Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
✝ Skafti fæddist íVíkurgerði við
Fáskrúðsfjörð 6.
janúar 1923. Hann
lést á dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Uppsölum 24.
apríl 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Anna
Hildur Runólfs-
dóttir, f. 12. júlí
1900, d. 12. októ-
ber 1985 og Þóroddur Magn-
ússon, f. 6. nóvember 1895, d.
17. ágúst 1956. Systkini Skafta
eru: Málfríður, f. 1921, d. 1984.
Jónína Lína, f. 1927, d. 1981.
Sigfríð, f. 1929, d. 1998. Jó-
hanna, f. 1934. Björn, f. 1939, d.
1974.
Skafti kvæntist Kristínu Þór-
lindsdóttur, f. 16. febrúar 1923,
frá Hvammi við Fáskrúðsfjörð.
Kristín lést 2008. Börn Kristínar
og Skafta eru: 1) Högni, f. 30.
mars 1946, kvæntur Ingeborg
Eide Hansdóttur, f. 1947, börn
þeirra eru: a) Kristín, f. 1971,
börn hennar og Garðars Grét-
arssonar eru Ingeborg, f. 1996
og Arnar, f. 2001. b) Elín, f.
1973, gift Valgeir Hilmarssyni,
börn þeirra eru Natalía, f. 2001,
Kristey, f. 2003, Heiður Helga, f.
Arndís, f. 15. janúar 1950, gift
Sveinbirni Sveinbjörnssyni, dæt-
ur þeirra eru: a) Bjarnfríður, f.
1977, sambýlismaður Carlos
Campos. b) Jóna Dögg, f. 1980,
sambýlismaður Valur Sverr-
isson. 4) Erla, f. 12. febrúar
1954, gift Sveini Sigurjónssyni,
f. 1952, börn þeirra eru: a) Þor-
varður, f. 1977, kvæntur Mar-
gréti Helgu Ögmundsdóttur,
börn þeirra eru Valgerður, f.
2010 og Sveinn, f. 2012. b)
Klara, f. 1982, sambýlismaður
Hákon Steinsson, dóttir þeirra
Hildur Erla, f. 2010. c) Skafti, f.
1984 sambýliskona Sunna Krist-
insdóttir. 5) Magnús Hafsteinn,
f. 14. mars 1958, sambýliskona
Sigríður Jónína Garðarsdóttir.
Börn Hafsteins og Aðalbjargar
Friðbjarnardóttur eru: a) Henrý
Örn, f. 1981, sambýliskona
Helga Bryndís Björnsdóttir.
Dóttir Henrýs og Erlu Torfa-
dóttur er Sylvía Lind, f. 2003. b)
Guðlaug Sigríður, f. 1989, sam-
býlismaður Toralv Moe. 6)
Kristján Birgir, f. 14. febrúar
1965 kvæntur Hafrúnu Trausta-
dóttur, f. 1965, börn þeirra eru
Andrea Sól, f. 1990, sambýlis-
maður Kristján Smári Guð-
jónsson, Hildur Kristín, f. 1996,
c) Hafþór Óskar, f. 2004.
Útför Skafta verður frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju í dag, 4.
maí 2013, og hefst athöfnin kl.
14.
2010. c) Hjörvar
Sæberg, f. 1974,
kvæntur Svövu Þór-
isdóttur, börn
þeirra eru Högni
Sæberg, f. 2003,
Sandra Rós, f. 2005,
Hilmir Örn, f. 2013.
d) Katrín, f. 1982,
gift Björgvin Stein-
ari Friðrikssyni,
börn þeirra eru
Daníel Friðrik, f.
2005, Freyja, f. 2011. 2) Arnþór
Atli, f. 30. júlí 1947, kvæntur
Jónu Báru Jakobsdóttur, f.
1947, synir þeirra eru: a) Jakob
Rúnar, f. 1968, kvæntur Höllu
Davíðsdóttur, börn þeirra eru
Særún Elma, f. 2000, Elsa Dögg
og Kristín Erna, f. 2005. Dætur
Jakobs Rúnars og Dýrunnar
Pálu Skaftadóttur eru Jóna
Bára, f. 1990 og Aníta Eir, f.
1993. Dóttir Jónu Báru og Odds
Brynjólfssonar er Katrín Salka,
f. 2008. b) Skafti Kristján, f.
1971, d. 2006, börn hans og Þór-
eyjar Eiríksdóttur eru Arna, f.
2001 og Atli, f. 2003. c) Heiðar
Ásberg, f. 1975, kvæntur Alek-
söndru Hamely Ósk Kojic, synir
þeirra eru Arnar Mílutin, f.
2003, Kristján Atli, f. 2007, Ósk-
ar Jakob, f. 2011. 3) Gunnþóra
Faðir minn lést á síðasta vetr-
ardag 90 ára gamall, þreyttur á
líkama og sál. Síðustu mánuðirnir
voru honum erfiðir þar sem heilsa
hans fór síversnandi. Hann kvaddi
saddur lífdaga og þakklátur fyrir
langt og gæfuríkt líf.
Hann ólst upp í Víkurgerði við
Fáskrúðsfjörð hjá foreldrum sín-
um og byrjaði ungur að vinna öll
almenn sveitastörf jafnframt því
að stunda sjóinn með föður sínum.
Aðeins 13 ára var hann fermdur,
ári fyrr en jafnaldrar hans, þá
tilbúinn sjómaður. Mestan hluta
starfsævinnar var hann farsæll
sjómaður, á Fáskrúðsfirði, á ver-
tíðum á Suðurnesjum, í Vest-
mannaeyjum og um árabil gerði
hann út sinn eigin bát frá Fá-
skrúðsfirði. Pabbi fylgdist alla tíð
með sjómennsku ættingja sinna
og vina af miklum áhuga. Mennt-
un hlaut hann í skóla lífsins, en
eiginleg skólaganga hans var sam-
tals átta mánuðir.
Á 85 ára afmælisdaginn sagðist
hann þakka það að hafa náð háum
aldri að hafa alltaf farið þreyttur
að sofa og lýsa þessi orð honum
best því honum féll sjaldan verk
úr hendi, sama hvað var. Eftir að
hann hætti eiginlegri vinnu sat
hann við að prjóna. Á því sviði lét
hann ekki deigan síga og sá stór-
fjölskyldunni fyrir ullarsokkum í
mörg ár.
Sem dæmi um dugnað pabba
þá keypti hann eitt sinn tvö tonn
af kolum til húshitunar á fyrstu
búskaparárunum. Hann bar kolin
heim á bakinu, nokkur hundruð
metra upp brekku að fara, í 50 kg
pokum á einum degi. Þessi dugn-
aðarmaður var skarpgreindur og
réttsýnn, honum var í mun að fólk
stæði við orð sín og að það reisti
sér ekki hurðarás um öxl. Hann
fylgdist með fréttum og þjóðmál-
um og las blöð og bækur fram á
síðustu ár.
Lífið var þó ekki alltaf dans á
rósum hjá pabba. Þegar hann var
16 ára slasaðist hann alvarlega er
hann varð fyrir voðaskoti á sjó
með föður sínum. Á sjötugsaldr-
inum var skipt um báða hnjáliði
hjá honum og hluti af öðru lunga
hans var fjarlægður skömmu síð-
ar vegna krabbameins. Hann stóð
þetta allt af sér.
Hann og mamma héldu heimili í
rúmlega 60 ár og báru hag okkar
systkina og fjölskyldunnar ætíð
fyrir brjósti. Öll búskaparárin
bjuggu þau á Fáskrúðsfirði, fyrstu
10 árin á Bergþórshvoli og síðan í
Sigtúni í rúmlega hálfa öld. Oft
var gestkvæmt hjá þeim enda
sannir höfðingjar heim að sækja.
Þau nutu þess að ferðast saman og
voru Kanaríeyjar í miklu uppá-
haldi hjá þeim á efri árum. Svona
til gamans má geta þess að þegar
þau fóru í sína fyrstu Kanaríeyja-
ferð hafði pabbi áhyggjur af því
hvað hann ætti að gera þarna í
margar vikur. Honum var þá bent
á að fá sér vinnu þar, en margar
urðu ferðirnar eftir það til Kan-
aríeyja.
Síðustu sex árin bjó hann á
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Uppsölum þar sem hann naut
góðrar umönnunar. Pabbi var fé-
lagslyndur og skammt var í
glettnina hjá honum, hann hafði
gaman af að spila og tók þátt í
starfi eldri borgara meðan kraftar
hans leyfðu. Ég kveð pabba með
söknuði, þakklæti og virðingu.
Erla.
Skafti afi er nú farinn til Diddu
ömmu. Hann er líklega farinn að
dytta að hjá þeim á nýjum stað,
huga að framkvæmdum og við-
haldi á húsinu og líta til veðurs.
Glænýir ullarsokkar liggja á eld-
húsborðinu við hliðina á fati með
nýtíndum krækiberjum. Þannig
hugsum við til afa okkar sem kom-
inn er heim til ömmu í Sigtún.
Líf afa var markað af því að
hafa strax um fermingaraldur far-
ið að róa á opnum báti eftir fiski.
Sjómennskan var hans ævistarf
og eru umræður um fiskimið og
fiskiskip því fasttengdar afa í
minningunni. Fyrir okkur barna-
börnunum sem alin voru upp fyrir
sunnan hljómuðu þessar umræður
alltaf sem bæði dularfullar og
framandi, haldnar ákveðnum æv-
intýraljóma.
Minningar okkar frá heimsókn-
um til Fáskrúðsfjarðar eru góðar
og kærar. Það var alltaf sérstök
tilfinning að keyra inn fjörðinn og
sjá í þorpið, og vita að afi og amma
sætu við gluggann í stofunni og
fylgdust með. Þau myndu sjá okk-
ur um leið og við sæjum Sigtún. Í
hönd færi síðan tími sem var æv-
intýri líkastur, með berjamó og
sjómannssögum.
Afi og amma fóru mjög sam-
rýnd gegnum lífið. Bæði voru þau
harðdugleg í leik og starfi og ekki
dró úr eljunni eftir að þau voru
komin á eftirlaun. Sameiginlega
voru þau stórtæk í framleiðslu á
ullarsokkum, amma fitjaði upp,
prjónaði hælinn og lokaði tánni.
Afi prjónaði beinu kaflana. Jóla-
gjafir sem alltaf voru ullarsokkar
til okkar barnabarnanna voru af-
rakstur sameiginlegrar vinnu
þeirra. Eftir að amma féll frá
lærði afi það sem amma hafði ann-
ars gert og hélt ullarsokkafram-
leiðslunni áfram. Nú, þegar þau
eru bæði fallin frá, skilja þau því
ekki eingöngu eftir sig hlýjar
minningar, heldur einnig vænar
birgðir af bestu ullarsokkum sem
hægt er að fá. Þannig mun næsta
kynslóð áfram njóta góðs af því
hve samrýnd þau voru.
Þorvarður, Klara og Skafti.
Minn hugumkæri mágur er
horfinn af sviði lífsins og eftir sitj-
um við sem áttum hann að með
hjartakærar minningar frá geng-
inni tíð. Vaskleikamaður með vík-
ingslund, drenglundaður og með
vermandi hjartahlýju og um-
hyggjusemi fyrir öllum sínum.
Hans er okkur kært að minnast
nú þegar hinzti strengurinn er
brostinn, erfiðir voru honum síð-
ustu mánuðirnir, þannig að líkn-
samur var gesturinn í lokin. En
ævigangan var annars afar farsæl,
annarík var hún, hann var í eðli
sínu mikill sjómaður og unglingur
fékk hann að stjórna fari föður
síns og fórst það afar farsællega.
Hann var ötull að taka til hendi
allt frá barnsárum og það munaði
um handtökin hans. Sjómennska
féll vel að dáðríkum dugnaði hans,
útsjónarsemi og þrotlausri elju og
starfsævin lengstum sjónum helg-
uð ýmist á eigin bát eða öðrum
fleyjum. Þar var tekið til hendi
hins atorkusama og kappsfulla
manns sem og eftir að landvinnan
tók við, vinsæll vinnufélagi, enda
átti hann til þennan græzkulausa
glettnistón og sögumaður var
hann frábær. Þar kom til hans eðl-
islæga gamansemi og hressileiki
og alveg einstaklega trútt minni
svo við systir hans sögðum oft að
það væri sama hvað um væri spurt
varðandi menn og málefni honum
tengt, allt stóð eins og stafur á
bók, m.a. tímasetning atburða og
fæðingardagar fólks. Við sögðum
oft: „Við skulum spyrja Skafta.“
Skafti var bráðgreindur og
fylgdist alla tíð mjög vel með og
við hann var gaman að eiga tal um
hvaðeina. Snarasti þáttur lífsgæfu
hans fólst auðvitað í hans ljómandi
góða lífsförunaut, henni Kristínu
okkar, en samhent voru þau og
samstiga í að koma upp efnilegum
barnahóp með miklum sóma, enda
ber hópurinn foreldrum sínum
fagurt vitni í hvívetna. Hjá þeim
Skafta og Kristínu var sannarlega
rausn í ranni, þar fékk maður ætíð
hinar höfðinglegustu móttökur.
Systir hans þakkar af alhug
hina óbrigðulu bróðurást og allar
góðu stundirnar í foreldragarði í
Víkurgerði, á Bergþórshvoli sem
og ævi hans alla, en Skafti var síð-
asta systkini hennar að kveðja og
með þeim einstaklega kært alla
tíð. Skafti var einn þeirra sem mér
þótti alveg sérstaklega vænt um
og mat mikils. Það er því með
miklum söknuði sem við systir
hans kveðjum öðlinginn Skafta í
heitri þökk og biðjum honum
blessunar á ókunnum leiðum ei-
lífðarinnar. Börnum hans sem og
öllu hans fólki sendum við hjart-
ans samúðarkveðjur.
Traust og styrk var ætíð manndóms-
mundin,
meitluð viljans þori hverja stund.
Veitul reyndist öllum ljúfust lundin,
löngum gott að koma á þinn fund.
Höfðingi varst sannur heim að sækja,
hlýtt og bjart í þínum ranni var.
Allar skyldur einatt vildir rækja,
alúðin var lögð að hverju þar.
Mörgum ljósum gáfum gæddur varstu,
gott og trútt þitt minni undravert.
Ættarmótið sanna ætíð barstu,
alltaf sóttir djarft við fótmál hvert.
Helgi Seljan.
Skafti Þóroddsson
erfidrykkjur
Grand Hótel Reykjavík
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is
www.grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum
Næg bílastæði og
gott aðgengi
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
fiskimannapróf“. Benni var
harðduglegur ákafamaður og
eftir skólavistina var hann ráð-
inn stýrimaður á síldveiðiskipið
Garðar EA 761 sem í lok sum-
arsíldveiðanna var hlutahæsta
skip flotans. Þetta sumar giftist
hann unnustu sinni sem hafði
verið bréfavinur hans um nokk-
ur ár. Það atvikaðist þannig að
upp úr skókössum í Kaupfélag-
inu komu miðar með nöfnum
kvenna og heimilisföngum.
Benni, alltaf skjótráður, sló til
og skrifaði Bergþóru Kristins-
dóttur og fékk svar. Eftirleiðis
sögðu félagarnir að Benni hefði
fengið Bessu sína upp úr skó-
kassa.
Eftir brúðkaupið fluttu þau í
Stykkishólm og vissulega laðað-
ist ég að þeim, þessum lífsglöðu
ungu hjónum. Á þessum árum
var Benni hjá föður mínum á
Baldri en eftir að hann tók skírn
hjá hvítasunnusöfnuðinum hvarf
hann frá sjómennskunni. Þau
fluttu suður árið 1959 og starf-
aði hann ávallt síðan í skipa-
smíðastöðvum og vélsmiðjum,
vandvirkur og afkastamikill.
Hann hafði létt og glaðlegt geðs-
lag og reri ávallt á mið krist-
innar trúar við að uppfræða
vinnufélaga sína um sín hjartans
mál. Það fór með hann eins og
bræðurna Jakob og Jóhannes
sem kallaðir voru frá fiskveið-
um, eins var hann kallaður í
land og falin sömu verk, að
„veiða menn“.
Benni og Bessa fluttu í annað
sinn til Stykkishólms árið 1982
og tóku þar við forstöðu í hvíta-
sunnusöfnuðinum. Þau gegndu
þeirri köllun af trúmennsku og
ástúð, ævinlega glöð og kát. Að
vera forstöðumaður safnaðarins
var hans aðalviðfangsefni en
hann starfaði hjá Skipasmíða-
stöðinni Skipavík þar til hann
hætti störfum sextíu og sjö ára
að aldri sökum þróttleysis. Hon-
um fannst hann ekki geta lagt
sig jafnhlífðarlaust fram sem áð-
ur. Í eftirleik slyss fundu læknar
að hann var illa haldinn af
hjarta- og æðasjúkdómi og var
strax brugðist við. Eftir að
þrótturinn jókst kom hann til
starfa hjá Breiðafjarðarferjunni
þar til Breiðafjarðarferjan Bald-
ur ehf. hætti rekstri ferjuleið-
arinnar.
Bergþóra andaðist árið 2006
og fann ég á honum þennan
undirliggjandi söknuð eftir
henni, en fullvissan varð alltaf
æðri að hún væri komin í náð-
arfaðm Himnaföður sem hann af
bjargfastri trú vissi að biði sín
fljótlega.
Hann fékk tónlistarmenn til
að koma tónlist Bergþóru sinnar
á nótur en það gekk seint og
varð nokkur árangur af þessu
starfi hans.
Á þessum síðustu árum hafði
hann unun af að fást við ýmis
smá verkefni og erum við fjöl-
skyldan honum afar þakklát fyr-
ir hjálpsemina því það var alltaf
hægt að leita til hans.
Mikill vinskapur og samgang-
ur var á milli fjölskyldnanna
sem jókst eftir að Bergþóra féll
frá og á þessum tímamótum
vottar fjölskyldan á Skólastíg 4
dótturinni Björgu og börnum
hennar dýpstu samúð.
Guðmundur Lárusson.
Meira: mbl.is/minningar
HINSTA KVEÐJA
Elsku pabbi minn, þá er
komið að kveðjustund.
Ekki datt mér í hug að þú
yrðir næstur á eftir Andra
Má. Ég á fullt af góðum
minningum um þig sem ég
mun geyma um eilífð. Þú
varst góður pabbi sem vildi
allt fyrir mig gera. Ég elska
þig og ég mun sakna þín.
Þín dóttir,
Björg Benjamínsdóttir.
við þá. Sjá brosglampann í aug-
unum slokkna og getuna til að
hugsa og tjá sig hverfa. Þá held
ég sé gott að sofna og svífa á
vængjum vorsins þangað sem
blómin gróa og friðsældin ríkir.
Við Guðjón og börnin okkar
þökkum Gretu vináttu á liðnum
árum og óskum dætrum hennar
og ástvinum öllum Guðs bless-
unar.
Kolbrún
Zophoníasdóttir.
Arelíusdæturnar voru þrjár:
Greta Björg, Ardís Ólöf (Óla)
og Ruth Jóhanna. Greta var
elst og foringinn í hópnum en
milli systranna þriggja ríkti
ávallt mikill kærleikur og þær
studdu hver aðra í blíðu og
stríðu. Þeir voru margir von-
biðlarnir sem gengu á eftir
Gretu með grasið í skónum.
Þegar hún fór á Húsmæðra-
skólann á Blönduósi hitti hún
hins vegar stóru ástina í lífi
sínu, unga athafnamanninn
Zophonías Zophoníasson
(Dússa), og bjuggu þau sér þar
heimili. Óla settist að á Skaga-
strönd og var mikill samgangur
á milli þeirra systra.
Í barnsminningunni var
Greta drottningin á Blönduósi;
skarpgreind, afskaplega falleg
og mikil skvísa. Þó svo að veðrið
gæti verið hryssingslegt var
eins og sólin skini alltaf á húsið
hennar Gretu á Húnabrautinni.
Hún fór grænum fingrum um
skrautjurtir og ræktaði græn-
meti löngu áður en sjálfbærni
varð móðins. Á berangrinum
fyrir norðan tókst henni að
koma upp glæsilegu gullregni
og rósarunnum og fékk viður-
kenningu frá Blönduósbæ fyrir
fallega garðinn sinn.
Greta var móður okkar, Ruth,
sem var 12 árum yngri, skjól og
fyrirmynd. Frá sex ára aldri
dvaldi hún á sumrin hjá stóru
systur sinni. Kærleikurinn milli
þeirra sést best á því að Ruth
skírði eldri dóttur sína eftir
Gretu. Þegar við systur fædd-
umst fengum við að koma með
norður. Ferðirnar þangað voru
ævintýraferðir sem við biðum
með óþreyju allt árið og ekki
skemmdi fyrir að heimasætan
Sólveig og ömmustelpan Greta
voru á aldur við okkur. Í garð-
inum var bú þar sem við stelp-
urnar undum okkur á meðan
konurnar drukku að okkur
fannst endalaust kaffi inni.
Margt var brallað: Eitt sinn
sameinuðust stelpur og konur
um að mála þakið á búinu fag-
urblátt. Ruth klifraði upp á þak-
ið en fagmennskan var ekki
meiri en svo að hún rann af þak-
inu, ofan í sandkassann og fékk
bláa málningarfötuna yfir höf-
uðið á sér. Tommi og Jenni
hefðu ekki gert þetta betur.
Greta reyndi hvað hún gat að
hreinsa málninguna af með
terpentínu en gekk það báglega
því að hún hló svo mikið. Það
gerðum við reyndar allar nema
Sandra sem var komin með
ekkasog yfir útgangnum á móð-
ur sinni. Greta og Dússi voru
höfðingjar heim að sækja og það
er bjart yfir minningunni um
þau heiðurshjón.
Greta var mikil handavinnu-
kona og máttu gestir eiga von á
að hún tæki niður mynstrið á
peysunum þeirra ef henni leist
vel á. Hún var líka afburðakokk-
ur og þótti mikilvægt að hráefn-
ið væri ferskt og maturinn fal-
lega fram borinn. Það lék allt í
höndunum á henni enda hennar
eðli að hlúa að og nostra við það
sem í kringum hana var.
Greta var ein af fastastjörn-
unum í lífi okkar systra. Arelíus-
dæturnar samrýndu eru nú
orðnar tvær og er skarð fyrir
skildi. Eftir sitjum við með hlýj-
ar minningar um konu sem var
falleg utan sem innan. Blessuð
sé minning hennar.
Annadís Greta Rúd-
ólfsdóttir, Sandra Björk
Rúdólfsdóttir.