Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta mál er eins og graftarkýli á samfélaginu sem verður að stinga á og hreinsa út, annars heldur þetta áfram að hvíla á þjóðinni eins og mara,“ segir Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og stofnandi leikhópsins Lab Loka, um Guðmundar- og Geir- finnsmálið. Málið varð kveikjan að sviðslistaverkinu Hvörf sem Lab Loki frumsýnir í samvinnu við Þjóð- leikhúsið í Kúlunni í kvöld kl. 19. „Hugmyndin að þessu verki hefur mallað með mér mjög lengi. Fyrir rúmu ári byrjaði ég fyrst í samvinnu við Stefán Hall Stefánsson og síðar Sjón að leggjast í heilmikla rann- sóknarvinnu á frumheimildum í mál- inu, sem eru geysimiklar,“ segir Rúnar og vísar þar til þess að skýrslutökurnar yfir sakborning- unum í málinu rúmi 26 bækur og hæstaréttardómurinn sem féll í mál- inu 1980 sé alls 627 blaðsíður. Fékk áhuga á rannsakendum „Þegar við fórum að kafa ofan í heimildirnar má segja að hugmyndin að verkinu hafi tekið u-beygju, því upphaflega hafði ég lagt upp með að skapa fangelsisdrama þar sem fók- userað væri á sakborningana og jafnt sálfræðilegar sem og fé- lagslegar afleiðingar innilokunar. Þegar ég fór að garfa í skýrslunum fékk ég hins vegar miklu meiri áhuga á rannsóknaraðilunum, þeirra ásetn- ingi og hvað knúði þá áfram,“ segir Rúnar og tekur fram að nær allur texti verksins sé sóttur í skýrslur málsins og öllum staðreyndum máls- ins haldið mjög skýrt til haga. „En þegar maður fer inn í þennan heim þá kemur í ljós að hann er miklu súrrealískari en nokkur skáld- skapur getur orðið. Þannig að formið á sýningunni og aðferðin til að segja söguna er alls ekki raunsæ,“ segir Rúnar og áréttar að þó verkið sæki sér innblástur í raunverulega atburði þá sé sviðsverkið hreinn sviðsskáld- skapur sem „lýtur sínum eigin lög- málum og nýtir sér margslungin meðul leiklistarinnar og óheft hugar- flug til að skapa veröld langt handan hversdagsins og allra raunsæislegra viðmiða“. Gríðarleg rannsóknarvinna „Þegar Rúnar nefndi það við mig að sig langaði til að setja upp verk sem byggt væri á þessu máli þá leist mér strax vel á það, enda er þetta sterk saga sem hvílir þungt á þjóð- inni. Okkur sem listamönnum ber hreinlega skylda til þess að stinga á þau samfélagskýli sem þarf að stinga á,“ segir Birna Hafstein leikkona sem rekur Lab Loka í samvinnu við Rúnar, en hann stofnaði leikhópinn fyrir tuttugu árum. Auk Birnu leika í sýningunni þau Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Friðrik Frið- riksson, Hilmir Jensson, Magnús Jónsson, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Þor- steinn Bachmann. „Við lögðum því upp í þetta ferða- lag sem uppsetning leiksýningar er. Þegar við vorum lögð af stað átt- uðum við okkur á því að við værum komin í heilmikla langferð, en viss- um jafnframt að ekki yrði snúið við heldur yrðum við að taka þetta alla leið og ekki gefa neinn afslátt. Þetta er búið að vera yfirgengilega mikil vinna, enda liggur ofboðsleg rann- sóknarvinna að baki uppsetning- unni,“ segir Birna og bætir við: „Við fengum blessunarlega til liðs við okkur frábæra listamenn og tækni- fólk sem og Þjóðleikhúsið. Við finn- um öll til mikillar ábyrgðar að gera þetta vel. Í raun má segja að það séu ákveðin forréttindi að fá að takast á við þetta óhugnanlega efni.“ Viðeigandi svartur húmor Spurð hvort þau telji að það muni reynast áhorfendum erfitt að horfa á sýninguna verða bæði Birna og Rún- ar hugsi. „Það má segja að sýningin geti verið erfið af því að áhorfendur setja sig í spor þessara einstaklinga, enda er þetta mannlegur harmleikur á stóra skalanum. En þó viðfangs- efnið sé erfitt og krefjandi þá er sýn- ingin á sama tíma mjög aðgengileg,“ segir Birna og Rúnar grípur boltann á lofti: „Einmitt vegna þess hversu ofboðslega grimmt og ljótt þetta mál er og svartnættið mikið hjá þeim sem í hlut áttu, þá lögðum við mikla áherslu á að finna hinar húmorísku taugar. Það þarf alltaf að vera húmor í leikhúsinu líka enda ekki hægt að bjóða fólki aðeins inn í kolsvart myrkur. Það skal hins vegar alveg viðurkennast að það var allnokkur áskorun að finna húmoríska tóninn í þessu öllu saman, en ég held að okk- ur hafi tekist að finna viðeigandi svartan húmor.“ „Okkur ber skylda til að stinga á kýlin“  Lab Loki frumsýnir nýtt sviðslistaverk sem byggist á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og nefnist Hvörf Ábyrgð „Við finnum öll til mikillar ábyrgðar að gera þetta vel. Í raun má segja að það séu ákveðin forréttindi að fá að takast á við þetta óhugnanlega efni,“ segir Birna Hafstein um uppsetningu Lab Loka á Hvörfum. Morgunblaðið/Rósa Braga Samstillt Birna Hafstein leikkona og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri eru samhent par, en þau hafa rekið Lab Loka í sameiningu síðustu árin. Morgunblaðið/Rósa Braga Sprell Stjórnandi Gospelkórs Akureyrar er Marína Ósk Þórólfsdóttir. Gospeltónar í Hofi Gospelkór Akureyrar heldur tón- leika í Hofi þriðjudaginn 7. maí kl. 20. Á efnisskránni eru klassísk gospellög í bland við þekkt popp- og rokklög í gospelútsetningu. Sam- kvæmt upplýsingum frá kórnum hefur kórfélögum fjölgað nokkuð á síðustu mánuðum og eru nú ríflega 50 talsins. Stjórnandi kórsins er Marína Ósk Þórólfsdóttir, en hún hefur um árabil starfað sem tónlist- arkennari, kórstjóri og söngkona. Einsöngvari á tónleikunum er Ív- ar Helgason, en hann nam söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og Söngskólann í Reykjavík áður en hann fór í nám við söngleikjadeild Tónlistarháskólans í Vínarborg það- an sem hann útskrifaðist með láði árið 2003. Ívar hefur komið fram í fjölda söngleikja, til að mynda í Aust- urríki, Sviss, Þýskalandi og á Ítalíu, en fluttist heim til Íslands árið 2007 ásamt fjölskyldu sinni. Síðan þá hef- ur hann starfað hjá Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar ásamt því að starfa með ýmsum leiklist- arhópum og tekið þátt í vinsælum söngleikjum á borð við Óliver, Hár- ið og Gulleyjuna svo eitthvað sé nefnt.  Einsöngvari er Ívar Helgason Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS GAMLAR GERSEMAR 9.2. - 5.5. 2013 ERLENDIR ÁHRIFAVALDAR 9.2. - 5.5. 2013 Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Opið þriðjud.-fimmtud. kl. 11-14, sunnud. 13-16 Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands Opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 5. maí kl. 14: Ókeypis barnaleiðsögn List án landamæra: Grösugir strigar og Systralist Hátíðarsýningar í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafns: Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 í Myndasal Nýjar myndir - gömul tækni á Vegg Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús Fylgist með á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 Tilraun til að beisla ljósið Listamannsspjall Erla Þórarinsdóttir sunnudag 5. maí kl. 15 Hellisgerði, blóma- og skemmtigarður Þriðjudag 7. maí kl. 12 Hádegistónleikar Greta Salóme Stefánsdóttir fiðla Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Leiðsögn sunnud. kl. 14. NORDIC DESIGN TODAY (13.3.-26.5.2013) Innlit í Glit (8.2. – 26.5.) Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.