Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Bernharður Guðmundssoner ungur sauðfjárbóndi áKirkjubóli í Valþjófsdal íÖnundarfirði. Hann rekur þar bú ásamt foreldrum sínum ásamt því að starfa í fiskeldi en í framtíðinni stefnir hann að því að taka alfarið við búinu. Þrátt fyrir snjóasamt og kalt vor liggur vel á Bernharði þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. „Þetta getur verið annasamt starf alla vega á þessum árstíma þegar sauðburður er framundan. Nú er kalt vor og sauðburður að byrja svo maður krossleggur bara fingur og vonar að sólin birtist sem oftast og bræði snjóinn þannig að nýgræðingurinn verði tilbúinn fyrir lambféð sem fyrst. Það skiptir öllu fyrir okkur að það vori snemma,“ segir Bernharður og bætir við að honum finnist búið nú ekki svo af- skekkt þó að sumir myndu kannski vilja kalla það svo. Bernharður er búfræðingur og segir hug sinn ætíð hafa stefnt í þessa átt. Býr í draumalandi ljósmyndarans Bernharður Guðmundsson er ungur sauðfjárbóndi í Önundarfirði sem nýtur þess að taka ljósmyndir í nærumhverfi sínu. Bernharður flutti aftur vestur eftir nokk- urra ára dvöl í Reykjavík og stefnir að því að taka alfarið við búi foreldra sinna í framtíðinni. Hann segist vera farinn að sjá nærumhverfi sitt með öðrum augum í gegnum linsuna og beri orðið enn meiri virðingu fyrir því en hann gerði áður. Sauðfjárbóndi Ekki eru margir á sama reki og Bernharður eftir í sveitinni. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Ef þér finnst ekki eingöngu skemmti- legt að borða mat og lesa nýjar upp- skriftir heldur lesa ýmsar for- vitnilegar og sumar spaugilegar greinar um mat skaltu kíkja á vefsíð- una www.lovefood.com. Nafnið stendur fyrir sínu en hér munu þeir sem eru trylltir af matarást finna allt við sitt hæfi og meira til. Það er t.a.m. mikilvægt að vita hvaða mun- aðarvörur má ekki taka með sér um borð í flugvél eða vita allt um bestu matarhátíðarnar í Englandi. Fylgstu með á þessari síðu ef þú vilt vera með puttann á púlsinum. Vefsíðan www.lovefood.com Morgunblaðið/Ómar Súkkulaðikaka Fáir standast gómsæta freistingu sem þessa hér. Sönn matarást matgæðinga Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nóg verður um að vera á Korpúlfs- stöðum í dag þar sem saman kemur fjölbreytt flóra listamanna sem vinna meðal annars í grafík, vatnslitun, glerlist, fatahönnun, leirlist, textíl, myndlist, margmiðlun og fleiru. Samsýningin „Örlítið eggjandi,“ verður í kjallaranum, fagrir tónar munu óma um sali og Litli Bóndabær- inn verður með veitingar. Einnig verð- ur Gallerí Korpúlfsstaðir með opið. Endilega… …njótið lista List Ninný sýnir m.a. verk sín í dag. Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum. Hátúni 2b | 105 Reykjavík | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.landey.is Austurbakki 2 Um er að ræða byggingarrétt að 15.500 m2 skrifstofu- og atvinnuhúsnæði við Austurbakka 2, Reykjavík. Reiturinn er merktur nr. 2 á meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti. Spennandi tækifæri á lifandi svæði. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins Hátúni 2b í síma 594 4210 eða 660 4210, netfang: landey@landey.is ÍS LE N SK A /S IA .I S/ L A E 63 95 4 04 /1 3 Landey býður til sölu eftirtalin lóðarréttindi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.