Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 við elskum skó VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á 14.690 11.752 tveir litir 18.990 15.192 Bata Air System 23.990 19.192 LEVI‘S 10.890 8.712 tveir litir 23.690 18.952 tveir litir 27.690 22.152 7.590 6.072 Flexible 5.990 4.792 38.890 31.112 leður 19.990 15.992 16.490 13.192 25.990 20.792 tveir litir 18.990 15.192 tveir litir 16.490 13.192 tveir litir 20% afsláttur af öllu fyrir herrann Herradagar alla helgina SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Fyrirhugaður einokunarsamningur um akstur með flugfarþega er ekkert annað en ósvífið samsæri opinberra aðila gegn hagsmunum neytenda og ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir Garðarsson, markaðs- og sölustjóri og annar aðaleigandi rútufyrirtækis- ins Iceland Excursions – Allrahanda, um útboð Vegagerðarinnar og Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á akstursleiðinni milli Leifs- stöðvar og höfuðborgarsvæðisins. Allrahanda var meðal fjölmargra fyrirtækja sem tóku þátt í útboðinu en það hefur verið í samkeppni við Kynnisferðir á þessari leið. Þórir seg- ir Allrahanda ætla að halda áfram þessum akstri, þrátt fyrir útboðið, en dótturfélag Kynnisferða, SBK, átti lægsta tilboðið. Þórir segir að það sé með ólíkind- um að innanríkisráðherra, Vegagerð- in og sveitarfélögin á Suðurnesjum hafi tekið sig saman um að hunsa við- varanir Samkeppniseftirlitsins um að samningurinn hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Jafnframt skella þessar opinberu stofnanir skollaeyrum við mótmælum Samtaka ferðaþjónustunnar, Sam- taka atvinnulífsins og fyrirtækjanna sem hafa byggt upp öfluga þjónustu við flugfarþega,“ segir Þórir, sem tel- ur engin rök mæla með því að veita SSS einkaleyfi til að flytja farþega í millilandaflugi frá Leifsstöð til höfuð- borgarsvæðisins. Öflug samkeppni ríkir á þessari leið og fyrirtækin sem veita þjónustuna standi í miklu markaðsstarfi erlendis. „Einkaleyfið er ekkert annað en grímulaus heimild fyrir SSS til að skattleggja fólk á leið til og frá út- löndum á þeim forsendum að flugvöll- urinn sé á svæði sveitarfélaganna. SSS ætlar sér að hafa 360 milljónir króna í skatttekjur af þessum flutn- ingum, án þess að leggja krónu til þjónustunnar. Helsta tekjuaukningin er að fella niður unglingaafslætti og að börn greiði fullt fargjald eins og fullorðnir.“ Þórir bætir við að spyrja mætti hvers vegna Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gangi ekki alla leið og veiti sveitarfélögunum heimild til að leggja skatt á farþegaflug, sam- anber ummæli hans í Morgunblaðinu í gær um að Leifsstöð sé mikilvæg auðlind Suðurnesja. Lýsir vonbrigðum með SE Eins og fram hefur komið í umfjöll- un blaðsins hvetur Samkeppniseftir- litið (SE) aðila málsins til að hætta af- skiptum af akstri til og frá Leifsstöð. Eftirlitið segist hins vegar ekki geta gripið til aðgerða, vegna þess að Vegagerðin sé hliðsett stjórnvald og hafi heimild í lögum til að gera þenn- an einokunarsamning. „Við lýsum yf- ir miklum vonbrigðum með þessa af- stöðu Samkeppniseftirlitsins. Að sjálfsögðu á það að taka slaginn og fara með málið fyrir dómstóla. Ef Samkeppniseftirlitið treystir sér ekki til að stöðva samkeppnislagabrot op- inberra aðila, þá er fokið í flest skjól.“ Þórir segir Iceland Excursions –Allrahanda hafa lagt mikla fjármuni í uppbyggingu þjónustunnar við flug- farþega. Ekki síst hafi fyrirtækið stundað öflugt markaðsstarf erlend- is, þar sem saman fari landkynning og öflun viðskipta. „Samkeppniseftirlitið segir í áliti sínu að innkoma okkar á þennan markað hafi aukið þjónustuna og stuðlað að verðsamkeppni, neytend- um til hagsbóta. Eftirlitið bendir jafnframt á að með einkaleyfissamn- ingi sé enginn hvati lengur til að halda fargjöldum í skefjum eða veita afburða þjónustu. Þrátt fyrir þetta samsæri opinberra stofnana gegn neytendum og ferðaþjónustufyrir- tækjum ætlum við að halda okkar striki í þjónustu við flugfarþega. Fyr- irtækið hefur byggt upp víðtæka við- bótarþjónustu við flugfarþega og mun að sjálfsögðu halda henni áfram. Jafnframt treystum við á að augu manna opnist fyrir því að fyrirhuguð einkaleyfisveiting brýtur gegn Evr- ópureglum sem banna stjórnvöldum að veita einkaleyfi á akstursleiðum sem bera sig í samkeppni. Einnig ítrekum við að slíkar aðgerðir fela í sér opinberar samkeppnishömlur í andstöðu við samkeppnislög og brjóta í bága við atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Þórir. Hann segir að Vegagerðin, sem veitir einkaleyfið, eigi yfir höfði sér háar skaðabótakröfur verði ekki bakkað með „þessa vitleysu“ eins og hann orðar það. „Spyrja má hvort forráðamönnum Vegagerðarinnar þyki eftirsóknar- vert, þegar upp verður staðið, að hafa hlaupið eftir duttlungum stjórnmála- manns sem telur Leifsstöð auðlind fyrir Suðurnesjamenn sem rétt sé að skattleggja til að niðurgreiða aðra þjónustu sveitarfélaganna,“ segir Þórir að endingu. „Ósvífið samsæri hins opinbera“  Einn eigenda Allrahanda gagnrýnir einkaleyfisútboð á flugrútunni harðlega  Samkeppniseftirlitið á að taka slaginn  Grímulaus heimild til skattlagningar  Vegagerðin á yfir höfði sér skaðabótakröfur Morgunblaðið/Jakob Fannar Samkeppni Þórir Garðarsson hjá Iceland Excursions – Allrahanda, en fyrirtækið hefur verið í samkeppni við Kynnisferðir í akstri frá Leifsstöð. Flugrútan » Til stendur að skrifa undir samninga í næstu viku við SBK, dótturfélag Kynnisferða, um einkaleyfi á akstri hóp- ferðabíla milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur. » Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum stendur að út- boðinu, samkvæmt samningi við Vegagerðina. » Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt þetta útboð harðlega. Samkeppniseftirlitið segir útboðið raska samkeppni verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.