæti og í sinni. Það voru
langir vinnudagar og hann dró
ekkert af sér, en það var gaman,
mikið spjallað og hlegið. Hann
kenndi okkur öll handtök og
undarlegustu nöfn á ýmsa hluti
bátsins. Sum höfðum við heyrt
áður, en önnur aldrei. Ég var
farinn að hlakka til að skreppa
með honum vestur í Flatey í vor
til að vinna í Bjarma. Benni fer
ekki fleiri ferðir með okkur, en
verður þó örugglega áfram með
okkur í verki.
Um leið og ég kveð kæran
frænda vil ég votta Björgu,
Bergþóru og Reyni innilega
samúð mína.
Þórður Arason.
Frændi minn og vinur okkar
Benjamín Þórðarson er látinn.
Benni kom úr sextán systkina
hópi sem öll nema þrjú komust
til fullorðinsára. Hann lagði fyrir
sig sjómennsku og fór ungur til
sjóróðra úr foreldrahúsum í
Hergilsey. Haustið 1951 innrit-
aðist hann í fiskimannadeild
Stýrimannaskólans í Reykjavík
og útskrifaðist frá skólanum
vorið 1953 með „hið meira
Benjamín
Þórðarson
✝ Greta BjörgArelíusdóttir
fæddist í Grinda-
vík 11. febrúar
1935. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
24. apríl 2013.
Foreldrar hennar
voru Arelíus
Sveinsson bifreið-
arstjóri og Fanney
Bjarnadóttir hús-
móðir.
Greta Björg var elst
þriggja systra, en eftirlifandi
eru Ardís Ólöf og Ruth Jó-
hanna.
Greta Björg giftist 22. maí
Kristín Ingibjörg, f. 1980,
Greta Björg, f. 1981 og Grím-
ur Rúnar, f. 1992. 3) Sólveig,
f. 5. júní 1965, gift Guðmundi
Engilbertssyni, þeirra synir
eru Þeyr, f. 1983, Kolbeinn
Ali, f. 1988, Zophonías Tumi,
f. 2001. Langömmubörnin eru
21 talsins.
Greta Björg ólst upp í
Grindavík og Reykjavík. Hún
var við nám í Kvennaskólanum
á Blönduósi veturinn 1951-
1952. Auk hefðbundinna hús-
móðurstarfa vann hún á
saumastofu Pólarprjóns hf.
Stofnaði síðan saumastofuna
Evu ásamt manni sínum.
Seinni árin rak hún litla
saumastofu á heimili sínu að
Húnabraut 8. Greta Björg
starfaði í Kvenfélaginu Vöku í
mörg ár.
Útför Gretu Bjargar fer
fram frá Blönduóskirkju í dag,
4. maí 2013, kl. 14.
1953 Zophoníasi
Zophoníassyni
framkvæmda-
stjóra, f. 24. febr-
úar 1931, d. 21.
apríl 2002, dætur
þeirra eru: 1)
Fanney, f. 15.
mars 1953, gift
Matthíasi L. Sig-
ursteinssyni,
þeirra börn eru
Greta, f. 1968,
Brigitta, f. 1971 og Guð-
mundur Freyr, f. 1980. 2) Sig-
rún, f. 12. febrúar 1957, gift
Lárusi B. Jónssyni, þeirra
börn eru Zophonías Ari, f.
1975, Eysteinn Pétur, f. 1978,
Elsku amma.
Við kveðjum þig í dag með
miklum söknuði og þakklæti í
huga.
Minningarnar um yndislega
ömmu eru ótalmargar og þá sér-
staklega þær stundir sem við
áttum á Húnabraut 8 en þangað
var alltaf gaman og gott að
koma.
Allar þessar minningar eru
okkur dýrmætar og munum við
geyma þær í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Síðustu árin hafa veikindi þín
verið öllum erfið og vonum við að
þér líði vel á þeim stað þar sem
þú ert núna og vitum við að afi
Dússi hefur tekið vel á móti þér.
Við munum aldrei gleyma þér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Zophonías Ari, Eysteinn Pét-
ur, Kristín Ingibjörg, Greta
Björg og Grímur Rúnar.
Hver sem önd þín unir
ei mun vetur þjaka.
Vor og síblítt sumar
sífellt hjá þér vaka.
Ótal þúsund þakkir
þigg – frá vinaheimi.
Andvakan er enduð.
Árroðinn þig geymi.
(Jakobína Johnson)
Nú að leiðarlokum á hún
Greta mágkona mín „ótal þús-
und þakkir“ skilið fyrir allt sem
hún var mér öll árin sem leiðir
okkar lágu saman. Hún var mér
sem besta systir og ég mat hana
mikils. Það sópaði að henni hvar
sem hún fór sökum glæsileika
og myndarskapar og heimili
hennar og Dússa bróður míns á
Húnabraut 8 bar smekk hennar
og listfengi fagurt vitni og garð-
urinn hennar Gretu var einn sá
fallegasti í bænum. Dæturnar
þrjár, Fanney, Sigrún og Sól-
veig, ólust upp á þessu fallega
heimili og þar voru barnabörnin
ævinlega velkomin og mörg þau
elstu áttu þar sitt fyrsta heimili í
skjóli afa og ömmu. Greta var
mikil hannyrðakona og þegar
amstri við barnauppeldi lauk og
konur almennt að fara út á
vinnumarkaðinn á áttunda og ní-
unda áratugnum fór hún að
vinna við hönnun og framleiðslu
á flíkum úr íslensku ullinni þeg-
ar þau hjónin, bróðir minn og
hún, voru í forsvari fyrir prjóna-
og saumastofunni Pólarprjóni.
Fyrirtæki sem á tímabili var
annar stærsti vinnustaður hér í
bænum.
En á þeim árum var uppgang-
ur hvað mestur í ullariðnaðinum
í landinu. Þarna nýttust hæfi-
leikar Gretu vel, vandvirknin og
smekkvísin. Hún var vinsæl
meðal vinnufélaganna, enda
glaðsinna og félagslynd.
Fátt er sárara en að sjá ást-
vini sína hverfa inn í heim
óminnis og missa allt samband
Greta Björg
Arelíusdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÖNNU ÞORLÁKSDÓTTUR
frá Skálabrekku, Þingvallasveit,
síðast til heimilis
Víðivangi 1,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði og
séra Sigríður Kristín Fríkirkjuprestur fyrir hlýju og alúð.
Kristín Jóhanna Desmier, Glyn Albert Desmier,
Steinþór Björgvinsson, Bryndís Gestsdóttir,
Ægir Björgvinsson, Hrönn Sigurðardóttir,
Björn Þ. Björgvinsson, Anna Björg Sigurbjörnsdóttir,
Dóra Hrönn Björgvinsdóttir, Sigurður Einarsson,
Alda Björgvinsdóttir,
barnabörn og makar, langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
mannsins míns, föður okkar, fósturföður,
tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS GUNNARSSONAR
nuddara,
Byggðavegi 151,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til organista og kórs Akureyrarkirkju.
Sigríður Olgeirsdóttir,
Birna Kristbjörg Björnsdóttir, Jóhann Þröstur Þórisson,
Ragna Árný Björnsdóttir, Birgir Þór Ingólfsson,
Áshildur Eygló Björnsdóttir,
Björn Halldór Björnsson, Aðalheiður S. Jóhannesdóttir,
Aðalheiður Hanna Björnsdóttir, Hallur Kristmundsson,
Gestur Gunnar Björnsson, Helga Guðrún Pálsdóttir,
Unnur Lovísa Steinþórsdóttir, Gissur Árdal Hauksson,
Olgeir Steinþórsson,
Steinþór Andri Steinþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur
Sími 551 3485,
svarað allan
sólarhringinn.
Vefsíða www.udo.is