Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 4. M A Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 103. tölublað 101. árgangur
BÝR Í DRAUMA-
LANDI LJÓS-
MYNDARANS
HEIMS-
FRÆGÐIN Á
NÆSTA LEITI
KÁNTRÍ-
GOÐSÖGNIN
FALLIN FRÁ
SUNNUDAGUR GEORGE JONES 48BERNHARÐUR BÓNDI 10
Flugrútan Einkaleyfisútboð Vegagerðar
og Suðurnesjamanna er gagnrýnt.
Þórir Garðarsson hjá Iceland
Excursions – Allrahanda segir að
fyrirhugaður samningur um einka-
leyfi á akstri flugrútunnar sé
„ósvífið samsæri opinberra aðila
gegn hagsmunum neytenda og
ferðaþjónustunnar“. Samband
sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS)
framkvæmdi útboðið samkvæmt
samningi við Vegagerðina. „Einka-
leyfið er ekkert annað en grímu-
laus heimild fyrir SSS til að skatt-
leggja fólk á leið til og frá
útlöndum, á þeim forsendum að
flugvöllurinn sé á svæði sveitar-
félaganna,“ segir Þórir.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, vísar gagn-
rýni innanríkisráðherra á bug en
eftirlitið hefur óskað eftir að hætt
verði við útboðið þar sem það raski
samkeppni. »8, 23
Einkaleyfið grímu-
laus heimild til
skattlagningar
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
„Kosningaúrslitin um síðustu helgi
urðu okkur öllum mikil vonbrigði,“
skrifaði Árni Páll Árnason, formað-
ur Samfylkingarinnar, í bréfi til
flokksmanna í gær.
Mikil ólga hefur verið innan
flokksins eftir „Íslandsmet í fylg-
istapi“, eins og Dofri Hermannsson
varaborgarfulltrúi komst að orði á
fésbók. Þing-
menn sem
misstu þingsætið
hafa gagnrýnt
forystuna opin-
berlega og kallað
eftir endurskoð-
un á stefnu
flokksins. En
þingmenn sem
náðu kjöri segja ekki tímabært að
tjá sig um stöðuna.
Viðmælendum ber saman um að
mótframboð sé ekki í kortunum, að
minnsta kosti sé umræðan ekki
tímabær. En menn skiptast í tvær
fylkingar þegar kemur að því að
meta hversu mikið áfall úrslit
kosninganna séu fyrir forystuna.
Ljóst sé að Árni Páll þurfi að taka
frumkvæði og skerpa á stefnu og
vinnubrögðum flokksins.
Með bréfinu í gær steig Árni Páll
skref í þá átt, en þar sagði hann að
fráfarandi ríkisstjórn hefði van-
metið skuldavanda heimilanna og
verið of áköf í að afgreiða Icesave.
„Okkur var svo í mun að afgreiða
þetta vandamál og koma því frá að
ásýnd okkar varð eins og flokks
sem vildi semja, hvað sem það
kostaði.“
Í sunnudagsblaðinu er farið yfir
þær spurningar sem liggja í loftinu
og rýnt bak við tjöldin í flokks-
starfinu.
Ólga eftir Íslandsmet í tapi
Vanmat á skuldavanda heimilanna og of mikil ákefð í að afgreiða Icesave réð
mestu um fylgistap Samfylkingarinnar að mati formanns Gagnrýna forystuna
Árni Páll Árnason
Morgunblaðið/Eva Björk
Hamskipti Mikið af neftóbaki fer
alls ekki upp í nef heldur undir vör.
Íslenskt neftóbak hefur lítið verið
rannsakað en neysla þess hefur
snaraukist síðustu ár. Talið er að
um 80% notenda neftóbaks noti það
sem munntóbak. Neysla neftóbaks
jókst verulega með reykingabann-
inu 2007. Vasaklútar eru á undan-
haldi en sprautur, sem notaðar eru
til að troða tóbakinu undir vörina,
teknar við.
Grunnurinn sem íslenska nef-
tóbakið er framleitt úr kemur frá
Svíþjóð, frá Swedish Match sem
framleiðir sænska snusið, sem
bannað er með lögum.
Íslenska neftóbakið er mun gróf-
ara en það sænska. Það er gert eftir
uppskrift frá 1943 og er séríslensk
uppfinning. Hér á Íslandi er ekki til
ein rannsókn um íslenska neftób-
akið. „Neftóbakið er vara sem hef-
ur verið mjög lítið rannsökuð en
sænska snusið hefur verið rann-
sakað mjög mikið,“ segir Jóhanna
Kristjánsdóttir M.Sc., verkefnis-
stjóri Ráðgjafar í reykbindindi og
einn helsti sérfræðingur landsins
um íslenska neftóbakið.
Nánar er fjallað um íslenska nef-
tóbakið í sunnudagsblaðinu.
Neftóbak orðið munntóbak
80% af seldu neftóbaki enda undir vör ungra manna
Hjólastólalið HK og bikarmeistarar ÍR mættust í
hjólastólahandbolta í Austurbergi í gærkvöldi.
Tilgangurinn var að vekja athygli á því góða
starfi sem hjólastólalið HK stendur fyrir en það
er eina liðið sinnar tegundar hér á landi.
Skemmst er að segja frá því að lið HK valtaði
yfir bikarmeistara ÍR, lokatölur urðu 19-14.
Fjöldi áhorfenda mætti á leikinn og skemmti sér
konunglega yfir tilþrifum beggja liða.
Hjólastólalið HK fór létt með bikarmeistarana
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Léku handbolta í hjólastólum í Austurbergi
Farþegum sem
fara um flugstöð
Leifs Eiríkssonar
hefur fjölgað um
ríflega 600.000 á
ársgrundvelli frá
árinu 2009.
Í marsmánuði
fóru tæplega
26% fleiri far-
þegar um flug-
stöðina en sama
mánuð í fyrra.
Friðþór Eyþórsson, talsmaður
Isavia, segir fjölgunina aðallega
vera vegna þess að fleiri erlendir
ferðamenn fari um flugstöðina.
26% fjölgun far-
þega milli mánaða
Flugstöð Brottfar-
arsalur flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar.
Umsjónarmaður skógarsvæða Reykjavíkurborgar gerir fastlega ráð
fyrir því að lögð verði fram kæra vegna skógarhöggs sem hópur íbúa við
Rituhóla hefði ráðist í, samkvæmt hans heimildum. Fleiri tugir trjáa voru
felldir eða topparnir sagaðir af í þeim tilgangi að bæta útsýni. »4
Morgunblaðið/Ómar
Íbúar lögðu til atlögu við skóginn