Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 11
Ljósmyndir/Bernharður Guðmundsson
Sauðburður Bændur krossa nú fingur og vona að sólin birtist sem oftast og bræði snjóinn.
Unga fólkið á mölina
„Þetta er ekki fjölmenn sveit
hér í Önundarfirði en það er góður
samgangur á milli okkar sem hér bú-
um og verður eiginlega að vera svo í
svona fámennum byggðarlögum.
Þar verða allir að standa saman og
hjálpast að,“ segir Bernharður.
Hann segir því miður lítið eftir af
ungu fólki í sveitinni. Það sé nærri
allt flutt í höfuðborgina og hið sama
sé að segja um þá vini hans sem hafi
búið á Flateyri.
„Ég bjó í Reykjavík í þrjú ár en
kom síðan aftur hingað vestur og þá
skiptir auðvitað sköpum að það sé
fólk á manns aldri á svæðinu sé horft
til framtíðar og félagsskapar,“ segir
Bernharður er enn ólofaður og barn-
laus en hlær þó við spurningum
blaðmanns um hvort einhverjar ung-
ar konur sé að finna í sveitinni og
segist ekki hræðast að daga uppi
sem einsetumaður. Þó bætir hann
við í léttum dúr að það megi alveg
hvetja ungar, einhleypar konur til að
flytja vestur.
Virðing fyrir nærumhverfinu
Auk þess að sækja sjó og sinna
bústörfum er Bernharður einnig
flinkur ljósmyndari en hann fékk
ljósmyndabakteríuna fyrir
tveimur árum. Síðan þá hafi hann
verið enn duglegri að ganga á fjöll,
skoða sitt nærumhverfi og kynnast
því betur.
„Eftir því sem ég mynda um-
hverfi mitt betur því meiri virðingu
ber ég fyrir því. Ég tek líka eftir
stöðum sem ég ólst upp við og tók
fram að þessu sem sjálfsögðum hlut
en sé með öðru sjónarhorni í gegn-
um linsuna. Þetta er svipað þegar ég
tek mynd af skepnum, þá fer ég má
segja að sjá hið mannlega í skepn-
unum,“ segir Bernharður sem tekur
myndir daglega í sveitinni.
Hann segist í raun vera í
draumastöðu ljósmyndarans þar sem
hann hafi ótakmarkað aðgengi að
náttúrunni í sveitinni og sé heppinn
að hafa náttúruna og fjöllin á hlaðinu
hjá sér. Bernharður hefur sent
myndir sínar í erlendar keppnir og
segir netið nýtast vel við að koma sér
á framfæri enda sé það aðeins stærri
heimur en sveitin. Hann segir miklar
líkur á því að hann verði eins konar
ljósmyndarabóndi í framtíðinni en
Bernharður er einnig mikill söng-
maður og söng í Fjallabræðrum á
meðan hann bjó í Reykjavík. Mynd-
irnar hans Bernharðs má finna á Fa-
cebook undir Benni photography.
Kvöldflug Náttúran og fjöllin eru heima á hlaði ljósmyndarans.
Náttúrufegurð Stórbrotið landslag Önundarfjarðar á mynd Bernharðs.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Jóhann K. Pétursson varhæsti maður Íslands oghæsti maður heims um tíma
en hann mældist 2,34 m þegar
hann var stærstur. Flestir vita
hver Jóhann risi var en fæstir
vita eitthvað um manninn. Í til-
efni af því að Jóhann hefði orðið
100 ára hinn 9. febrúar og að á
eyfirska safnadeginum er unnið
með þemað safn og sögulegt fólk
verður haldið málþing í dag
klukkan 13 um Jóhann í menn-
ingarhúsinu Bergi á Dalvík.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir safn-
stjóri kynnir málþingið og segir í
stuttu máli frá áherslum safnsins
í Jóhannsstofu á byggðasafninu
Hvoli. Síðan tekur við fjöldi fyr-
irlesara þar sem farið er yfir líf
Jóhanns meðal annars og hins
vegar rætt um sjúkdóminn og
hvernig það er að vera „öðru-
vísi“.
Að málþinginu loknu er boðið
upp á hressingu og menn ganga
út á byggðasafnið Hvol og skoða
minningarstofurnar um Jóhann.
Þá koma menn aftur saman og þá
mun samkór Svarfdæla flytja
söngdagskrá sem byggist á lífi
Jóhanns.
„Öðruvísi“ fólk til sýnis
„Málþingið verður haldið í
menningarhúsinu Bergi af því að
við búumst við það miklum fjölda.
Við viljum leggja áherslu á að
fræða fólk um líf og störf þessa
manns sem leið alla sína ævi fyrir
að vera afbrigðilegur. Í dag vit-
um við að þetta er sjúkdómur og
er svona ofvöxtur stoppaður
strax í barnæsku í öllum upp-
lýstum samfélögum,“ segir Íris
Ólöf Sigurjónsdóttir sem segir
líka að ekki hafi margir vitað
hversu hæfileikaríkur Jóhann
var. „Hann lék á harmonikku, var
vel ritfær, málaði og gerði margt
fleira. Hann var mjög merkilegur
maður en var undir lokin orðinn
ansi bitur og leiður og var ekkert
sérstaklega ánægður með Íslend-
inga og fannst þeir ekki hafa tek-
ið nógu vel á sínum málum. Hann
var uppi undir lok viðundra-
tímabilsins í Bandaríkjunum. Þá
var alltaf verið að sýna fólk sem
var öðruvísi.“ Íris segir Íslend-
inga almennt forvitna um Jóhann
og margir leggi leið sína sér-
staklega á byggðasafnið Hvol á
Dalvík til að fræðast um hann.
Málþing um Jóhann Svarfdæling í Bergi í dag
Hæfileikaríkur
maður sem leið ekki
vel í eigin líkama
Risi Jóhann Svarfdælingur með fé-
laga sínum í Kaupmannahöfn.
Stofnfundur Samtaka grænmetisæta á Íslandi verður
haldinn í dag, laugardaginn 4. maí og hefst klukkan
14.00. Vonast er til að starfsemi félagsins muni styrkja
enn frekar það lifandi samfélag sem myndast hefur meðal
grænmetisæta á Íslandi. Allar grænmetisætur eru bæði
velkomnar og eindregið hvattar til að mæta. Þannig gefst
tækifæri til að taka þátt í mótun virks félags sem m.a. er
ætlað að standa fyrir fræðslu og viðburðum, stuðla að
auknu framboði vara sem henta þörfum grænmetisæta,
auka þekkingu og skilning á lífsstíl grænmetisæta og
stunda virka hagsmunagæslu. Fundurinn verður haldinn í
sal Lifandi markaðar í Borgartúni en frekari upplýsingar
má finna á Facebook-síðu viðburðarins: www.face-
book.com/events/237710739705115/.
Stofnfundur Samtaka grænmetisæta á Íslandi
Hnetusteik Jólamatur margra grænmetisæta.
Leita sálufélaga sinna