Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 NÝ ÍSLENSK KILJA SEM RÍGHELDUR! www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu „Snjöll og bráðskemmtileg spennusaga.“ B R Y N D Í S L O F T S D Ó T T I R B Ó K S A L I Nokkuð öflugur ísstraumur hefur verið suður með Austur- Grænlandi undanfarna daga. Bjart hefur verið yfir þessum slóðum og vel sést til hafíssins og því unnt að fylgjast með reki einstaka hafísfleka og reikna þannig út rekhraða ísþekjunnar. Til að átta sig á rekinu hafa starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands teiknað útlínur myndarlegs hafísfleka á MODIS-gervitunglamyndir frá NASA, bandarísku geimferðastofnuninni. Hafísflekinn var rétt fyrir sunnan Scoreby- sund 25. apríl. Þá var hann 50 kílómetrar á lengd og 35 á breidd. Hann hefur síðan rekið í suður, eins og sést á teikningunni, og brotnað í smærri jaka. Ingibjörg Jónsdóttir, hafísfræðingur og dósent við Háskóla Ís- lands, segir að flekinn tætist í sundur eftir því sem hann nálgast hafísjaðarinn og hafi stærsti hluti hans verið 34 sinnum 14 kíló- metrar að stærð síðdegis í gær. Hann var þá um 116 km norður af Íslandi. Hafísflekar sem þessir myndast þegar sjórinn frýs og eru því þunnir en borgarísjakar eru aftur á móti úr skriðjöklum Grænlands. Ekki útlit fyrir að hafísjaðarinn færist nær Ingibjörg segir að í fyrradag hafi hafísinn verið næst landi 37 sjómílur norðvestur af Hornströndum og er kominn aðeins inn fyrir lögsögumörkin á milli Íslands og Grænlands. Lítil hætta sé á að hann færist mikið nær landinu næstu daga samkvæmt veðurspám. Hafís er venjulega mestur við Grænland í aprílmánuði. Hafísinn hefur áhrif á hitafar, eins og Íslendingar þekkja frá hafísárunum svokölluðu á síðari hluta sjöunda áratugarins. Síð- ustu ár hafa stakir borgarísjakar borist að ströndum landsins og svokallað íshragl. Ísflekar hafa hins vegar ekki borist hingað í nokkra áratugi. helgi@mbl.is, thorunn@mbl.is Hafísflekinn brotnar upp  Hafísjaðarinn 37 mílur frá landinu og nálgast lítið MODUS-gervitunglamynd - Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Ingibjörg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.