Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Í Seltjarnarneskirkju á sunnudag
verður sérstök dagskrá helguð
minningu Bjarna Pálssonar, fyrsta
landlæknisins, og Björns Jónssonar
lyfsala.
Klukkan 10 mun Jóhanna Þ. Guð-
mundsdóttir sagnfræðingur flytja
fyrirlestur í Norðursal Seltjarnar-
neskirkju er heitir: Eplatré og fleiri
nytjajurtir í garði Björns apótekara
í Nesi við Seltjörn.
Kl. 11 hefst guðsþjónusta og
sunnudagaskóli í kirkjunni þar sem
Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir og
verkefnisstjóri hjá embætti land-
læknis, mun m.a. flytja hugleið-
ingu.
Í fordyri kirkjunnar verða sýnd-
ar myndir af lækningajurtum og
tækjum og áhöldum til lyfjagerðar.
Í tilefni dagsins verður Lyfja-
fræðisafnið í Nesi opið frá klukkan
13 til 14.
Lyfjajurtir Í garði Lyfjafræðisafnsins í Nesi.
Frumkvöðla minnst í
Seltjarnarneskirkju
Hjólasöfnun
Barnaheilla –
Save the Child-
ren á Íslandi og
hjólreiðakeppn-
innar Wow Cyc-
lothon hófst í
gær og stendur
til 3. júní.
Þetta er í ann-
að sinn sem stað-
ið er fyrir söfnun
á notuðum reiðhjólum fyrir börn og
unglinga. Hjólunum verður safnað
á endurvinnslustöðvum Gámaþjón-
ustunnar, Hringrásar og Sorpu á
höfuðborgarsvæðinu. Þau verða
gerð upp og eru ætluð börnum sem
ekki hafa kost á því að kaupa sér
reiðhjól.
Barnaheill með
hjólasöfnun
Hluti hjólanna sem
hafa safnast.
Bandaríski rithöfundurinn og um-
hverfissinninn Bill McKibben held-
ur fyrirlestur í Háskólabíói sunnu-
daginn 5. maí klukkan 12:30.
Heimsókn McKibbens hingað til
lands er á vegum Landverndar,
Norræna hússins og námsbrautar í
umhverfis- og auðlindafræði.
Bill McKibben er einn stofnenda
alþjóðlegu grasrótarhreyfingar-
innar 350.org, sem berst fyrir því
að verja jörðina fyrir hlýnun and-
rúmslofts.
Fyrirlestur um
umhverfismál
STUTT
Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland
Eitt best geymda
leyndarmálið á
markaðnum
Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tísku-
fyrirsætum og förðunarfræðingum um allan heim. Skin
Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir
þurra og viðkvæma húð og kemur jafnvægi á húðina.
Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan
og hefur uppskriftin verið óbreytt síðan.
Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá,
Morgunfrú og Rósmarín, gott krem fyrir alla fjölskylduna
– Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is
Þú kaupir Weleda vörur í heilsuverslunum og apótekum um
allt land
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það sem gerðist auðvitað var að
hugmyndafræðin breyttist. Hér á Ís-
landi stóð markaðskapítalismi frá
1991 til 2004 þar sem reynt var að
opna hagkerfið og auka samkeppni.
Síðan tók fámenn klíka auðjöfra
völdin 2004 til 2008 og við það fórum
við úr markaðskapítalisma í klíku-
kapítalisma. Þá kunnu menn sér ekki
hóf og það getur verið að sú hug-
myndafræði hafi valdið einhverju en
ég held nú samt að ástæður banka-
hrunsins séu aðallega kerfislægar,“
segir Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, prófessor í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands, um orsakir
hruns.
Hannes Hólmsteinn var meðal
þátttakenda í málstofu við Háskól-
ann á Bifröst í gær um bankahrunið
og stjórnmálaafleiðingar þess, ásamt
prófessorunum Ólafi Þ. Harðarsyni
og Hermanni Schmitt og stjórnmála-
fræðingunum Evu Heiðu Önnudótt-
ur og Eiríki Bergmann.
Kerfisáhættan meginorsökin
Hannes lýsir erindi sínu svo:
„Ég talaði fyrst um orsakir fjár-
málakreppunnar í heiminum og
nefndi þar nokkrar orsakir. Und-
irliggjandi meginorsökin er auðvitað
kerfisáhætta sem var tilkomin af því
að bankarnir tóku of mikla áhættu –
þeir hirtu gróðann en báru ekki tap-
ið. Það er viðtekin skoðun í heim-
inum að þetta sé undirliggjandi
meginorsök fjármálakreppunnar.
Það sem síðan hratt þessari at-
burðarás af stað voru auðvitað undir-
málslánin í Bandaríkjunum, lág-
vaxtastefna bandaríska seðla-
bankans og lánsfjárbólan, sem hlaut
að springa fyrr eða síðar. Hún
sprakk óvænt, getum við sagt. Síðan
má nefna Basel-reglurnar sem
stuðla líka að áhættusækni banka,“
segir Hannes Hólmsteinn og vísar
þar til þess að slakað var á kröfum
um eiginfjárhlutfall banka.
„Þetta var mín skýring á fjár-
málakreppunni í heiminum. Síðan
vék ég að íslensku fjármálakrepp-
unni og fór þar yfir frásögn Ja-Hoon
Chang [dósents í hagfræði við Cam-
bridge-háskóla] í bókinni 23 atriði
um kapítalisma sem komið hefur út á
íslensku og greinarskrif Roberts
Wades [prófessors í stjórnmála-
hagfræði við London School of
Economics] sem skrifað hefur
nokkrar greinar í The Left Review,
Monde diplomatique og Huffington
Post. Þetta er sama greinin í stórum
dráttum. Ég leiðrétti ýmsar villur
hjá Wade. Hann heldur því til dæmis
fram að Seðlabanki Íslands hafi farið
að fylgja fastgengisstefnu 7. október
2008 í miðju hruninu. Og að síðan
hafi þetta gengi verið notað til að
hygla vildarvinum Davíðs Odds-
sonar. Málið er allt annars eðlis.
Seðlabankinn gerði kauptilboð til
þess að reyna að hrinda af stað gjald-
eyrisviðskiptum en þau höfðu legið
niðri í tvo daga af því að bankarnir
voru að hrynja. Það voru bankarnir
sjálfir sem keyptu sex milljónir evra
af gjaldeyri. Það var nú allt og sumt.
Féð fór ekki til neinna vildarvina
heldur í nauðsynlegar greiðslur úr
landi, nokkuð sem bankarnir sáu vel.
Þannig að þetta er röng frásögn hjá
Robert Wade. Þá gætir margvís-
legrar ónákvæmni hjá honum sem ég
eyddi nokkru púðri í að ræða.“
Engin frjálshyggjutilraun hér
Hannes Hólmsteinn víkur svo að
Ja-Hoon Chang. „Svo ræddi ég líka
þessa skýringu Jangs að hér hafi
verið svo mikil frjálshyggjutilraun.
Sannleikurinn er sá að regluverkið í
fjármálaheiminum á Íslandi var ná-
kvæmlega það sama og regluverkið
annars staðar. Þannig að það getur
ekki verið skýringin að regluverkið
hafi verið losaralegra eða kapítalism-
inn á Íslandi lausbeislaðri.
Þannig að skýringin á fjármála-
hruninu á Íslandi er hvorki einhver
stórkostleg mistök Seðlabankans,
líkt og Robert Wade telur, eða laus-
legra regluverk, heldur eru orsak-
irnar fyrir því hversu illa þetta hitti
Íslendinga einkum þær að hér kom
líka til aukakerfisáhætta. Þá sögu
þekkja allir. Fámenn klíka fékk mest
af lánunum sem duldust á bak við
margar kennitölur og fyrirtæki.
Þessi klíka hafði mikil ítök í bönk-
unum, auðjöfrarnir, Jón Ásgeir Jó-
hannesson og félagar. Hér var búin
til bóla sem ekkert var á bak við.
Síðan má ekki gleyma því að Bret-
ar áttu sinn þátt í að fella íslensku
bankana með hinum ofstopafullu
neyðarlögum. Ég fór yfir það hvað
það tapaðist mikið fé á þessu.
Ég nefndi hvernig aðilar í Noregi
og Svíþjóð hirtu eignir bankanna
langt undir markaðsverði eftir hrun-
ið. Til dæmis var Glitnir í Noregi
seldur fyrir 300 milljónir norskra
króna, en hafði verið keyptur á 3,1
milljarð ári áður og var metinn á um
tvo milljarða, þegar hann var seld-
ur,“ segir Hannes og heldur áfram.
„Ein af skýringunum sem gefnar
hafa verið á bankahruninu íslenska
er sú að íslensku bankamennirnir
hafi verið vitgrennri eða áhættu-
sæknari en bankamenn annars stað-
ar. Það flytur aðeins skýringuna um
einn reit, enda fengu þeir lán frá er-
lendum bönkum. Það voru því þeir
sem lánuðu íslensku bönkunum sem
voru áhættusæknir og vitgrannir. Ef
horft er á atburðarásina í heild sést
að bankar um allan heim hegðuðu
sér á svipaðan hátt. Enginn þeirra
var neinn engill. Ég hafna líka þeirri
skýringu að hér hafi verið önnur út-
færsla á kapítalisma en annars stað-
ar. Það eru enda ekki til nein gögn
um það. Á Íslandi var sama reglu-
verk um fjármálakerfið og alls stað-
ar annars staðar í Evrópu. Þetta var
allt samræmt um leið og við gengum
í Evrópska efnahagssvæðið.
En auðvitað var kerfisvillan sú að
á sama tíma var leyfilegt rekstr-
arsvæði bankanna öll Evrópa, allt
Evrópska efnahagssvæðið, en bak-
tryggingarsvæði þeirra Ísland eitt.
Það skapaði stórkostlega áhættu.
Það gerði sér enginn grein fyrir því
enda hafði ekki verið gert áhlaup á
banka áratugum saman. Það var
kerfisvillan,“ segir Hannes Hólm-
steinn.
Klíkukapítalismi orsakaði hrun
Prófessor greinir orsakir bankahrunsins haustið 2008 Fámenn klíka hafi stórlega aukið kerfis-
áhættu í bankakerfinu Hafnar skýringum erlendra fræðimanna á hruninu Dýrkeypt skref Breta
Ljósmynd/Ívar Örn Þráinsson
Prófessor Hannes Hólmsteinn flytur erindi við Háskólann á Bifröst.
„Það er mjög at-
hyglisverð spurn-
ing sem ég hafði
ekki tíma til að
fara yfir í fyrir-
lestrinum hvort
við hefðum getað
bjargað banka-
kerfinu. Við hefð-
um hugsanlega
getað bjargað því
ef við hefðum
fengið svipaða fyr-
irgreiðslu frá bandaríska seðla-
bankanum og Danir og Svíar
fengu. Við megum ekki gleyma
því að Den Danske Banke hefði
fallið ef hann hefði ekki fengið
aðstoð frá danska ríkinu, sem
var sótt í fyrirgreiðslu banda-
ríska seðlabankans. Ef okkur
hefði tekist að bjarga banka-
kerfinu hefðu auðvitað orðið að
verða eigendaskipti að bönk-
unum,“ segir Hannes sem telur
að ekki séu öll kurl komin til
grafar í Icesave-deilunni.
„Það er augljóst mál að það
hefur verið einhver fjandskapur
í garð íslensku bankanna í Evr-
ópu og sá fjandskapar er m.a.
tilkominn af því að aðrir við-
skiptabankar sáu þarna harð-
skeytta keppinauta sem gátu
boðið hærri vexti vegna þess að
rekstrarkostnaður var svo lítill á
þessum innlánsreikningum,
Edge-reikningunum og Icesave-
reikningunum,“ segir Hannes
sem nefnir einnig hvernig þess-
ir háu vextir hafi gengið gegn
lágvaxtastefnu seðlabanka í
Evrópu.
Bjarga hefði
mátt banka-
kerfinu
HORFT TIL BAKA